Þjóðviljinn - 20.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.02.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Israel „...siekkég bara á sjónvaipinu" Þorri niðja Davíðs og Salómonsþykist hvorki sjá né skilja atburðina á herteknu svœðunum r Israelskir gyðingar hafa tekið strútinn sér til fyrirmyndar, þeir stinga höfðinu i sandinn. Þegar kcinur að fréttum í útvarpi eða sjónvarpi sprettur einhver fjölskyldumeðlimanna uppúr sæti sínu og slekkur á tækinu. Það sem augu ekki sjá og eyru ekki heyra er alls ekki til. Sumir slá skjaldborg um engilhreina sam- visku sína með því að vilja hvorki vita um né sjá hryðjuverkin sem framin eru í bakgarði þeirra og í nafni þeirra. Reynslan ætti þó að hafa kennt mönnum að slíkar sjálfsblekkingar eru skammgóð- ur vermir. Fyrr en síðar smýgur veruleikinn inní vitundina og þá verða menn að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og tví- skinnungsháttar. Vilji þeir heita menn. Þannig horfðu málin við Þjóðverjum i stríðslok og þannig horfa þau við ísraclskum gyðing- um nú. „Þegar fréttirnar byrja slekk ég bara á sjónvarpinu. Ég reyni að komast hjá því að heyra þær, annars væri þetta allt eitthvað svo viðbjóðslegt." Þannig fórust frú Rosalie Bitman orð en hún er kennari í Tel Aviv. Fréttaútsend- ingar hljóta að hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá henni í tíu vikur eða allar götur frá því upp- reisn Palestínumanna hófst þann níunda desember síðastliðinn. Frúin bætir við: „Þetta er eina leiðin; að útiloka þessa atburði og vona að þeir líði hjá." Þótt ekki taki nema örfáar mínútur að ferðast með bifreið frá Tel Aviv yfir á Gazasvæðið eru íbúar stórborgarinnar álíka upplýstir um uppþotin þar og of- beldisverk ísraelskra hermanna og gerðust þau á annarri plánetu. „Vandamálin eru einhversstaðar langt, langt úti á landi og það skiptir engu máli þótt landið sé pínulítið, það sem gerist úti á landi kemur okkur ekki við," skrifaði háðfuglinn Róbert Rós- enberg nýverið í „Jerúsalempóst- inn." Vesturhelmingur Jórsalaborg- ar var jórdanskur uns ísraels- menn hernámu hann í sex daga stríðinu árið 1967. Þar er þorri íbúa Palestínumenn og ættu ekki neinir innbyggjara Jórsala að hafa farið varhluta af mótmæl- aðagerðum og réttindabaráttu þeirra undanfarið. En gyðingarn- ir í austurhlutanum virðast koma af fjöllum ofan þegar mál þessi ber á góma. „Ég er of önnum kafinn, þarf að sinna börnum mínum og vin- um. Ég tek þátt í ýmsu er varðar samfélagið, því skyldi ég vera að fárast yfir því sem ég fæ ekki breytt." Þannig útskýrði hús- móðirin Helen Linder viðhorf sín til athafna einkennisklæddra landa sinna á herteknu svæðun- um. Hálft hundrað ungmenna hefur fallið í valinn og tæplega þúsund manns sætt alvarlegum líkamsáverkum en frú Linder fár- ast ekki út af smámunum. í vesturhluta höfuðborgarinn- ar er nýlegt úthverfi, Talpiot Mizrah, og þar búa einkum gyð- ingar. Þar hefur komið til óeirða og þrásinnis hafa lögregluþjónar og hermenn lumbrað á ungum Palestínumönnum á þessum slóð- um. „Oftar en einu sinni hafa blossað upp átök hér í götunni neðanverðri. Við sjáum flugeld- ana sem hermennirnir skjóta upp á kvöldin til þess að sjá betur til verka. Það er einsog að horfa á flugeldasýningu en oftast nær drögum við bara tjöldin fyrir gluggana." Þetta kváðu vera um- mæli Gershons nokkurs Baraks en hann leggur stund á nám við Hebreska háskólann í Jórsölum. Einn af fréttariturum ísraels- hers, Ron Ben-Yishai að nafni, greinir kollega sínum hjá Reuter frá því að þrásinnis komi það fyrir að yfírmenn gefi dátum sínum skipanir um að ganga í skrokk á palestínskum ungmennum en horfi síðan í aðra átt þegar þeir hefjist handa. Löngum hafði það verið fastur liður í ísraelsku heimilishaldi að fjölskyldan settist niður fyrir framan imbakassann klukkan níu á kvöldin og beindi skilningarvit- um sínum óskiptum að fréttatím- anum. Nú er öldin önnur einsog að framan getur. En þeir fáu sem enn þrjóskast við fá ekki rétta mynd af því sem á sér stað. Fréttastjórar ísraelska ríkis- sjónvarpsins sýna ekki kvik- myndirnar sem hafa vakið reiði manna og hneykslan heims um ból. Um þetta farast ísraelska sjónvarpsgagnrýnandanum Phil- ip Gillon svohljóðandi orð í „Jer- úsalempóstinum": „Það er augljóst að frá því ar- abauppreisnin hófst hafa ein- hverjir verið önnum kafnir við matreiðslu frétta. Annaðhvort eru fréttamenn okkar hindraðir í starfi af hernum eða að þeir vilja ekki eða eru ófærir um að sýna löndum sínum afleiðingar her- skárrar stefnu Yitzhaks Rabíns varnarmálaráðherra. Þriðji möguleikinn er þó líklega næstur sannleikanum: Hvaðeina er rit- skoðað." Reuter/-ks. israelskur hermaður sparkar af öllum mætti i palestínskan fanga. „Þetta gerðist einhversstaðar langt, langt úti á landi." I'M SENDING CHESTERFIELDS to all my friends. That's-hSe merriest Christmas any smoker con have — Chesterfield mildness plus no unpleasant after-taste m. •OMAtO UA0AM ,i„u«9 i* "HÖNO KOMO" • fUm. C*t+t éy tmémmhll , %sltrfiíld #%7ÍJ 5*VV»W .»»(J'I!*!11. s-WObm*. ^Æmt 5w ^ v f U ECTC D Cl CI n Jfyife&aafíifté Heilsufar Reykingar em óhollar! Sígarettureykur veldur blóðtappa og hjartaslagi Þessi maður er illa innrættur. Hann „sendir öllum vinum sínum Chesterfields" á jólunum en það eykur líkur á því að þeir fái hjartasUJg eða heilablóðföll. Hvað skyldi hann gefa óvinum sínum í jólagjöf? Þeir ógæfumenn sem sýknt og heilagt svæla sígarettur taka áhættu umfram aðra menn. Hjartaáföll og heilablóðföll kváðu nefnilega vera miklu tíðari kvillar í þeirra hópi en í röðum gæfumannanna. Þetta var vís- indalega sannað í Bandaríkjun- um eigi alls fyrir löngu og opin- berað lýðum í fyrradag. „Guð það hentast heimi fann, það hið stríða blanda blíðu. Allt er gott sem gjörði hann." Staðr- eyndin er sú að stórreykinga- mönnum er í lófa lagið að hætta stautasogi sínu og dregur þá mjög úr líkum á áðurnefndum mein- semdum. Þessu er haldið fram í skýrslu sérfræðinga Læknamið- stöðvar Bostonháskóla. Þeir standa á því fastar en fótunum að sígarettureykur auki virkni fí- brígens, storkuefnis í blóði, sem leiði til myndunar blóðtappa. Líkur á því að karlmenn sem reykja sígarettur fái slag eru sam- kvæmt þessu 42 prósent meiri en hjá félögum þeirra sem aðeins taka í nefið. Hjá konum er hlut- fallstalan hærri, skýrsluhöfundar segja líkur á blóðstorknun um 61 af hundraði meiri hjá tóbak- skonum en annarskonar kven- persónum. Svo ekki sé strax látið staðar numið með statistíkina þá er þess ennfremur getið í skýrslunni að reyki maður 40 sígarettur á dag séu helmingi meiri líkur á hjartas- lagi en ef hann lætur sér nægja tíu slæpur eða fimm. Vísindi þessi eiga sér stoð í rannsókn á reykingavenjum 4,255 bandarískra karla og kvenna á aldrinum 36-68 ára. Reuter/-ks. Laugardagur 20. febrúar 1988 ÞJÓPVILJINN - SÍÐA 11 Svíþjóð Aumingja Astor Þótt Astor væri ekki lengur í tölu lifenda var fögnuður frú Else Wigh óskiptur. Hæstiréttur Svíþjóðar hafði kveðið upp þann dóm að kattavinafélag hennar skyldi eiga hræið og batt með því enda á umfangsmikið prófmál. Málið snerist um réttindi og skyldur katta, kattavinafélaga og fólks er skýtur skjólshúsi yfir vill- iketti. í brennidepli var Astor sem í dómssk]ali tvö er lýst sem „yndislegri grárri og hvítri katt- veru". Högni þessi mun hafa átt náðuga daga við flakk og frelsi uns sú ógæfa dundi yfir hann árið 1985 að frú Wigh „fann" hann á götu í Gautaborg. Frúin gat sjálf ekki hugsað sér að vera heimilis- laus, þessa meinloku sína yfir- færði hún af algeru miskunnar- leysi yfir á Astor og fann því fjöl- skyldu sem vildi eiga hann. Nú fyrst fór að draga fyrir sólu í lífi Astors. Fjölskyldumeðlimir hófu skipulagðar pyntingar á honum en hann sætti færis og sagði upp vistinni um leið og færi gafst. En það var skammgóður vermir. Eftir þrotlausa leit einka- spæjarans frú Wigh fannst aumingja Astor, en nauðug varð hún að láta hann í hendur vondu fjölskyldunnar og málaferli hóf- ust. í fyrra dó Astor saddur líf- daga en klögumálin héldu áfram að ganga á víxl uns dómur féll í fyrradag. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.