Þjóðviljinn - 20.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Bifreiðatryggingar Stórhækkun í vændum Tryggingarfélögin telja að hœkka þurfi iðgjöld bifreiðatrygginga sem nemur tugum prósenta. Tap ífyrranamhundruðum milljóna Samstarfsncfnd íslensku bif- reiðatryggingafélaganna telur að hækka þurfi verulega iðgjöld bifreiðatrygginga vegna rekstr- artaps tryggingafélaganna sem skipti hundruðum miljóna króna á síðasta tryggingarári. Sam- kvæmt útreikningum samstarfs- nefndarinnar á rekstrartapi síð- asta árs er fyrirsjánalegt áð lögg- boðin ábyrgðartrygging þarf að hækka sem nemur tæpum 60 af hundraði, húftrygging um 28% og framrúðutrygging um 38,6%. Að öðrum kosti telja trygginga- menn að rekstur fyrirtækjanna sé brostinn og bótaþegar eigi á hættu að fá ekki tjón sitt bætt. - Ég fullyrði að annað ár eins og það síðasta stefndi trygginga- markaðnum í tvísýnu. Rekstrar- grundvöllur greinarinnar er ger- samlega brostinn með sama áfr- amhaldi, sagðí Benedikt Jóhann- esson, tryggingarstærðfræðingur á fréttafundi sem samstarfsnefn- din boðaði til í gær. „Alvarlegast er ástandið í ábyrgðartryggingum ökutækja, en þar hafa tjón hækkað langt umfram iðgjöld á liðnum árum,“ segir í fréttatilkynningu trygging- arfélaganna, en að þeirra mati nam tapið í þessari grein um 30% af iðgjaldatekjum félaganna. Helstu ástæður rekstrartapsins er stóraukinn tjónakostnaður í umferðarslysum, sem var langt umfram hækkun iðgjalda, miklar verðlagshækkanir, en þar má nefna að verðlag á útseldri vinnu verkstæða hækkaði um 48,9% á tímabilinu 1. janúar 1987 til 1. janúar 1988 og í þriðja lagi leggja ný umferðarlög auknar bóta- skyldur á tryggingafélögin. Ekki hefur enn verið tekin á- kvörðun um nýja gjaldskrá bif- reiðatrygginga og er Trygginga- eftirlitið með útreikninga trygg- ingarfélaganna til athugunar. Bifreiðaeigendur skulu upp- lýstir um að fái tryggingafélögin óskir sínar uppfylltar, hækkar ábyrgðartrygging, miðað við 50 afslátt, úr 9.400 í 15.011 krónur. -rk Hraðskák Duttu allir út íslensku stórmeistaranir Helgi Ólafsson, Karl Þorsteins og Margeir Pétursson féllu allir út úr heimsmeistarakeppninni í hrað- skák S St. John S Kanada S gær. 36 skákmeistarar kepptu á mótinu og féllu þeir Karl og Margeir út í fyrstu umferð en Helgi komst í 18 manna úrslit. Hann sigraði stórmeistarann Sal- ov en tapaði síðan fyrir Búlgaran- um Georgief. Karl Þorsteins lenti á heimsmeistaranum Kasparov í fyrstu umferðinni. Hann tapaði fýrstu skákinni, gerði jafnt í ann- ari og missti niður unna skák í þeirri þriðju. Margeir vann tvær sínar fyrstu skákir en tapaði næstu þremur og féll þar með út. -«g- VMSÍ - VSÍ Siglt í lygnum sjó Samninganefndir fara sér hœgt um helg- ina. Ölteitihjá VSÍ og aðalfundur Al- þýðubankans glepjafyrir samninga- mönnum. Launaliðir órœddir Kröfur atvinnurekenda um sveigjanlegan dagvinnutíma gegn einum eftirvinnutaxta, tóku allan hug samningarnefndar- manna í gær og í fyrradag. Sam- kvæmt hcimildum Þjóðviljans þokaðist verulega í samkomu- lagsátt um útfærslu á vinnutím- anum. í gærkvöldi var búist við að viðræður hæfust um starfsald- urshækkanir og var að heyra á samninganefndarmönnum sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, að viðræður um starfsaldurinn kynnu að skera úr um framhald viðræðna, en kröfur um taxta- hækkanir hafa verið látnar liggja milli hluta. Samhliða viðræðum um ein- stök atriði í kröfugerð Verka- mannasambandsins, ræddust fulltrúar atvinnurekenda og Dagsbrúnar við í gær um sér- málefni hafnarverkamanna og starfsmanna Mjólkursamsölunn- ar. Byggingarverkamenn og starfsmenn olíufélaganna hafa einnig óskað hliðstæðra við- ræðna. Ekki er búist við að dragi til tíðinda í viðræðunum um helg- ina, þar sem margt glepur fyrir samninganefndarmönnum beggja megin samningaborðsins. Vinnuveitendur ætla að halda ár- legt ölteiti og fjölmargir samning- anefndarmenn VMSÍ verða uppteknir í dag á aðalfundi Al- þýðubankans. -rk I heimsókn hjá Max hf. Þemadegi í fataiðnaði lauk með heimsókn í fyrirtækið og var skoðuð ný framleiðslulína. Max hf hefur nýlega stækkað við sig, flutt í nýtt húsnæði og endurnýjað vélbúnaðinn. Mynd: E. Ól. Fataiðnaðurinn Erfiðstaða, ekki vonlaus Raunvextir Standa í stað Nafnvextir á óverðtryggðum skulda- bréfum og innistœðum lœkka Vextir af verðtryggðum lánum, sem eru nú 9,5%, lækka ekki. Þeir ráðast einkum af eftirspurn og framboði á lánsfé, sagði Jónas H. Haralz bankastjóri. „Raun- vextir verða óbreyttir þótt nafnvextir óverðtryggðra inn- og útlána lækki í takt við minnkandi verðbólgu.“ Landsbankinn lækkar á mánu- dag nafnvexti á óverðtryggðum lánum og reikningum um allt að 2%. Jónas sagði að í raun og veru hefði verðlagsþróun að undan- förnu verið þannig að lækkunin hefði mátt vera meiri en dokað yrði við fram til 1. mars með frek- ari aðgerðir. Aðrir bankar og sparisjóðir lækka einnig innlánsvexti um 2,7% og úitlánsvextir skulda- bréfa um allt að 6%. í stórum dráttum má segja að lántakendum bjóðist tvenns kon- ar aðferðir við útreikning vaxta og verðbóta. Annars vegar geta þeir tekið verðtryggð lán. Af þeim þarf að greiða vexti, sem algengt er að nú séu 9,5%, og auk þess verðbætur samkvæmt hækk- un lánskjaravísitölu en hún hefur hækkað hægar síðasta mánuðinn en áður var. Hins vegar er unnt að taka óverðtryggð lán með háum vöxtum sem algengt er að nú séu 37%. Stærstur hluti þeirra háu vaxta er svokallaður verð- bótaþáttur og hann lækkar nú. Lækkun verðbótaþáttar í vöxt- um af óverðtryggðum lánum er sambærileg við það að hækkun verðbóta af verðtryggðum lánum hægir á sér. Raunvextir, þ.e. vextir ofan á og umfram verð- bólgu, breytast ekki. Þeir eru nú hátt í 10% á ári og eru engin áform uppi um að lækka þá. Stefán Jörundsson hjá Tex-Stíl á þemadegi ífataiðnaði: Verðum að skapa okkur sérstöðu með hönnun og gœðum SKammtímagróðasjónarmið og vantrú á eigin getu hefur verið ríkjandi, og því stendur fataiðn- aðurinn frammi fyrir miklu meiri vanda nú en vera þyrfti, sagði Stefán Jörundsson hjá Tex-Stfl á þemadegi í fataiðnaði sem hald- inn var í gær. Stefán sagði að ef litið væri til smæðar íslensks þjóðfélags væri ljóst að hér yrði aldrei hægí að framleiða ódýra vöru í miklu magni, og því væri nauðsynlegt að við sköpuðum okkur sérstöðu með hönnun og gæðum. Fjögur stutt framsöguerindi voru flutt á þemadeginum, en hann var haldinn að frumkvæði Iðntæknistofnunar. Stefán fjall- aði um hönnunarmál; Jón Sig- urðarson, Álafossi, um markaðs- mál og stöðu greinarinnar; Haukur Þorgilsson, Hlín hf, um starfsmenntun og Sævar Kristins- son, Max hf, um tæknimál. Lífleg skoðanaskipti urðu í umræðuhópum, og var meðal annars rætt um hugsaniegt sölu- samlag og hönnunarmiðstöð. Skortur á stefnumótun í stjórn fyrirtækja í greininni var einnig ofarlega í hugum þátttakenda. Þá kom fram sú skoðun og átti hljómgrunn hve mikilvægt það er að gera sér grein fyrir tveimur stigum hönnunar; hönnun vöru, og hönnun á markaðsfærslu vör- unnar. Gæði tiltekinnar vöru kæmu fyrir lítið ef vitlaust væri staðið að markaðsmálum. Þetta er annar þemadagurinn Tæplega 57% landsmanna eru andvígir því að Ráðhús verði reist í Tjörninni en 43% hlynntir því. Þetta er niðurstaða skoðan- akönnunar sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 2. febrúar sl. Alls náðist í 714 manns frá öllu landinu og var þess gætt að rétt hlutfall væri milli kynja og höf- uðborgar, Reykjaness og lands- byggðar. Fyrst var spurt hvort fólk vildi að ráðhús yrði reist. 68,5% þeirra sem tóku afstöðu voru hlynntir því að ráðhús yrði reist en 31,5% andvígir. Þá voru þeir sem vildu ráðhús spurðir hvort þeir vildu það í Tjörnina. 63,1% þeirra sem sem Iðntæknistofnun stendur fyrir, en fjallað er um ýmsar greinar iðnaðar. Hinn fyrsti var heigaður nýsköpun og sjálfvirkni í málmiðnaði. tóku afstöðu vildu ráðhúsið í Tjörnina en 36,9% að það risi annarsstaðar. Þegar Stöð 2 birti niðurstöðu könnunarinnar lét hún ekki reikna út hversu margir væru andvígir ráðhúsi í Tjörnina og hafa andstæðingar ráðhússins gagnrýnt stöðina fyrir það. Sé það reiknað út kemur í ljós að 56,8% eru andvígir ráðhúsi í Tjörnina en 43,2% vilja ráðhúsið þar. Þá hefur stöðin verið gagnrýnd fyrir að skipta ekki úrtakinu upp í annarsvegar Reykvíkinga og hinsvegar aðra landsmenn. -Sáf Ráðhúsið 57% á móti 68,5% vilja ráðhús en aðeins 63,1% afþeim vilja það í Tjörnina Laugardagur 20. febrúar 1988 fÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.