Þjóðviljinn - 20.02.1988, Síða 11

Þjóðviljinn - 20.02.1988, Síða 11
ERLENDAR FRETTIR ísrael .....slekk ég bara á sjónvaipinu“ Porri niðja Davíðs og Salómonsþykist hvorki sjá né skilja atburðina á herteknu svœðunum Israelskir gyðingar hafa tekið strútinn sér til fyrirmyndar, þeir stinga höfðinu í sandinn. Þegar kemur að fréttum í útvarpi eða sjónvarpi sprettur einhver fjölskyldumeðlimanna uppúr sæti sínu og slekkur á tækinu. Það sem augu ekki sjá og eyru ekki heyra er alls ekki til. Sumir slá skjaldborg um engilhreina sam- visku sína með því að vilja hvorki vita um né sjá hryðjuverkin sem framin eru í bakgarði þeirra og í nafni þeirra. Reynslan ætti þó að hafa kennt mönnum að slíkar sjálfsblekkingar eru skammgóð- ur vermir. Fyrr en síðar smýgur veruleikinn inní vitundina og þá verða menn að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og tví- skinnungsháttar. Vilji þeir heita menn. Þannig horfðu málin við Þjóðverjum í stríðslok og þannig horfa þau við ísraelskum gyðing- um nú. „Þegar fréttirnar byrja slekk ég bara á sjónvarpinu. Ég reyni að komast hjá því að heyra þær, annars væri þetta allt eitthvað svo viðbjóðslegt." Þannig fórust frú Rosalie Bitman orð en hún er kennari í Tel Aviv. Fréttaútsend- ingar hljóta að hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá henni í tíu vikur eða allar götur frá því upp- reisn Palestínumanna hófst þann níunda desember síðastliðinn. Frúin bætir við: „Þetta er eina leiðin; að útiloka þessa atburði og vona að þeir líði hjá.“ Þótt ekki taki nema örfáar mfnútur að ferðast með bifreið frá Tel Aviv yfir á Gazasvæðið eru íbúar stórborgarinnar álíka upplýstir um uppþotin þar og of- beldisverk ísraelskra hermanna og gerðust þau á annarri plánetu. „Vandamálin eru einhversstaðar langt, langt úti á landi og það skiptir engu máli þótt landið sé pínulítið, það sem gerist úti á landi kemur okkur ekki við,“ skrifaði háðfuglinn Róbert Rós- enberg nýverið í „Jerúsalempóst- inn.“ Vesturhelmingur Jórsalaborg- ar var jórdanskur uns ísraels- menn hernámu hann í sex daga stríðinu árið 1967. Þar er þorri íbúa Palestínumenn og ættu ekki neinir innbyggjara Jórsala að hafa farið varhluta af mótmæl- aðagerðum og réttindabaráttu þeirra undanfarið. En gyðingarn- ir í austurhlutanum virðast koma af fjöllum ofan þegar mál þessi ber á góma. „Ég er of önnum kafinn, þarf að sinna börnum mínum og vin- um. Ég tek þátt í ýmsu er varðar samfélagið, því skyldi ég vera að fárast yfir því sem ég fæ ekki breytt." Þannig útskýrði hús- móðirin Helen Linder viðhorf sín til athafna einkennisklæddra landa sinna á herteknu svæðun- um. Hálft hundrað ungmenna hefur fallið í valinn og tæplega þúsund manns sætt alvarlegum líkamsáverkum en frú Linder fár- ast ekki út af smámunum. í vesturhluta höfuðborgarinn- ar er nýlegt úthverfi, Talpiot Mizrah, og þar búa einkum gyð- ingar. Þar hefur komið til óeirða og þrásinnis hafa lögregluþjónar og hermenn lumbrað á ungum Palestínumönnum á þessum slóð- um. „Oftar en einu sinni hafa blossað upp átök hér í götunni neðanverðri. Við sjáum flugeld- ana sem hermennirnir skjóta upp á kvöldin til þess að sjá betur til verka. Það er einsog að horfa á flugeldasýningu en oftast nær drögum við bara tjöldin fyrir gluggana." Þetta kváðu vera um- mæli Gershons nokkurs Baraks en hann leggur stund á nám við Hebreska háskólann í Jórsölum. Einn af fréttariturum ísraels- hers, Ron Ben-Yishai að nafni, greinir kollega sínum hjá Reuter frá því að þrásinnis komi það fyrir að yfirmenn gefi dátum sínum skipanir um að ganga í skrokk á palestínskum ungmennum en horfi síðan í aðra átt þegar þeir hefjist handa. Löngum hafði það verið fastur liður í ísraelsku heimilishaldi að fjölskyldan settist niður fyrir framan imbakassann klukkan níu á kvöldin og beindi skilningarvit- um sínum óskiptum að fréttatím- anum. Nú er öidin önnur einsog að framan getur. En þeir fáu sem enn þrjóskast við fá ekki rétta mynd af því sem á sér stað. Fréttastjórar ísraelska ríkis- sjónvarpsins sýna ekki kvik- myndirnar sem hafa vakið reiði manna og hneykslan heims um ból. Um þetta farast ísraelska sjónvarpsgagnrýnandanum Phil- ip Gillon svohljóðandi orð í „Jer- úsalempóstinum": „Það er augljóst að frá því ar- abauppreisnin hófst hafa ein- hverjir verið önnum kafnir við matreiðslu frétta. Annaðhvort eru fréttamenn okkar hindraðir í starfi af hernum eða að þeir vilja ekki eða eru ófærir um að sýna löndum sínum afleiðingar her- skárrar stefnu Yitzhaks Rabíns varnarmálaráðherra. Þriðji möguleikinn er þó líklega næstur sannleikanum: Hvaðeina er rit- skoðað." Reuter/-ks. Israelskur hermaður sparkar af öllum mætti í palestínskan fanga. „Þetta gerðist einhversstaðar langt, langt úti á landi." I’M SENDING CHESTERFIELDS fo all my friends. That’s-ffie merriest Christmas any smoker can have — Chesterfield mildness plus no unpleasant after-taste Jfadlíwf*' Þessi maður er illa innrættur. Hann „sendir öllum vinum sínum Chesterfields" á jólunum en það eykur líkur á því að þeir fái hjartaslög eða heilablóðföll. Hvað skyldi hann gefa óvinum sínum [ jólagjöf? Heilsufar Reykingar ern óhollar! Sígarettureykur veldur blóðtappa og hjartaslagi eir ógæfumenn sem sýknt og heilagt svæla sígarettur taka áhættu umfram aðra menn. Hjartaáföll og heilablóðföll kváðu nefnilega vera miklu tíðari kvillar í þeirra hópi en í röðum gæfumannanna. Þetta var vís- indalega sannað í Bandaríkjun- um eigi alls fyrir löngu og opin- berað lýðum í fyrradag. „Guð það hentast heimi fann, það hið stríða blanda blíðu. Allt er gott sem gjörði hann.“ Staðr- eyndin er sú að stórreykinga- mönnum er í lófa lagið að hætta stautasogi sínu og dregur þá mjög úr líkum á áðurnefndum mein- semdum. Þessu er haldið fram í skýrslu sérfræðinga Læknamið- stöðvar Bostonháskóla. Þeir standa á því fastar en fótunum að sígarettureykur auki virkni fí- brígens, storkuefnis í blóði, sem leiði til myndunar blóðtappa. Líkur á því að karlmenn sem reykja sígarettur fái slag eru sam- kvæmt þessu 42 prósent meiri en hjá félögum þeirra sem aðeins taka í nefið. Hjá konum er hlut- fallstalan hærri, skýrsluhöfundar segja líkur á blóðstorknun um 61 af hundraði meiri hjá tóbak- skonum en annarskonar kven- persónum. Svo ekki sé strax látið staðar numið með statistíkina þá er þess ennfremur getið í skýrslunni að reyki maður 40 sígarettur á dag séu helmingi meiri líkur á hjartas- lagi en ef hann lætur sér nægja tíu slæpur eða fimm. Vísindi þessi eiga sér stoð í rannsókn á reykingavenjum 4,255 bandarískra karla og kvenna á aldrinum 36-68 ára. Reuter/-ks. Laugardagur 20. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Svíþjóð Aumingja Astor Þótt Astor væri ekki lengur í tölu lifenda var fögnuður frú Else Wigh óskiptur. Hæstiréttur Svíþjóðar hafði kveðið upp þann dóm að kattavinafélag hennar skyldi eiga hræið og batt með því enda á umfangsmikið prófmál. Málið snerist um réttindi og skyldur katta, kattavinafélaga og fólks er skýtur skjólshúsi yfir vill- iketti. í brennidepli var Astor sem í dómsskjali tvö er lýst sem „yndislegri grárri og hvítri katt- veru“. Högni þessi mun hafa átt náðuga daga við flakk og frelsi uns sú ógæfa dundi yfir hann árið 1985 að frú Wigh „fann“ hann á götu í Gautaborg. Frúin gat sjálf ekki hugsað sér að vera heimilis- laus, þessa meinloku sína yfir- færði hún af algeru mtskunnar- leysi yfir á Astor og fann því fjöl- skyldu sem vildi eiga hann. Nú fyrst fór að draga fyrir sólu í lífi Astors. Fjölskyldumeðlimir hófu skipulagðar pyntingar á honum en hann sætti færis og sagði upp vistinni um leið og færi gafst. En það var skammgóður vermir. Eftir þrotlausa leit einka- spæjarans frú Wigh fannst aumingja Astor, en nauðug varð hún að láta hann í hendur vondu fjölskyldunnar og málaferli hóf- ust. í fyrra dó Astor saddur líf- daga en klögumálin héldu áfram að ganga á víxl uns dómur féll í fyrradag. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.