Þjóðviljinn - 15.03.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Side 3
FRETTIR ✓ Aburðarverksmiðjan Urgur í mannskapnum Störf 150 manna íhættu verði verksmiðjan lögð niður. Önnur störf vandfundin vegna aldurs þeirra. Yfirtrúnaðarmaður: Umfjöllun um verksmiðjuna ekki gerð af heilindum Það læðist að manni sá grunur að ekki sé haldið á þessum málum af heilindum. Annarsveg- ar er talað um að mannslíf séu í hættu og hinsvegar um hvað verksmiðjan sé ljót. Út af þessu er mikill urgur í mannskapnum sem telur með réttu að hallað sé gróf- lega á sinn vinnustað, sagði Leifur Guðjónsson, yfirtrúnað- armaður í Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi við Þjóðviljann. I dag má vænta þess að borg- arráð taki ákvörðun um hvort leyfa eigi að geyma ammoníak í þeim geymi sem fyrir er á meðan nýr sé byggður, en ákvörðun þar að lútandi var frestað á fundi borgarráðs sl. föstudag. Trúnaðarmannaráð starfs- manna í Áburðarverksmiðjunni hefur sent frá sér bréf til borgar- stjóra þar sem þeim hugmyndum er harðlega mótmælt að leggja beri verksmiðjuna niður og hafa bent á að það sé ekki í verkahring borgarstjórnar að ákveða það Valdimar Jónsson mundar hér rafsuðutækið af stökustu fimi meðan starfsmað- ur Istækni hf. skýrir leyndardóma vélanna fyrir gesti. Skrúfudagurinn haldinn hátíðlegur héldu Skrúfudaginn hátíð- legan á laugardaginn. Þeir sýndu vélarnar sem þeir dags daglega notast við í sínu námi og kynntu fyrir gestum sínum allt það sem þeir dedúa. Þegar gestirnir kornu gátu þeir sest inn í matsal og fengið sér kaffisopa hjá Kvenfélaginu Keðj- unni áður en þeir gengu um deildirnar. Nemendurnir sýndu þeim svo öll sín kennslutæki og gerðu grein fyrir störfunum sem þeir vinna í verklegu deildunum. Auk þess héldu þeir sýningu á kennslubókum og öðrum kennslugögnum. Þegar við litum inn til þeirra var allt á fullu alls staðar og spennan að aukast smám saman því um kvöldið var árshátíð nem- endafélagsins Forskrúfunnar og hún var víst ekki af verri enda- num! - tt heldur landbúnaðarráðherra. Einnig benti trúnaðarmanna- ráðið á að störf 150 manna væri í hættu ef verksmiðjan yrði lögð niður og vandfundin önnur störf fyrir 60-70% þeirra vegna aldurs. Að sögn Leifs Guðjónssonar, aðaltrúnaðarmanns hefði verið nær fyrir borgarstjóra að koma inn fyrir verksmiðjuhliðið og kynna sér ástand verksmiðjunnar sjálfur í stað þess að vera með skítkast í hennar garð og starfs- manna. Leifur sagði að með þess- um árásum væri verið að ráðast gegn launaöryggi starfsmanna verksmiðjunnar og það hleypti bara illu blóði í mannskapinn. Hingað til hefði Vinnueftirlit ríkisins haft þann starfa ma. með höndum að kanna öryggisþátt hennar og sagðist hann treysta því áfram fyrir því eftirliti, í stað þess að heyra blendnar yfirlýsing- ar ráðamanna sem virtust vita minna um málið en þeir vildu láta í veðri vaka. -grh Almannavarnarnefnd Gegn geymslu ammoníaks Rúnar Bjarnason: lnnflutningur einnig ó- heimill. Oryggi borgarbúa ekki tryggtþrátt fyrir nýjan ammoníaksgeymi Almannavarnanefnd Reykja- víkur samþykkti á fundi sín- um í gær að leggja það til við borgarráð að ammoníak verði ekki geymt í gamla geyminum í Gufunesi á meðan nýr sé byggð- ur. Að sögn Rúnars Bjarnasonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík og framkvæmdastjóra almanna- varnanefndar borgarinnar, lagði nefndin einnig til að Áburðar- verksmiðjan í Gufunesi haldi ekki áfram innflutningi á amm- oníaki á meðan á byggingu nýja geymisins standi. Aðeins að verksmiðjan fái að framleiða ammoníak til daglegra nota og ekkert umfram það. Jafnframt bendir almanna- varnanefndin á það til umhugs- unar að þrátt fyrir byggingu nýs geymis sé öryggi borgarbúa ekki tryggt ef ammoníak sleppur út í andrúmsloftið við dælingu og löndun. Þá getur nefndin þess í sinni umsögn til borgarráðs að notkun ammoníaks í áburðar- framleiðslu hljóti að dragast sam- an með öðrum samdrætti í land- búnaði og svo kynni að fara eftir jafnvel þrjú ár að allur innflutn- ingur á ammoníaki verði með öllu þarflaus og ónauðsynlegur af sömu orsökum. -grh HIKIKI Baráttufundur í dag Þáttur K.I. á Útvarpi Rót fallsheimild. Verði slíkar hetm- ildir samþykktar skella verkföll kennara á um miðjan næsta mán- uð. K.í. er með þátt í Útvarpi Rót kl. 17:30 í dag og mun þar vænt- anlega verða fjallað um kjarabar- áttu kennara. Kennarasamband íslands og Hið íslenskra kennarafélag hafa boðað til sameinginlegs bar- áttufundar í veitingahúsinu Broadway kl. 16.00 í dag. Félögin hafa bæði samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verk- iÖRFRÉTTTIR Yogameistarinn Sri Chinmoy heldurfriðartónleika I Háskólabíói á morgun, miðviku- dag kl. 20.30. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Chinmoy leikur á fjölda hljóðfæra á tónleik- unum. Meginatriðið í friðarboð- skap Chinmoy er að innri friöur einstaklingsins sé nauðsynleg forsenda fyrir heimsfriði. Sovéskir þingmenn sækja ísland heim í vikunni og dvelja hér fram að næstu helgi. Þingmennirnir sem koma eru þrír og meðal þeirra er V.S. Shevts- jenko, varaforseti Forsætis- nefndar Æðsta ráðs Sovétríkj- anna og forseti Forsætisnefndar Æðsta ráðs Úkraníska Sovétlýð- veldisins. Bifreiðasalar hafa fagnað frumvarpi sem ný- lega var lagt fram á Alþingi um löggildingu starfsgreinarinnar. Hins vegar harma bílasalar að ekki skuli hafa verið haft samráð við þá þegar frumvarpið var smíðað. Bæjarstjórn Kópavogs hefur mótmælt harðlega þeirri skerðingu á tekjum Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið með lag- asetningu. Tekjur bæjarins minnka um 16 miljónir á árinu vegna þessarar skerðingar og Ijóst aö endurskoða veröur ný- samþykkta fjárhagsáæltun bæj- arins vegna þessa. Bæjarstjórnin segir vinnubrögð ríkisstjórnarinn- ar með öllu óþolandi og sveitarfé- lögin verði að geta treyst því að samþykkt fjárlög standi lengur en I tvo mánuði. Framsóknarkonur hafa lýst yfir eindregnum stuðn- ingi við launabaráttu kvenna. Er það skoðun framkvæmdastjórn- ar Landssambands Framsóknar- kvenna að kominn sé tími til að meta framlag kvenna á vinnu- markaði og atvinnurekendur hvattir til að endurskoða afstöðu sína til launafólks með raunhæf- ar kjarabætur að markmiði, eins og segir í samþykkt sambands- ins. Kvennalistinn á Vesturlandi og á Reykjanesi hafa fordæmt kjarasamninga VMSÍ og hvatt konur í verkalýðs- hreyfingunni til að láta heyra í sér og hafna samningum sem fela ekki í sér neinar raunhæfar kjara- bætur. Palestína Raðstefna á Islandi Félagið Island-Palestína villað stjórnvöld bjóði aðstöðu hérlendis fyrir aþjóðaráðstefnu allra deiluaðila um málefni Mið-Austurlanda Framferði ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum á hernumdu svæðunum verði þeg- ar mótmælt, tekið verði upp stjórnmálasamband við PLO, réttmætan fulltrúa Palestínu- þjóðarinnar og boðin verði að- staða hérlendis til að halda al- þjóðaráðstefnu með þátttöku allra deiluaðila um málefni Mið- Austurlanda, eru skilaboð félags- ins Ísland-Palestína við íslensk stjórnvöld. í yfirlýsingu frá stjórn félagsins segir að dögum, vikum og mán- uðum saman hafi heimsbyggðin mátt horfa upp á grimmdarverk ísraelsstjórnar á hendur varnar- lausu fólki á hernumdu svæðun- um í Ghaza og vesturbakka Jór- danár. Heimurinn hafi fordæmt þessi hryðjuverk en ekkert lát orðið á þeim. „Hlutur íslands í þessu máli hefur verið sá að viðurkenna ein- ungis annan deiluaðilann með stjórnmálasambandi við ísrael en viðurkenna ekki PLO, Frelsis- samtök Palestínumanna, sem á alþjóðavettvangi njóta viður- kenningar sem óumdeilanlegur fulltrúi Palestínuþjóðarinnar," segir í yfirlýsingu félagsins. Ljóst sé að þessi staða mála stuðli ekki að friðsamlegri lausn í Palestínu. -lg- Þriðjudagur 15. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.