Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Er Alþýðuf lokkurí nn alþýðuflokkur? í kjaradeilunum sem þessa daga eru mál mál- anna er nú komin upp sú staöa að ráðherrar Alþýðuflokksins eiga leik. Svæðasambönd verkalýðsfélaganna hafa krafist þess að samningaviðræðurnar verði fluttar heim í hérað. Verði ekki orðið við þeirri eðlilegu kröfu hefur verið farið fram á að sam- böndin fái fjárhagslegan stuðning, annarsvegar vegna beins kostnaðar af ferðum fjölmennra samninganefnda til Reykjavíkur til funda við skrifstofumenn VSÍ í Garðastrætinu, hinsvegar vegna þess kostnaðar sem félögin þurfa að standa straum af til að geta haldið uppi eðlilegu samráði við félagsmenn sína á landsbyggðinni. Það er mjög skiljanlegt að þessar kröfur komi fram núna. Það hefur verið nefnt sem ein af helstu ástæðum fyrir Garðastrætissamningum VMSÍ og þeim viðtökum sem þeir hafa hlotið, að bæði fundarstaður og vinnubrögð hafi hamlað því að samningamenn launafólks hafi haft jafna aðstöðu á við viðsemjendur, og hafi komið í veg fyrir að viðhorf launamanna á vinnustöðunum sjálfum hafi komist til skila í samningaviðræð- unum. Formaður Alþýðubandalagsins skrifaði um helgina bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- málaráðherra og varaformanns Alþýðuflokks- ins. í því bréfi heitir Ólafur Ragnar Grímsson liðsinni Alþýðubandalagsins við ráðherra Al- þýðuflokksins til að tryggja formlega jafnan rétt samningsaðila. Koma þarf í veg fyrir að ríkis- valdið skapi atvinnurekendum sterkari aðstöðu við samningaborðið með því að halda í gamlar reglur, segir í bréfi Ólafs Ragnars til Jóhönnu, „við erum því reiðubúin að veita félagsmálaráð- herra Alþýðuflokksins lið til að hægt sé að verða við þeim óskum sem samtök launafólks hafa sett fram. Fyrstu viðbrögð ráðherrans hafa verið á þá lund að ríkisstjórnin eigi ekki að skipta sér af samningaviðræðunum þarsem sáttasemjari skuli einráður. Þetta eru klén svör, meðal ann- ars vegna þess að sáttasemjari er ekki sjálfráða í einmitt þessum málum; hann hefur til dæmis ekki yfir neinu fé að ráða til að verða við óskum sambandanna. Það er ennfremur undarlegt að heyra ráðherra ræða fjálglega um að ríkisstjórn eigi ekki að skipta sér af samningum. Hefur ríkisstjórnin verið að gera eitthvað annað en skipta sér af samningum síðustu vikur og mán- uði? Því verður ekki trúað að félagsmálaráðherra haldi við þessa afstöðu þegar hún hefur fengið ráðrúm til að hugsa málið betur. Jóhanna á leikinn, og klukkan gengur á hana. En Alþýðuflokksráðherrarnir sitja víðar að tafli við samningaborðið. Kennarar standa nú í erfiðum samningum við viðsemjanda sinn, sjálft ríkið, og enn gengur hvorki né rekur. Síðasta tilboð samninganefndar ríkisins til kennara verðskuldarvarla það nafn. í þvífelsttíu prósent kjaraskerðing á árinu og ef ekki verður fallið frá þeirri stefnu samninganefndarinnar er hætt við að kennarar eigi ekki nema eitt svar. Röskun á skólastarfi í vor væri þá ekki hægt að skrifa á annan reikning en ríkisvaldsins. Það hefur verið plagsiður ráðherra að beita embættismönnum fyrir sig í samningum við op- inbera starfsmenn, og sá sem talar fyrir hönd ríkisins við fjölmiðla um þá samninga er oftar en ekki embættismaðurinn Indriði H. Þorláksson. Embættismaðurinn Indriði H. ræður hinsveg- ar engu um kjaramálin hjá ríkinu. Hann er ein- ungis fulltrúi ríkisstjórnarinnar, vinnumaður hjá fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra heitir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Jón Baldvin hefur haft í mörgu að snúast og meðan ekki kemur annað í Ijós ber að líta svo á að tilboð ríkisins til kennara um típrósent kjara- skerðingu séu mistök embættismanna. Nú á Jón Baldvin leikinn að leiðrétta þau mistök. En klukkan gengur líka á Jón Baldvin. Þannig er beðið eftir afstöðu Alþýðuflokksins á hvorumtveggja þeim vígstöðvum þarsem nú er tekist á um kjaramál. Félagshyggjumenn og jafnaðarmenn eru reiðubúnir að taka höndum saman við alþýðuflokksmenn ef þeir skipa sér við hlið launamanna í þessum átökum. Beri flokkurinn ekki gæfu til þess er hinsvegar kom- inn tími til þess fyrir flokkinn að huga að nafna- skiptum. -m KUPPT OG SKORIÐ Minn eða þinn tíkarsonur Eins og menn vita vilja banda- rísk stjórnvöld gjarna hafa það orð á sér, að þau séu mannréttindamegin í tilverunni, andstæð harðstjórum og kúgun. Hitt er svo jafnvíst, að fram- kvæmdin á þeim frómu óskum hefur oftar en ekki verið mjög í skötulíki. Pegar á reynir beita Bandaríkin sér ekki gegn harð- stjóra vegna þess að hann hunsar réttindi þegna sinna og sigar á þá lögreglu eða dauðasveitum. Þau segja sem svo: að vísu er mann- fjandinn hinn versti tíkarsonur, en hann er OKKAR tíkarsonur. Með öðrum orðum: hann stendur réttu megin í baráttu við heimskommúnismann eða bar- asta þá staðbundnu róttækni sem Bandaríkin hafa eðlislægar áhyggjur af. Saga frá Panama Pessir hlutir rifjast upp þegar menn lesa dagsfréttir af fram- vindu mála í Panama, þessu litla ríki sem Bandaríkin bjuggu til á sínum tíma með því að múta ein- hverjum kújónum til að segja sig úr lögum við Kólumbíu. (Til- gangurinn var sá að hafa algjör- lega í vasanum stjórn smáríkis sitt hvoru megin við sjálfan Panam- askurð.) Eins og menn muna komust Bandaríkjamenn að þeirri niðurstöðu í fyrra, að Nori- ega, hershöfðingi af „górillu- kyni,“ sem mestu ræður í Pan- ama, væri stórlega meðsekur í eiturlyfjasmygli til Bandaríkj- anna - og einhverja léttúð hafði hann þar að auki sýnt af sér í utanríkismálum. Hann var sem- sagt orðinn óþægilegur. Og um leið fóru bandarískir fjölmiðlar að koma augu á syndir hans margar og stórar gegn lýðræði og mannréttindum, sem til þessa höfðu ekki beinlínis haldið fyrir þeim vöku. Og fylgdu með marg- ar og herfilegar upplýsingar bæði um að Noriega hefði nauðgað barnungum stúlkum og ætti leynireikninga marga hér og þar í heiminum. Við mundum fá lof í lófa í nýlegri grein um Noriega í bandaríska blaðinu Washington Post, er það haft eftir háttsettum embættismanni í bandaríska utanríkisráðuneytinu, að Pa- nama gæti reynst ákjósanlegur vettvangur fyrir stjórn Reagans ef hún vildi sýna fram á það að hún kynni að spila hugvitsamlega úr sínum stórveldistrompum. Hann komst m.a. svo að orði: „Þetta er agnarlítið land sem hefur mikla hernaðarþýðingu vegna skipaskurðarins. Þar situr spilltur herstjóri og ræður öllu, og hafa öll pólitísk öfl í Washing- ton fengið leið á honum. Ef við ýttum undir þá hugmynd, að við værum að fylgja eftir í Panama vel úthugsaðri herferð til að grafa undan honum, þá mundum við fá lof í lófa úr öllum áttum fyrir að rétta lýðræðinu hjálparhönd og greiða kókaínbröskurum gott högg.“ En, segir þessi sami embættis- maður - þetta gerðist ekki. Blátt áfram vegna þess að bandarísk stjórnvöld höfðu aldrei slíka stefnu. Þau létu barasta berast fyrir straumi þeirra tíðinda sem komu frá Panama sjálfu. Reyndu að klóra í bakkann eftir á. Og eins og einn heimildarmaður Washington Post segir; „Þegar við ákváðum að flokka hann (Noriega) opinberlega upp á nýtt og skipa honum á bekk með vondu strákunum" þá var það allt í skötulíki, því enginn vissi hvað var hvað eða ekki hvað í fyrirætl- unum Bandaríkjamanna. Ástæðan er næsta einföld. Noriega var hinn versti skúrkur og kókaínsmyglari í þokkabót - en hann hafði líka gert banda- rísku leyniþjónustunni CIA og Bandaríkjaher margan greiða á árum áður. Vikuritið Newsweek skýrir frá því fyrir nokkru, að Noriega hafi beinlínis verið á mála hjá CIA. Hann hafði séð leyniþjónustunni fyrir upplýsing- um og leyft henni að reka hlust- unarstöð í Panama og þegið fyrir mánaðarlaun ríkuleg. Noriega var og nytsamur á margan annan hátt, ekki síst í hernaði þeim sem Bandaríkin reka gegn Nicaragua beint og óbeint. Að beiðni þess fræga Olivers Norths leyfði hann að bandarískir sérfræðingar þjálfuðu kontraskæruliða í Pa- nama fyrir stríðið í Nicaragua. Hann lagði blessun sína yfir það, að í gegnum gervifyrirtæki í Pa- nama færu peningar til að reka kontraskæruliðana. Þar að auki hefur hann leyft bandaríska hern- um að fara sínu fram í þeirri bandarísku herstöð sem í Pa- nama er samkvæmt samningi um Panamaskurð - og hefur ekki látið reyna á þann eftirlitsrétt sem Panamastjórn hafði tryggt sér. Og svo mætti áfram telja. Noriega, segir Newsweek, vissi vel hvers virði hann var Stóra bróður í norðri. Hann ku hafa stært sig mjög af því, að meðan hann hjálpaði kontraskæruliðum gegn Nicaragua þá gæti hann teymt Amríkana á eftir sér „eins og apa í bandi“. Það dæmi hefði vafalaust haldið áfram að ganga upp ef Noriega hefði ekki reynst of frekur til fjörsins. Og því er hann ekki lengur OKKAR tíkar- sonur, svo enn sé vitnað til frægs orðalags bandarísks dálkahöf- undar.Og því verður honum nú steypt út í ystu myrkur, þar sem þeir gnísta tönnum Somoza og Duvalier og þar sem þeir ættu heima Stroessner og Pinochet og fleiri. ÁB. þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé. Frétta8tjórl: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMar Halldórsson. Útlitateiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlf8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgrelðalustjóri: Ðjörn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Þriðjudagur 15. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.