Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 5
1
Nú má enginn sitja heima
í dag veröur gengiö til kosn-
inga í Háskóla íslands og valdir
fulltrúar nemenda í Háskólaráð
og Stúdentaráðsliðar. Á undan-
förnum árum hefur það verið
lenska í Háskólanum að líta held-
ur niður á þá ágætu stofnun Stúd-
entaráð. Þetta hefur m.a. leitt til
áhugaleysis um málefni þess og
ákaflega lélegrar kjörsóknar.
Sumt af þeirri gagnrýni sem sett
hefur verið fram á Stúdentaráð á
við rök að styðjast, en allt er það
afar ýkt og orðum aukið. Þannig
er í allflestum málum unnið gott
starf í Stúdentaráði. Stúdentaráð
getur haft allmikil völd og verið
mjög mikilvægur vettvangur fyrir
stúdenta í hagsmunabaráttunni.
Á þessum vetri sem nú er að líða
hafa vinstrimenn og umbóta-
sinnar myndað saman meirihluta
í Stúdentaráði. Það samstarf hef-
ur gengið mjög vel og mörgum
góðum málum hefur verið þokað
áleiðis. Þó eru mikil takmörk
fyrir því hvað hægt er að gera á
aðeins einu ári. Til að uppskera
það sem til hefur verið sáð þetta
ár, þurfum við a.m.k. annað
kjörtímabil undir stjórn félags-
hyggjuaflanna. Þess vegna er
Ástráður Haraldsson skrifar
mikilvægt að þú látir þig ekki
vanta í dag.
Verjum Lánasjóðinn
Undanfarin ár hefur hags-
munabarátta stúdenta verið
varnarbarátta, þar sem stúdentar
hafa barist gegn hugmyndum
íhaldsaflanna sem hafa viljað
ganga af Lánasjóði íslenskra
námsmanna dauðum, sem félags-
legum framfærslulánasjóði. Eg
tel að enn sé eftir að verjast
stærsta ólaginu, sem verði nýtt
lánasjóðsfrumvarp á komandi
haustdögum. Ef það frumvarp
líkist eitthvað því sem íhaldið
guggnaði á að leggja fram fyrir
kosningarnar í fyrra, þá má búast
við hugmyndum um vexti og lán-
tökugjöld og styrki handa „af-
burðanemendum í þjóðhagslega
hagkvæmu námi“. Með þessu
væri í raun varpað fyrir róða
meginmarkmiðinu um jafnrétti
til náms og tekið upp kerfi sem
væri andstætt grundvallar-
hugmyndum félagshyggjunnar.
Til að kveða þessar hugmyndir
niður dugir ekki „kurteislegur til-
löguflutningur“ eða vönduð
möppudýramennska. Því miður
„Pví miður eru engar
alþingiskosningar á
nœstu grösum til að
fœla íhaldið frá að
koma hugmyndum
sínum í framkvæmd.
Þess vegna ríður nú á
að órofa samstaða
myndist meðal náms-
manna ... Það er það
eina sem getur kveðið
niður þessar hug-
myndir. “
eru engar Alþingiskosningar á
næstu grösum til að fæla íhaldið
frá að koma hugmyndum sínum í
framkvæmd. Þess vegna ríður nú
á að órofa samstaða myndist
meðal námsmanna, og á milli
námsmannahreyfinganna í nánu
samráði við verkalýðshreyfing-
una. Það er það eina sem getur
kveðið niður þessar hugmyndir.
íhaldinu má ekki takast að reka
fleyg milli námsmanna og verka-
fólks frekar en orðið er, því með
því auðveldar það sér aðför að
kjörum beggja. Kosningarnar í
dag eru afar mikilvægar ef málið
er skoðað í þessu ljósi.
Ný sóknarfæri
í ár býðs félagshyggjufólki í
H.J. nýr valkostur, nýtt afl er
orðið til, Röskva. Með tilkomu
Röskvu eru línurnar skýrari og
stjórnun Stúdentaráðs ræðst í
kosningunum sjálfum en ekki af
pólitískum aðstæðum eftir þær.
Stofnun Röskvu er vonarneisti
sem ekki skyldi vanmeta fyrir allt
fslenskt félagshyggjufólk. í
Röskvu felum við vonir okkar um
samstöðu í stað sundurþykkju á
vinstra kanti íslenskra stjórn-
mála. Einnig í þessu ljósi eru
kosningarnar í dag mikilvægar.
Með sigri í dag verður Röskva sá
vegvísir sem íslenskt félags-
hyggjufólk getur litið til í barátt-
unni fyrir hugsjónum félags-
hyggjunnar gegn misrétti
markaðshyggjunnar. Það er því
ekki einungis æskilegt heldur
beinlínis nauðsynlegt að þú, stú-
dent góður, komir með í dag, og
saman getum við kveikt þann
vonarneista sem gæti orðið að
stóru sameiningarbáli á vinstri
kanti íslenskra stjórnmála.
Ástráftur Haraldsson er laganeml (
H( og hefur starfað með Fólagl
vlnstrlmanna.
I
u nn t it m t m m 'fu i Ti u tJ
H
II
RosRva - okkar vegna
* Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar
í dag verða árvissar kosningar
til Stúdenta- og Háskólaráðs Há-
skóla íslands. Kosið er um 15
fulltrúa, 13 í Stúdentaráð og 2 í
Háskólaráð. Einfaldar og skýrar
staðreyndir sem ekki vefjast fyrir
nokkru mannsbarni. En er málið
eins einfalt og það virðist við
fyrstu sýn? Margt bendir til þess
að svo sé ekki. Tvö félög bjóða
fram, Röskva, samtök félags-
hyggjufólks í Háskóla íslands, og
Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta. Valið stendur ekki ein-
ungis á milli tveggja félaga. Valið
stendur á milli tveggja ólíkra lífs-
skoðana - félagshyggju og sér-
hyggju.
Almennt sinnuleysi
Undanfarin ár hefur það verið
mjög í tísku meðal ungra íslend-
inga að taka ekki afstöðu í
stjórnmálum. Pólitík þykir púka-
leg og helst er af fólki á skilja að
algjört skoðanaleysi sé meðal
helstu dyggða nútímamannsins. í
þessu ljósi er fróðlegt að athuga
hvað kemur í ljós þegar djúpt er
kafað í málinu. Þótt á yfirborðinu
bóli ekki á neinu sem líkja má við
afstöðu eða skoðanir, kraumar
oftar en ekki undir niðri.
Sannleikurinn er nefnilega sá að
flestir hafa einhverja lífsskoðun,
hitt er svo annað mál hvort fólk
tekur afstöðu til allra mála sem
verða á vegi þess.
í Háskóla íslands ber nokkuð á
því sem ég vil kalla sinnuleysi
stúdenta. Margir hafa gengið
hart fram í því að telja stúdentum
trú um að hagsmunir þeirra og öll
barátta í þeirra þágu sé bara fé-
lagsmálastúss og því séu „félags-
málafríkin" best fallin til að
standa í slíku starfi. (Ekki þykir
verra að menn dragi á eftir sér
langan metorðahala.) Með því að
bregða ópólitískri dulu á hvað-
einaer vitsmunalegri umræðu um
hagsmunabaráttu stúdenta drep-
ið á dreif og árangurinn verður í
samræmi við það.
Menntun - til hvers?
Starf að félagsmálum á heima í
sterkum og vel stjórnuðum
deildarfélögum innan Há-
skólans. Gott dæmi um öflugt
starf deildarfélags er undirbún-
ingur íþróttahátíðar 1988, en Or-
ator, félagi laganema, hefur farist
framkvæmdastjórn hennar ein-
staklega vel úr hendi. í stuttu
máli sagt þá mega stúdentar ekki
kaffærast í félagsmálaöldu félags
lýðræðissinnaðrastúdenta. Brýnt
er að við einbeitum okkur að
hagsmunamálum stúdenta og
innviðum Háskóla fslands.
Við megum ekki missa sjónar á
grundvallaratriðum heilbrigðrar
menntastefnu. Við verðum að
tryggja fullt jafnrétti til náms og
er þá ekki átt við jafnrétti sumra
heldur allra. Menntun er einskis
virði ef hún er einungis forrétt-
indi nokkurra útvalinna. Skref í
átt til fulls jafnréttis er að allir
sem náð hafa 26 ára aldri fái
inngöngu í Háskóla íslands,
burtséð frá því hvort þeir hafi
lokið stúdentsprófi. Háskóla-
„Með öflugri breiðfylkingu félagshyggjufólks
íHáskóla íslands snúum við vörn ísókn.
Baráttafyrir hagsmunum stúdenta kemur
öllum stúdentum við. Úrslit kosninganna í
dag munu leiða það í Ijós hvortstúdentar íHÍ
vilja takaþátt íþvíað mótaframtíð sína af
fullri ábyrgð eða ekki. “
samfélaginu væri mikill akkur í
þeirri reynslu og þekkingu sem
slíkir nemendur myndu færa með
sér. Annað atriði í þessu sam-
bandi er aðstaða fatlaðra í Há-
skóla íslands. Það þarf engan
sérfræðing til að benda á að flest-
ar, ef ekki allar, byggingar H.í.
eru þannig úr garði gerðar að þær
eru fötluðum illfærar. Fögur
fyrirheit á hátíðarstundu duga
skammt til úrbóta.
Menntun er sá þjóðarauður
sem seint verður metinn í krónu-
tölu. En okkur má vera ljóst að
það sem við, stúdentar í H.Í.,
gerum í dag getur haft áhrif um
ókomna tíð. Störf okkar að
hagsmunamálum eru ekki
eitthvert stundarfyrirbrigði sem
fljótt fyrnist. Komandi kynslóðir
njóta ávaxtanna ef vel er til sáð.
í samfélagi manna...
Á stundum virðist sem há-
skólaborgarar séu ekki þegnar
þessa lands á sama hátt og aðrir
landsmenn. Málflutningur hægri
aflanna einkennist af viðsjár-
verðri sérhyggju. Hver skal skara
eld að sinni köku og á meðan
manni sjálfum er borgið tekur því
ekki að hafa áhyggjur af öðrum.
Ekki nokkur furða að slíkur mál-
flutningur ali af sér deyfð og doða
í röðum stúdenta. Við þessu
verður að sporna og nú er lag.
Með öflugri breiðfylkingu félags-
hyggjufólks í Háskóla íslands
snúum við vörn í sókn. Barátta
fyrir hagsmunum stúdenta kemur
öllum stúdentum við.
Úrslit kosninganna í dag munu
leiða það í ljós hvort stúdentar í
H.í. vilja taka þátt í að móta
framtíð sína af fullri ábyrgð, eða
ekki.
Veljum Röskvu, okkar vegna!
Þórunn Svelnbjarnardóttlr er for-
maður Röskvu, samtaka félags-
hyggjufólks (Háskóla fslands.
Þrlðjudagur 15. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5