Þjóðviljinn - 15.03.1988, Page 10
FLÓAMARKAÐURINN
Vantar þig aukatekjur?
Ef svo er hafðu samband, því við
viljum ráða fólk ( áskrifendasöfnun
fyrir ört vaxandi tímarit. Kvöld- og
helgarvinna næstu vikurnar. Nánari
uppl. í síma 621880. Fréttatímaritið
Þjóðlíf.
Fuglabúr
Mjög nýleg og vönduð fuglabúr til
sölu á hálfvirði. Góð kaup. Uppl. í
síma 73248.
Atvinna óskast
Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu.
Ýmislegt kemur til greina. Er vön
afgreiðslustörfum. Góð laun saka
ekki. Tilboð óskast send auglýsing-
adeild Þjóðviljans merkt: „Dugleg
19".
Handunnar
rússneskar tehettur
og matrúskur (babúskur) í miklu úr-
vali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. í
síma 19239.
Barnagull
Dreymir þig um gamaldags leikföng
úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð-
uvagna og leikfangabíla. Póstsend-
ingarþjónusta. Auður Oddgeirs-
dóttir, húsgagnasmiður, sími 99-
4424.
íbúð!
Hjón sem eru fullkomlega reglusöm
og eiga 2 börn vantar 3-4ra herb.
íbúð í vesturbænum strax. Þau geta
lagt fram 100.000 kr. fyrirfram ef
nauðsyn krefur. Vinsamlegast
hringið í síma 21799 eða 14793.
Barmmerki
Tökum að okkur að búa til barm-
merki með stuttum fyrirvara. Uppl. í
síma 621083 milli kl. 8 og 10 á
kvöldin.
Húsnæði
Óskum eftir að taka á leigu ódýrt
húsnæði nálægt miðbænum fyrir
skrifstofuhúsnæði. Þarf helst að
snúa út að götu. Má þarfnast lag-
færinga. Uppl. í síma 621083 milli
kl. 8 og 10 á kvöldin.
Til sölu
hvít körfuhúsgögn, 3 stólar, körfu-
kista, „Klint" ullargólfteppi og gall-
erí plaköt t.d. Georgia Okeefe.
Uppl. á daginn í síma 18048 eftir kl.
18 í síma 11957.
Húsnæði vantar
undir reiðhjólaverkstæði, helst í
alfaraleið. Uppi. í síma 621309 á
kvöldin.
Útsaumaðir stafadúkar
Átt þú eða veist þú um einhvern
sem á stafaútsaum frá fyrri tíð? Ef
svo er vilt þú hringja í ísbjörgu í síma
39659 eða 32517.
Þýskur námsmaður
óskar eftir herbergi t.d. sem með-
leigjandi með öðrum í íbúð. Vins-
amlegast ef þið getið aðstoðað þá
sendið inn tilboð á auglýsingadeild
Þjóðviljans merkt „Þýskur náms-
maður - húsnæði".
Athugið - nýjung
Næstu daga verð ég að kynna hinar
frábæru Lesley gervineglur á Sól-
baðsstofunni Tahiti í Nóatúni frá kl.
11-20. Styrki einnig eigin neglur.
Komið og sjáið. Sjón er sögu ríkari.
Uppl. á Tahiti í síma 21116. Gígja
Svavarsdóttir naglasnyrtir.
Bfll á 30 þúsund
Sunbeam, árg. 75, góður bíll,
sumar- og vetrardekk, skoðaður
'88. Sími 671098.
Hljóðfæri
Góð þverflauta óskast keypt. Uppl. í
síma 41887 e. kl. 18.
Til sölu
sófasett, stór amerískur ísskápur,
kommóða o.fl. Einnig góð bjalla
árg. 74, nýlega sprautuð, ekin
50000 á vél. A sama stað óskast
keypt hljómborð og góð, ódýr
hljómflutningstæki. Sími 21387.
Óskast keypt
Hnakkur og beisli óskast keypt.
Sími 16376.
Alþýðuleikhúsið
óskar eftir geymsluhúsnæði á
leigu, þarf að vera upphitað, 40-50
fm. að stærð. Uppl. ísíma 15185 kl.
14-16 daglega.
Óskast keypt
Óskum eftir að kaupa notaða elda-
vél. Uppl. í síma 23978 e. kl. 19.
Til sölu
svefnsófi og skrifborð (vélritunar-
borð) Uppl. i síma 18648.
Barnarúm til sölu
Barnarúm, 1,60x62 með dýnu til
sölu. Uppl. í síma 656593 e. kl. 16.
Drápuhlíðargrjót
Vil kaupa Drápuhlíðargrjót. Sigur-
laug, sími 13744.
Vantar þig sófasett?
Vel með farið sófasett til sölu,
3+2+1, einnig sófaborð og horn-
borð, selst ódýrt. Uppl. í síma
32961 á kvöldin.
Bílar og þrekhjól
Daihatsu Charade '79, ekinn
99000, sprautaður fyrir 2 árum.
Verðhugmynd 90.000,- Peugeot
'79, verðhugmynd 70.000,- Ódýrt
þrekhjól óskast á sama stað. Uppl. i
síma 19130 á daginn og 622998 á
kvöldin.
Sumarfrí í Svíþjóð
Viljið þið dvelja í snoturri 3ja her-
bergja íbúð í Lundi í júlí og ágúst
n.k. Þið getið fengið okkar íbúð
gegn því að útvega okkur íbúð á
höfuðborgarsvæðinu (helst í
Reykjavik) umrætt tímabil. Við heit-
um góðri umgengni. Við eigum son
á 1. ári. Sláið til og upplifið eftir-
minnilegt sumar á fallegum stað.
Uppl. í síma 92-11948 e. kl. 19.
Til sölu
Hokus Pokus barnastóll, Mother-
care kerruvagn, kerrupoki (gæra),
karlmannsreiðhjól 28“, kven-
mannsreiðhjól 26" og barnastóll á
grind (gfins). Sími 667387 e.h.
Rúm handa Gunnari
3ja ára
Áttu rúm handa mér ( geymslunni
þinni, ég er farinn að spyrna í gafl-
ana á gamla rimlarúminu mínu. Ef
þú átt kommóðu sem er góð undir
ieikföng þá vantar mig hana líka.
Viltu hringja í síma 612325 e. kl. 18.
Saab 900
til sölu. Mjög góður bíll. Uppl. í
símum 91-72896 og 71858 e.kl. 18
í kvöld og næstu kvöld.
Til sölu
Citroen GS 79, góður bíll, ágætlega
útlítandi. Verð 45.000,-. Uppl. e. kl.
14 í síma 11653.
Til sölu
Club 8 húsgagn (sambyggt rúm,
skápur og skrifborð). Verð kr.
12.000.-. A sama stað fæst fyrir lítið
gamalt stórt skrifborð. Uppl. í síma
20045.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni
Almennur félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. mars ki. 20.30 í
sal verkalýðsfélagsins Þórs við Eyrarveg. Efni fundarins eru kjaramálin.
Frummælendur: Margrét Frímannsdóttir alþm., Hafsteinn Stefánsson var-
aform. Þórs og Steini Þorvaldsson form. Verslunarmannafélagsins.
Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Fjölmennið. - Stjórnin.
AESKULÝÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
Aðalfundur
Aðalfundur ÆFABR verður haldinn fimmtudaginn 17. mars að Hverfisgötu
105 kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar eru hvattir til að mæta. Nýir félagar
velkomnir. - Stjórnin.
FRÉTTIR
Bílatryggingar
Hægt að semja
um sjálfsábyrgð
Stórhœkkuð iðgjöld. Dráttarvextir eftir
8. apríl
Samkvæmt reglugerð dóms-
málaráðuneytis geta menn
samið við sitt tryggingarfélag um
allt að 15.000 kr. sjálfsábyrgð.
Veitist þá 10% afsláttur af
ábyrgðartryggingu, sem þýðir
um 7,5 lækkun á heildargreiðslu.
Mörgum bifreiðareigandanum
hefur brugðið í brún við upphæð
iðgjaldsreikninganna, sem
streyma nú í póstkassana. Hægt
er að lækka þá aðeins með því að
semja um sjálfsábyrgðina, en að
sögn Sigurjóns Péturssonar í Sjó-
vá, hefur ekki verið rífandi eftir-
spurn eftir slíkum samningum
síðustu daga.
Sigurjón sagði . algengt hjá
tryggingarfélögum að hægt væri
að skipta iðgjaldagreiðslu þann-
ig, að helmingur væri greiddur
núna og afgangur með tveimur
afborgunum af víxli. Vextir af
slíkum víxlum miðast við það sem
gerist hjá bönkum. Tryggingaeft-
irlitið setur félögunum reglur um
að ávaxta iðgjöldin, til að geta
mætt verðhækkunum er kunna
að verða á árinu og því er vaxta-
takan nauðsynleg, að sögn Sig-
urjóns. Eftir 8. apríl reiknast
dráttarvextir á ógreidd iðgjöld
frá 1. mars og því betra að vera
búinn að semja um greiðslurnar
fyrir þann tíma.
Hæstu iðgjöldin í ár fá þeir sem
komnir eru í refsiiðgjöld. Við
hvert tjón lækkar bónus um 20%
og þarf ekki að valda mörgum
tjónum til að missa allan bónus.
Eftir það greiðist álag á iðgjald og
geta menn lent í að borga langt
yfir 100% iðgjald.
Mönnum hefur þótt óeðlilegt
að eigendur mismunandi gerða af
bílum sömu tegundar greiddu
sama kaskóiðgjald, óháð verði
bílsins. Sigurjón sagði að á næsta
tímabili yrði ráðin bót á því og
inni bifreiðaeftirlitið að flokkun
sem höfð yrði til hliðsjónar.
mj
15.000 króna sjálfsáhætta lækkar ið-
gjald af ábyrgðartryggingu um 10%.
Jáfnréttisráð
Ýtt við ahrinnurekendum
Konur komnar til að vera á vinnumarkaði. Atvinnulífiðþarfnast
hœfileika þeirra
Jafnréttisráð og Vinnuveit-
endasamband Islands eru nú
að dreifa bæklingi til atvinnurek-
enda, sem hvetja á þá til að huga
betur að jafnréttismálum í sínum
fyrirtækjum og veita konum
aukin tækifæri á vinnumarkaðin-
um.
í bæklingnum er varpað fram
ýmsum spurningum, sem varða
afstöðu til karla og kvenna og
hvort jafnrétti ríki í viðkomandi
fyrirtæki. Vakin er athygli á
ákvæðum laga um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla og
spurt hvort við höfum efni á að
vannýta hugvit og reynslu kvenna
í stjórnun fyrirtækja.
Nefnd eru erlend dæmi um að-
Kvennaathvarfið
gerðir til að bæta stöðu kvenna á
vinnumarkaði, sem íslenskir at-
vinnurekendur gætu tekið til fyr-
irmyndar. Þar er m.a skýrt frá
áætlunum IBM og Volvo um að
fjölga konum í ábyrgðarstörfum.
Stjórn Volvo telur að auk þess að
bæta ímynd fyrirtækisins muni
fjölgun kvenna í stjórnunarstörf-
um skila sér í bættum rekstri og
aukinni hagkvæmni. Að sögn
Elsu S. Þorkelsdóttur fram-
kvæmdastjóra Jafnréttisráðs,
hefur lítið verið hugsað um það
hér á landi, hvað fyrirtæki geta
bætt ímynd sína og fengið nú-
tímalegri svip með því að ráða
jafnt konur sem karla til stjórn-
unarstarfa. Með því ættu þau að
geta höfðað til breiðari hóps við-
skiptavina.
Um árangur jafnréttisbarátt-
unnar sagðist Elsa telja að aukin
menntun kvenna og aukin vitund
um eigin getu hefði skilað sér inn
á borð til atvinnurekenda. Þeir
væru að átta sig á því, að þær væru
komnar til að vera. Hins vegar
gengi enn hægt með mat samfél-
agsins á launum fyrir hefðbundin
kvennastörf.
í lok mars heldur Jafnréttisráð
fund með forstöðumönnum ríkis-
stofnana, þar sem lagðar verða
fram tillögur að áætlunum sem
miða eiga að fjölgun kvenna í
nefndum og stjórnunarstöðum
hjá ríkinu. Tók Elsa sem dæmi að
hver stofnun gæti gert fögurra ára
áætlun, þar sem sett væri mark-
mið um að tvö- eða þrefalda hlut
kvenna í nefndum frá því sem nú
væri.
mj
66.000 í
þágu bama
Barnahópi Samtaka um kvenn-
aathvarf bárust nýlega 66.203
krónur að gjöf frá alþjóðlegum
kvennasamtökum í Svíþjóð.
Tildrög þess að barnahópi
Samtaka um kvennaathvarf var
sýndur þessi óvænti stuðningur,
eru þau að Sigrúnu Jónsdóttur,
listakonu og félaga í alþjóðlegu
kvennasamtökunum, var falið að
sjá um árlega jólahátíð félagsins
og ráðstafa ágóða af happdrætti
samtakanna, sem nú eins og
endranær er varið til góðgerða-
starfsemi.
„Á því Sigrún allan heiðurinn
af þessari gjöf, sem að ósk hennar
mun verða ráðstafað í þágu barna
sem orðið hafa fyrir ofbeldi og
eða kynferðislegri áreitni," segir í
fréttatilkynningu Barnahóps
Samtaka um kvennaathvarf.
-rk
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
i
Myndbandagerð (video)
innritun
7 vikna námskeið í myndbandagerð hefst 21.
mars n.k. Kennt verður tvisvar sinnum í viku,
mánudaga og miðvikudaga, 4 kennslust. hvert
kvöld kl. 19-22.
Megináhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, mynd-
uppbyggingu, eðli og notkun myndmáls í kvik-
myndum, handritsgerð auk æfinga í meðferð
tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og
hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda.
Kennari er Öiafur Angantýsson og kennslustaður
Miðbæjarskóli.
Kennslugjald er kr. 6.000,-. Innritun fer fram í
símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til
föstudags 18. mars ).