Þjóðviljinn

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 1988næsti mánaðurin
    mifrlesu
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Síða 10

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Síða 10
FLÓAMARKAÐURINN Vantar þig aukatekjur? Ef svo er hafðu samband, því við viljum ráða fólk ( áskrifendasöfnun fyrir ört vaxandi tímarit. Kvöld- og helgarvinna næstu vikurnar. Nánari uppl. í síma 621880. Fréttatímaritið Þjóðlíf. Fuglabúr Mjög nýleg og vönduð fuglabúr til sölu á hálfvirði. Góð kaup. Uppl. í síma 73248. Atvinna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. Ýmislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka ekki. Tilboð óskast send auglýsing- adeild Þjóðviljans merkt: „Dugleg 19". Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. í síma 19239. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð- uvagna og leikfangabíla. Póstsend- ingarþjónusta. Auður Oddgeirs- dóttir, húsgagnasmiður, sími 99- 4424. íbúð! Hjón sem eru fullkomlega reglusöm og eiga 2 börn vantar 3-4ra herb. íbúð í vesturbænum strax. Þau geta lagt fram 100.000 kr. fyrirfram ef nauðsyn krefur. Vinsamlegast hringið í síma 21799 eða 14793. Barmmerki Tökum að okkur að búa til barm- merki með stuttum fyrirvara. Uppl. í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Húsnæði Óskum eftir að taka á leigu ódýrt húsnæði nálægt miðbænum fyrir skrifstofuhúsnæði. Þarf helst að snúa út að götu. Má þarfnast lag- færinga. Uppl. í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Til sölu hvít körfuhúsgögn, 3 stólar, körfu- kista, „Klint" ullargólfteppi og gall- erí plaköt t.d. Georgia Okeefe. Uppl. á daginn í síma 18048 eftir kl. 18 í síma 11957. Húsnæði vantar undir reiðhjólaverkstæði, helst í alfaraleið. Uppi. í síma 621309 á kvöldin. Útsaumaðir stafadúkar Átt þú eða veist þú um einhvern sem á stafaútsaum frá fyrri tíð? Ef svo er vilt þú hringja í ísbjörgu í síma 39659 eða 32517. Þýskur námsmaður óskar eftir herbergi t.d. sem með- leigjandi með öðrum í íbúð. Vins- amlegast ef þið getið aðstoðað þá sendið inn tilboð á auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „Þýskur náms- maður - húsnæði". Athugið - nýjung Næstu daga verð ég að kynna hinar frábæru Lesley gervineglur á Sól- baðsstofunni Tahiti í Nóatúni frá kl. 11-20. Styrki einnig eigin neglur. Komið og sjáið. Sjón er sögu ríkari. Uppl. á Tahiti í síma 21116. Gígja Svavarsdóttir naglasnyrtir. Bfll á 30 þúsund Sunbeam, árg. 75, góður bíll, sumar- og vetrardekk, skoðaður '88. Sími 671098. Hljóðfæri Góð þverflauta óskast keypt. Uppl. í síma 41887 e. kl. 18. Til sölu sófasett, stór amerískur ísskápur, kommóða o.fl. Einnig góð bjalla árg. 74, nýlega sprautuð, ekin 50000 á vél. A sama stað óskast keypt hljómborð og góð, ódýr hljómflutningstæki. Sími 21387. Óskast keypt Hnakkur og beisli óskast keypt. Sími 16376. Alþýðuleikhúsið óskar eftir geymsluhúsnæði á leigu, þarf að vera upphitað, 40-50 fm. að stærð. Uppl. ísíma 15185 kl. 14-16 daglega. Óskast keypt Óskum eftir að kaupa notaða elda- vél. Uppl. í síma 23978 e. kl. 19. Til sölu svefnsófi og skrifborð (vélritunar- borð) Uppl. i síma 18648. Barnarúm til sölu Barnarúm, 1,60x62 með dýnu til sölu. Uppl. í síma 656593 e. kl. 16. Drápuhlíðargrjót Vil kaupa Drápuhlíðargrjót. Sigur- laug, sími 13744. Vantar þig sófasett? Vel með farið sófasett til sölu, 3+2+1, einnig sófaborð og horn- borð, selst ódýrt. Uppl. í síma 32961 á kvöldin. Bílar og þrekhjól Daihatsu Charade '79, ekinn 99000, sprautaður fyrir 2 árum. Verðhugmynd 90.000,- Peugeot '79, verðhugmynd 70.000,- Ódýrt þrekhjól óskast á sama stað. Uppl. i síma 19130 á daginn og 622998 á kvöldin. Sumarfrí í Svíþjóð Viljið þið dvelja í snoturri 3ja her- bergja íbúð í Lundi í júlí og ágúst n.k. Þið getið fengið okkar íbúð gegn því að útvega okkur íbúð á höfuðborgarsvæðinu (helst í Reykjavik) umrætt tímabil. Við heit- um góðri umgengni. Við eigum son á 1. ári. Sláið til og upplifið eftir- minnilegt sumar á fallegum stað. Uppl. í síma 92-11948 e. kl. 19. Til sölu Hokus Pokus barnastóll, Mother- care kerruvagn, kerrupoki (gæra), karlmannsreiðhjól 28“, kven- mannsreiðhjól 26" og barnastóll á grind (gfins). Sími 667387 e.h. Rúm handa Gunnari 3ja ára Áttu rúm handa mér ( geymslunni þinni, ég er farinn að spyrna í gafl- ana á gamla rimlarúminu mínu. Ef þú átt kommóðu sem er góð undir ieikföng þá vantar mig hana líka. Viltu hringja í síma 612325 e. kl. 18. Saab 900 til sölu. Mjög góður bíll. Uppl. í símum 91-72896 og 71858 e.kl. 18 í kvöld og næstu kvöld. Til sölu Citroen GS 79, góður bíll, ágætlega útlítandi. Verð 45.000,-. Uppl. e. kl. 14 í síma 11653. Til sölu Club 8 húsgagn (sambyggt rúm, skápur og skrifborð). Verð kr. 12.000.-. A sama stað fæst fyrir lítið gamalt stórt skrifborð. Uppl. í síma 20045. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. mars ki. 20.30 í sal verkalýðsfélagsins Þórs við Eyrarveg. Efni fundarins eru kjaramálin. Frummælendur: Margrét Frímannsdóttir alþm., Hafsteinn Stefánsson var- aform. Þórs og Steini Þorvaldsson form. Verslunarmannafélagsins. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Fjölmennið. - Stjórnin. AESKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur ÆFABR verður haldinn fimmtudaginn 17. mars að Hverfisgötu 105 kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir. - Stjórnin. FRÉTTIR Bílatryggingar Hægt að semja um sjálfsábyrgð Stórhœkkuð iðgjöld. Dráttarvextir eftir 8. apríl Samkvæmt reglugerð dóms- málaráðuneytis geta menn samið við sitt tryggingarfélag um allt að 15.000 kr. sjálfsábyrgð. Veitist þá 10% afsláttur af ábyrgðartryggingu, sem þýðir um 7,5 lækkun á heildargreiðslu. Mörgum bifreiðareigandanum hefur brugðið í brún við upphæð iðgjaldsreikninganna, sem streyma nú í póstkassana. Hægt er að lækka þá aðeins með því að semja um sjálfsábyrgðina, en að sögn Sigurjóns Péturssonar í Sjó- vá, hefur ekki verið rífandi eftir- spurn eftir slíkum samningum síðustu daga. Sigurjón sagði . algengt hjá tryggingarfélögum að hægt væri að skipta iðgjaldagreiðslu þann- ig, að helmingur væri greiddur núna og afgangur með tveimur afborgunum af víxli. Vextir af slíkum víxlum miðast við það sem gerist hjá bönkum. Tryggingaeft- irlitið setur félögunum reglur um að ávaxta iðgjöldin, til að geta mætt verðhækkunum er kunna að verða á árinu og því er vaxta- takan nauðsynleg, að sögn Sig- urjóns. Eftir 8. apríl reiknast dráttarvextir á ógreidd iðgjöld frá 1. mars og því betra að vera búinn að semja um greiðslurnar fyrir þann tíma. Hæstu iðgjöldin í ár fá þeir sem komnir eru í refsiiðgjöld. Við hvert tjón lækkar bónus um 20% og þarf ekki að valda mörgum tjónum til að missa allan bónus. Eftir það greiðist álag á iðgjald og geta menn lent í að borga langt yfir 100% iðgjald. Mönnum hefur þótt óeðlilegt að eigendur mismunandi gerða af bílum sömu tegundar greiddu sama kaskóiðgjald, óháð verði bílsins. Sigurjón sagði að á næsta tímabili yrði ráðin bót á því og inni bifreiðaeftirlitið að flokkun sem höfð yrði til hliðsjónar. mj 15.000 króna sjálfsáhætta lækkar ið- gjald af ábyrgðartryggingu um 10%. Jáfnréttisráð Ýtt við ahrinnurekendum Konur komnar til að vera á vinnumarkaði. Atvinnulífiðþarfnast hœfileika þeirra Jafnréttisráð og Vinnuveit- endasamband Islands eru nú að dreifa bæklingi til atvinnurek- enda, sem hvetja á þá til að huga betur að jafnréttismálum í sínum fyrirtækjum og veita konum aukin tækifæri á vinnumarkaðin- um. í bæklingnum er varpað fram ýmsum spurningum, sem varða afstöðu til karla og kvenna og hvort jafnrétti ríki í viðkomandi fyrirtæki. Vakin er athygli á ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og spurt hvort við höfum efni á að vannýta hugvit og reynslu kvenna í stjórnun fyrirtækja. Nefnd eru erlend dæmi um að- Kvennaathvarfið gerðir til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, sem íslenskir at- vinnurekendur gætu tekið til fyr- irmyndar. Þar er m.a skýrt frá áætlunum IBM og Volvo um að fjölga konum í ábyrgðarstörfum. Stjórn Volvo telur að auk þess að bæta ímynd fyrirtækisins muni fjölgun kvenna í stjórnunarstörf- um skila sér í bættum rekstri og aukinni hagkvæmni. Að sögn Elsu S. Þorkelsdóttur fram- kvæmdastjóra Jafnréttisráðs, hefur lítið verið hugsað um það hér á landi, hvað fyrirtæki geta bætt ímynd sína og fengið nú- tímalegri svip með því að ráða jafnt konur sem karla til stjórn- unarstarfa. Með því ættu þau að geta höfðað til breiðari hóps við- skiptavina. Um árangur jafnréttisbarátt- unnar sagðist Elsa telja að aukin menntun kvenna og aukin vitund um eigin getu hefði skilað sér inn á borð til atvinnurekenda. Þeir væru að átta sig á því, að þær væru komnar til að vera. Hins vegar gengi enn hægt með mat samfél- agsins á launum fyrir hefðbundin kvennastörf. í lok mars heldur Jafnréttisráð fund með forstöðumönnum ríkis- stofnana, þar sem lagðar verða fram tillögur að áætlunum sem miða eiga að fjölgun kvenna í nefndum og stjórnunarstöðum hjá ríkinu. Tók Elsa sem dæmi að hver stofnun gæti gert fögurra ára áætlun, þar sem sett væri mark- mið um að tvö- eða þrefalda hlut kvenna í nefndum frá því sem nú væri. mj 66.000 í þágu bama Barnahópi Samtaka um kvenn- aathvarf bárust nýlega 66.203 krónur að gjöf frá alþjóðlegum kvennasamtökum í Svíþjóð. Tildrög þess að barnahópi Samtaka um kvennaathvarf var sýndur þessi óvænti stuðningur, eru þau að Sigrúnu Jónsdóttur, listakonu og félaga í alþjóðlegu kvennasamtökunum, var falið að sjá um árlega jólahátíð félagsins og ráðstafa ágóða af happdrætti samtakanna, sem nú eins og endranær er varið til góðgerða- starfsemi. „Á því Sigrún allan heiðurinn af þessari gjöf, sem að ósk hennar mun verða ráðstafað í þágu barna sem orðið hafa fyrir ofbeldi og eða kynferðislegri áreitni," segir í fréttatilkynningu Barnahóps Samtaka um kvennaathvarf. -rk 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Myndbandagerð (video) innritun 7 vikna námskeið í myndbandagerð hefst 21. mars n.k. Kennt verður tvisvar sinnum í viku, mánudaga og miðvikudaga, 4 kennslust. hvert kvöld kl. 19-22. Megináhersla er lögð á: Kvikmyndasögu, mynd- uppbyggingu, eðli og notkun myndmáls í kvik- myndum, handritsgerð auk æfinga í meðferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda. Kennari er Öiafur Angantýsson og kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald er kr. 6.000,-. Innritun fer fram í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til föstudags 18. mars ).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar: 61. tölublað (15.03.1988)
https://timarit.is/issue/225463

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

61. tölublað (15.03.1988)

Gongd: