Þjóðviljinn - 15.03.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Side 11
ERLENDAR FRETTIR Afganistan Sovétdátar verða kvaddir heim Embœttismaður í Moskvu staðhœfir að sovéski herinn íAfganistan verði á brott úr landinu þótt viðrœður ráðamanna í Kabúl og íslamabad hafi farið út um þúfur Ungur Afgani á vappi nærri flóttamannabúðum í Pakistan. Hvenær linnir martröðinni? Fulltrúar Pakistana í Genf sögðu í gaer að stjórn sín myndi hvergi hvika frá kröfu sinni og afganskra uppreisnar- manna um að þegar í stað yrði mynduð hlutlaus bráðabirgða- stjórn í Kabúl, stjórn sem hefði yfirumsjón með brottflutningi sovéskra hersveita. Par með var ljóst að tilboði Gorbatsjovs sovétleiðtoga um að hefja heimkvaðningu dáta sinna þann 15nda maí næstkomandi, svo fremi semdist í Genf fyrir 15nda mars, hafði verið hafnað. Þrátt fyrir viðræðuslitin fullyrti háttsettur embættismaður í so- véska utanríkisráðuneytinu að sovésku hersveitirnar yrðu kvaddar heim á næstunni. Tekin hefði verið ákvörðun um heimkvaðninguna og hún stæði þótt ekki hefði verið áfráðið hve- nær fyrstu dátarnir héldu frá Af- ganistan. Utanríkisráðherra Pakistana, Zain Noorani, hafði forystu fyrir sendisveit stjórnar sinnar í við- ræðunum í gær. Þegar hann gekk af fundi eftir viðræðuslitin ræddi hann lítillega við fréttamenn og voru yfirlýsingar hans allloðnar: „Við leggjum áherslu á nokkur afar brýn atriði sem ég greindi ykkur frá fyrir tveim, þrem dögum. Við munum undirrita samninginn jafnskjótt og tekið verður tillit til þeirra.“ Pakistönsku fulltrúarnir í Genf útskýra afstöðu sína með því að afgönsku skæruliðarnir, vinir sínir, treysti Kabúlstjórninni ekki og hafi fyrir því fullgildar ástæð- ur. Najibullah, forseti Afganist- an, hefur ítrekað boðið fjendum sínum til viðræðna. Síðast í gær gerði hann þeim nýtt tilboð um myndun einhverskonar sam- steypustjórnar en vísaði um leið á bug tillögum Pakistana um hlut- lausa bráðabirgðastjórn. Pakistanir og Afganir eiga ekki í styrjöld en þeir fyrrnefndu hafa skotið skjólshúsi yfir miljónir flóttamanna frá grannríkinu og þar hafa ýmsir leiðtoga afganskra skæruliða bækistöðvar. Tillagan um hlutlausa bráða- birgðastjórn er ekki eina bitbein samninganefndanna í Genf. Af- ganskir uppreisnarmenn og bandamenn þeirra í Washington hafa ennfremur krafist þess að Sovétmenn láti af öllum hergagn- aflutningum til Kabúl eftir að hafa kvatt dáta sína heim. Segjast Bandaríkjamenn munu draga úr hernaðarstuðningi sínum við uppreisnarmenn fallist Kreml- verjar á þessa kröfu. Það hafa þeir hinsvegar ekki gert. Fulltrú- ar afganskra stjórnvalda hafa brugðist ókvæða við þessum til- lögum og segja þær því aðeins lagðar fram að drepa eigi viðræð- unum á dreif. Viðræður fulltrúa Pakistana og Afgana hafa staðið nær óslitið í sex ár. A þeim tíma hafa hundruð þúsunda Afgana látið lífið í hinni blóðugu borgarastyrjöld. Full- trúar Sovétmanna og Afgana í viðræðunum segjast ætla að halda kyrru fyrir í Genf þótt óvissa ríki um framhald við- ræðna. Reuter/-ks. / / Iran/Irak „Borgastríð" brýst út á ný Persar hefja sókn ínorðri og eldflaugum rigniryfir borgir beggja. íranir og írakar hafa nú borist á banaspjót ísjö og hálft ár Ráðamenn í Bagdað segjast hafa sett fimm skilyrði fyrir því að hætta eldflaugaárásum sínum á íranskar borgir. Eitt þeirra var að íranir létu algerlega af öllum hernaðaraðgerðum við landa- mæri ríkjanna. Sókn þeirra á sunnudaginn hefði því gert sam- komulag um að stemma stigu við eldflaugaárásum að engu. „Vestrænn sendifulltrúi í ó- nefndu Persaflóaríki" kveður eldflaugarnar helsta tromp íra- skra valdahafa einsog sakir standi. Þeir muni ekki veigra sér við því að kaffæra persneska al- þýðu í blóði ef kollegar þeirra í Teheran sýni einhver merki þess að þeir hyggi á stórsókn. Stjórnir beggja ríkja sendu Perez de Cuellar, aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, skilaboð um að hann beitti sér fyrir nýju samkomulagi í „borgastríðinu." írakar segjast því aðeins úthella blóði saklausra írana að leiðtogar þeirra virða fyrirmæli Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé gersam- lega að vettugi. Reuter/-ks. íranskir dátar marséra í Teheran. Leiðtogar þeirra viljg.- ekki heyra minnst á vopnahlé í sjö og hálfs árs . gömlu striði sínu við írajýa. Júgóslavía Goitatsjov í Belgrað Fyrsta heimsókn sovétleiðtoga til Júgóslavíu í áratylft sts Maraþonstyrjöld írana og ír- aka stendur enn og lítur ekki út fyrir að henni lykti í bráð. Gengur á með sókn og gagnsókn og miklu mannfalli á báða bóga. Nú eru það einkum óbreyttir borgarar sem falla í valinn því báðir aðilar láta eldflaugum sín- um rigna yfir borgir andstæð- ingsins. Irakar sögðust í gær hafa skotið sex eldflaugum á Teheran og ír- anir kváðust hafa goldið líku líkt, þeir hefðu dúndrað tveim stórum sprengiskeytum á Bagdað. Þar með mátti vera ljóst að tveggja daga gamalt vopnahlé í „borga- stríðinu" var runnið útí sandinn. Frá 27unda febrúar hafa stríðs- aðilar skotið eldflaugum sínum á byggðir hvors annars. Persar riðu á vaðið en komust skjótt að því fullkeyptu því engu er líkara en að írakar eigi óþrjótandi birgðir af langdrægum vítisvélum. Ríkisútvarpið í Teheran greindi ennfremur frá því að sínir menn hefðu sótt fram af miklum krafti í norðri og drepið um þús- und óvinahermenn. Sóknin héti „Þriðja Jerúsalem" og hefði þeg- ar borið fagran ávöxt; íranir hefðu náð að minnsta kosti 7 ír- ökskum hólum á sitt vald! íranir greindu ennfremur frá því að þeir hefðu fellt um 450 fjendur í „Zafar sjö“ sókninni á sunnudaginn. Um kvöldið hefðu írakar rofið samkomulagið um að hlffa borgum og saklausu fólki. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Mikhael Gorbatsjov kom í gær til Júgóslavíu í opinbera heimsókn, fyrstur sovétleiðtoga í 12 ár. I för með honum er eigin- konan Raísa. í höfuðborginni Belgrað safnaðist saman múgur og margmenni og fagnaði fólkið gífurlega þegar hann ávarpaði það og sagði: „Við getum verið stolt vegna alls þess sem við eigum sameiginlegt.“ Gorbatsjov lét það verða sitt fyrsta verk eftir komuna til Bel- grað að fara að minnismerkinu um hermenn sem féllu við frelsun borgarinnar úr klóm nasista árið 1944. Þar voru fjölmargir aðdá- enda hans samankomnir og hróp- uðu þeir í síbylju; „Mikhael, Mikhael." Lífvörðum sínum til sárrar gremju gekk Gorbatsjov inní hópinn og gaf sig á tal við fólkið. Þvínæst flutti hann ávarp: „Við vitum að á öllum tímum hefur vinátta ríkt í milli þjóða vorra. Það gleður mig að samskipti ríkja okkar og þjóða eru nú mjög góð og þau munu batna. Við megum vera hreykin af sameiginlegri arf- leifð okkar og okkar bíða fjöl- mörg sameiginleg verkefni.“ Aðalritaranum var klappað lof í lófa fyrir ræðu sína. Júgóslav- neskur almenningur fagnar Gor- batsjov vegna þess að hann von- ast til þess að ráðamenn í Belgrað taki hann sér til fyrirmyndar og bryddi up á nýmælum í anda „glasnost" og „perestrojku". Síðar í gær hóf Gorbatsjov við- ræður við forseta Júgóslavíu, Lazar Mojsov, og formann kommúnistaflokksins, Bosko Krinic, um bætt tengsl ríkjanna tveggja. Alkunna er að grunnt hefur verið á því góða í skiptum Júgóslavíu og Sovétríkjanna allar götur frá því á ofanverðum fimmta áratugnum eða í fjóra áratugi. Þáverandi forseta Júg- óslavíu, Jósef Broz Tító, sinnað- ist heiftarlega við þáverandi ein- ræðisherra Sovétríkjanna, nafna sinn Stalín. Þótt Júgóslavar búi í sósíalísku ríki í austanverðri Evr- ópu hafa þeir aldrei gengið í Var- sjárbandalagið. „Við gerum okkur miklar von- ir um að heimsóknin verði árang- ursrík," sagði frú Milijana Dim- itrijvic í gær. Hún er fyrrum rússneskukennari og sagðist hafa séð Gorbatsjov þegar hún var á ferðalagi í Leníngrað fyrir nokkru. „Við óskum honum alls góðs en umfram allt árangurs í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Nái hann settu marki mun það verða til góðs fyrir þá, fyrir okkur og fyrir mannkyn Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.