Þjóðviljinn - 15.03.1988, Side 16

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þlÓÐVIUINN Þriðjudagur 15. mars 1988. 61. tölublað 53. örgangur SparisjóÖsvextir á téKKardKninga hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF Orkubú Vestfjarða 500 milljóna skuld Fjármálastjóri: 80 milljóna króna tap ífyrra. Afnám verðjöfnunargjaldsins hefur ekki verið bœtt. Niður- greiðslur óbreyttar í krónutölu síðan 1985 Langtímaskuldir Orkubús Vestfjarða við ríkið voru rúm- ar 500 mil|jónir króna á síðasta ári og rekstrartap 1987 var uppá 80 milljónir króna. Ekki bætir það stöðu fyrirtækisins frá því sem nú er þegar sifellt fleiri not- endur skipta yflr í olíukyndingu og fullyrða að með því spari þeir allt að helming í kyndingark- ostnaði. Að sögn Guðmundar Hall- dórssonar, fjármálastjóra Orku- búsins er aðalskýringin á háu ork- uverði fyrirtækisins til notenda að eftir kjarasamningana 1986 var verðjöfnunargjald á raforku lagt niður en í staðinn átti ríkið að yfirtaka skuldir fyrirtækisins sem næmi tekjumissinum við afnámi verðjöfnunargjaldsins, en við það hefur ríkið ekki staðið. Þá hafa niðurgreiðslurnar verið hin- ar sömu í krónutölu frá 1985 þrátt fyrir hækkanir á gjaldskrá. Á sama tíma hefur verð á olíu lækk- að geysimikið samfara lækkun á dollar. Guðmundur sagði að iðnaðar- ráðherra hefði það sem af er sýnt sáralítil viðbrögð við beiðnum Orkubúsins um að ríkið kæmi á móts við óskir þess um aðstoð í formi yfirtöku lána. Von er á ráð- herra á fund í Bolungarvík um þessa helgi og er fastlega búist við því að hann verði þá tekinn á beinið og krafinn skýringa á að- gerðarleysi ráðuneytisins og stjórnarinnar á vanda Orkubús- ins og því háa orkuverði sem neytendur verða aö borga. Meðalreikningur fyrir húsahitun er allt frá 10 og uppí 20 þúsund krónur í nýjum einbýlishúsum á ísafirði. Þrátt fyrir þennan óheyrilega háa húsahitunarkostnað sagði Guðmundur að vanskil einstak- linga við Orkubúið væru ekki meiri nú en oftast áður og að miklu leyti væru það sömu ein- staklingarnir sem skulduðu. Aft- ur á móti væri því ekki að leyna að slæm staða fiskvinnslufyrirtækja í fjórðungnum kæmi fram auknum vanskilum við Orkubúið, en þó væru skil fyrirtækja á ísafirði þó skömminni skárri en margra ann- arra. „Því er ekki að neita að aukinn flótti notenda frá okkur og yfir í Háskólinn Kosið í dag „Þetta er góður dagur,“ segja Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Arnar Guðmundsson og Jóna Hrafnkelsdóttir því í dag verður kosið í Háskólanum milli lista Röskvu og lista Vöku til Stúdenta- og Háskólaráðs. Opið verður í 14 kjördeildum víðsvegar um borg- ina en það er mesti fjöldi kjör- deilda frá upphafl svo allar líkur eru á mikilli þátttöku í dag. Kosningabaráttan hefur snúist talsvert mikið um yfirlýsingar á báða bóga en minna borið á því að frambjóðendur hittist og geri út um kosningamálin í annarra áheyrn. Kaffistofufundir hafa að vísu verið haldnir en lítið sést af kjósendum á þeim. í gær tók bar- áttan þó á sig ferskari blæ þegar iistarnir leiddu saman hesta sína í umræðuþáttum á útvarpsstöðv- unum. Þá kom berlega fram hver afstaða þeirra er til málaflokk- anna sem í dag er kosið um. Kjördeildir verða opnar frá kl. 9.00-18.00 í dag á 14 stöðum víð- svegar um borgina. Tvær í Árna- garði, ein í Lögbergi, tvær í VR II, tvær í Odda, ein í Tjarnarbæ, ein í Háskólabíói, ein í Áðalbygg- ingu, tvær í Eirbergi, ein í Tanngarði, ein á Vitastíg, ein á Grensási og ein t' Árrnúla 30. í Háskólabíói verður opið kl. 12.30 -18.00 og í kjördeild Tannlæknadeildar í Eirbergi verður opið frá kl. 13.00-18.00. Sjá Viðhorf bls. 5 olíukyndingu kemur sem afar illa sagði Guðmundur Halldórsson við fyrirtækið og leiðir til meiri fjármálastjóri. tekjutaps en orðið er og jafn- -grh framt leiðinlegt til afspurnar," Ingibjörg Þorsteinsdóttir á 2. ári í lögfræði, Arnar Guðmundsson á 2. ári í almennri bókmenntafræði og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir á 3. ári í læknisfræði eru hór kampakát fyrir framan vígi Vöku, Lögberg. Þau ætla sér að vinna Waterloo-sigur. Skák Vertíðin Knarrarnes KE Þrír menn fórust Báturinn sökk 8 sjómílur norðvestur af Garðskaga sl. laugardag. Lausa- munir hafafundist sem tilheyra bátnum. Gúmmíbáturinn óf- undinn Þriggja manna áhöfn á Knarr- arnesinu KE 399 er talin af eftir að báturinn sökk átta sjómflur norðvestur af Garðskaga um há- degisbilið sl. laugardag. Fimm tii sex vindstig voru á þessum slóð- um þegar slysið varð. Knarrar- nesið var 11 tonn að stærð smíðað í Hafnarfirði 1972. Mennirnir þrír hétu Gunn- laugur Þorgilsson, skipstjóri til heimilis að Hjallavegi 1 í Ytri Njarðvík. Hann var fæddur 25. september 1946 og lætur eftir sig þrjú börn. Sonur hans Árni Krist- inn Gunnlaugsson til heimilis að Hólagötu 5 í Ytri Njarðvík, fædd- ur 24. október 1967, ókvæntur og barnlaus. Birkir Friðbjörnsson til heimilis að Garðavegi 2 í Kefla- vík, fæddur 15 maí 1970. Knarrarnesið KE fór í róður frá Sandgerði á laugardagsmorg- unin og síðast heyrðist til hans um hálf tólf leytið. Rúmum klukkut- íma síðar tilkynntu skipverjar á Gunnari Hámundarsyni um brak í sjónum og var þá strax farið að svipast eftir bátnum. Auk fjölda báta sem leituðu á sjó, leituðu einnig þyrla og tlugvél Landhelg- isgæslunnar. Þá voru fjörur gengnar. Þrátt fyrir mikla og ítarlega leit hefur gúmmíbátur Knarrarness- ins ekki fundist og bendir allt til þess að hann hafi farið niður með bátnum. Á þeim slóðum sem Knarrarnesið er talið hafa farist hafa fundist ýmsir lausamunir úr bátnum. í gær leituðu fjölmargir bátar á þessum slóðum og bjögunar- menn hafa gengið fjörur allt frá Stafnnesvita að Vogastapa. Haldið verður áfram að ganga fjörur í þeirri von að eitthvað finnist en þegar síðast fréttist hafði ekkert fundist fyrir utan þá lausamuni sem fundust á sjónum. -grh Sjómenn orðnir órólegir Porlákshöfn: 34 bátar lönduðu 1300 tonnum. Besta vikan á vertíðinni. Rýrt í Grindavík og Ólafsvík. Lítið um œti í Breiðafirði Jóhann hefur forystu Skák Helga ogJó- hanns enn ótefld Þótt Jóhann Hjartarson eigi enn eftir að tefla skák sína við Helga Ólafsson frá því í fyrstu umferð hefur hann forystu á al- þjóðlega skákmótinu á Akureyri ásamt þeim Margeiri Péturssyni og Mikhael Gurevitsj. Hafa þeir allir hreppt þrjá og hálfan vinn- ing, Jóhann úr fjórum skákum en félagar hans úr fimm. í gær áttu skákmennirnir frí en í dag verður tefld sjötta umferð. Jóhann og Helgi áttu að leiða viðureign sína til lykta í gær en af því varð ekki sökum einhverrar slæmsku þess síðarnefnda. að er ekki laust við að sjó- menn séu orðnir órólegir vegna aflaleysis það sem af er vertíðinni enda lítið aflast þrátt fyrir mikla sókn. Hingað til hafa sjómenn reynt að vera bjartsýnir og margir haldið í vonina um að sá guli fari að gefa sig í netin en eftir því sem líður á vertíðina fer sú von að minnka. í Þorlákshöfn var síðasta vika þó með þeim skárstu það sem af er og komu þá á land rúm 1300 tonn af 34 bátum. Þorskur fer vaxandi í aflanum en ekki fer mikið fyrir stærðinni á honum. Aflinn er frystur og saltaður. Aflabrögð voru frekar léleg í Grindavík í síðustu viku en þó var einn bátur sem bar af öðrum og var það Hafbergið GK sem fékk 104 tonn af ufsa í vikunni. Heildaraflinn varð um 948 tonn af 40 bátum í 164 róðrum sem þykir frekar rýrt. Menn bíða þar enn eftir að sá guli fari að láta sjá sig enda kominn sá árstími að nú er að duga eða drepast. Afli Ólafsvíkurbáta var rýr í vikunni sem leið og komu þar á land aðeins rúm 690 tonn. Þar af landaði togarinn Jökull SH 27 70 tonnum og Freyja RE 15 tonn- um. Átta trillur komu með 51,5 tonn og fengsælust í einum róðri var Harpa SH sem fékk hvorki meira né minna en 5 tonn sl. föstudag, en vertíðarbátar eru tæplega 30 og meðal þeirra eru fjórir bátar að norðan. Þeir koma árlega vestur yfir hávertíðina. Sjómönnum fyrir vestan þykir með eindæmum hvað virðist vera lítið um æti í sjónum og til sann- indamerkis um það hefur neta- þorskurinn verið kjaftfullur af smáufsa sem ekki er dagleg sjón þar á bæ. Þá hafa trillur sem gera út á línu fengið boltaþorsk á krókinn. -grh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.