Þjóðviljinn - 16.03.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.03.1988, Qupperneq 1
Miðvikudagur 16. mars 1988 62. tölublað 53. árgangur Samningarnir Verkföll um páska Átta verkalýðsfélög á Norðurlandi ákveða yfirvinnu- bann og bónusverkfall. Þóra Hjaltadóttir, Alþýðu- sambandi Norðurlands: Atvinnurekendur þverskall - ast við. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja boðar verkfall að stefnir í almcnn verkföll um páska hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma, sagði Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands, en átta verkalýðsfélög á Norðurlandi boðuðu yfirvinnu- og bónus- vinnubann frá og með þriðjudegi í næstu viku. Þóra sagði að engu líkara væri en að atvinnurekendur gerðu viljandi í því að tefja fyrir samn- ingaviðræðum. - Þeir verða að gera sér grein fyrir því að samn- ingsrétturinn er hjá hverju ein- stöku félagi, sagði Þóra. Ljóst er að fátt getur komið í veg fyrir hörð átök á vinnumark- aði. Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja boðaði í gær yfirvinnubann frá og með næsta miðvikudegi, í stað yfirvinnubanns sem átti að hefjast í gær, en var aflýst vegna þess að það láðist að tilkynna sáttasemjara um verkfallsboðun- ina. Almennt eru litlar líkur taldar á því að samningar takist fyrir páska. í gær voru haldnir tíðind- alitlir samningafundir með þrem- ur fylkingum verkalýðsfélaga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Alþýðusamband Suðurlands og verkakvennafélögin Framtíðin og Framsókn og verkalýðsfélögin af Vesturlandi skipuðu eina fylk- inguna og Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja og Snót sína hvora. Ekki er fullráðið hvort félögin úr Eyjum hafi með sér samflot í samningaviðræðunum. Verkalýðsfélag Akraness er einskipa og hefur félagið óskað eftir að viðræður þess fari annað- hvort fram í Reykjavík eða Akra- nesi. Samninganefndir Landssam- bands verslunarmanna og iðn- verkafólks áttu í gær samninga- fund með atvinnurekendum. Að sögn Björns Þórhallssonar, for- manns Landssambands verslun- armanna, er lítið haldfast í samn- ingaviðræðum verslunarmanna. Samningafundur er boðaður aft- ur á föstudag. Björn sagði að samninga- nefndir verslunarmanna og iðn- verkafólks myndu nota tímann vel fyrir næsta fund og ræða um samstarf. - Það er fullmikið sagt að menn ætli að reifa sameigin- lega kröfugerð, en það er margt sem við eigum sameiginlegt og ættum að geta orðið samstíga með, sagði Björn. -rk Áburðarverksmiðjan Úttektina fyrst Borgarráð ályktaði einróma í gær að ammoníak verði ekki flutt inn til Aburðarverksmiðju ríkis- ins í Gufunesi við núverandi að- stæður og að ekki verði hafin bygging á nýjum tvöföldum kæld- um ammoníaksgeymi fyrr en út- tekt hafi verið gerð á hagkvæmni verksmiðjunnar. Að sögn Sigurjóns Péturssonar borgarfulltrúa var höfð til hlið- sjónar þessari ályktun samþykkt almannavarnarnefndar borgar- innar um málið. Þá gat Sigurjón þess að það tæki ekki meira en einn mánuð að framkvæma fyrr- nefnda hagkvæmnisathugun. Forstjóri Áburðarverksmiðj- unnar, Hákon Björnsson, sagði í gær að þessi ályktun borgarráðs um að ekki megi flytja inn am- moníak á meðan byggingu nýs geymis standi ýfir, þýddi 60 milljóna króna tekjutap fyrir verksmiðjuna í þá 18 mánuði sem tæki að byggja nýjan geymi. -grh Flugleiðir ao miljóna tap Afkoma Flugleiða versnaði um 544 miljónir króna á árinu 1987 miðað við afkomuna árið 1986. Þrátt fyrir það var hagnaður upp á 14,5 miljónir hjá félaginu í fyrra, en hann stafar af sölu eigna upp á 239 miljónir króna. Stjórn Flugleiða og forstjóri komu saman til fundar í gær og samþykktu ársreikninga félagsins fyrir árið 1987. Afkoman í fyrra var um 420 miljónum verri en á árinu á undan og rekstrartap án fjármunatekna og gjalda var 194 miljónir króna, en árið 1986 var hagnaður upp á 350 miljónir króna. Breytingin milli ára er því neikvæð um 544 miljónir króna. í árslok var bókfært eigið fé Flug- leiða 1.184 miljónir króna. Aðalfundur Flugleiða verður haldinn 22. mars og verður þá lagt til að hlutafé verði aukið um 50% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, þannig að hlutafé félagsins hækki úr 315 miljónum króna í 472,5 miljónir króna. -Sáf Skák Gurevitsj orðinn efstur Eftir 6. umferð á Alþjóðlega skákmótinu á Akureyri er Gure- vitsj búinn að ná forystu með 41/2 vinning. Jóhann Hjartarson fylg- ir fast á eftir með 4 vinninga og á eftir óteflda skák við Helga Ólafs- son, úr fyrstu umferð. Margeir Pétursson er í 3. sæti með 31/2 vinning og biðskák, frá því í gær á móti Helga. í gær vann Gurevitsj Adorjan og Tisdal vann Jón Garðar. í skákum Jó- hanns og Jóns L., Ólafs og Karls og Dolmatovs og Polugajevskijs var jafntefli. Forystumenn kennarasambandanna, KÍ og HÍK taka undir samþykkt fjölmenns fundar kennara á Broadway í gær þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum ef til verkfalla kennara kemur. Mynd-E.ÓI. Kennarar Abyrgðin er stjómvalda Troðfullt á baráttufundi kennarasamtakanna í Broadway í gœr. Stefnir í verkfallsátök í nœsta mánuði Þetta var afskaplega vel heppn- aður fundur og sýnir hver hugurinn er í kennurum. Húsið var yfirfullt og við flnnum að það er sami baráttuandinn í félögum okkar út um allt land, sagði Svan- hildur Kaaber formaður Kennar- asambands íslands í samtali við Þjóðviljann í gær. Á fjölsóttum fundi kennarafé- laganna, KÍ og HÍK á veitinga- húsinu Broadway í gær var sam- þykkt ályktun þar sem kennarar vísa allri ábyrgð á hendur stjórnvöldum ef til verkfalla hjá kennarastéttinni kemur strax eftir páska, eins og allar horfur eru nú á. Félagar í Kennarasambandinu ákveða í dag og á morgun í alls- herjaratkvæðagreiðslu hvort veita eigi fultrúaráði félagsins umboð til verkfallsboðunar og fé- lagar í HÍK ákveða slíkt hið sama á föstudag og mánudag. Að sögn Svanhildar verða atkvæði talin hjá KÍ á mánudagskvöld. Verði verkfallsheimild til félaganna samþykkt koma verkföll allra grunn- og framhaldsskólakenn- ara til framkvæmda um miðjan næsta mánuð, takist ekki samn- ingar við stjórnvöld fyrir þann Sjá bls. 6 tíma. -Ig. Aflabrögð Minni þorskafli orskaflinn í febrúar var rúm- ar 33 þús. lestir eða nær 7 þús. lestum minni en í sama mánuði í fyrra. Heildarþorskaflinn á árinu er nú tæpar 57 þús. lestir en var rúmar 62 þús. lestir tvo fyrstu mánuðina í fyrra. Heildaraflinn í febrúar var tæpar 285 þús. lestir þar af veiddust um 218 þús. lestir af loðnu. Heildaraflinn það sem af er árinu er nú orðinn rúmar 552 þús. lestir en var um 450 þús. lest- ir í fyrra. Þarna munar mestu um mikla loðnuveiði sem af er árinu en alls hafa komið á land rúmar 450 þús. lestir af loðnu. _____________________________-Ig-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.