Þjóðviljinn - 16.03.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1988, Síða 3
FRETflR Yfirmenn í FFSÍ Uppsögn kjarasamninga „Það er miklu handhægara og skynsamlegra fyrir stjórnvöld að ákveða fiskverð í Þjóðhagsstofn- un fremur en að vera með allt niðrum sig í Verðlagsráði sjávar- útvegsins, eins og berlega kom í Ijós á dögunum þegar ákveðið var að frysta fiskverðið,“ sagði Gísli Skarphéðinsson, formaður Bylgjunnar á Isafirði við Þjóð- viljann. Að sögn Gísla verður trúlega boðað til fundar hjá yfirmönnum á ísafirði um næstu helgi hvort segja skuli upp kjarasamningum félagsins við útvegsmenn á grundvelli uppsagnarákvæðis varðandi breytingar á gengis- skráningu krónunnar. Þó fer það allt eftir því hvort togararnir verða inni eður ei. Ef ekki, verð- ur boðað til fundar um páskana. Farmanna- og fiskimanna- sambandið hefur farið þess á leit við aðildarfélög sín að þau ákveði hvort þau vilji segja upp kjara- samningum félaga yfirmanna innan FFSÍ við Landssamband ís- lenskra útvegsmanna á grund- velli uppsagnarákvæðis varðandi breytingu á lögskráðu gengi krónunnar. Samkvæmt því er kjarasamningurinn uppsegjan- legur með eins mánaðar upp- sagnarfresti innan tveggja mán- aða frá því gengisbreyting tekur gildi. Að sögn Haraldar Holsvik, framkvæmdastjóra FFSÍ eru yfir- menn mjög óhressir yfir vinnu- brögðum og ákvörðun Verð- lagsráðsins á dögunum. -grh Borgarráð Krókur á móti bragði Á aukafundi borgarráðs í gær lagði Davíð Oddsson, borgar- stjóri, fram tillögur um lóðaút- hlutanir á lóðum á svokölluðu Sogamýrasvæði. Meðal þeirra sem sótt hafa um byggingarlóð er Framsóknarflokkurinn, en um- sókn hans var ekki í tillögum borgarstjóra. í borgarkerfinu er getum að því leitt að með þessum leik sín- um hafi borgarstjóri verið að hegna Framsóknarflokknum og þá sérílagi formanni hans, Steingrími Hermannssyni, fyrir þau ummæli sem hann hefur oft á tíðum viðhaft að borgin fari með offorsi í framkvæmdum og stuðli að aukinni þenslu í stað þess að draga saman seglin. Borgarstjóra mun hafa fundist vel við hæfi að koma til móts við óskir formanns Framsóknarflokksins með þeim hætti að gera ekki tillögu um að þeir sjálfir stuðli að aukinni þen- slu í borginni með því að mæla ekki með umsókn flokksins um byggingarlóð. -grh sís Stjómarfundur nálgast „Stjórnarfundur hefur ekki enn verið boðaður, en ég býst við að hann verði haldinn á svipuð- um tíma og venjulega, eða seinni- hlutann í mars,“ sagði Hörður Zophaníasson, ritari stjórnar Sambandsins, við Þjóðviljann í gær. Geir Geirsson, endurskoðandi Sambandsins, hefur lokið könn- un á launamálum Guðjóns B. Ól- afssonar, að þeim tíma sem Guðjón var forstjóri Iceland Se- afood í Bandaríkjunum. Þegar Þjóðviljinn ræddi við Hörð hafði hann ekki enn fengið hana í hendurnar, auk þess sem hann bjóst við að skýrslan yrði trúnaðarmál. -Sáf Vestmannaeyjar Markaðurinn f isklaus Enginn kaupir né selur. Saltfiskstöðvar draga saman seglin og bátar landa ígáma. Alltað 15-20 kílóaþorskar í aflanum að var engin sala á fiskmark- aðinum í gær né í fyrradag þar sem við fáum engan fisk til sölu. En við höldum öllu opnu hér og tökum á móti öllum sem vilja selja með bros á vör, sagði Björg- vin Arnaldsson, hjá Fiskmarkaði Vestmannaeyja við Þjóðviljann. Að sögn Björgvins er aðalá- stæðan fyrir þessu sú að saltfiskstöðvarnar hafa minnkað við sig vegna yfirvonandi yfir- vinnubanns verkalýðsfélagsins og þá hafa útgerðarmenn tekið á það ráð að skipa aflanum um borð í gáma til útflutnings þrátt fyrir verðfall á Englandsmarkaði. „Þeir verða einhvern veginn að losna við fiskinn. Ekki geta þeir farið með hann á fiskmarkaðina í Reykjavík né Hafnarfirði vegna löndunarbanns og þessvegna selja þeir hann út í gámum,“ sagði Björgvin. Aflabrögð hafa upp á síðkastið batnað að mun hjá Eyjabátum og hafa litlu trollararnir verið að fá risaþorska í vörpuna, allt frá 15 og upp í 20 kíló að þyngd sem er kjörið hráefni í saltfiskvinnsluna. Meðal annarra fékk einn elsti vertíðarbátur Eyjamanna og alls flotans, Erlingur VE sem er 23 tonna bátur, fimm tonn í hali þar sem eingöngu voru svona risa- þorskar. -grh í aær heimsóttu nokkrir grænlenskir bændur fyrirtækið Vélar og þjónustu að leiðsögumaður grænlensku bændanna en hann starfar sem búnaðarráðu- Járnhöfða 2. Voru þeir að kynna sér vélar þær og tæki, sem þeir Járnhöfða- nautur „á Grænlands grund". Mynd: EOI menn hafa á boðstólum, - og voru hrifnir af. Þór Þorbergsson er fylgdar- og Ríkisstjórnin Lýst eftir þingmálum Eitthundrað stjórnarfrumvörp boðuðíhaust, einungis 48 komin fram. Síðustuforvöð að leggjaframfrumvörp daginn eftirpáskahlé. Iðnaðarráðherra hyggst beita sérfyrirþví að ríkisstjórnin endurskoði áform sín Tæplega helmingur þeirra frumvarpa sem Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, boð- aði að ríkisstjórnin myndi leggja fram í vetur, hefur þegar verið lagður fram. Af 100 frumvörpum sem boðuð voru hafa ráðherrarn- ir lagt fram 48 frumvörp. Það var Hjörleifur Guttorms- son sem vakti athygli á þessu í umræðu um þingsköp á Alþingi í gær. Fjármálaráðherra hefur lagt fram 14 af 18 boðuðum frum- vörpum, dómsmálaráðherra 11 af 20, viðskiptaráðherra 3 af 10, félagsmálaráðherra 4 af 7, menntamálaráðherra 4 af 13, sjávarútvegsráðherra 3 af 5, heilbrigðisráðherra 3 af 10, utan- ríkisráðherra 1 af 1, iðnaðarráð- herra 1 af 5, landbúnaðarráð- herra 2 af 8 og samgönguráðherra 2 af 3 boðuðum frumvörpum. Af þeim 48 ríkisstjórnarfrum- vörpum sem lögð hafa verið fram hafa 26 verið afgreidd sem lög, en önnur eru komin mislangt í með- förum þingsins. Það kom fram hjá Jóni Krist- jánssyni, forseta neðri deildar, að nú er eftir rúm vika fram að páskahlé, sem standa mun í tvær vikur. Fyrsta daginn eftir páska- hlé eru síðustu forvöð að leggja fram mál, sem samþykkja á á þessu þingi, samkvæmt þing- sköpum. Óvíst er enn hvenær þingi ljúki í vor. Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra sagði að hann myndi beita sér fyrir því innan ríkis- stjórnarinnar að áætlun um fram- lagningu ríkisstjórnarfrumvarpa yrði endurskoðuð og niðurstaða þeirrar endurskoðunar yrði kynnt formönnum þingflokk- anna. Hann sagði að ljóst væri að sum þeirra frumvarpa sem boðuð voru í haust, verða ekki lögð fram á þessu þingi og tók sem dæmi frumvörp um einkaleyfi, vöru- merkingu og mynsturgerð, sem hann hafði sjálfur boðað í haust. -Sáf Kennarasambandið Launatölur rangfærðar KÍ: Villandi upplýsingarfjármálaráðuneytisins um launakjör kennara bœta ekki samstarfið við samningagerðina Kennarasamband íslands segir að upplýsingar fjármálaráðu- neytisins um launamál kennara séu afar villandi og harmar sam- bandið að ráðuneytið skuli birta launatölur án þess að gerð sé grein fyrir á hvaða forsendum þær eru byggðar. Slík vinnu- brögð gefi tilefni til rangtúlkana og misskilnings sem síst verði til þess að bæta samstarf þessara að- ila í yfirstandandi samningagerð, segir í yfirlýsingu frá KÍ. Byrjunarlaun grunnskóla- kennara eftir þriggja ára háskóla- nám eru í dag 48.205 kr. á mán- uði. Eftir 18 ára starf fær grunn- skólakennari 62.771 kr. í mánað- arlaun. Framhaldsskólakennari með meistararéttindi í iðngrein fær 51.140 kr. í byrjunarlaun og nær mest 66.593 kr. á mánuði eftir 18 ár. Hvað varðar grunnskólalaun má til dæmis nefna að þar er ekki einungis um að ræða laun grunns- kólakennara og leiðbeinenda heldur einnig laun skóiastjórn- enda, en þeir eru að sjálfsögðu hærra launaðir en almennir kenn- arar. Þá eru einnig taldir með ýmsir hópar sem raðast ofar í launaflokka en almennir kennar- ar. Þegar reiknuð eru meðaltals dagvinnulaun almennra grunn- skólakennara/leiðbeinenda kem- ur í ljós, að í desember 1987 eru þau um 55.000,- krónur, eða tæp- iega 6% lægri en fram kemur í upplýsingum fjármálaráðuneyt- isins eru um 69.000 krónur að meðaltali í desember 1987 - það er um 8% lægra en upplýsingar fjármálaráðuneytisins gefa til kynna. í þessu sambandi er rétt að benda á að fjöldi kennara hefur litla sem enga yfirvinnu á sama tíma og aðrir hafa neyðst til þess að taka að sér meiri yfirvinnu en þeir kæra sig um til þess að bjarga þeim vanda sem skólar landsins standa frammi fyrir vegna kenn- araskorts, segir m.a. í yfirlýsingu KÍ. ~lg- ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.