Þjóðviljinn - 16.03.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 16.03.1988, Qupperneq 4
LEIÐARI Láglaunafólk og verðbólgan Nú standa yfir kjarasamningar hjá mörgum stéttarfélögum og samkvæmt gamalli venju hafatalsmenn atvinnurekenda ekki látið hjá líða að kyrja þann söng að hækkun á kaupi verka- manna leiði óhjákvæmilega til aukinnar verð- bólgu. Nokkur verkalýðsfélög hafa krafist þess að dagvinnulaun hækki um 10 þúsund krónur á mánuði og að allægstu mánaðarlaun verði um 40 þúsund krónur. Bónus og ýmsar aðrar auka- greiðslur þyrftu þá ekki að vega jafnþungt og ella. Atvinnurekendur hafa varað við þessum hug- myndum og segja þær leiða til þess að allir landsmenn fái sömu hlutfallslegu hækkunina. Við laun þeirra, sem nú eru á góðu kaupi, bætist mun fleiri krónur en hjá láglaunafólkinu. Þeir staðhæfa að afleiðingin verði illvíg óðaverð- bólga og að verkafólkið verði bara verr sett en áður. Samkvæmt þessu er verkafólk dæmt til að vera á mjög lágum grunnlaunum, vilji það ekki hafa á samviskunni að íslenska hagkerfið fari úr skorðum. Skoðanir atvinnurekenda virð- ast til marks um að þeir treysti sér ekki til að hafa áhrif á hvaða laun eru greidd öðrum en þeim verkamönnum sem nú þiggja lægsta kaupið. Þeir segjast reiðubúnir að þreyja þorrann og góuna í verkfalli láglaunafólks en eru fyrirfram búnir að gefa upp á bátinn andóf gegn kauphækkunum annarra. Auðvitað veit verkafólk að ekki ber að taka harmagrát atvinnurekenda allt of alvarlega. Menn vita að það er ekki kaup láglaunafólksins sem er að ríða slig á íslenska efnahagskerfið. Það er t.d. öllum Ijóst að hér er bullandi verð- bólga þótt taxtakaup meginhluta launamanna standi í stað. Brátt er liðið hálft ár frá því samningsbundin laun verkafólks og annarra fé- laga í Alþýðusambandi íslands hækkuðu síð- ast. Þau hafa ekkert breyst frá því 1. október síðastliðinn ef frá eru taldar nýtilkomnar launa- breytingar hjá þeim örfáu félögum innan Verka- mannasambandsins sem samþykktu nýja samninga nú á dögunum. Þrátt fyrir frystingu samningsbundinna launa heldur verðbólgan áfram að skerða kaupmátt- inn. Vísitala framfærslukostnaðar hækkar stöðugt og sýnir að nú þegar þyrfti að hækka samningsbundin laun um 11-12% til að það sama fengist fyrir þau og í októberbyrjun. Menn eru tregir til að trúa því að verðbólga orsakist af hækkunum á taxtakaupi verkamanna. Þar eru önnur öfl að verki, öfl sem eru fyrst og fremst háð athöfnum og vilja launagreiðenda, þ.e. at- vinnurekenda og þess opinbera. Gífurleg þensla hefur ríkt í atvinnu- og efna- hagslífi okkar um nokkurt skeið, fyrst og fremst á suðvesturhorni landsins. Hún birtist í miklum fjárfestingum í verslun og þjónustu en hefur síður snert undirstöðuatvinnugreinar. Þessari þenslu hefur verið haldið uppi með erlendum lántökum sem hafa viðhaldið mikilli verðbólgu. Komið hefur í Ijós að erlendar lántökur voru miklu meiri í fyrra en ráð hafði verið fyrir gert í lánsfjárlögum og áætlunum hins opinbera. Op- inberir aðilarog lánastofnanirfengu um 1,6 milj- arða króna meira lánað í útlöndum en ætlað hafði verið og fóru um 40% fram úr áætlun. Einkaaðilar og fjármögnunarleigur tóku um 60% meira af erlendum lánum en ráð hafði verið fyrir gert, eða um 6,5 í stað 4,1 miljarða króna. Það verkafólk, sem þiggur laun á bilinu 30 til 35 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla dagvinnu, á sáralítinn þátt í þessum stórkostlegu erlendu lántökum. Þar eru aðrir aðilar miklu nærtækari, þurfi að finna sökudólg. Lánsfjárlög og áætlanir ríkisvaldsins um er- lendar lántökur Islendinga sýnast vera einskis- nýt plögg sem í besta falli geta upplýst um fróm- ar óskir viðkomandi ráðamanna á því augna- bliki sem plaggið er samið. Ríkisstjórnin hefur lítið sem ekkert aðhafst til að takmarka erlendar lántökur og er það í góðu samræmi við frjáls- hyggjukenninguna um ósýnilega hönd markað- arins. Stefna hennar kom m.a. fram í greinar- gerð Jóns Baldvins Hannibalssonar með frum- varpi til lánsfjárlagafyriryfirstandandi ár: „Fram hefur komið að stefna ríkisstjórnarinnar er að draga úr ríkisafskiptum og auka markaðsáhrif á lánamarkaðnum." ÓP KUPPT OG SKORIÐ Vondir við Jóhönnu í sunnudagsblaði Alþýðublaðs- ins er birt langt viðtal við Rannveigu Guðmundsdóttur, for- mann Húsnæðismálastjórnar og áður forseta bæjarstjórnar Kópa- vogs. Pað er tekið fram strax í upp- hafi viðtals að hún sé „krati í húð og hár“ og viðtalið veitir nokkurn fróðleik um það hvernig slíkri manneskju líður nú um stundir. Rannveig hefur máls á því, að sér finnist gagnrýni mjög „óvæg- in“ á þá sem standa í eldlínunni í pólitík og óttast það, að þessi harka fæli alminnilegt fólk frá prófkjörum og þátttöku í stjórnmálum yfir höfuð. í fram- haldi af þessu finnst Rannveigu líka að flokkssystir hennar, Jó- hanna Sigurðardóttir, njóti ekki sannmælis: „mér er til efs að það væri búið að haga sér svona gagnvart karlmanni í ráðherrast- ólnum“. Rannveigu finnst líka að þingk- ratar hafi brugðist Jóhönnu. Hún segir: „Hinu er ekki að leyna að mér finnst sem jafnaðarmenn á þingi hafi ekki stutt nægilega við bakið á félagsmálaráðherra... Ég er hund- óánægð með stuðning þingflok- ksins og það skulu menn vita, að þau mál sem Jóhanna berst fyrir eru að stórum hluta mál sem Sam- band Alþýðúflokkskvenna hefur unnið að og flokkurinn lagt bless- un sína yfir, birt í stefnuskrám flokksins og gert að aðal kosning- amálum. Það er því mjög alvar- legur hlutur fyrir okkur konurnar í Alþýðuflokknum ef við finnum að það er ekki fullur stuðningur við okkar mál sem Jóhanna berst fyrir á þingi“. Nei, ekki bann Jón Kannski ekki nema von að Rannveig kvarti, þó allt sé það með hófsemd og kurteisi, hún segir t.d. að „vinnubrögðin í sam- bandi við niðurskurð í fél- agsmálaráðuneytinu langt um- fram önnur ráðuneyti“ séu sér „óskiljanleg". Og þótt hún hafi áður kvartað undan þingflokki krata almennt vill hún ekki negla ábyrgð á slíku við neinn og þá ekki fjármálaráðherra sjálfan, Jón Baldvin flokksformann. Blaða- maður spyr einmitt hvort formað- ur Húsnæðismálastjórnar sé ekki að gagnrýna fjármálaráðherra „sem heldur um peningakassann". Hún neitar því með svofelldum orðum: „Ég gagnrýni ríkisstjórnina sem slíka, því að þetta er ekki einleikur fjármálaráðherra. Mér finnst það hlálegt fyrir samstarfsaðila Alþýð- uflokksins í ríkisstjórn að þvf sé stillt upp þannig að allt sem er gert séu verk Alþýðuflokksins og öðrum stjórnarJiðum þá væntan- lega lýst sem skoðanalausum lufs- um - hinsvegar hlýt ég að túlka þetta þannig að þeim þyki harla gott að vera Alþýðuflokksins í rík- isstjórn miðist við það að Alþýð-^ uflokkurinn sé gerður að blóra- ' böggli í vondu málunum, en aðrirí ráðherrar spili stikkfrí með yfirlý- singar út og suður.“ Ólfkt höfumst við að Með öðrum orðum - í þessu við- tali birtist okkur enn eitt dæmi um þá stirða sambúð á stjórnarheimí- linu sem Alþýðublaðið hefur ein- hverntíma kennt við hunda og ketti. Og eins og fyrri daginn er það urgur út í Framsóknarmenn og Steingrím sérstaklega sem miklu ræður um andrúmsloftið. Hvers vegna, spyr krati í húð og hár, eigum við að sitja uppi með hækkun á matvælum og niður- skurð hjá Jóhönnu meðan Steingrímur svífur um eins og af- vopnunarengill og talar af listræn- um þunga um að í efnahagslegum skilningi sé ísland sú Rómaborg brennandi, sem Neró (fyrrverandi forsætisráðherra) hefur ekki hug- mynd um hver í kveikti. Eins og skáldið kvað: Það er erfitt þetta líf og þetta er vondur heimur. Á köldum klaka Og smám saman kemur að því, að hógvær og orðvör Alþýðu- flokkskona nálgast þá niðurstöðu að kannski sé verr farið en heima setið, altént séu menn ekki á réttri leið. Hún hefur áhyggjur af því að verið sé að krukka í velferðina og hana tekur það sárt að „hnífnum sé beitt svona kröftuglega á má- lefni Alþýðuflokksins og gert var núna“. Hún óttast að svo kunni að fara, að Alþýðuflokkurinn sitji uppi með sárt enni eftir að skötu- hjú í Stjórnarholti hafa slitið sam- vistum og það liggur í orðunum að það gæti orðið fyrr en varir: „Eins og menn tala í þessari rík- isstjórn tel ég að Alþýðu- flokkurinn verði að koma sínum málum að jafnhliða efnahagsað- gerðunum. Eins og ég hef sagt er engin trygging fyrir því að flokkur- inn fái að glíma við góðu jafnaðar- málin, þegar búið er að koma fjármálum í lag - ætli verði þá ekki einhver stokkinn frá borði?“ Og þá endurtekur sig, ef að lik- um lætur, hin undarlega hliðstæða sem finna má milli sögu Alþýðufl- okksins og hátternis læmingjanna. Menn muna að læmingjar fjölga sér ört með nokkurra ára millibili, en þegar þeir eru orðnir margir eins og kratar eftir góðar kosning- ar, þá leggja þeir af stað og æða eins og blindir væru yfir sjó og klungur og hvað sem er og farast unnvörpum og enginn veit hvaða „góð mál“ knúðu þá áfram og til hvers þetta var allt saman. Því miður. _ ár þJOÐVILllNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgofandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlfusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, OlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Sigrfður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Símavar8la: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð (lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.