Þjóðviljinn - 16.03.1988, Side 5
VIÐHORF
Öiyggismál, Nató, ísland
og Þjóðviljinn
Brynjólfur Eyjólfsson skrifar
Undanfarna daga hefur Þjóð-
viljinn birt greinar eftir Ólaf
Gíslason blaðamann um heim-
sókn hans til höfuðstöðva Nató.
Þessar greinar og athugasemdir
Ólafs eru þess eðlis að maður
verður dálítið sleginn. Það er mér
undrunarefni að sjá að skýrustu
kreddur hernámssinna eru tug-
gnar upp og gefið nýtt nafn. Hér á
ég við eftirlitsstöðvadrauginn
sem virðist svo vinsæll núna.
Það er staðreynd að nú í fyrstu
viku mars var leiðtogafundur
Nató að setja sér það markmið að
endurnýja kjarnavopnabúr sitt. í
ljósi gleðinnar yfir sáttmálanum
frá því í desember hjá fjölmiðlum
og stjórnmálamönnum er það
væntanlega sárt að sjá að þar var
aðeins um að ræða enn eina
gerviaðgerðina í þeim tilgangi að
friðþægja smáfólkinu, það er
óþægum þingmönnum og fjöl-
miðlagösprurum.
Staðreyndir eru þær að ef
tryggja á frið í heimi þessum þá
gerist það ekki með þeim hætti
sem Ólafur virðist trúa á, það er
með virku eftirliti með vopna-
búnaði óvinarins, heldur með því
að reynt verði að byggja upp
traust milli manna. Slíkt veikti
þann grunn sem fjármagnið í
hernaðarvélinni getur notað til
að halda gangandi hernaðartóla-
framleiðslunni. Ef eftirlits-
stöðvakerfið yrði ofan á væri það
bara ný leið fyrir fjármagnsaust-
urinn í hernaðarbröltið. Það er
einnig staðreynd að ef hernaðar-
kerfið breytist í Evrópu þá mun
hægt að auka framleiðni í
stríðsrekstri í öðrum heimshlut-
um.
Það er í raun aðeins ein fær leið
til að tryggja frið í víðara sam-
hengi og hún er sú að reka alla
atvinnufnðarviðræðnasérfræð-
ingana og reyna að snúa sér að
því að vinna traust fólks hvers á
öðru en ekki ala á tortryggni milli
þjóða og þjóðarbrota. Þetta
krefst þess að einstaklingar jafnt
og hópar viðurkenni rétt annarra
til að fara sínu fram, en krefst
þess jafnframt að stuðningur við
þá sem kunna að vera kúgaðir
máta en ég held að einfaldast sé
að segja það svona: Það eina sem
við gætum tapað á slíku skrefi er
að við fengjum ekki að vita í
Mogganum hvenær flugvélar frá
Rússunum koma í nánd við
landið. Mér er ekki kunnugt um
að kafbátaeftirlit Kananna hafi
komið í veg fyrir ferðir kafbáta
um hafið í kringum okkur. Hvað
ljóst að brotthvarf okkar gæti
beinlínis létt á stöðu þriðja
heimsins, ef menn meina
eitthvað með mikilvægi þeirra
upplýsinga sem þeir afla með
okkar hjálp, það myndi kosta
meira að afla þeirra og því yrði
minna fé til að berja á þriðja
heiminum með. Þetta með að
vera gleypt af einum eða öðrum
„Það er í raun aðeins ein leiðfœr til að
tryggjafrið í víðara samhengi og hún er
sú að reka alla
atvinnufriðarviðrœðnasérfrœðingana
og reyna að snúa sér aðþvíað vinna
traustfólks hvers á öðru en ekki ala á
tortryggni milli þjóða og þjóðarbrota. “
mótist af öðru en viðskiptahags-
munum og öðrum illa skil-
greindum hagsmunatengslum.
Síðustu vikur höfum við haft
fyrir augunum eitt dæmi um það,
sem kalla mætti þverstöðu eftir
lengri tíma öfgakenndan stuðn-
ing við stjórn, sem fer fram með
offorsi gegn öðrum þjóðum og
undirokuðum í eigin landi. Hér á
ég við ástandið í Israel og vanda
ríkisstjórna víða um heim af því
tilefni. í mínum huga er í raun
aðeins eitt sem við íslendingar
getum lagt til þessara mála sem
skiptir máli og það er að við los-
um okkur við herinn og hans
eftirlitsstöðvar og hverfum úr
Nató. Þetta má rökfæra á ýmsan
gætum við grætt á þessu? Við
gætum í það minnsta talað
óbundið við aðrar þjóðir, án þess
að á okkur yrði borið að við
gengjum erinda eins eða neins
nema sjálfra okkar.
Nú heyri ég úr hornum að þetta
myndi kollvarpa öllu jafnvægi og
að við kölluðum yfir okkur
möguleikana á að við yrðum
gleypt af Rússum eða Banda-
ríkjamönnum eða jafnvel Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Þetta
með jafnvægið finnst mér létt-
vægt, jafnvægið svokallaða er
lítið annað en samkomulag hern-
aðarvélanna um hvernig skuli
unnið að aukinni framleiðslu og
auknum ágóða. Það er einnig
er í mínum huga lítt frábrugðið
ástandinu í dag. Staðreyndir eru
nefnilega þær að ansi stór hluti
þjóðarinnar er þegar gleyptur og
hefur sætt sig við það. Þetta gerir
þörfina á að losa sig sem fyrst
brýnni.
Um leiðir að því marki sem hér
er talað um er það að segja að ég
get sætt mig við ýmsar leiðir til að
ná því og stóð að framsetningu
nokkurra skrefa í utanríkismála-
hóp Alþýðubandalagsins.
Annað sem hryggir mig við
greinar Ólafs er að hann er að
segja okkur að hjá Nató vinni
menn með góða menntun og
mikla þekkingu. Hér finnst mér
sem Ólafur geri sig beran að
miklu þekkingarleysi á eðli þess
hvernig hernaðarvélarnar vinna.
Hefur Ólafi yfirsést leikurinn
með Nató-styrkina, sem leikinn
hefur verið í áratugi? Stað-
reyndin er sú að það hefur aldrei
verið skortur á staðreyndaþekk-
ingu hjá hernaðarsinnum í
heiminum heldur hefur þar yfir-
leitt skort víðsýni og getu hins
raunmenntaða manns til að geta
skilið gerðir annarra og sætt sig
við fjölbreytileika mannlegrar
náttúru.
Ég vona að Þjóðviljinn sjái að
sér og sendi ekki framar blaða-
menn í beinar áróðursferðir til
Nató eða nokkurra annarra
þeirra stofnana sem gegna svip-
uðu hlutverki. En mér þætti akk-
ur í því að blaðið gerði út fólk til
að skoða slíka hluti á eigin spýt-
ur, því að ekki er nú allt slétt og
fellt í löndum Evrópu og Amer-
íku. Hvað með nágranna okkar í
vestri og austri, Grænlendinga og
Færeyinga? Eru þeir að springa
úr stolti yfir tengslum sínum við
hernaðarvélina? Hvað með sögur
af heræfingum, þar sem getulitlir
stjórnendur senda hermenn sína
út í alls kyns vitlausar æfingar og
eru þess dæmi að fleiri hafi látist í
slíkum aðgerðum en hryðju-
verkaöldur áttunda áratugarins
hafa valdið dauða. Er þar í
eitthvað sem hefði upplýsinga-
gildi fyrir lesendur? Það er sem
sagt ekki einfalt að fjalla um þessi
mál en beinar áróðursferðir til
Nató eru síst til að auka víðsýni
og getu biaðamanns til að koma
til skila til lesanda síns upplýsing-
um um innihald hernaðarvélar-
innar.
Brynjólfur Eyjólfsson er
eðlisfræðingur.
Um vopnað harðræði og sitthvað fleira
Olafur Grétar Kristjánsson skrifar
Morgunblaðið er fullt vandlæt-
ingar yfir því að einhver andstæð-
ingur ráðhúsbyggingarinnar skuli
hafa látið sér detta í hug að Davíð
Oddsson væri harðstjóri, sem Fi-
del Castro kæmist ekki í hálf-
kvisti við. Ríður svo mikið á að
hreinsa mannorð Davíðs, að
leiðara er eytt í að skýra út mun-
inn á Fidel og honum í Mbl. hinn
8. mars sl. Kemur þar fram að
Davíð Oddsson hafi verið „ko-
sinn í lýðræðislegum kosning-
um“, en hins vegar sé „Kastró...
vopnaður harðstjóri, sem hefur
aldrei þorað að láta kjósa um eitt
né neitt“.
Rétt mun það vera að Fidel er
vopnaður. Orsökin er sú að lög-
regla ráðastéttarinnar í Washing-
ton, CIA, hefur gert svo margar
áætlanir um að ráða hann af
dögum að tölu verður vart komið
á þær lengur. Er það varla nema
sjálfsagt mál að maðurinn hafi
alla vega góða möguleika á að
verjast ef nauðsyn krefur. Hitt er
aftur athyglisvert, og er ekki
minnst orði á það í leiðara Morg-
unblaðsins, að öll kúbanska þjóð-
in er vopnuð líka. Vopn Fidels
beinist ekki gegn henni, heldur
gegn fjandmönnum hennar,
bandarísku heimsvaldastefn-
unni. Alþýðan á Kúbu er undir
vopnum vegna stöðugra hótana
ráðamanna í Washington sl. 30 ár
um að ráða niðurlögum bylting-
arinnar. Hér má bæta við að ef
almenn andstaða myndaðist gegn
Fidel Castro á Kúbu tæki það
ekki meira en 3 daga (að hans
eigin mati) fyrir vopnaða alþýð-
una að losa sig við hann. Kosn-
inga væri ekki þörf.
Kúba er lýðræðislegt ríki. Þar
er alþýðan við völd. Þar er annar
skilningur lagður í orðið „lýð-
ræði“ en t.d. hér á íslandi. Þegar
málpípur auðvaldsins á íslandi
nefna orðið lýðræði meina þeir
alræði burgeisanna, þar sem
kosningar eru ekki annað en hluti
af skrípasýningu og hafa afskap-
lega lítið með raunveruleg völd í
samfélaginu að gera. Það er ekki
af umhyggju fyrir hag almennings
á Kúbu sem Reagan og Mogginn
hata Fidel. Ástæðan er sú að búið
er að koma leppum Bandaríkja-
manna frá völdum þar. Enda
varð uppi grátur og gnístran
tanna í Washington þegar farið
var að kenna fólki að lesa á
Kúbu, vændi, spilabúllum og
eiturlyfjum var útrýmt, skólar,
sjúkrahús og dagheimili byggð.
Á íslandi er borgarastéttin við
völd. Ekki „þjóðin", ekki „al-
menningur", ekki Sjálfstæðis-
flokkurinn, ekki „litli maður-
inn“; borgarastéttin. Ríkisstjórn
þessarar stéttar fer með fram-
kvæmdavaldið. Þegar útgerðar-
auðvaldið fer að væla um að það
sé að fara á hausinn, bregður
ríkisstjórnin hart við og leiðréttir
hag þess. Ríkisstjórnin er verk-
færi þessarar stéttar. Við verka-
fólk eigum bara kalla eins og
Gvend Jaka og Karvel. Þótt þeir
hafi kannski einhvern tíma verið
harðir í horn að taka fer því fjarri
að svo sé í dag. Bendi ég bara á
nýgerða kjarasamninga VMSÍ í
því sambandi. Hvenær hefur ís-
lensk ríkisstjórn gripið inn í og
leiðrétt kjör verkafólks? Aldrei.
Verkafólíc á íslandi hefur aldrei
átt sína ríkisstjórn. Kúbanskir
verkamenn og bændur ráða yfir
eigin ríkisvaldi. Þess vegna er
lýðræði á Kúbu.
Morgunblaðið minnist í leiðara
sínum á grein Sigurlaugar
Gunnlaugsdóttur um Valladares,
sem birtist í Þjóðviljanum 4. mars
sl. Svo sem eðlilegt er hefur blað-
ið mesta samúð með þessari
gömlu löggu Batista-veldisins. Á
Kúbu sitja engir menn í fangelsi
fyrir hugsanir sínar eða skoðanir,
aðeins fyrir raunverulega glæpi.
Valladares er gamall glæpamað-
ur. Hann var dæmdur fyrir að
vera viðriðinn að koma fyrir
sprengjum á almannafæri. Hér
breytir það engu þótt hann hafi
hin síðari ár tekið til við að yrkja
ljóð. Hann ku ekki hafa gert
mikið af því meðan hann var í
sprengingunum.
Þetta er kannski hægt að skýra
örlítið betur ef við tökum dæmi af
íslenskri réttvísi. Fyrir skömmu
tóku nokkrir lögreglumenn í
Reykjavík sér það einræðisvald
að fara heim til ungs Austfirð-
ings, handtaka hann og fara með
hann í fangageymslur, án þess að
fyrr gengi úrskurður dómara. Þar
tókst ekki betur til en svo að ungi
maðurinn handleggsbrotnaði af
óblíðum vinafagnaði löggunnar.
Handtakan er augljóslega lög-
brot, þar eð búið er að afnema
lénsskipulagið á íslandi og menn
(þótt þeir starfi í lögreglunni)
geta ekki bara vaðið heim til Pét-
urs og Páls og numið þá á b rott að
eigin geðþótta. Ekki er mér held-
ur kunnugt um að löglegt sé að
handleggsbrjóta fólk. Ef réttvísin
nær fram að ganga hljóta menn
þeir, er hér eiga í hlut, dóm fyrir
verknað sinn. Þeir hafa brotið
lög. Þeim er refsað. Þá skiptir
það engu máli þótt þeir hefji
ljóðayrkingar eða aðra skylda
menningarviðleitni. Ekki heldur
ef lögreglustjóra dettur í hug að
skipa þá í Mannréttindanefnd
lögreglunnar. Þeir hafa gerst sek-
ir um yfirgang, og ef réttarríki er
á íslandi hefur það einhverjar af-
leiðingar í för með sér fyrir þá.
Ólafur Grétar Kristjánsson er járniðn-
aðarmaður og félagi í Dagsbrún.
,yÁ íslandi er borgarastéttin við völd.
Ekki „þjóðin“, ekki „almenningur“,
ekki Sjálfstœðisflokkurinn, ekki „litli
maðurinn“; borgarastéttin. “
Miðvikudagur 16. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5