Þjóðviljinn - 24.03.1988, Side 2
Engir listar hjá Shell og í Kringlunni
Það er ekki nóg með að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hafi
synjað samtökunum Tjörnin lifi um að fá að hafa undirskriftarlista
gegn fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu frammi í sundlaugum borgarinnar,
heldur hafa stjórnendur Kringlunnar og Skeljungs einnig meinað þeim
um það. Að sögn Önnu Rögnvaldsdóttur, hjá samtökunum Tjörnin lifi
hafa verslunarstjórar margra stórmarkaða einnig lagst gegn undirskrif-
tarlistunum og sagt þá vera pólitíska og þar með óæskilega.
Rússarnir byrjaðir að kaupa
Álafoss hf. hefur samið um sölu á 30 þúsund peysum og 500 þúsund
treflum til sovéska ríkisfyrirtækisins Raznov. Söluverðmætið er 80
miljónir íslenskra króna eða tæplega 2 miljónir dollara en í ramma-
samningi þjóðanna er gert ráð fyrir viðskiptum fyrir 5-6,5 miljónir
dollara. Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Álafoss hf. segist bú-
ast við enn frekari viðræðum milli fyrirtækjanna en hvenær eða hvort
þær verða er nú óvíst.
Ráðstefna
um hafbeit
Dagana 7.-9. apríl veröur hald-
in á Hótel Loftleiðuin ráðstefna
um hafbeit. Veiðimálastofnun
hefur að mestu skipulagt ráð-
stefnuna en á henni hafa fram-
sögu margir af fremstu vísinda-
mönnum þjóðarinnar. Auk þess
að rætt verður um líffræðilega
þætti hafbeitar verður rætt um
markaðsstöðu fiskeldisstöðv-
anna hér á landi og framtfð ís-
lensks fiskeldis.
Tekist á um verkaskiptinguna
Aðalumfjöllunarefni á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra
sveitarfélaga sem hefst í dag, verða verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
og Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna. Jóhanna Sigurðardóttir fél-
agsmálaráðherra flytur ávarp í upphafi fundarins en hún hefur boðað
nýjar reglur um áhrif sveitarfélaga á ákvörðun um útsvarsprósentu
fyrir næsta ár en staðgreiðsla útsvara verður einnig til umfjöllunar á
fundinum.
BHMR átelur vinnubrögð
Jóns Baldvins
Stjórn Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hefur sent
Jóni Baldvin Hannibalssyní fjármálaráðherra harðort bréf þar sem
ráðuneytið er átalið fyrir að senda frá sér tölur um heildarlaun ríkis-
starfsmanna sem byggðar eru á getgátum. Lýsir stjórnin jafnframt
furðu sinni á því hversu utanaðkomandi aðilar eiga greiðan aðgang að
upplýsingum um launakjör ríkisstarfsmanna á sama tíma og samtök
starfsmanna ríkisins hafa oft orðið að bíða lengi eftir sömu gögnum frá
ráðuneytinu. Segir stjórnin að launatölur ráðuneytisins hafi verið
settar fram í vafasömu áróðursstríði fjármálaráðuneytisins við félags-
menn í HÍK.
Tveir söngnemar fá námsstyrk
Söngvarasjóður Óperudeildar Félags íslenskra leikara úthlutaði í
gær þeim Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Sverri Guðjónssyni 70 þús. kr.
námsstyrk hvoru til framhaldsmenntunar í sönglist. Álls bárust 10
umsóknir um styrki. Ingibjörg stundar nú söngnám í Bandaríkjunum
og Sverrir er á förum til Bretlands í framhaldsnám.
Skólaskylda sex ára
Guðrún Agnarsdóttir hefur mælt fyrir frumvarpi um grunnskóla í
efri deild Alþingis, þar sem lagt er til að lögbundin verði fræðsluskylda
6 ára barna á næsta skólaári en skólaskylda 6 ára barna síðan lögbundin
á skólaárinu 1989-1990. Þá er í frumvarpinu lagt til að kennslutími
yngstu barnanna verði lengdur, fyrst í 22 stundir á viku og síðan í 25
stundir haustið 1989. Einnig er gert ráð fyrir að í yngstu bekkjunum
verði einungis 14 nemendur en í eldri bekkjum ekki fleiri en 18.
FRÉTTIR
Landakot
Starfsfólk uggandi
150-180 milljón króna halli á rekstri spítalans. Hugmyndir
uppi um að taka 50 sjúkrarúm úr notkun og hætta bráðavakt.
Pýðir uppsagnir 120-150 starfsmanna
Ef það gengur eftir sem maður
hefur heyrt og séð í fjölmiðl-
um að stjórn Landakotsspítala
hyggist taka 50 sjúkrarúm úr
notkun og hætta bráðavakt um
næstu mánaðamót, þýðir það að
120-150 manns verði sagt upp
störfum, sagði Níels Chr. Níelsen,
læknir og formaður starfsmann-
aráðs Landakotsspítala við Þjóð-
viljann.
Fjárhagsvandræði Landak-
otsspítala nema nú um 150-180
milljónum króna og er ástæðan
sú að framlög ríkisins til hans eru
í engu samræmi við starfsemina
sem þar fer fram. Þrátt fyrir það
hefur ekkert verið dregið úr
henni og er nú svo komið að
stjórn spítalans sér sig tilneydda
til að draga verulega úr starfse-
minni fáist ekki viðbótarfjár-
veiting frá ríkisjóði umfram fjár-
lög.
Að sögn Níelsar eru starfs-
menn þegar farnir að leita fyrir
sér með aðra vinnu vegna þessa
óvissuástands sem skapast hefur
á spítalanum og ríkir megn óá-
nægja meðal þeirra vegna þess
hvernig stjórn spítalans hefur
haldið á þessum málum gagnvart
þeim.
Aðspurður sagðist Níels ekki
vita á hvern hátt yrði staðið að
fyrirhuguðum samdrætti í starf-
semi spítalns, en benti á að innan
veggja hans væri m.a. starfrækt
augnsjúkdómadeild, sem væri sú
eina hér á landi, auk ýmissa ann-
arra deilda sem erfitt væri að sjá í
fljótu bragði hvernig hægt væri að
loka.
Á launaskrá Landakotsspítala
eru um 660 manns en stöðugildi
eru fyrir 500 störf. 70-80% af rek-
strarkostnaði spítalans er vegna
launakostnaðar.
f dag klukkan 11 verður vænt-
anlega fundur með starfsmönn-
unum og framkvæmdastjóra
spítalans, þar sem spilin verða
lögð á borðið í fyrsta sinn, og þá
fá starfsmennirnir trúlega að vita
hvort og hvernig skorið verður
niður í starfsmannahaldi og
rekstri að öðru leyti. -gfh
Forystumenn bæjarmála í Neskaupstað funda með ráðuneytismönnum og þinqmönnum kjördæmisins í
gær. Mynd: Sig.
Norðfirðingar
Ráðherrar mættu ekki
Lurða í ráðherrum samgöngu- ogfélagsmála ígœr kom í veg
fyrirfundþeirra með bæjarstjórn Neskaupstaðar. Asgeir
Magnússon: Misréttiþað sem landsbyggðin býr við
verður að leiðrétta
Okkur þykir auðvitað leiðinlegt
að félagsmála- og samgöngu-
ráðherra hafi verið of lasnir til að
hitta okkur að máli í gærmorgun,
en við eigum það þá inni hjá þeim
að þeir heimsæki okkur og ræði
málin á okkar heimavelli, sagði
Asgeir Magnússon, bæjarstjóri í
Neskaupstað, en fimm manna
sendinefnd bæjarstjórnarinnar
er nú stödd hér syðra til að sækja
valdið, í samræmi við yfirskrift
Ijölmenns fundar á Norðfirði um
síðustu helgi.
Ásgeir sagði að samgöngumál-
in væru þungamiðja allra um-
ræðna um byggðamál, og í gær
hittu Norðfirðingar meðal ann-
arra að máli fulltrúa samgöngu-
ráðuneytisins, vegamálastjóra og
þingmenn kjördæmisins. Að
sögn Ásgeirs eru jarðgöng til að
tengja saman þéttbýliskjarnana á
Austurlandi besti kosturinn þar
sem samgöngubætur eru annars
vegar, en sá næstbesti betri snjó-
ruðningur og uppbyggðir vegir.
„Það er sjálfsögð krafa í nútíma-
þjóðfélagi að rutt sé þegar ófært
er; það er tímaskekkja að Vega-
gerðin gefi út kort með snjóruðn-
ingsreglum," sagði Kristinn V.
Jóhannsson, forseti bæjarstjórn-
ar Neskaupstaðar, en bæjar-
stjórnin krefst breyttra snjóruðn-
ingsreglna, þannig að sömu regl-
ur gildi á Norðfjarðarvegi öllum.
Nú er rutt milli Egilsstaða og
Eskifjarðar alla virka daga, en
Oddsskarð aðeins tvisvar í viku.
Á þriðja hundrað manns úr
Enn sem komið er hafa um það
bil 1500 sæti af 2000 selst í
ferðirnar sem félögin höfðu pant-
að hjá Lion Air. Sala stendur enn
yfir hjá félögunum og fer nú hver
að verða síðastur að ná sér í miða
í orlofsferðirnar.
Hjá BSRB eru öll sæti uppseld
og langir biðlistar liggja fyrir. Hin
félögin hafa ekki selt eins mikið
þó það sé að sjálfsögðu mismun-
andi. VR hefur selt tæplega 400
miða af sínum 600 og Samband
öllum fjórðungnum sótti fund-
inn, og sögðu þeir Ásgeir og
Kristinn að óánægja og gremja
meðal landsbyggðarfólks vegna
þess misréttis sem það byggi við
væri orðin mjög almenn og færi
dagvaxandi.
íslenskra bankamanna hefur selt
um það bil 200 af sínum 240. Hjá
Sókn eru eftir 60 miðar og
eitthvað svipað hjá Framsókn.
Ekki fengust nákvæmar upplýs-
ingar hjá járniðnaðarmönnum,
bifélavirkjum, verslunarmanna-
félagi Hafnarfjarðar og vers-
lunarmannafélagi Árnessýslu en
samtals höfðu þessi félög 320
miða til ráðstöfunar. Þó er talið
að salan gangi þokkalega hjá
þeim.
-tt
Lion Air
Enn óseldir miðar
BSRB eina félagið sem seldi sína miða upp.
Hin eiga mismikið eftir af sínum kvóta
I
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1988