Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI
KLIPPT OG SKORIÐ
Er fjármála-
ráðherra flautaþyrill?
„Menn þurfa ekki aö óttast þaö aö þetta þjóðfélag fari á hvolf
vegna verðbólgu þó aö ríkisvaldið settist niður í alvöru og
reyndi að móta sér stefnu um það hvernig það ætlar að brúa
bilið milli hins opinbera geira og markaðskerfisins, og hvað það
vill á sig leggja, og hvað það vill greiða til þess að skólunum
haldist á hæfum kennurum."
„Þegar svo er komið að ríkisvaldið er svo nánasarlegur
atvinnurekandi að því helst ekki á góðu fólki og hefur ekki
skilning á nauðsyn þess að manna skólana með góðu fólki, þá
er ekki von á góðu.“
„Höfum við efni á að greiða góðum kennurum góð laun? Við
gætum eins orðað þessa spurningu á annan veg: Höfum við
efni á að greiða þeim ekki almennileg laun?“
„Það á að gera strangar kröfur til skóla en það á líka að borga
markaðslaun fyrir störf hæfra kennara. Við höfum ekki efni á
öðru.“
Þessartilvitnanireru ekki úrdreifibréfi kennarasamtakanna.
Þær eru úr þingræðu sem Jón Baldvin Hannibalsson flutti fyrir
næstum nákvæmlega þremur árum.
Útaf þessari ræðu er lagt í opnu bréfi í gær frá Bjarna
Ólafssyni kennara til Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem fyrir
þremur árum var þingmaður í stjórnarandstöðu en er nú fjár-
málaráðherra.
Sá Jón Baldvin, sem fyrir þremur árum sté í ræðustól alþing-
is til að styðja kjarabaráttu kennara, heldur nú sérstaka blaða-
mannafundi þarsem hann les úrskýrslum Indriða H. Þorsteins-
sonar yfirmanns launadeildar fjármálaráðuneytisins í þeim til-
gangi að halda aftur af kennurum og kveða þá í kútinn.
Þetta eru merkilegar breytingar á einum manni á ekki lengri
tíma, og geta hér átt við tvær skýringar, einsog Bjarni bendir á í
bréfi sínu.
Önnur er sú að Jón Baldvin Hannibalsson sé pólitískur
flautaþyrill og lýðskrumari sem utan stjórnar lofar því sem
hverjum þykir Ijúfast en gleymir síðan að standa við stóru orðin
í hægindunum bakvið ráðherraskrifborðið.
Hin er sú að á þessum þremur árum hafi kjör kennara batnað
svo stórkostlega að ræðan frá 1985 eigi ekki lengur við. Kenn-
arar í grunnskólum og framhaldsskólum fái svipuð laun og
þeim byðust annarsstaðar og geti einbeitt sér að traustu skóla-
starfi.
Fróðlegt verður að sjá svarbréf Jóns Baldvins Hannibals-
sonar.
Styður Þorsteinn
hryðjuverkamenn?
Stjórnarsamstarfið er svo máttlaust og aðilar þess svo
ósamstæðir að tveir af oddvitum þess eru komnir í hár saman
útaf átökunum í landinu helga og opinberri afstöðu til Jassírs
Arafats.
Utanríkisráðherra gaf þá yfirlýsingu í Rótarútvarpinu að
hann væri reiðubúinn til fundar við forystumenn Frelsissam-
taka Palestínu, sem væru ekki tíðindi nema vegna þess að
yfirlýsingin er ekki samhljóða opinberri stefnu í Washington.
Þorsteinn Pálsson ræðst með látum að utanríkisráðherra
sínum vegna þessara orða, og lætur um leið falla þau orð að
PLO séu samtök hryðjuverkamanna.
Þetta er athyglisvert vegna þess að Þorsteinn segist sam-
mála viljayfirlýsingu utanríkisráðherrans um alþjóðlega friðar-
ráðstefnu, þar sem PLO taki þátt. Slík þátttaka væri auðvitað
jafngildi viðurkenningar PLO sem útlagastjórnar Palestínu-
manna, og að mæla með slíkri þátttöku er í sjálfu sér stuðning-
ur.
Meðan menn gegna störfum forsætisráðherra verður að
gera þá kröfu að þeir gæti samræmis í yfirlýsingum sínum og
gái að afleiðingum orða sinna, sérstaklega um alþjóðamálefni.
Jafnvel þótt Þorsteinn sé pirraður yfir fylgisstöðu Sjálfstæð-
isflokksins og óvinsældum stjórnar sinnar.
-m
Erfiðleikar krata
Það er ugglaust ekkert
spaug að vera Alþýðu-
flokksmaðurum þessar
mundir. Hvað sem líður
þeirri óheillavænlegu þróun
íslenskra krata að hafa á
undanförnum áratugum
stöðugt færst hægt og bít-
andi til hægri, þá eru í mörg-
um þeirra enn til einhverjar
slitrur af þeim taugum sem
bundið hafa sósfaldemó-
krata vítt og breitt um heim-
inn við vinstri vænginn. Það
eru ekki allir Alþýðuflokks-
menn orðnir það forhertir
að þeim þyki sjálfsagt að
taka alltaf að sér hlutverk
hins forstokkaða íhalds-
manns í samskiptum við sós-
íaldemókrata annarra
landa. Satt að segja finnst
mörgum alþýðuflokks-
manninum formaðurinn oft
fara fram á ystu nöf í þeim
efnum.
Aðgerðir ríkisstjórnar-
innar - og þá ekki síður að-
gerðaleysið á sumum svið-
um - hefur farið fyrir brjóst-
ið á því fólki sem telur eðli-
legt að vandamál líðandi
stundar séu leyst í anda sam-
vinnu og samhjálpar en
hafnar öllum hugmyndum
um að hver b j argi sér og
andskotinn hirði þann aft-
asta. Sú undarlega árátta
kratahöfðingj anna að þurfa
alltaf að vera í sviðsljósinu
hefur undirstrikað að krata-
ráðherrarnir eiga sinn
drjúga þátt í óvinsælum ráð-
stöfunum á borð við álagn-
ingu matarskattsins en hann
er ein meginorsök þess að
framfærslukostnaður hefur
hækkað um allt að 12% frá
því í haust þótt laun hafi
staðiðístað.
Ógirnilegir
samstarfsmenn
Alþýðublaðið reynir eftir
mætti að sigla milli skers og
báru í því tvíátta gjörninga-
veðri sem dynur nú á kröt-
um. Einn daginn leggur það
kapp á boðun þess fagnaðar-
erindis að nýju skattarnir
hans Jóns Baldvins séu
nauðsynlegir til að koma hér
á velferðarkerfi og má þá
helst skilja að fjármálaráð-
herrann sé að plata íhalds-
og framsóknarráðherrana til
fylgis við sósíaldemókratí-
una. Hinn daginn reynir
blaðið að róa þá alþýðu-
flokksmenn sem farnir eru
að hrista hlekkina í langvar-
andi íhaldsherleiðingu og
jafnvel farnir að hafa í hót-
unum um að slíta sig lausa.
Og ugglaust er það rétt hjá
Alþýðublaðinu að kratar,
sem nú er ómótt, þurfa
kraftmeiri mixtúru en finna
má í þeirri kenningu fjár-
málaráðherra að 25% hækk-
un á matvælum sé horn-
steinn nýs velferðarríkis.
í gær birtist t.d. í Alþýðu-
blaðinu viðtal við formann
Sambands ungra jafnaðar-
manna og undir fyrirsögn-
inni „EKKIGIRNILEGT
AÐ VERA í SAMSTARFI
MEÐ FRAMSÓKN OG
ÍHALDI“.
Þegar rætt um fyrra dálæti
Erlings Kristenssonar ung-
krataformanns á íhalds-
mönnum, berhannafsér
spjótalögin og segir að það
hafi kannski frekar byggst
„á persónudýrkun heldur en
stefnu. Maðurleitupptil
BjarnaBen. Eftiraðhann
féll fráfór maður kannski
fyrst að hugsa um pólitík. “
„Það sem helst
hann varast
vann
Alþýðublaðamaðurinn
þorir að nefna snöru í
hengds manns húsi og spyr
hvort þarna sé á ferðinni
draumsýnin um viðreisn
„eins og sagt er um suma
krata.“
„Nei, hún erþað ekki í
dag, “ segir formaður ung-
kratanna, „þóþettafari
vissulega mikið eftir þeim
mönnutn sem starfa innan
flokkanna. Eins og íhaldið
hefur hagað sér á undan-
förnutn árum, þáfinnstmér
alls ekkigirnilegt að vera í
samstarfi með þeim né
Framsókn. “
Alþýðublaðamaðurinn er
grimmur og síðar í viðtalinu
spyr hann hvort ekki hljóti
eitthvað að vera að hjá Al-
þýðuflokknum.
„Mérfinnst reyndar að
merki þess sjáist ekki beint
innanflokksinssjálfs. Við
höfum verið lengi með Sjálf-
stæðisflokknum ístjórn, sem
þýðir að togast hefur á til
hægri á meðan slíkt samstarf
hefurstaðið. Ég held að það
hafi verið verstfyrirflokkinn
sem jafnaðarmannaflokk,
en við megum heldur ekki
gleyma að stærsti flokkur
landsins er hœgriflokkur og
reynst hefur erfitt að halda
honum utan stjórnar. Við
tnegum heldur ekki horfa
fram hjá þeirri einkennilegu
staðreynd að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur áttfylgi á
meðal verkafólks og í sam-
tökutn þeirra. Það má hins
vegardeila um hvortþetta
ágætafólksé á réttum stað í
pólitík. “
....varð þóað
koma yfir hann“
Hvað er nú hér á ferðinni?
Klassískur harmleikur? Þaö
er auðséð að formaður
ungkrata er óánægður með
núverandi stjórnarsamstarf.
En hvers vegna segir hann
þá ekki skýrt og greinilega
að hreinlegast sé að slíta
því?
Þar koma til hin dýpri rök
harmleiksins: hvað sem líð-
ur eigin vilja krata, þá verða
þeir að lúta forlögunum.
Enginn má sköpum renna
og nornir hafa spunnið ís-
lenskum krötum þau örlög-
símu að þeim ber að vera
sem oftast og lengst í stjórn-
arsamstarfi meðlhaldinu.
Hetjuskapur þeirra er fólg-
inn í því að gera sér grein
fyrir þessum ósköpum en
reyna samt að malda í móinn
eins og sjá má á umræddu
viðtali við formann ungk-
rata.
Þetta er í stíl við hið klass-
íska efni harmleiksins hvort
heldur það birtist okkur í
forngrískum leikritum eða
bestu íslendingasögunum.
Líkt og Gísli Súrsson barðist
til hinstu stundar gegn þeim
örlögum er hann vissi að
voru óumflýjanleg, þannig
munu íslenskir kratar annað
veifið æmta þótt þeir viti í
hjarta sér að forlögin hafa
ekki ætlað þeim að eiga
afturkvæmt úr hinu kæfandi
faðmlagi íhaldsins. ÓP
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis-
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir
(íþr.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður
Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason,
RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.),
SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson.
Skrifstofustjóri:Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ-
gústsdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotogsetning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 60 kr.
Helgarblöð: 70 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 700 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1988