Þjóðviljinn - 24.03.1988, Page 6
FLOAMARKAÐURINN
Saab 900
lil sölu. Mjög góður bíll. Uppl. í
símum 91 -72896 og 71858 e. kl. 18
í kvöld og næstu kvöld.
Lærið að anda djúpöndun
Get bætt við mig nokkrum nemend-
um í söngkennslu. Uppl. í síma
29105.
Húsnæði óskast
Þýskur námsmaður óskar eftir
húsnæði, t.d. herbergi í íbúð með
öðrum. Vinsamlega sendið tilboð á
auglýsingadeild Þjóðviljans merkt
„Námsmaður-húsnæði".
Útsaumaðir stafadúkar
Átt þú eða veist þú um einhvern,
sem á stafaútsaum frá fyrri tíð. Ef
svo er, viltu hringja í hana ísbjörgu í
síma 39659 og 32517.
Til sölu eru
eftirtalin húsgögn og munir:
Handlaug á fæti m/krönum, 13”
felgur, sófaborð, forn skíði á 200
kr., nýrri skíði m/bindingum og stöf-
um, skautar, rafmagnsritvél Silver
Reed, skrifborð, ónotuð bílaryk-
suga, innihurð úr tekki 80x200 sm,
tölvuprentari Epson LX80. Enn-
fremur gardínubrautir í ýmsum
lengdum sem fást fyrir það sem við-
komandi vill greiða. Allar nánari
upplýsingar er að fá í síma 30672.
Til sölu
lítil ískista og eldavél, hvorttveggja í
góðu lagi. Uppl. í síma 685173 e.kl.
17.
Óskast keypt
Óska eftir ódýrum ísskáp, ekki
stærri en 170x60 sm. Á sama stað
óskast páfagaukur í búri. Uppl. í
síma 21387.
Selfoss - Reykjavík
húsnæðisskipti
Óskum eftir góðri 4-5 herbergja
íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir
stórt og gott einbýlishús á fallegum
stað á Selfossi. Helst frá mánaða-
mótum maí-júní. Þeir sem hafa
áhuga vinsamlegast sendi inn upp-
lýsingar á augld. Þjóðviljans sem
allra fyrst merkt „Makaskipti Sel-
foss - Reykjavík".
Atvinna óskast
Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu.
Ýmislegt kemur til greina. Er vön
afgreiðslustörfum. Góð laun saka
ekki. Tilboð óskast send auglýs-
ingadeild Þjóðviljans merkt: „Dug-
leg 18“.
Handunnar
rússneskar tehettur
og mátrúskur (babúskur) í miklu úr-
vali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. í
síma 19239.
Bamagull
Dreymir þig um gamaldags leikföng
úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð-
uvagnaog leikfangabíla. Póstsend-
ingaþjónusta. Auður Oddgeirs-
dóttir, húsgagnasmiður, simi 99-
4424.
íbúð!
Hjón sem eru fullkomlega reglusöm
og eiga 2 börn vantar 3-4ra herb.
íbúð í vesturbænum strax. Þau geta
lagt fram 100.000 kr. fyrirfram ef
nauðsyn krefur. Vinsamlegast
hringið í síma 21799 eða 14793.
Barmmerki
Tökum að okkur að búa til barm-
merki með stuttum fyrirvara. Uppl. í
síma 621083 milli kl. 8 og 10 á
kvöldin.
Húsnæði
Óskum eftir að taka á leigu ódýrt
húsnæði nálægt miðbænum fyrir
skrifstofu. Þarf helst að snúa út að
götu. Má þarfnast lagfæringar.
Uppl. ísíma 621083 milli kl. 8og 10
á kvöldin.
Húsnæði vantar
undir reiðhjólaverkstæði, helst í
alfaraleið. Uppl. í síma 621309 á
kvöldin.
Til sölu
5 dekk á felgum fyrir Trabant,
svefnstóll og skrifborð. Uppl. í
síma 18648.
Gefins
Lítill ísskápur fæst gefins. Á sama
stað er til sölu skrifborð. Uppl. í
síma 33552.
Til sölu
dieselvél, Nissan 3 lítra, ekin 32000
km. Uppl. í síma 656782.
ísskápur óskast
Vantar lítinn ísskáp, ekki hærri en
85 cm. Sími 73544 e. kl. 17. - Gest-
ur.
Kojur óskast
Vill ekki einhver selja mér eða gefa
kojur. Með fyrirfram þakklæti. Ölöf,
sími 46170.
Til sölu
svefnstóll, skenkskápur og gólf-
teppi. Uppl. í síma 685285 e. kl. 18.
Reiðtygi
Óska eftir að kaupa notuð reiðtygi.
Mega þarfnast viðgerðar. Sími
18681.
Til sölu v/flutnings
4 körfustólar, körfuborð, hjónarúm
1,85x2,05 og 2 kommóður, hvít-
lakkað. Einnig vel útlítandi Ford
Escort ‘77 (númerslaus), góður í
varahluti. Uppl. í síma 673502 og á
kvöldin í 43367.
ísbúð
vantar shakehrærara. Símar 35010
og 42358.
Tii söiu
2 stk. Austin Mini 1100 árg. ‘78.
Seljast til niðurrifs eða uppgerðar.
Verð kr. 5000 fyrir báða. Uppl. í
síma 45196.
Páfagaukur
Vill ekki einhver taka að sér heimil-
islausan páfagauk sem fannst úti
um daginn. Ungur fugl og ákaflega
gæfur. Uppl. í síma 53972.
Takið eftir
Ódýr fatnaður til sölu, t.d. tvær nýjar
vetrarkápur, ullardragt og leður-
kápa lítið notuð og ýmiskonar kven-
fatnaður, lítið notaður. Gerið góð
kaup. Uppl. í síma 688034.
„Hægt og hljótt“
er uppáhaldslag Heimis Freys 4ra
ára. Vill ekki einhver selja mömmu
hans eintak af litlu plötunni? Sími
992361 e. kl. 17.
Til sölu
lítið fiskabúr með öllu nema fiskum.
Uppl. í síma 641613 e. kl. 19.
ísskápur og borð
Til sölu Philips ísskápur hæð 85
cm, dýpt 46 cm, er sem nýr. Selst
ódýrt. Einnig hvítt IKEA borð með 2
fetliplötum, lengd alls 130cm. Uppl.
í síma 641613.
Húseigendur -
íbúðareigendur
Er ekki einhver sem vill leigja mat-
reiðslumanni sem starfar á sjó litla
íbúð. Reglusemi heitið, er frekar
lítið heima. Vinsamlegast hafið
samband í síma 99-4260.
Ódýrt - ódýrt
Það er raunverulega ódýrt að
versla hjá okkur. Mikið úrval af alls
konar vörum. Flóamarkaður Sam-
bands dýraverndunarfélaga ís-
lands, Hafnarstræti 17, kjallara.
Opið: mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga kl. 14-18.
Nú er tiltektartíminn
í skápum, geymslum, kjöllurum og
háaloftum. Við þiggjum með
þökkum það sem þið hafið ekki not
fyrir lengur. Sækjum ef óskað er.
Uppl. í síma 22916, 82640 og
673265. Flóamarkaður Sambands
dýraverndunarfélaga íslands,
Hafnarstræðti 17, kjallara. Opið:
mánudaga, þriðjudaga og miðviku-
daga kl. 14-18.
Sumarbústaður óskast
til kaups. Uppl. í síma 42485.
Húsnæði óskast
Óskum eftir að leigja 4-5 herbergja
íbúð í Kópavogi. Fyrirframgreiðsla.
Traustur leigjandi. Uppl. í síma
652182 e. kl. 19.
Húsnæði óskast
Óska eftir að taka á leigu íbúð í
Reykjavík frá 1. júní. Uppl. í síma
623605. Anna Hildur og Gísli Þór.
Trjáklippingar
Tek að mér snyrtingu á trjám og
runnum, nú er rétti tíminn. Gunnar
Hannesson garðyrkjufræðingur.
Uppl. í síma 39706 á kvöldin.
Auglýsið í Þjóðviljanum
„Flóttamaður ‘86“
Námsstyrkir og býflugnabú
Margvísleg not í Súdanfyrir miljónirnar sex sem safnað var til
flóttamanna í hittifyrra
Úr flóttamannabúðum í Súdan. Þar skiptir hver íslensk króna miklu
máli.
Þær sex miljónir sem Rauði
krossinn safnaði til flóttamanna-
hjálpar fyrir jólin 1986 runnu til
ýmislegs hjálparstarfs í Súdan, til
menntunar og heilsugæslu af
ýmsu tagi og til að efla ýmsan
landbúnað, þar á meðal
býflugnarækt.
Rauði krossinn hefur sent frá
sér greinargerð um hvernig
söfnunarfénu var varið og segir
þar að íslenska framlagið hafi
runnið til umfangsmikillar að-
stoðar við flóttamenn í Súdan
samkvæmt áætlun sem meðal
annars fól í sér þessa þætti:
Heilbrigði/heilsugæsla sem
miðar að því að auka heilbrigði
meðal kvenna í hópi flóttafólks
frá Eþíópíu með því að veita
fullnægjandi hjúkrunar- og
læknishjálp og standa að fyrir-
byggjandi aðgerðum innan al-
mennrar heilsugæslu svo og með
nauðsynlegum uppbótum á nær-
ingarrýru fæði í flóttamannabúð-
um í Austur-Súdan.
Áhersla hefur verið lögð á
fyrirbyggjandi heilsugæslu sem
krefst mikillar þátttöku af hálfu
kvenna í hópi flóttafólks. Hún
hefur orðið árangursrík að því
leyti að smitsjúkdómar hafa ekki
komið upp í neinum flótta-
mannabúðanna. Slíkir sjúkdóm-
ar leggjast yfirleitt á börn. Sömu-
leiðis hefur fjölgað þeim sem
njóta matargjafa í hópi þeirra
sem eru í mestri hættu, þ.e.
barnshafandi kvenna og þeirra
sem eru með börn á brjósti,
barna og gamalmenna. Allar
svæðisskrifstofurnar hafa til-
kynnt að þær hafi nógar birgðir
nauðsynlegra lyfja. Dánartíðni er
þó enn veruleg á sumum svæðum
vegna árstíðabundinna rigninga
sem hafa í för með sér aukna tíðni
sjúkdóma sem berast með vatni,
s.s. lungnaberkjusjúkdóma og
malaríu.
Býflugnarækt í smáum stíl.
Markmiðið er að kenna 30 þús-
und eþíópískum flóttamannafjöl-
skyldum að stunda arðbæra bý-
flugnarækt og sölu á hunangi.
Fjölskyldur þessar eru í flóttam-
annabúðum í Es-Suki og Hawata
í Súdan.
Þjálfun í býflugnarækt var veitt
í Hawata. Nú eru býflugnabúin
orðin 32 í Es Suki og 28 í Hawata.
Talsverðar tekjur eru nú þegar af
sölu á hunangi sem selt er í gegn-
um samvinnusamtök sem kennd
eru við Es Suki flóttamannabúð-
irnar.
Menntun Annars vegar er
greitt fyrir menntun eþíópískra
flóttamanna í menntaskólum og
öðrum framhaldsskólum í Súdan,
s.s. tækni- og verkmennta-
skólum, verslunar- og búnaðar-
skólum með því að leggja til hús-
búnað og sjá um viðgerðir á hús-
næði. Hins vegar er u.þ.b. 120
nemendum úr hópi flóttamanna
veittur námsstyrkur til náms í
Tækni- og verkmenntaskólanum
í Port Sudan.
Unnið var að smíði, viðhaldi
og viðgerðum á húsgögnum,
tækjum og húsnæði á 22 stöðum.
Um 80% af skólabyggingasmíði
er nú lokið þrátt fyrir vandkvæði
við útvegun efnis. Að því er tæki
og húsgögn varðar er lokið smíði
um 60% þess sem ráðgert var og
það sem á vantar er í vinnslu á
verkstæðum sem rekin eru af
flóttamannastofnun SÞ.
Níu námsmenn úr hópi flótta-
manna hlutu styrki til náms við
Tækniskóla Dar-es-Salaam í Port
Sudan. 200 nemendur héldu
áfram námi í Comboni-skólanum
á framhaldsskólastigi, til verslun-
arprófs o.fl. og 60 námsmenn
stunduðu nám í ýmsum öðrum
skólum þar sem þeir hlutu ver-
kmennta og tæknifræðslu.
Heimilismatjurtagarðar.
Markmiðið er að tryggja að 250
fjölskyldur, sem konur eru í for-
svari fyrir, geti aflað aukatekna
með grænmetisræktun og jafn-
framt bætt fæði fjölskyldunnar
með því að leggja henni til hollt
og næringarríkt grænmeti til
neyslu.
Framleiðsluhópar kvenna sáu
um framkvæmdirnar í flótta-
mannabúðunum. Það er nú orðið
ljóst að auka má framleiðslu
heimaræktunar innan hennar
væri einnig gert ráð fyrir áætlun
um vatnsveitu eða geymslu á
vatni fyrir þurrkatímabilið. Til
þess þarf leyfi stjórnvalda til
vatnsnýtingar og hefur þegar ver-
ið lögð fram beiðni um það. Til
að leysa þetta vandamál hefur
skrifstofa Flóttamannaaðstoðar
SÞ farið fram á það við staðaryfir-
völd að þau láti af hendi land-
svæði sem þegar hafa verið lögð
undir vatnsveituframkvæmda-
ýætlanir með því skilyrði að
ínnfæddir Súdanbúar þarna njóti
einnig þess árangurs sem næst.
Kúabúskapur. Áformað er að
tryggja það að a.m.k. 1725 fjöl-
skyldur séu sjálfum sér nógar um
fæðuöflun og hafi auk þess tekjur
af kúabúskap, alifugla- og græn-
metisrækt.
Flóttamennirnir hafa hlotið
þjálfun í kvikfjárrækt þannig að
þeir gætu framleitt nóg til dag-
legra þarfa af mjólk, kjöti og
eggjum.
Samanlagður kostnaður vegna
þessara verkefna fyrstu 9 mánuði
sl. árs nam sem svarar 29 milj.
ísl.kr.
Allir eiga að vera í beltum,
hvar sem þeir sitja
í bílnum!
ÚUMF
RÁÐ
Frá Tónlistarskóla
Kópavogs
Vortónleikar verða haldnir föstudaginn 25. mars
kl. 18 og laugardaginn 26. mars kl. 14 í sal
skólans, Hamraborg 11,3. hæð.
Skólastjóri
Hver er
félagsmálaráðherra?
Konan á bak við ráðherrann.
Húsmóðir eða hetja.
Hvers vegna er hún svona vinsæll?
Þessu og fleiru verður svarað í Þyrnirós, þætti
SUJ, sem er á dagskrá á Útvarpi Rót FM 106.8
í kvöld fimmtudaginn 24.3. kl. 21.30.
P.S. Athugið breyttan útsendingartíma.
Maggi, Berti og Ingi
Lögmenn
Aðalfundur Lögmannafélags íslands 1988 verð-
ur haldinn í Hvammi að Holiday Inn á morgun,
föstudaginn 25. mars og hefst kl. 13.30.
Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi aðal-
fundardags í Átthagasal Hótels Sögu og hefst kl.
19.00.
Stjórnin
6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN