Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 7
Samningarnir Lokakaflinn í aðsigi Vilborg Þorsteinsdóttir: Þýðir ekkertfyrir okkur að koma heim með samninga sem gefa lítið. Björn Grétar Sveinsson: Mjakast hœgt. Törnin fræga hlýtur að vera í nánd. Snótarkonum legið á hálsifyrir að standa á sínu. Rífandi gangur sagður í viðrœðum meðan stóru málin liggja milli hluta Samninganefndamenn, sem fundað hafa á Akureyri frá því á mánudag, búa sig undir að lokak- afli samningaviðræðnanna hefj- ist. Að sögn nokkurra þeirra sem Þjóðviljinn ræddi við í gærkvöld, eru menn nyrðra almennt á þeirri skoðun að til tíðinda muni draga í viðræðunum fyrr en seinna, eftir skriðlitlar viðræður til þessa. Sú óskhyggja sem fjölmiðlar hafa bergmálað að undanförnu, að rí- fandi gangur væri á viðræðum, virðist ekki eiga allskostar við rök að styðjast, enda eru viðræður ekki enn hafnar um launaliði nýrra samninga og mikil fyrir- staða er enn fyrir samkomulagi um starfsaldurshækkanir. Björn Grétar Sveinsson, for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn, sagði að tími væri til kominn að hin fræga vökutörn hæfist. - Ég á fastlega von á því að menn láti sverfa til stálsins ekki síðar en á föstudag, sagði Björn. Vilborg Porsteinsdóttir, for- maður verkakvennafélagsins Snótar tók í sama streng. - Morg- undagurinn hlýtur að skera úr um það hvort þetta gengur yfir höfuð upp að þessu sinni, sagði Vilborg. Samningaviðræður gengu seinna fyrir sig í gær heldur en bjartsýni samningamanna og fjölmiðla gaf tilefni til. f allan gærdag fór mestur tíminn í að ræða og ganga frá ýmsum stað- bundnum málum og sérsamning- um. Guðlaugur Þorvaldsson rfkis- sáttasemjari sagði í samtali við Þjóðviljann síðdegis í gær, að framhald viðræðnanna réðist af fundi sérstaks starfshóps sem þingaði í gærkvöldi um sérmá- lefni sem ágreiningur er enn um og lúta einkum að fiskverkafólki, s.s. starfsaldurshækkunum, des- emberuppbót, vinnutíma og fata- peningum. Björn Grétar Sveinsson sagðist fastlega búast við því að fyrirstað- an af hálfu atvinnurekenda Iðnverkafólk/ verslunarmenn Atkvæði greidd um samninga VRoglðjaí Reykjavíkfunda í dag. IðjaáAkureyriá laugardag Kjarasamningar Lands- sambanda iðnverkafólks og vers- lunarmanna verða bornir undir atkvæði í Iðju, félagi verksmiðju- ólks í Reykjavík og Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur í dag. Félagsfundur Iðju er haldinn í Sóknarsalnum og hefst klukkan 17, en Verslunarmannafélagið heldur sinn fund í Glæsibæ og hefst fundur klukkan 20.30. Nýgerðir kjarasamningar iðn- verkafólks verða teknir fyrir á fé- lagsfundi Iðju á Akureyri á laug- ardag. Fundað verður á hótel KEA og er fundur auglýstur klukkan 14. reyndist það mikil að samkomu- lag næðist ekki í gærkvöldi og nótt um desemberuppbót og starfsaldurshækkanir. Er blaðið fór í prentun í gær- kvöldi voru þessa fundar ekki kunnar. - Við stefnum ekki að nætur- fundi fyrr en við getum einbeitt okkur að stóru málunum - launaliðum nýrra samninga, sagði Guðlaugur Þorvaldsson. Nokkur tímapressa er á samn- ingamönnum um að komast sem næst samkomulagi fyrir helgina, því sýnt er að samninganefnda- menn lenda á hrakhólum með næturstað. Samninganefnda- menn, aðrir en heimamenn og nærsveitungar, verða nefnilega að ganga úr rúmi fyrir skíðafólki og helgarreisufarþegum, sem eiga frátekið allt gistirými í gisti- húsum Akureyrar um helgina. - Þetta er hægt að leysa með því að láta menn hefja vökurnar. Það er kominn tími til, sagði við- mælandi blaðsins í Alþýðuhús- inu, þar sem sáttafundir fara fram. - Eigi að takast að ljúka samn- ingum fyrir helgi er ljóst að það gerist ekki öðruvísi en með því að Alþýðuhúsið á Akureyri. Átakavettvangurinn verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda. samningaviðræðum og það kæmi mér verulega á óvart ef hugarfar atvinnurekenda breyttist til hins betra á einni nóttu, sagði einn samninga- nefndamanna á Akureyri í gær- kvöldi. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er nokkur ágreiningur uppi um það meðal samninganefnda L KJORIN Umsjón: Ragnar Karlsson félögin gefi verulega eftir í kaup- kröfum og varðandi starfsaldurs- hækkanir og desemberuppbót, eða þá að atvinnurekendur söðli um á síðustu stundu. En ég er ekki farinn að sjá nein merki þess verkalýðsfélaganna hve Iangt skuli gengið í kröfum um starfs- aldurshækkanir. Snótarkonum hefur verið legið nokkuð á hálsi af sumum samninganefnda- mönnum annarra félaga, fyrir stífni og hve fast þær standa á sínum kröfum. - Þetta á sér sína skýringu, sagði Vilborg Þorsteinsdóttir - við göngum hvað lengst í kröf- um og viljum ógjarnan slá mikið af. Það þýðir ekkert fyrir okkur að koma heim með samninga sem gefa lítið í þessu efni sem og sjálf- un launaliðunum. Samninganefndir félaganna hafa ekki enn samræmt launa- kröfur sínar og töldu sumir við- mælenda blaðsins að það gæti reynst þrautinni þyngra. - Menn þora hreinlega ekki að ræða þessa hluti fyrr en búið verður að leysa starfsald- ursmálin. Það ber það mikið í milli, sagði einn samninga- manna. -rk Bókagerðarmenn Þungt fyrir fæti Magnús Sigurðsson, Félagi bókagerðarmanna: Hvorki eitt né neitt orðið klárt. Yfirvinnubann bókagerðarmanna boðaðfrá og með laugardegi Þungt er fyrir fæti í samninga- viðræðum bókagerðarmanna við atvinnurekendur. Að sögn Magn- úsar Sigurðssonar, formanns Fé- lags bókagerðarmanna, hefur Iftið miðað í samkomulagsátt í samningaviðræðunum, en síðast ræddust deiluaðilar við á mánu- dag. Bókagerðarmenn hafa boð- að yfirvinnubann frá og með miðnætti næsta laugardags, hafi samningar ekki tekist áður. - Ef ekkert gerist fyrir helgi, verður deilunni væntanlega vísað til ríkissáttasemjara. Nú þegar er hvorki eitt né neitt orðið klárt í þessum viðræðum. Það er allt enn á umræðustiginu, sagði Magnús. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hljóp deilan meðal annars í hnút á mánudag vegna orlofs- mála, en bókagerðarmenn fara fram á vetrarorlof, með hliðstæð- um hætti og blaðamenn hafa sam- ið um; atvinnurekendur hafa boðið vetrarfrí eftir 10 ára starf. Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur, en að sögn Magnúsar Sigurðssonar, er reiknað með að menn setjist að samningaborði áður en yfir- vinnubann bókagerðarmanna hefst - þótt ekki sé til annars en að góna hver á annan, sagði Magnús. _rk Ráðstefna Stjómunar- og eignaþátttaka launþega Ráðstefna um lýðræðisleg eignaform fyrirtœkja. Derek C. Jones, hagfræðiprófessor: Framleiðni meiri í samvinnufyrirtœkjum launþega. Launamismunur mestur þrefaldur Isem stystu máli þá er það borð- liggjandi að launamunur er miklu minni innan samvinnufyr- irtækja launþega, heldur en gengur og gerist á almcnnum vinnumarkaði. Launamunurinn er mestur þrefaldur þar sem slíkt rekstrarfyrirkomulag er við lýði. Þar við bætist að framleiðni slíkra fyrirtækja er síst lakari en annarra fyrirtækja, sagði banda- ríski hagfræðiprófessorinn Derek C. Jones, en hann flytur fyrirlest- ur á ráðstefnu um lýðræðisleg eignaform fyrirtækja, sem fram fer á Hótel Sögu í kvöld og hefst klukkan 20.00. Prófessorinn hefur víða komið við í rannsóknum st'num á sam- vinnufyrirtækjum launþega. Eftir hann liggur fjöldi greina um efnið og hann er í ritstjórn tíma- ritsins, „Advances in the Econ- omic Analysis of participatory and Labor Managed Firms“, sem gefið er út í Bandaríkjunum. Á eftir erindinu og fyrirspurn- um tekur Derek þátt í pallborðs- umræðum um gildi þessara hug- mynda fyrir íslenskt samfélag, með þeim Guðjóni B. Ólafssyni forstjóra Sambandsins, Kristínu Ástgeirsdóttur kennara, Kjartani Jóhannssyni alþingismanni, Derek C. Jones, prófessor í hagfræði, hefur lengi stundað rannsóknir á lýðræðislegu eignaformi fyrirtækja. Hann flytur fyrirlestur um rannsóknir sínar á ráðstefnu sem haldin verður á Hótel Sögu í kvöld. Tryggva Sigurbjarnarsyni verk- fræðingi og Þresti Ólafssyni starfsmanni Dagsbrúnar. Til ráðstefnunnar er boðað af nokkrum samtökum félags- hyggjufólks-Málfundafélagi fél- agshyggjufólks, Málfundafélagi um samvinnumál, MFA, SÍS og Kron. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er 400 krónur. -rk Flmmtudagur 24. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.