Þjóðviljinn - 24.03.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Side 8
/ MANNLÍF Magnfríður Júlíusdóttir Hugað að bætiefnum unnar og óheppilegar matreiðsluaö- ferðir rýri það enn frekar. Þekking á þörfum líkamans fyrir þessi efni og vitneskja um hvar þau er að fá er mikilvæg heilsuvernd. Ný- lega gaf Apótekarafélag íslands út bækling með ýmsum fróðleik um bætiefni, og þó hann veiti ekki tæm- andi upplýsingar er hann góð leiðbeining um hollt mataræði. Marg- ar greinar hafa einnig verið skrifaðar um fæðubótarefni í tímarit, sem fjalla um heilsuvernd og til eru bækur um bætiefni fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á efninu. Hér verður tæpt á þessu efni og mismunandi sjónarmið fengin fram. Hver og einn verður síðan að meta hvort hann telji þörf á að raða í sig fæðubótarefnum, sleppa þeim alveg eða fara einhvern milliveg. Vítamín og steinefni eru nauðsyn- leg til að viðhalda eðlilegri líkams- starfsemi. Þau eigum við að fá úr fæðinu, en einnig er hægt að verða sér úti um aukaskammta með því að taka pillur og hylki er innihalda þessi efni. Menn eru ekki á eitt sáttir um hversu mikil þörf er á því að taka aukalega inn bætiefni. Sumir halda því fram að fólk sé of ginnkeypt fyrir auglýsingum um alls konar fæðubót- arefni, sem tryggja eiga góða heilsu og aukinn lífsþrótt. Aðrir segja að mataræði á okkar tímum fullnægi ekki bætiefnaþörfinni og veiki það mótstöðuafl gegn mörgum sjúkdóm- um. Sagt er að í meðhöndlun mat- vælaiðnaðarins á hráefni skerðist oft náttúrulegt bætiefnainnihald fæð- Á meðan vesturlandabúar raða í sig í hitaeiningunum og fara þess á milli í megrun, háir næringarskortur stórum hluta mannkyns. ■rmxí. Best að borða hollan og fjölbreyttan mat Takaþarftillittilmargraþátta efdaglegt fœði á að uppfylla nœringarþörf Konum ert.d. hœttvið járnskortiog D- vítamín getur þurft að fá aukalega Brynhildur Briem er bæði nær- ingar- og lyfjafræðingur að mennt. Hún hefur gert nokkuð að þvi að kenna næringarfræði og segist oft rekast á að fólk hafi litla þekkingu á þeim fræðum. Margir virðist ekki vita hvaða fæðuteg- undir séu ríkar af ákveðnum víta- mínum og steinefnum og hvernig setja þurfi saman fæði til að öll nauðsynleg efni fáist úr því. í hvaða tilfellum þarf fólk helst að taka vítamín og steinefni? - Með fjölbreyttu fæði er hægt að fylla upp í allar þarfir iíkamans fyrir vítamín og steinefni, nema D vítamín. Hér á íslandi getur það skort, því það myndast þegar sólin skín á húðina. Ef fólk er í einhverju því ástandi að næring- arþörf þess er aukin getur þurft að taka aukalega vítamín og steinefni. Pað á við um ófrískar konur ef þær borða ekki enn nær- ingarríkari mat en þær hafa áður gert. Sama á við um fullorðið fólk sem borðar kannski lítið eða ein- hæft fæði. Gamalt fólk býr oft eitt og hefur kannski ekki nógu góðar tennur til að borða grænmeti. Unglingar og börn sem eru í mjög örum vexti þarfnast bætiefna ef þau borða ekki góðan mat. Það er svo oft með unglinga að þeir borða mjög einhæfan mat og oft er erfitt að fá krakkana til að borða allan venjulegan mat. Þetta gildir bara um venjulegt heilbrigt fólk, sem getur borðað mat. Allt annað gildir um sjúkl- inga. Það kemur af sjálfu sér að fólk getur ekki fengið vítamín úr matnum ef það getur ekki borðað hann. Þá er yfirleitt nóg að taka eina töflu á dag, sem inniheldur blöndu af vítamínum og steinefn- um. Það er ráðlagður dag- skammtur af þessum töflum. Bordum of mikið af fifu og sykri Hvernig ætti daglegí fæði að líta út? - Frumskilyrði er að fæðið sé fjölbreytt. Við þurfum að fá prót- ein, sem eru í kjöti, fiski og eg- gjum, eitthvað af þessu á hverj- um degi. Kalk úr mjólkurvörum og kolvetni, sem við fáum úr brauði. Svo þarf vítamín og stei- nefni sem fæst aðallega úr græn- meti og ávöxtum. - íslendingar borða allt of mikið af fitu. Fæðið ætti að líta þannig út að við borðuðum mag- urt kjöt, magrar mjólkurvörur, fisk, mikið af grænmeti og ávöxt- um og gróft korn. Brynhildur sagði að allt í lagi væri að sleppa nýmjólkinni, því sama kalkmagn fengist úr öðrum afurðum eins og undanrennu, mysu og súrmjólk. Og ein væri sú vara sem við gæt- um alveg verið án og það væri sykur. Hann innihéldi engin víta- mín og ætti það jafnt við um hvít- an sykur og púðursykur. - Við þurfum ekki endilega að kaupa dýra ávexti og grænmei. Það er alveg jafn mikið af C víta- míni í appelsínum og eplum, og í dýrum tegundum eins og kiwi. Grænmeti eigum við að velja eftir árstímum. Það er t.d. mikið af C vítamíni í rófum, sem eru ekki dýrar núna og einnig í kartöflum. Það er nú það sem hefur haldið lífinu í íslendingum gegnum árin, C vítamínið í kartöflunum. Brynhildur talaði um mikil- vægi þess að fara vel með öll mat- væli, því vítamínin eyðilegðust svo oft við suðu. Bæið ætti að nota lítið vatn og stuttan suðu- tíma. Einnig væri skynsamlegt að nota vatnið sem vítamínin skolast út í, t.d. til sósugerðar. Konum hætt við járnskorti Manneldisráð lét framkvæma neyslukönnun 1979-80 og er nú orðið tímabært að gera nýja að sögn Brynhildar. - Þá kom í ljós að nokkuð vantaði nokkur vítam- ín og steinefni. Fyrst var litið á matinn og séð hvað vantaði og svo tekið með vítamíntöflur sem fólk tók og þá fækkaði því sem skorti. Allt eru þetta meðaltal- stölur og getur verið að mikið sé af fólki sem er langt undir þörf, því ekki var flokkað sérstaklega hvort þeir sem borðuðu lélegt fæði tóku bætiefnin. - Eftir stóð að það vantaði B 6 vítamín og fólasýn sem er eitt af B vítamínunum. Hjá sumum hóp- um vantaði C vítamín og járn, þó að búið væri að taka með fjölvíta- míntöflur. C vítamín og járn van- taði konur á aldrinum 15-50 ára og járn vantaði einnig stúlkur á á aldrinum 11-15 ára. Konur þurfa meira járn en karlar, því þær mis- sa mánaðarlega hluta af því og eins er þörf á því í vexti. - Hvað eiga þær helst að borða til að vinna þetta upp? - Kjöt, innmat og gróft korn, úr því fáum við helst járn. Svo er það þannig með járn að það ný- tist misvel eftir því hvað við borð- um samtímis. Ef við borðum jafnframt eitthvað sem inniheld- ur C vítamín, þá nýtum við járnið betur. Nú er mikið af járni í lifr- arkæfu og með því að setja t.d. papriku eða agúrku, ofan á lifra- kæfuna, nýtist járnið betur. Það verður semsagt að gerast í sömu máltíð. Er það svo með mörg af þessum efnum að þau nýtast betur ef þau eru tekin saman? - Fyrir járnið er það C vítamín sem skiptir mestu máli og fyrir kalk er nauðsynlegt að fá nóg af D vítamíni. Kalk nýtist ekki nema það sé nóg af D vítamíni til staðar. Það er A og D vítamín í lýsi og nóg að taka 1 teskeið á dag eða 5 ml til að fullnægja þörfinni. - Vítamínum er skipt í vatns- leysanleg og fituleysanleg. Ef við borðum umframmagn af vatns- leysalegum vítamínum skiljast þau út úr líkamanum, en fitu- leysanleg safnast þar fyrir og geta valdið eituráhrifum. Fituleysan- 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.