Þjóðviljinn - 24.03.1988, Side 9
Fróðleiksmolar um
vítamín og steinefni
Þóað þekking á starfsemi mannslíkamans sé sífellt að aukast er enn
margt á huldu um hlutverk einstakra vítamína og steinefna. Eittervíst
að þessi efni eru lífsnauðsyn og skortur getur fljótt sett mark sittá
heilsufar fólks
Vítamín
Vítamín eru hópur lífrænna
efnasambanda. Með örfáum
undantekningum myndast þau
ekki í líkömum manna og verður
því að fá þau úr fæði eða bætiefn-
um. Flest vítamín taka þátt í
myndun hvata, sem nauðsynlegir
eru fyrir efnaskipti líkamans. Til
að geta breytt efnum fæðunnar í
orku og næringu, sem nýtist lík-
amanum, þurfa efnaskiptin að
vera í lagi.
Vítamínum er skipt i tvo
flokka. Annars vegar fituleysan-
leg og til þeirra teljast A-,D-,E-
og K-vítamín. Ef þeirra er neytt í
stórum skömmtum safnast um-
frammagn fyrir í vefjunt líkam-
ans, ekki síst í lifrinni og geta
valdið eituráhrifum. Mest fæst af
A-vítamíni úr lýsi og lifur en
einnig getur líkaminn breytt kar-
ótíni, sem er m.a. í gulrótum, í
A-vítamín. D-vítamín er í fáum
fæðutegundum, en með því að
taka lýsi getum við tryggt okkur
nægan skammt af því.
B- og C-vítamín eru vatns-
leysanleg og skolast umfram-
magn þeirra út með þvagi nokkr-
um klukkutímum eftir neyslu.
Því þarf að fá þau úr daglegri
fæðu. Til B-vítamína teljast
margir undirflokkar og fást sum
þeirra eingöngu úr dýraríkis-
fæðu, t.d. B-12 sem er nauðsyn-
legt fyrir myndun rauðra blóð-
korna og starfsemi taugakerfis-
ins. Við niðurbrot áfengis í lík-
amanum eyðist B-1 og er
drykkjumönnum hætt viðskorti á
því vítamíni. í neyslukönnun
manneldisráðs kom í ljós að
marga skorti B-6 vítamín þó það
eigi að fást úr flestum fæðuteg-
undum. Getnaðarvarnarpillan
virðist hafa neikvæð áhrif á nýt-
ingu B-6, og því gæti verið
æskilegt fyrir konur sem nota
hana að taka aukaskammt af því.
C-vítamín fæst helst úr garðá-
vöxtum og járn nýtist líkamanum
betur ef C-vítamíns er neytt sam-
tímis. Það getur borgað sig að
borða ávexti og hrátt grænmeti,
því C-vítamínið er mjög við-
kvæmt fyrir suðu. Settar hafa ver-
ið fram kenningar um að stórir
skammtar af C-vítamíni efli mót-
stöðu gegn kvefi.
Vítamín geta ekki komið í
staðinn fyrir mat og best nýtast
þau ef þau eru tekin með mat eða
skömmu eftir máltíð.
Steinefni
Steinefni eru ólífræn efnasam-
bönd, sem líkaminn getur ekki
myndað sjálfur. Vitað er um 18
steinefni sem við getum ekki ver-
ið án og sum þarf líkaminn í tölu-
verðu magni, t.d. kalk, fosfór,
magnesíum, kalíum og natrium.
Af öðrum þarf aðeins örlítið dag-
lega og eru þau oft nefnd snefil-
efni.
Hlutverk steinefna er fjöl-
breytt. Kalk, magnesíum og fos-
fór eru aðalefnin í beinum og
tönnum. Járn er nauðsynlegt til
flutnings súrefnis til fruma líkam-
ans og flest snefilefnanna taka
þátt í myndun lífsnauðsynlegra
hvata, líkt og vítamínin. Til að
vítamínin gegni hlutverki sínu,
þarf hjálp frá steinefnum.
Vítamín eru viðkvæm í með-
förum og þarf að hafa það í huga
við geymslu og matreiðsu mat-
væla. Einnig geta ýmis lyf hindr-
að eðlilega nýtingu á vítamínum
og steinefnum og ætti fólk á lyfj-
um að fá upplýsingar um hvort
þörf sé á að taka ákveðin bætiefni
með þeim. Asperín flýtir t.d.
fyrir losun C-vítamíns úr líkam-
anum og reykingar eyða líka því
vítamíni.
Brynhildur Briem næringarfræðingur hvetur (slendinga til að draga úr fitu- og sykuráti.
leg eru A D E og K og ekki er
ráðlegt að taka meira af þeim á
dag en við þurfum.
Hvað gerist ef of mikið safnast
fyrir af þessum efnum?
- Þá geta komið fram eitur-
einkenni. Reyndar þarf talsvert
mikið til að þau komi fram. Ef of
mikið er tekið af D vítamíni þá
verða beinin lin og það getur sest
kalk í vefi líkamans og eftir lang-
tímanotkun og stóra skammta
getur það leitt til dauða. Sama
gildir um A vítamínið, það þarf
reyndar ennþá meira af því til að
fá eiturskammta. Því fylgir ósk-
aplegur slappleiki og óþægindi og
það hefur sjálfsagt enginn dáið úr
A vítamíneitrun á íslandi og
margir hafa tekið matskeið af lýsi
gegnum tíðina án þessa að verða
meint af.
Grænmetisætur
getur skort
B-12 og kalk
Fæst nóg að efnum með því að
borða eingöngu grænmetisfæði?
- Já, það er vel hægt að setja
grænmetisfæði þannig saman að
það sé alveg fullkomin fæða, en
maður þarf að vanda sig þegar
skipt er allt í einu úr venjulegu
fæði yfir í grænmetisfæði. Ef fólk
er fullkomnar grænmetisætur,
þ.e. borðar engar dýravörur, er
erfitt að uppfylla þörf fyrir B 12
vítamín. Grænmetisætur sem
neyta mjólkur, líka fá nóg af því.
Einnig vantar kalk í fæðið ef
grænmetisætur nota ekki mjólk-
urvörur.
Er hægt að fyrirbyggja sjúk-
dóma eða lækna með vítamínum?
- Ef við fáum ekki nóg af víta-
mínum koma fram skortsein-
kenni sem geta leitt til sjúkdóma.
Ef þeir stafa af þessum skorti þá
getum við læknað þá með því að
taka vítamínin. En ef sjúkdómur-
inn stafar ekki af skorti á vítamín-
inu þá þýðir ekki að taka auka-
lega vítamín til að lækna hann,
það hefur ekkert að segja. Það er
nauðsynlegt að fá örugglega þau
vítamín sem á þarf að halda á
hverjum degi til að fyrirbyggja
skort, en upp úr því hafa vítamín-
in engan lækningamátt.
- Það hefur verið óskaplega
deilt um C vítamín og kvef. Þar
eru sérfræðingar alls ekki sam-
mála. Það er deilt hart á móti
hörðu þar og erfitt að taka af-
stöðu. En svo framarlega sem
fólk er vel nært, fær nóg af víta-
mínum svo að líkaminn sé vel
starfhæfur, þá er það nóg. Ekkert
þýðir að taka of mikið af vatns-
leysanlegum vítamínum, því þau
skiljast út með þvaginu eftir
nokkra tíma, ef líkaminn þarf
ekki á þeim að halda.
Lyf hafa væntan-
lega meiri verkanir
Nú vilja margir taka náttúruleg efni
en lyf. Telja þau hafa minni auka-
verkanir?
- Sjálfsagt hefur þetta minni
aukaverkanir, en væntanlega
einnig minni verkanir. Þessi ly,f
sem búið er stunda á rannsóknir í
áravís, til t.d. við hjartasjúkdóm-
um, hafa bjargað fólki frá dauða.
Þetta eru mjög virk lyf, þegar þau
eru farin að hafa áhrif beint á
hjartað, og sjálfsagt hafa þau
mörg miklu meiri aukaverkanir
en þessi vítamín, en þau hafa líka
verkun og það er verkunin sem
við erum að sækjast eftir, þótt
stundum þurft að nota önnur lyf
til að draga úr aukaverkunum.
Ef náttúruefni geta læknað þá
sjúkdóma, sem talað er um í bæk-
lingum, þá er það mjög æskilegt
ef búið er að finna lyf sem lækna
næstum allt. Við þurfum þá ekki
að hafa áhyggjur af að eyða of
miklu í heilbrigðiskerfið á næstu
árum. En meðan ekki er vitnað í
vísindalegar rannsóknir, getur
maður ekki leyft sér að trúa á
þetta. Sjálfsagt skaðar efni eins
og hvítlaukur engan, svo framar-
lega sem fólk hættir ekki að taka
nauðsynleg lyf við sjúkdómum
sínum og borðar hvítlauk í stað-
inn.
Brynhildur taldi ekkert skrýtið
að almenningur héldi að hann
þyrfti á þessu að halda, því yfir-
leitt væri fólk illa upplýst um
þörfina fyrir vítamín og hvernig
þau virka. Einnig ýtti það sjálf-
sagt undir trú fólks, ef tekið væri
undir það í búðum að náttúruefn-
in hefðu hina og þessa verkun.
Það er óskaplega skrýtið með
allt þetta sem verður eins og
tískufyrirbrigði. eitt í dag og ann-
að á morgun. Ef þetta er eins gott
og af er látið, af hverju heldur
fólk þá ekki áfram að taka þá
einu tegund alla ævi og hættir að
snúa sér að því næsta?
Getur ekki verið að læknar séu
of vantrúaðir á náttúrulækni-
ngar?
- Við verðum að líta á að lækn-
arnir hafa lært læknisfræði í mörg
ár. Þeir vita hvernig líkaminn
starfar og vilja fá sannanir fyrir
því hvernig hægt er að hafa áhrif
inn á þessa efnaferla líkamans og
það verður að vera til skýring á
því hvernig þetta verður til þess,
að maður geti trúað því. Það er
ekki hægt að vera ábyrgur læknir
og segja, það geti vel verið að
þetta virki. Þess vegna tekur fólk
oftast þá afstöðu að það trúir ekki
fyrr en búið er að sanna. En um
leið og búið er að sanna það er
maður mjög ánægður með að
búið sé að finna eitthvað sem
virkar vel á sjúkdóma. Það er
markmiðið með þessu öllu að
halda niðri sjúkdómum eða
lækna þá og það eru allir sam-
mála um. Því er ekki rétt að gefa
falskar vonir og pretta fólk.
Fræðsla sterkasta
vopnið
Brynhildur sagði það sína
skoðun að ekki ætti að selja
blómafrjókorn, eða annað sem
ekki er sannað gildi á, f apó-
tekum. Vítamín ætti heldur ekki
að selja í matvöruverslunum, því
fólk þyrfti að fá réttar
leiðbeiningar um notkun hjá
kunnáttufóiki. Vísaði hún í nýút-
kominn bækling um vítamín og
steinefni, sem fengist ókeypis í
öllum apótekum. Þar væru ýmsar
gagnlegar upplýsingar, en
fræðsla væri einmitt sterkasta
vopnið til að fólk léti ekki plata
inn á sig bætiefnum sem það hefði
e.t.v. enga þörf fyrir.
Fímmtudagur 24. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9