Þjóðviljinn - 24.03.1988, Page 14
-----í DAGf
Af hverju
ertu
aðkaupa
svona
gamalt,kjöt?
T rúlega er það^lst tvennt úr
nítján nítján Ífyrraíéyöld sem á
. eftir að setjast aðifkammtíma-
minninu; kjötútsa^n og við-
brögðin við velgeAni Kvennó í
:jsíðustu skoðanakirinun.
Þessadaganatáenduryfirút-
-sala á eldra kjöti wþví sem selt
er í búðunum eftirffi/í sem manni
^skilst, en í munni fwtamanns
Varð kjöt þetta noWiturn veginn
eins ókræsilegt og Verða má,
bæði gamalt og fera, og eftir
kynninguna var paitur af biðröð-
inni beðinn að gerá grein fyrir því
hvers vegna hann væri að kaupa
svona gamalt kjöt.
Enginfurða þóftkaupendun-
um tilvonandi vefðist tunga um
tönn, enda slagsíða á spurning-
unni. Hvað er eðlilegra en að fólk
beri sig eftir björginni á tímum
dýrtíðar, matarskatta og lág-
launastefnu og reyni að kaupa
ódýrt í matinn? Hefði ekki verið
vænlegra til árangurs að skoða
verðlagningu á matvöru yfirleitt
og fara svo af stað og spyrja? En
ónei: Þess í stað er fitjað upp á
nokkur slags uppatrýn og spurt:
Af hverju ertu að kaupa svona
gamalt kjöt?
Hin bommertan var viðtal við
þrjárkvennalistakonur, og þar
var tónninn gefinn strax í kynn-
ingarorðunum þegarfréttamaður
sagði að mörgum hefði „brugðið í
brún“ þegar niðurstaðan í síð-
ustu könnun DV lá fyrir, en sam-
kvæmt henni er Kvennó orðin
stærsta stjórnmálahreyfing á ís-
landi.
Ljósvakafréttamenn temja sér
gjarnan einhvern hlutleysisstíl,
en þeim Stöðvarmönnum til
hróss skal tekið fram að þeir létu
slíkan leiðindatón lönd og leið í
téðu viðtali. Þess í stað gerðust
þeir krossfarar karlþjóðarinnar í
heilögu stríði við þessa nýju ógn-
un. Hittvarafturdapurlegraað
þeir þýfguðu viðmælendur sína
um öll sömu byrjendaatriðin og
þegar Kvennó var að fara af stað
fyrirsexárum.
Fréttamannalandsliðið á að
vera metnaðarfyllra en þessi
ósköp gáfu til kynna. Nematíðar-
andinn hafi farið svona hrapal-
lega fram hjá þeim? Og af hverju
er maður þá að kaupa svona
gamaldags fréttir?
HS
í dag er
24 mars, fimmtudagur í 23. viku
vetrar, 84. dagurársins. Sól kem-
ur upp í Reykjavík kl. 7.13, en
sólseturerkl. 19.56.
Atburður
Hannibal Valdimarsson rekinn úr
Alþýðuflokknum 1956, fyrirað
eiga samvinnu við sósíalista.
ÞjóÖviljinn
fyrir50árum
Útvarpiðídag
8.45 Dönsku kennsla.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
18.45 Þýskukensla.
19.20 Lestur dagskrá næstu
viku.
19.10 Veðurfregnir.
19.30 Þingfréttir.
19.40Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.15 Fráútlöndum.
20.30 Kvöld Kennaraskólans:Er-
indi, upplestur, söngur, hljóð-
færaleikur.
21.50 Hljómplötur: Andleg tón-
list.
22.15 Dagskrálok.
UM ÚTVARP & SJONVARP
Láttu ekki gáleysið
granda þér
Útvarpið, rás 1. kl. 13.05
Þessi þáttur minn er hluti af þáttaröð sem rás eitt hefur flutt um
vágestinn eyðni. Ég fjalla um eyðnifræðslu í skólum, sagði Ásdís Skúla-
dóttir þegar hún var spurð um þátt sinn á rás eitt í dag.
Ég ræði við fræðslustjórana Áslaugu Brynjólfsdóttur í Reykjavík og
Guðmund Magnússon á Austurlandi um hvað gert hefur verði í því að
fræða nemendur um eyðni og hvað sé á döfinni í þeim efnum, sagði
Ásdís. Hún sagðist einnig ræða við Sóleyju Bender sem nú vinnur að
gerð námsskrár fyrir menntamálaráðneytið um kynferðisfræðslu í
skólum.
- Mér sýnist, eftir að hafa unnið að gerð þessa þáttar, að það sé
eingöngu undir kennurum og skólastjórum komið hvort nokkur
fræðsla er um eyðni í skólum lands, það er ekki til nein opinber stefna í
þeim málum, sagði Ásdís.
Þáttaröð rásar eitt um eyðni lýkur á laugardaginn með því að flutt
verður leikritið Eru tígrisdýr í Kongó? sem Alþýðuleikhúsið sýndi vfða
um land sl. vetur. Á eftir flutningi leikritsins stýrir Sigríður Árnadóttir
umræðum um eyðni. sg
Kvik-
mynd um
stáltaugar
STÖÐ 2 KL. 22.15
Þessi bandaríska kvikmynd
fjallar um stáliðnaðarmann sem
heyr erfiða baráttu fyrir lifibrauði
fjölskyldu sinnar og áhyggjurnar
aukast með degi hverjum. Með
aðalhlutverk í myndinni fer Peter
______________________Strauss.
Ásdís Skúladóttir ' s8
Handbolti í
íþróttasyrpu
Sjónvarpið kl.19.05 Aðalefni
þáttarins að þessu sinni verður
valdir kaflar úr leik FH og Vík-
ings sem fór fram i gærkvöldi,
þessi leikur er hluti af næst síð-
ustu umferð íslandsmótsins í
handbolta, sagði Samúler Örn
Erlingsson þegar hann var spurð-
ur um hvað íþróttadeild sjón-
varpsins ætlaði að hafa í þætti
sínum í kvöld.
-Við höfum valið að kalla
þennan fimmtudags þátt okkar
Iþróttasyrpu til að undirstrika að
í þættinum er sftt lítið að hverju
um íþróttir sagði Samúle. Auk
handboltans verður sýnt frá frá
heimsbikarmót á skíðum sem
fram fór í Noregi um síðustu helgi
þar sem Alberto Tomba vann
sinn ellefta sigur í heimsbikarn-
um á þessum vetri. Samúle sagði
að sitthvað fleira væri á dagskrá
þ.á.m. tennis. ' sg
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
Engin smárifa. Kannski get ég
haft skyrtuna utan yfir.
Ekki gengur það. En að troða
skyrtunni í gatið? Nei...
En að redda þessu með beltinu.
Nei, það er sama hvað ég reyni.
FOLDA
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mars 1988