Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 4
Hrópað á frelsi
Efnahagslegar refsiaðgerðir gegn S-Afríku hafa aldrei verið
mikilvœgari en nú segir Donald Woods, aðalpersóna í
kvikmyndinni „Hrópað á frelsi", sem nú ersýnd í Laugarásbíói
Wendy og Donald Woods: Við vissum ósköp lítið um þjóðfélagið sem við lifðum Steve Biko: Barinn í hel í hlekkjum. Stjórnvöld sögðu hann hafa látist af völdum
í. Par til við kynntumst Steve Biko. hungurverkfalls. Biko er einn virtasti leiðtogi svartra, en hann var aðeins
þrítugur að aldri þegar hann lést.
„Barátta ríkja heimsins
gegn kynþáttaaðskilnaðar-
stefnunni er eina leiðin til þess
að koma í veg fyrir blóðbað í
Suður-Afríku. Efnahags-
þvinganir og einangrun
stjórnarinnar í Pretoríu hafa
aldrei verið eins mikilvægar
og nú.“
Sá er þetta mælir er einn fárra
hvítra Suður-Afríkumanna sem
hafa getið sér orð fyrir baráttu
sína gegn kynþáttaaðskilnaðar-
stefnu stjórnvalda í SuðurAfríku.
Hann heitir Donald Woods og er
aðalpersónan í mynd Richards
Attenborough, „Cry freedom“
eða Hróp á frelsi. Hann er 53 ára
gamall og lifir nú í útlegð í útjaðri
London ásamt konu sinni og
fimm börnum.
Þjóðviljamaður sat fund með
Woods-hjónunum í Osló fyrir
skömmu. Donald Woods er afar
mjúkur og vingjarnlegur í við-
móti, en hann hefur gert aðskiln-
aðarstefnunni meira ógagn en
flestir aðrir hvítir samlandar
hans. Síðan hann flúði heimaland
sitt á gamlárskvöld fyrir ellefu
árum, hefur hann verið
óþreytandi við skriftir og fyrir-
lestrahald gegn aðskilnaðarstefn-
unni og kúgun svartra í Suður-
Afríku.
Donald Woods var frjáls-
lyndur ritstjóri dagblaðsins Daily
Dispatch þegar hann hitti einn
helsta baráttumann fyrir réttind-
um svartra í þá tíð, Bantu Step-
hen Biko. Biko var leiðtogi
þeirrar hreyfingar svartra, sem
kölluð var „Black Conscious-
ness“.
Woods var vissulega andvígur
aðskilnaðarstefnunni, en honum
þóttu Biko og skoðanabræður
hans of róttækir. Eitt sinn kallaði
hann Biko kynþáttahatara í
leiðara. Biko þóttu skrif Woods
koma málstað sínum illa og mælti
sér mót við hann. Líf Woods og
fjölskyldu hans varð ekki samt
upp frá því. Þetta gerðist árið
1975.
- Þar til við hittum Biko viss-
um við raunverulega ósköp lítið
um þjóðfélagið sem við lifðum í.
Biko sýndi okkur fram á við
hvaða kjör svartir í Suður-Afríku
raunverulega búa, segir Donald
Woods.
Hann segir Biko hafa verið
fyrsta svertingjann sem kom fram
við hann sem jafningja. Hann
hafði eins og flestir hinna hvítu
meðbræðra sinna lifað í sínum
hvíta heimi, sem haldið var kyrfi-
lega aðskildum frá heimi hinna
svörtu.
- Við lifðum í heilaþvegnu
samfélagi, segir hann. - Það er í
raun og veru ekki svo skrýtið að
við skyldum ekki vita meira. Allt
frá barnæsku hafði okkur verið
kennt að svartir gæti aldrei orðið
jafningjar okkar. Við lifðum í
heimi þar sem svartir komu ekki
mikið við sögu, nema þá helst
sem þjónustufólk.
- Uppbygging þessa þjóðfé-
Iags gerir svörtum og hvítum
mjög erfitt fyrir að kynnast. En
Biko opnaði augu okkar.
Fjölmiðlar gera sitt
- Fjölmiðlar eiga ekki minnst-
an þátt í fáfræði hvítra um hagi
svartra. Þeir gefa falska mynd af
raunveruleikanum, enn frekar nú
en þegar ég bjó í landinu. í rit-
stjóratíð minni gátum við leyft
okkur eitt og annað, en nú eru
blaðamenn algjörlega háðir vilja
stjórnvalda.
Mig langar að geta þess að á
undanförnum misserum hefur
144 sinnum komið til vopnaðra
átaka milli svartra og hvítra án
þess að þess hafi verið getið í
suður-afrískum fjölmiðlum. Þeir
segja frá alls kyns hörmungum og
átökum annars staðar í heimin-
um, en forðast að minnast á á-
standið heima fyrir. Það er ekki
hægt að búast við að neitt sé eðli-
legt í óeðlilegu samfélagi sem
þessu, segir Woods.
Steve Biko opnaði augu Don-
alds Woods og konu hans fyrir
raunverulegum kjörum svartra
undir aðskilnaðarstjórninni.
Sálfur var Biko bannfærður af
stjórnvöldum. Bannfæring í
Suður-Afríku felur í sér að hinn
bannfærði verður að halda sig
innan takmarkaðs svæðis um-
hverfis heimili sitt. Hann má ekki
eiga samræður við fleiri en einn í
senn, utan fjölskyldunnar.
Biko hafði lag á að snúa verði
sína af sér, en þar kom að hann
var gripinn utan bannfæringar-
reitsins. Honum var varpað í
fangelsi og þar lést hann nokkru
síðar.
Barinn í hel
Yfirvöld í Suður-Afríku hafa
ávallt svör á reiðum höndum þeg-
ar pólitískir fangar látast í fang-
elsum landsins. Algengasta skýr-
ingin er sú að fangarnir hafi hengt
sig. Sumir eru sagðir hafa fallið á
stól eða stiga. Stundum er engin
skýring gefin. Steve Biko var
sagður hafa látist eftir hungur-
verkfall.
Donald Woods og aðrir vinir
Bikos trúðu ekki á skýringu
stjórnvalda. Woods beitti áhrif-
um sínum sem ritstjóri og krafðist
þess að fram færi líkskoðun. Hún
leiddi í ljós að Biko hafði verið
barinn í hel, en enginn var dreg-
inn til ábyrgðar. Yfirvöld hugð-
ust þagga málið niður.
Woods kaus að láta ekki þar
við sitja. Hann ákvað að skýra frá
örlögum Bikos erlendis, en
komst ekki lengra en á flugvöll-
inn. Þar var hann tekinn höndum
og bannfærður rétt eins og hinn
látni vinur hans. Stöðugt var
fylgst með heimili hans og fjöl-
skyldan varð fyrir alls kyns
hremmingum af hálfu yfirvalda.
Woods skrifaði sögu Bikos og
fjölskyldan ákvað að flýja land. I
ársbyrjun 1978 settust þau að í
úthverfi London og síðan hefur
Donald Woods verið ötull and-
stæðingur aðskilnaðarstefnunnar
og hefur hvatt mjög til alþjóð-
legrar baráttu gegn henni.
Hann hefur eytt drjúgri orku í
að reyna að fá ríkisstjórnir
Bandaríkjanna og Bretlands til
þess að grípa til efnahagsþving-
ana gegn stjórnvöldum í Pretor-
íu. Auk bókarinnar um Biko hef-
ur hann skrifað bókina „Asking
for trouble", þar sem hann lýsir
vinskap þeirra Bikos og því sem
gerðist eftir dauða Bikos. Mynd-
in „Cry freedom" er byggð á
þessum bókum.
Hjólpar heiminum
að skilja
Þess misskilnings hefur víða
gætt, að myndin ætti að fjalla um
Steve Byko, líf hans og baráttu,
en hugmynd Attenboroughs var
einmitt sú að gera mynd um að-
skilnaðarstefnuna frá sjónar-
horni hins hvíta. Auk þess segist
hann telja að svartir Afríkumenn
eigi að gera mynd um Biko. Enn
fremur var alls óvíst hvort fjár-
magn fengist til þess að gera kvik-
mynd um svartan leiðtoga, eins
og Wendy Woods benti blaða-
mönnum í Osló á.
Myndin Hróp á frelsi hefur alla
burði til þess að ná mikilli út-
breiðslu. Hún er spennandi og
hlaðin tilfinningum. Áhorfand-
inn kemst varla hjá því að taka
afstöðu. Coretta Scott King,
ekkja Martins Luthers King, hef-
ur látið hafa eftir sér að þessi
mynd geti hjálpað heiminum að
skilja hvað baráttan gegn kyn-
þáttahatri snýst um.
Donald Woods segist dást að
því hve vel Attenborough hafi
tekist að segja þessa sögu í mynd.
Um leið bendir hann á að til þess
að ná til almennings, einkum í
Bandaríkjunum, verði mynd að
skemmta. Aðeins þannig sé hægt
að koma pólitískum boðskap
myndarinnar á framfæri við fjöld-
ann. Aðeins þannig sé hægt að fá
almenning til þess að taka af-
stöðu gegn aðskilnaðarstefnunni.
- Ég vona að myndin veki fólk
til vitundar um hvað er að gerast í
Suður-Afríku. Að hún fái fólk til
þess að krefjast þess af ríkis-
stjórnum sínum að þær geri meira
en að fordæma aðskilnaðarstefn-
una í orði, segir Donald Woods,
sem orðinn • er langeygur eftir
harðari viðbrögðum heimsins við
framferði suður-afrísku stjórnar-
innar.
-gg
Richard Attenborough
Trúi ó sigur réttlœtisins
- Ég er bjartsýnismaöur, aldr-
aður Mary Poppins. Ég trúi á
sigur mannsandans. Egtrúi
því að réttlætið muni sigra að
lokum. ÞettasegirBretinn
Richard Attenborough í sam-
tali við norskan blaðamann.
Maðurinn sem leikstýrði stór-
myndinni „Gandhi“ og hefur
nú gert myndina „Cry free-
dom“ eða Hrópað áfrelsi.
Hann sér enga ástæðu til þess
að leyna því að stjórnmálaað-
stæður liggja að baki gerð mynd-
arinnar um vinskap blaðamanns-
ins Donalds Woods og Steve
Biko í landi aðskilnaðarstefnunn-
ar.
- Mig hefur langað til að gera
mynd um aðskilnaðarstefnu í
Suður-Afríku allt síðan á sjötta
áratugnum. Eins og svo margir
aðrir hafði ég óbeit á aðskilnað-
arstefnunni og mig langaði að
láta skoðanir mínar í ljós í mynd.
En ég fékk hvorki nægilega gott
handrit né nægilegt fjármagn til
þess, segir þessi snjalli leikstjóri,
sem hlotið hefur aðalstign fyrir
störf sín í kvikmyndum og á
leiksviði.
Það var ekki fyrr en Donald
Woods sendi honum bækur sínar
að Attenborough lét til skarar
skríða. Áður en hann tók endan-
lega ákvörðun um að gera mynd-
ina, fór hann til Suður-Afríku til
fundar við ekkju Steve Bikos,
sem hvatti hann til þess að láta
verða af gerð myndarinnar.
- Hún gladdist þegar ég sagðist
hafa í hyggja að byggja á bókum
Woods, þar sem hann var einn af
nánustu vinum Bikos. Ef hún
hefði lagst gegn gerð myndarinn-
ar, hefði ég hætt við allt saman,
segir Attenborough.
Afþreying og
pólitískur boðskapur
Hann viðurkennir fúslega að
myndin er öðrum þræði af-
Sir Richard Áttenborough: Ég er
bjartsýnismaður. Aldraður karlkyns
Mary Poppins.
þrey ging fyrir hvíta bíógesti. - Ég
hef ekki áhuga á að gera mynd
sem sýnd er aðeins í afmörkuðum
hópi. Heldur ekki fyrir hvíta og
svarta sem eru þegar virkir í bar-
áttunni gegn aðskilnaðarstefn-
unni.
Mig langar að ná til þeirra sem
eru ófróðir um aðskilnaðarstefn-
una og hafa ekki látið hana sig
neinu skipta. Eða jafnvel þeirra
sem hafa andúð á innihaldi
myndarinnar. Viljirðu ná til
þessa fólks, verðurðu að segja
söguna á einfaldan og tilfinninga-
hlaðinn hátt. Fái ég fólk til þess
að taka afstöðu með Donald Wo-
ods og fjölskyldu hans, kem ég
boðskap mínum á framfæri, segir
Attenborough.
Hann segist vona að myndin
muni hafa áhrif á afstöðu al-
mennings til aðskilnaðarstefn-
unnar og að hún muni síðar hafa
þau áhrif á stjórnmálamenn að
þeir grípi til efnahagsþvingana
gegn stjórninni í Suður-Afríku.
- Ég skammast mín beinlínis
fyrir afstöðu Thatchers. Og mér
þykir andstæði bæði Thatchers og
Reagans gegn refsiaðgerðum al-
gjörlega ótæk. Réttast væri að
þau viðurkenndu að þau eru mót-
fallin efnahagslegum refsiað-
gerðum gegn Pretoríu vegna
eigin viðskiptahagsmuna í Suður-
Afríku, segir Attenborough.
- En þau eru svo óforskömmuð
að segja ekki vilja grípa til að-
gerða þar sem það muni koma
niður á lífsafkomu svartra Suður-
Afríkumanna. Þau ættu að fara
til Soweto eða Crossroads og
hitta þar ung hjón með börn sem
búa í holu með plastdúk sér til
hlífðar. Lífskjör þessa fólks geta
vart orðið verri! - gg
Þótti Biko of róttœkur
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Páskablað