Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 15
„Mariin Beikofsky leikur ungverska rapsódú nr. 10 eflir Franz Uszl“ Guðmundur Björgvinsson sýnir 49 mólverk spunnin uppúráhrifumfráLiszt-tónleikum Martins Berkofsky píanóleikara Laugardaginn fyrir páska opn- ar Guðmundur Björgvinsson sýn- ingu í vestursal Kjarvalsstaða þar sem hann sýnir samfellda mynda- röð sem öll er unnin út frá áhrif- um sam hann varð fyrir á tón- leikum hjá Martin Berkofsky pí- anóleikara fyrir rúmum þrem árum. Sýningin er að því leyti óvenju- leg að hún myndar eina heild og byggir á ákveðinni grunnhug- mynd um sköpunina og tómið og samhengið í sköpunarsögunni. Eða eins og Guðmundur orðar það sjálfur: „Kveikjan að þessari sýningu var konsert sem Martin Berkof- sky héltíÞjóðleikhúsinu 18. febr- úar 1985. Meðan á leik hans stóð fór ég í einskonar ferðalag á baki tónlistarhryssunnar og eru mál- verkin tilraun til að festa á léreft örlítið brot af þeim myndum sem urðu á vegi mínum í þessu ferða- lagi. Eins og öll ferðalög hefst þetta ferðalag á upphafinu. Og upphaf- ið er myrkur. Svartur litur. Ekk- ert. Ekkert er svart. Svarti litur- inn er fyrirsláttur eða yfirvarp. í honum leynast allir litir. Og allt geturgerst. Himinn og jörð verða til. Guðir og menn. Allt stígur útúr engu. Verði ljós! Og það verður ljós. Ljósið skilur manninn frá ó- skapnaðinum. Maðurinn kemur reiðu á óskapnaðinn. Ferðalagið er sköpun heims- ins. Ferðalagið er fæðing, líf og dauði. Ferðalagið er listsköpun. Ferðalagið er myndbreyting. Allt hangir saman eins og ógn- arlangur ormur sem hlykkjast um heima alla. í senn skepna og drumbur, grjót og gras, guð og djöfull. Maðurinn er höfuð ormsins. Ekkert stendur eitt og sér. Edvard Munch er púpustig Franz Kline, Leonardo da Vinci lirfan, myrkrið og eggið. Sá sem leggur af stað á væng- jaðri hryssu tónlistarinnar á ekki Guðmundur Björgvinsson í vinnu- stofu sinni. Ljósm. - Sig. afturkvæmt. Hann verður um ei- lífð á sveimi einhvers staðar í sjö- unda himni.“ Myndaröðin skiptist í 7 kafla eins og rapsódían, en tengslin á milli tónlistarinnar og myndanna er óbein og myndirnar eru sjálf- stæð verk er lýsa ákveðinni þróun úr myrkrinu til ljóssins, úr kaos í kosmos, þar sem Guðmundur beitir fyrir sér hinum ólíkustu stíl- brögðum eftir þörfum hverju sinni. Sýning Guðmundar Björgvins- sonar verður opnuð laugardaginn fyrir páska kl. 14 og stendur til 17. apríl. -ólg Hvor hefur gleymt að slökkva á logskurðartækinu? Mynd - Björn Lindström. Leikhús Hverjum er það að kenna ef allt fer í bál og brand? Finnskur leikhópur heimsœkir Norrœna húsið Finnski leikhópurinn Viirus sýnir leikritið Logskurðartækið (Skárbrannaren), eftir ungan sænskan höfund, Magnus Dahl- ström, í Norræna húsinu. Frum- sýning var á miðvikudagskvöldið en alls verða sýningar þrjár. Leikið er á sænsku. Leikhópurinn Viirus var stofn- aður í lok árs 1986 og voru stofn- endur fjórir ungir leikarar, sem útskrifuðust frá Leiklistarskólan- um í Helsinki vorið 1987. Þeir vildu sjálfir fá að velja sín hlut- verk í stað þess að koma sér fyrir í öruggum faðmi einhverrar stofn- unarinnar, auk þess sem þeir vildu reyna að ná til þeirra sem sjaldan eða aldrei koma í leikhús. Logskurðartækið er annað verkefni leikhópsins, og þar segir frá Johnny og Ove sem vinna við logsuðu. Þeir eru mjög ólíkir í skapgerð og lífssýn, og þegar þeir hittast í búningsherbergi verk- smiðjunnar þar sem þeir vinna og taka að deila um hvor þeirra hafi gleymt að skrúfa fyrir gaskran- ann á logskurðartækinu, snýst deilan fljótlega upp í valdabar- áttu þeirra á milli. Einhversstað- ar í verksmiðjunni er gasleki, svo lítill neisti getur orðið að stóru báli, og hverjum er þá að kenna ef svo fer? - Eða snýst deilan kannski um eitthvað allt annað? Er hún ekki grunsamlega lík valdabaráttu stórveldanna? Leikendur í Logskurðartækinu eru Johan Storgard og Mats Lángbacka. Leikstjóri er Arn- Henrik Blomquist. Önnur sýning verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 16:00, ogþriðjasýninglaugar- daginn 2. apríl ki. 16:00. Að- göngumiðar eru seldir í Norræna húsinu. LG Páskablað ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15 Nýlist og nostalgía Bréf til myndlistargagnrýnanda Þjóðviljans Sæll Ólafur Gíslason. Undanfarið, ellegar frá því að ég undirritaður tók fyrst eftir skrifum þínum í Þjóðviljann um menningarmál hefi ég notið góðs af því. Margt af því hefur risið hærra heldur en ýmist það annað sem hefir verið ritað í öðrum fjöl- miðlum um sömu málefni. Hér á ég aðallega við myndlistina. Þó varð það svo að þegar ég las grein þína í Þjóðviljanum dag- settum 20. mars sl. undir fyrir- sögninni „Stefnumót í óbyggð- um“ að mér þótti sem þú tækir niðri. Nokkuð í þeirri grein virtist mér skjóta skökku við þann grunn og þá vitneskju er ég taldi þig hafa gagnvart framsækinni myndlist. Þú nefnir það „Nýlist“. „Nýlist" er bara svo fjandi vont nafn á þeirri kennd í myndlist og svo margstaglað. En þar sem þessi kennd myndlistar skiptir svo miklu máli hér og nú og sér- lega í þessum tilskrifum, legg ég það til að við nefnum það „Núið“. Nafnið er fengið að láni í kvæði er birtist á sömu síðu og grein þín í Þjóðviljanum. Tvennt er það aðallega sem ég get ekki sætt mig við í skrifum þínum, að þéssu sinni. Það fyrsta er, mat þitt á staðsetningu myndverka Sigurð- ar Örlygssonar, sem hann sýnir að Kjarvalsstöðum, í rúmi mynd- listarsögunnar, og það að sú sýn- ing skuli verða hér kveikja að vel- ferð „Núsins“ í íslenskri mynd- list. Þótt myndir Sigurðar séu stórar og tröllauknar að flatar- máli, kem ég því ekki inn hjá mér hvað þær hafa að gera með fram- sækna myndlist nútíðarinnar. Ég sé heldur ekki hvað þær hafa með Nýlistasafnið að gera. Tilgangur Nýlistasafnsins er allur annar líkt og þú veist mæta vel sjálfur. í þessu má ekki grauta saman öllu því sem sýnt hefir verið í gall- eríi safnsins og svo tilgangi safnsins sjálfs. Myndir Sigurðar eru nostalg- ískar útfærslur á þeirri ást á tor- kennilegum grafískum myndum af ýmiss konar vélardótarii, sem flestir hafa fallið fyrir einhvern tíma á ferli sínum. Myndir Sig- urðar eru ekki illa málaðar, en þær koma nútímanum lítið við út frá hugmyndalegu sjónarmiði. Aftur á mót eiga þær heima nær 1954-60 tímanum, á þeim tíma er Rauschenberg lagði hjólbarðann yfir geithafurinn, sem þú efalaust þekkir. Þar er grunnurinn að þeirri firringu sem þú lest út úr myndum Sigurðar. Myndir Sigurðar eiga skilyrðis- laust heima á Listasafni íslands, burtséð frá því hvort hið nýja hús sé byggt utan um list eða ekki. Ég legg það til að verk Sigurðar verði sett á sinn bás út frá tímalegu sjónarmiði, færð aftur um nokk- ur ár og ýmiss annar ennþá verri misskilningur látinn víkja. Það skal tekið hér fram til á- réttingar að persónulega hef ég ekkert út á manninn Sigurð Ör- lygsson að setja, en hitt er þó ef við gefum okkur þá forsendu að skrásetning myndlistarsögu okk- ar í nútímanum fari fram á frétta- miðlum, þá skal hún þó vera rétt. Svo er það annað. Það er rétt hjá þér Ólafur að það sé eitt brýn- asta hagsmunamál að Nýlista- safnið fái afhent húsnæði sem það á skilið. Ég vil hér bæta um betur og segja að það sé orðið eitt brýn- asta hagsmunamál myndlistar í landinu að Nýlistasafnið fái og geti rekið sína starfsemi í eigin húsnæði. Ég styð einnig þá hug- mynd þína að vel væri hægt að nýta sér einhverja ónothæfa verksmiðju eða skemmu undir slíka starfsemi. Hitt er svo annað að sú tillaga þín, að til komi sam- vinna ríkis, sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, Nýlistasafnsins og samtaka listamanna taki sig saman og myndi með sér hlutafé- lag utan um starfsemi Nýlista- safnsinsgangi ekki. Við þekkjum þvílíka samvinnu nær því alls- staðar í formi hallærislegra mis- taka, slæmrar samstöðu þar sem hver höndin er upp á móti ann- arri, í formi faðmlaga þeirra sem ekkert hafa til málanna að leggja, t.d. í því er heitir Listasafn ís- lands. Því er það eini mögu- leikinn að mínu mati að safn líkt og Nýlistasafnið, sem framvörð- ur nýjustu strauma í myndlist, fái að vaxa og dafna í friði fyrir mis- hallærislegum opinberum aðilum og listfræðingum með sortering- argáfur sínar uppá einhverjar gráður. Hið opinbera láti af hendi rakna húsnæði og peninga, sem skipta öllu máli til þeirra aðila, sem nú þegar standa á bak við Nýlistasafnið, svo það megi starfa áfram sem sá eini merkis- beri framsækinnar myndlistar á íslandi. Birgir Andrésson myndlistarmaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.