Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Blaðsíða 8
Ráðhildur í Nýlista- safninu 2. apríl, laugardaginn fyrir páska kl. 16.00 opnar Ráðhildur Ingadóttir myndlistarsýningu í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3B. Á sýningunni eru málverk unn- in ýmist með olíu- eða akrýllitum á síðastliðnu ári. Þetta er önnur einkasýning Ráðhildar. Sýningin verður opin kl. 16-20 á virkum dögum og kl. 14.-20 um helgar og annan páskadag. Róm, Feneyjar, Flórens, Verona, Gardavatnið, SanMarino ogsól Þú slærð margarflugur í einu höggi á Rimini. Sólin, sjórinn og öll tilheyrandi aðstaða er í takt við aðrar glæsilegustu sólarstrendur Evrópu, en Rimini hefur líka afdráttarlausa sérstöðu, sem kryddar tilveruna og eykur fjölbreytnina langt umfram það sem venjulega gerist á sólarströndum: EINSTAKAR SKOÐUNARFERÐIR. 3ja daga Rómarferð, 2ja daga ferð til Verona og Gardavatnsins, dagsferðir til Feneyja, Flórens og San Marino. Hvar annars staðar bjóðast álíka ævintýri? FRÁBÆRIR VEITINGASTAÐIR. Rimini-Riccione er eitt af höfuðvígjum ítalskrar matargerðarlistar. Hérfinnurðu staði sem gefa bestu veitingastöðum stórborganna ekkert eftir. Sparikvöldin slá í gegn! mhtnuferdir Landsýn HEIMSFRÆGIR TÍSKUHÖNNUÐIR. Italskirtískuhönnuðir á borð við Georgio Armani hafa opnað sínar eigin verslanir og hafa jafnvel bækistöðvar sínar á Rimini. Tískuverslanir skipta hundruðum með fatnað eins og hann gerist glæsilegastur um allan heim! ÍTALSKT, ÓSVIKIÐ ANDRÚMSLOFT. Þú ert á grónum ítölskum stað með aldagamla, ósvikna menningu, sem alls staðar finnst fyrir. Aðeins það gefur Rimini-dvölinni ótrúlega mikla dýpt. BARNAKLÚBBURINN OG ÍÞRÓTTAKLÚBBURINN bjóða upp áfjölbreytta skemmtun; leiki, fþróttastarf og dansiböll fyrir alla aldurshópa! RIMINI-RICCIONE - staður ungs fólks, fjölskyldufólks og eldra fólks. Staðurallra þeirra sem vilja eina ferð með öllu. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12-Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -62-22-77. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-2-72 00 Savignano a Mare Bellaria - Igca Manna Cervia • Milano Marittima Ravenna eHe Sue Marine Gatteoa Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidi di Comacchio Rimini Riccione Cattolica Cesenatico Adnatic Riviera of Emilia - Romagna i Italy Listasafn ASÍ Guðbjartur sýnir fótógrafík Nú stendur yfir sýning Guð- bjarts Gunnarssonar á myndum unnum með blandaðri tækni, fótógrafík, í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Guðbjartur lauk kennaraprófi 1950 og síðar myndmenntakenn- araprófi í Bandaríkjunum. Hann stundaði kennslu um árabil, og kynnti sér sjónvarps- og kvik- myndatækni í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem hann lauk háskólaprófi í fjölmiðla- fræðum. Auk þess lærði hann silkiprentun og ýmsa grafíska tæknivinnu í tengslum við auglýs- ingagerð. Myndirnar sem Guðbjartur sýnir að þessu sinni, eru byggðar upp á Ijósmyndum, þrykktar á mismunandi litan pappír og handlitaðar með pastellitum. Sjálf filmuvinnan við sýninguna hefur staðið í heilt ár, enda að- eins unnið við hana um kvöld og helgar. Sýningin er opin virka daga kl. 16.00-18.00 og kl. 14.00-20.00 um helgar, svo og skírdag og ann- an í páskum. Föstudaginn langa og páskadag er opið kl. 15.00- 20.00. Sýningunni lýkur 10. aprfl. LG. Kjarvalsstaðir Jens sýnir landslags- myndir Á laugardaginn kl. 14.00 opnar Jens Kristleifsson sýningu lands- lagsmynda í Vestursal Kjarvals- staða. Jens er fæddur í Reykjavík 1940, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (1966-1967). Hann sýndi fyrst opinberlega á vorsýningunni á Charlottenborg 1967. Jens segist áður hafa málað landslagsmyndir, fyrst sem ung- lingur, seinna eftir að hann út- skrifaðist úr Myndlista- og hand- íðaskólanum 1966. Loks lét hann freistast til að reyna einu sinni enn við landslagið fyrir nokkrum árum. Sýningin stendur til 17. aprfl og er opin daglega kl. 14.00-22.00. LG 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Páskablað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.