Þjóðviljinn - 10.04.1988, Qupperneq 2
Dándimaður vikunnan
, /
1 rósa-
garðinum
ÞAR FÓR SÍÐASTA
VONIN
Manni er farið að blöskra þetta
háa álverð. Það er orðið svo hátt
að það er ekki lengur okkar hag-
ur, sagði Ragnar Halldórsson,
forstjóri ísals.
Morgunbla&ið.
HETJA VORRA
TÍMA
Rakarinn Ronny lætur ástina
sem slíka ekki trufla sig sérstak-
lega. „Við erum hér til þess að
leggja líf okkar í rúst og lenda í
ástarsorg og elska rangt fólk og
deyja," segir hann við Loretu,
sem hann ætlar að fara að taka
frá bróður sínum.
Kvikmyndarýni í Morgunblaðinu.
RÚSSAGRÝLAN
SEMBRÁST
Rússasamningarnir bjarga
ekki öllu, segir Aðalsteipn Helga-
son, aðstoðarforstjóri Álafoss.
Morgunblaðið.
ÞEIR SVENSKU
KALLAEDDU
FORNGA USKAR
BÓKMENNTIR
Ætla að breyta íslensku brota-
járni yfir í sænskt stál.
Fyrirsögn í Tímanum.
MJÓR ER MIKILS
VÍSIR
Ráðhúsið hefur aðeins stækk-
að um 258 fermetra.
Fyrirsögn í Morgunblaðinu.
HUNDRAÐASTA OG
ELLEFTA MEÐ-
FERÐ Á SKEPNUM
Átján þúsund froskum var
haldið föngnum á flugvellinum í
Brussel á mánudag.
Tíminn.
HVAR ER ÍHEIMI
HÆLI TRYGGT?
Megrun getur verið fitandi.
Morgunblaðið
ÞAÐTELÉGVAFA-
LAUST
Ber Ólafur Laufdal ábyrgð á
hjónabandi sem stofnað er til
með trúlofun á Hótel Borg?
Bréf í Velvakanda.
SÍAUKINNINNF-
LUTNINGURÁER-
LENDU
VINNUAFLI2
í húsakynnum gömlu gras-
kögglaverksmiðju Stórólfsvalla-
búsins skríða nú erlendir ána-
maðkar, sem komu hingað til
lands í febrúar sl. í þeim tilgangi
að vinna lífrænan áburö úr fóðri
eða ýmsum úrgangi.
Tíminn.
HINN ÓTTALEGI
LEYNDARDÓMUR
Það gengur enginn að
náunganum og sþyr: Heyrðu
væni, hvað hefurðu í laun?
Ragnar Halldórsson, forstjóri ísal,
í grein í DV.
2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN
SKAÐI SKRIFAR
FRAM ÞJAÐIR
STJÓRNMÁLAMENN
I OLLUM FLOKKUM
Ég, Skaði, hef nú mín sambönd, þótt ég láti ekki
fara mikið fyrir mér hvunndags. Ég þekki til dæmis
helstu stjórnmálamenn þjóðarinnar. Ólafur Baldvin
Pálsson er skólabróðir minn og einu sinni vorum við
saman í Kaupmannahöfn (eða var það London?) og
máluðum bæinn rauðan og ekki meira um það.
Nema hvað ég hitti um daginn Ólaf Baldvin Páls-
son og spurði si sona hvort honum liði ekki vel í
valdastólunum.
Minnstu ekki á það ógrátandi, sagði hann. Þetta
eru ekki valdastólar fyrir fimm aura. Og ég er satt að
segja orðinn hundleiður á þessum andskotans kjós-
endum.
Nú, hvað ber til þess vinur? spurði ég.
Þetta er svoddan pakk. Það vill að maður ráði öllu
og það vill ekki að maður ráði neinu. Þeir vilja nota
okkur eins og ánauðugar húsmæður, en svo halda
þeir framhjá okkur með Kvennalistakonum hvenær
sem færi gefst. Og ef þeir hefðu ekki þann lista þá
mundu þeir halda framhjá okkur með sjálfum sér eða
guð má vita hvað. Þetta lið hefur ekki skömm í lífinu.
Ósköp eru að heyra þetta vinur, sagði ég.
Vanþækklætið, Skaði, vanþakkklætið er svo yfir-
þyrmandi. Maður er að puða í þessu frá rassblautu
barnsbeini. Maður heldur ræður alveg frá því í barna-
skóla, ræður og ávörp og allt mögulegt þangað til
maður gæti gubbað. Maður prófar hina ýmsu flokka
og kenningar. Maður er semsagt í hörkusérhæfingu.
Og hvernig eru svo kjörin? Sendisveinar hjá lceland
Seafood mundu ekki líta við þessu. Bankastjórarnir
hlæja bara að eftirlaununum okkar. Allir eru meira
eða minna æviráðnir hvort sem þeir vinna hjá ríkinu
eða Eimskip, blessaður vertu, allir nema við. Við
skulum þurfa að slást eins og andskotinn hver við
annan um þessi fáu þingsæti ekki bara fjórða hvert
ár heldur miklu oftar. Við fáum magasár og hjarta-
kvilla og hausverk og allt mögulegt, börnin okkar eru
ofsótt í skóla og enginn segir svo mikið sem svei þér
Er það svona slæmt, sagði ég hryggur.
Það er ekki bara svona slæmt, Skaði, sagði Óiafur
Baldvin Pálsson, það er miklu verra. Maður má ekk-
ert. Það er allt rangt sem maður gerir. Þú ert á móti
Flugstöð eða með Flugstöð og það er jafn slæmt. Því
ef þú ert á móti Flugstöð þá ertu íhaldssamur og
smáskitlegur og vilt ekki þjóðlega reisn í flugmálum
og þú vilt ekki veita byggingamönnum vinnu. En ef
þú ert með Flugstöð þá tekur ekki betra við: þú ert þá
með sukki og svínaríi og ábyrgðarleysi. Svona er
þetta allt. Ef maður reynir að vera góður við kennara í
kjaramálum þá verða allir aðrir grautfúlir og væla: þú
ert ekki að hugsa um mig andskotinn þinn! Og kenn-
arar sjálfir verða tortryggnir og hugsa: það býr
eitthvað gruggugt undir þessu.Ef þú svo ert á móti
kennurum, þá er það líka vont. Þá ertu á móti konum
og öllum opinberum starfsmönnum og svo börnun-
um líka.
Svona gengur þetta Skaði. Allir þessir kjósendur
þykjast upp yfir okkur hafnir. Þeir segja að við höfum
ekki hundsvit á neinu. Svo stela þeir frá okkur pólit-
ísku málunum á víxl alveg eins og þeim hentar. Þeir
sjá vinstrihugmynd um að stórauka félagslega þjón-
ustu og þeir segja húrra fyrir því. Þeir sjá hægrihug-
mynd um að skera niður útgjöld ríkisins og lækka
skatta og þeir hrópa líka húrra. Svo gengur þetta
náttúrlega ekki upp og þá er það OKKUR að kenna,
stjórnmálamönnunum. Ég segi það satt Skaði, ég
þoli ekki svona svínarí.
En Ólafur minn Baldvin, sagði ég, mér finnst það
samt eitthvað svo göfugt og sjarmerandi að þið
þessir fáu stjórnmálamenn skulið fórna ykkur fyrir
svo marga. Það minnir mig á eitthvað, er það ekki
Nýja Testamentið?
Eg skal ekkert um það segja Skaði. En ég ætla að
grípa til minna ráða.
Og hvaða ráð eru það vinur?
Ég ætla að stofna nýja hreyfingu. Ég ætla að
stofna Flokk stjórnmálamanna til að berjast fyrir lífi
okkar og rétti.
Og hvernig á að fara að því? spurði ég.
Ég ætla að tengja saman tryggðaböndum þjáða
stjórnmálamenn í öllum flokkum. Takmarkið er að
koma kjósendunum frá völdum og velja sér nýja í
staðinn.