Þjóðviljinn - 10.04.1988, Síða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. apríl 1988
ungar ekki bara vígamenn. Þetta
eru skemmtilegir strákar, góðir
húmoristar, skáldmæltir, stjórn-
samir og metnaðargjarnir.
Jón: Og vinsælir.
Örnólfur: Af einhverjum
ástæðum hafa menn leitað til
Snorra, það kemur til af ein-
hverju að hann verður svona öfl-
ugur. Og það er sérstakiega tekið
fram um Sighvat að hann hafi átt
erfitt uppdráttar fyrstu árin í
Eyjafirði. Hann kemur þangað
sem utanhéraðsmaður og eins og
menn vita enn í dag þá er ekki
auðvelt fyrir slíka menn að kom-
ast til metorða þar. Hugsið ykkur
að menn væru að bjóða sig fram
til þings fyrir Eyfirðinga og kæmu
úr Dölunum. En þetta gerir Sig-
hvatur og er tekið sérstaklega
fram að hann hafi orðið því vin-
sælli sem hann sat lengur í Eyja-
firði.
Ástir og innheimta
Bergljót: Sturlunga er
skemmtilegasta bók sem ég hef
lesið. Það eru ekki síst lítil atvik
sem lifa í höfðinu á manni að
lestri loknum. Ein setning situr
t.d. alltaf í mér. Þeir eru að tala
saman Sighvatur og Arnór
Tumason í Helgastaðabardaga
þar sem þeir fara að Guðmundi
biskupi. A þessum tíma hefur ka-
þólska kirkjan í Evrópu allt
mannlíf undir hæl sér og þá er
þessi fráögn samin á íslandi. Arn-
ór segir frá því að hann hafi verið
heldur vanheill upp á síðkastið en
kveðst ekki fyrr hafa verið búinn
að ákveða að fara að biskupi en
hann kenndi sér einskis meins.
Og Sighvatur svarar: „Það mun
þér þykja jartein.“ Maður sér
kallinn fyrir sér þar sem hann
stendur á vellinum og glottir
framan í guðlegu forsjónina sem
sendi hann gegn biskupi. Til að
kóróna allt svarar Arnór, grafal-
varlegur og fúll: „Slíkt kalla eg
atburð en eigi jartein.“ Hann
svarar kerskni Sighvats á hárnák-
væmu kirkjumáli.
Örnólfur: Annað gott dæmi er
hjónaband Ingibjargar Snorra-
dóttur og Gissurar Þorvalds-
sonar. Snorri gifti dóttur sína
Gissuri, hann notar dætur sínar
til að tengjast voldugustu ættun-
um. Hjónabandið gengur erfið-
um að verða einsog Jón Loftsson,
ókrýndir höfðingjar í landinu.
Enginn þeirra megnaði að ná
völdum og halda þeim, enda sat
Hákon konungur í Noregi og
spann vefinn. Hann gerði menn
sér handgengna, setti íslenska
höfðingja undir hirðlög, kallaði
þá til sín og sendi út eftir því sem
honum kom best. Síðan má deila
um það hvort þeir höfðingjar sem
fóru með völd á íslandi á þessum
tíma hafi haft forsendur til að
standa á móti hugmyndinni um
sverðin tvö, hið guðlega og hið
konunglega.
Bergljót: Að vísu hafa menn
talað um frelsisbaráttu bænda í
Mið-Evrópu á þessum tíma.
Jón: Þeir sem óttast erlenda
ásælni og íhlutun og er umhugað
um að varðveita hér menningu,
tungu og sjálfstæði geta vitnað til
Sturlungu um þær hættur sem
smáþjóð stafar af því að hleypa
voldugum granna inn á gafl hjá
sér. Hákon konungur nær hér
völdum án þess að senda hingað
her, það gerðu hins vegar aðrir
síðar.
Jón Torfason: Það væri fróðlegt að eiga hópmynd af þeim bardagamönnum sem eftir lifðu, t.d. frá 1270.
Þeir hafa ekki verið frýnilegir, andlitin alsett Ijótum örum og margir limlestir.
lega, kannski af því að Ingibjörg
er allmiklu eldri en Gissur sem þá
er unglingur. En tengdafeðrun-
um er mikið í mun að halda
mægðunum. Svo segir í sögunni:
„Fóru þau Ingibjörg bæði til ein-
nar vistar og var þeirra hjúskapur
jafnan óhægur og segja það flestir
að hún ylli því meir en hann“ -
svo kemur þessi einstaka setning
- „en þó unni hún honum mikið."
Jón: Svo reyna feðurnir að
sætta þau með peningum eins og
segir í sögunni: „... gáfu þeir
þeim þá til samþykkis sín tuttugu
hundrað hvor þeirra og var þó
sem ekki gerði."
Bergljót: Frásögnin af Gissuri
og Ingibjörgu er hvorttveggja í
senn falleg lýsing á þversögnum
mannanna og höfðingjavaldinu í
samfélaginu.
Jón: ISturlunguerlíkalýstinn-
heimtuaðferðum sem kannski er
ekki vert að láta lögfræðinga
komast í. Dufgus Þorleifsson átti
fjárkröfu á hendur Þorgísli bónda
í Skorarvík: „En um sumarið fór
Dufgus og með honum Bjarni
Árnason fylgdarmaður hans og
nokkurir menn aðrir í Skorarvík
og tóku Þorgísl í hvílu og drógu
hann út og hétu honum fóthöggi
ef hann vildi eigi að Dufgus einn
réði þeirra á milli.“
Bergljót: í framhaldi af inn-
heimtuaðferðum má nefna
hvernig menn komast í álnir í
Sturlungu.
Örnólfur: Aðferðin er ekki
ósvipuð þeirri sem nú tíðkast á
verðbréfamarkaðnum þegar
menn æxla fé úr öreigð.
Bergljót: Gott dæmi er frá-
sögnin af Sighvati.
Órnólfur: Hann býr í Dölum,
þó ekki á föðurleifðinni í
Hvammi. Á Brjánslæk bjó Helga
Gyðudóttir, „hún hafði búfé fátt
en lendur góðar. Sighvatur lagði
jafnan stórfé til bús hennar en tók
í mót af lendum sem hann vildi og
dróst með því stórfé undir Sig-
hvat“ einsog segir í sögunni.
Bergljót: Sighvatur hirðir með
öðrum orðum af Helgu allan á-
góðan. Þar við bætist að hann á
vingott við hana, hann veitir
henni munúð sína og tekur af
henni féð í leiðinni. Er þetta ekki
eitthvað dæmigert?
Erlent vald
Örnólfur: Þegar sjálfstæðis-
baráttan var í algleymingi á 19.
öld lásu menn sína Sturlungu sem
dæmisögu um það hvernig ekki á
að hegða sér. í henni er lýst
flóknu valdatafli innlendra höfð-
ingja sem dreymdi kannski alla
Bergljót: Og af persónunum í
Sturlungu getum við líka lært
hvernig á að haida haus og gefast
ekki upp. Þegar Kolbeinn ungi
var að verða úti með menn sína í
kafaldsbyl skipaði hann þeim að
glíma til að halda á sér hita. Ein-
hvern veginn finnst mér að við
mættum muna oftar eftir Kol-
beini í bylnum.
Barist með grjóti
Jón: Sumir halda því fram að
efnahagsþróunin hafi ráðið miklu
um framvinduna á Sturlungaöld.
Efnahagur hafi þrengst og þjóðin
átt í erfiðleikum með að nálgast
erlendan nauðsynjavarning þar
sem skipakostur var rýr og land-
lægur skortur á gjaldeyri.
Örnólfur: Og dæmi um þröng-
an kost innanlands er rýr vopna-
búnaður. Þrátt fyrir miklar her-
farir og fjölmenni voru menn að
vegast á með deigum vopnum og
höfðingjar einsog Þórður kakali
áttu í basli með að vopna liðið. Þá
var gripið til elds eða grjóts.
Bergljót: Það réð stundum úr-
slitum í bardögum hver hafði
sankað að sér mestu grjóti. Kol-
beinn ungi hafði meira lið og
stærri skip í Flóabardaga, en
Þórður kakali hafði hvert sitt skip
drekkhlaðið af grjóti og það
skipti sköpum.
Örnólfur: Á þessum tíma er
einnig bryddað upp á ýmsum
óþokkalegum aðferðum við liðs-
öflun og beitt nýrri bardagalist. í
íslendingasögum koma varla
fyrir limlestingar og pyndingar.
Þær er á hinn bóginn algengar í
lýsingum Sturlungu, gamlir menn
og lasburða eru fóthöggnir eða
handhöggnir, unnið á konum og
börnum, smælingjum smalað í
herflokka með ógnum, og þannig
mætti lengi telja.
Jón: I bardögum eru ná-
kvæmar lýsingar á því hvernig
menn voru stungnir þar sem
brynjur og stálhúfur hlífðu þeim
ekki, t.d. í andlit og iður. Það
væri fróðlegt að eiga hópmynd af
þeim bardagamönnum sem eftir
lifðu, t.d. frá 1270. Þeir hafa ekki
verið frýnilegir, andlitin alsett
ljótum örum eftir spjótalög og
margir limlestir.
Sturla Þórðarson
Bergljót: Stofninn í Sturlungu
er íslendinga saga Sturlu Þórðar-
sonar. Sturla er auðvitað einn af
merkustu rithöfundum okkar.
Auk íslendinga sögu skrifaði
hann m.a. sögur Hákonar Nor-
egskonungs og Magnúsar laga-
bætis, tók saman eina gerð Land-
námu og sumir telja hann höfund
Grettis sögu. Sturla er góður
penni, næmur í lýsingum á
mönnum og atburðum og snjall
að leggja mönnum orð í munn.
Hann er líka gott ljóðskáld eins-
og Dalamenn eru yfirleitt og yrk-
ir sjálfsagt fleiri vísur í Sturlungu
en honum eru þar eignaðar.
Örnólfur: Sturla er ekki síst að
lýsa frændum sínum Sturlungum,
hann dvelur hjá Snorra ungur,
leggst í flakk með Órækju syni
Snorra, er í liði Sturlu Sighvats-
sonar í Apavatnsför og á Örlygs-
staðafundi, hann berst síðar með
Þórði kakala bróður Sturlu og
loks með Þorgilsi skarða frænda
sínum. Hann tekur þannig þátt í
öllum helstu atburðum Sturl-
ungaaldar og lifir hana af. Það
sýnir að hann er ekki bara góður
sagnaritari heldur einnig snjall í
veraldarvafstri, ólíkt föðurb-
róður sínum Snorra.
Jón: Raunar hefur Sturla verið
gagnrýndur fyrir þá mynd sem
hann dregur upp af Snorra. En
hann lýsir honum sem samsettum
manni. Dregur hvorki úr hæfni
hans til að koma ár sinni vel fyrir
borð né vanhæfni hans til að
halda sínum hlut, heldur á loft
skáldfrægð hans og orðspori á er-
lendri grund en sýnir í sömu
mund hvernig skopast var að
þeirri frægð hér heima, hann lýsir
Snorra sem klókum ráðagerðar-
manni sem stendur víða á bakvið
tjöldin en sýnir líka hvernig Sig-
hvatur bróðir hans getur nánast
vafið honum um fingur sér þegar
svo ber undir. Sturla dregur
sjaldnast upp svart-hvítar myndir
af því fólki sem við frásögn hans
kemur.
Einsog það
hafi gerst í gœr
Bergljót: Sturlunga lifir á
áþreifanlegan hátt með þjóðinni.
Menn eru enn að deila um hvað
gerst hefði ef Sturla hefði drepið
Gissur við Apavatn, hvort Sturla
hefði getað komist hjá Örlygs-
staðabardaga, hvort Snorri hefði
getað unnið Bæjarbardaga hefði
hann ekki runnið af hólmi, hver
framvindan hefði orðið ef Þórður
kakali hefði snúið heim frá sýslu-
mannsembættinu í Noregi,
o.s.frv. Meðan svo er lifir Sturl-
unga.
Jón: Rétt einsog hún hafi gerst
í gær.
-Sáf
Bergljót Kristjánsdóttir: Sturlungar hafa skáldskapargáfuna örugglega frá Guðnýju.
Forsíðumyndin er máluð af
Erró og er úr myndröð sem
hann hefur gert með hlið-
sjón af íslenskum miðalda-
bókmenntum.