Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 15. apríl 1988 85. tölublað 53. árgangur Skóflustunga Sorgarmarsá Tjamarfaakkanum Borgarstjóri byrjaður á ráðhúsiþótt endanleg afstaða borgarstjórnar liggi ekkifyrir. Pukrastmeð athöfnina Chopin gerðist senuþjófur á Tjarnarbakkanum í gær er borg- arstjóri tók fyrstu skóflustunguria að nýju ráðhúsi; sorgarmars eftir hinn fyrrnefnda hljómaði úr húsi einu í nágrenninu og gaf athöfn- inni mátulega angurværan blæ meðan hinn síðarnefndi hélt tölu sína. Ekki var margmenninu fyrir að fara er borgarstjóri byrjaði á ráð- húsinu, endá pukur eða handar- bakavinnubragur á boðuninni. Alltént höfðu sumir borgarráðs- manna ekki hugmynd um hvað stæði til fyrr en tveimur tímum áður en athöfnin hófst. „Þetta er of vitlaust til að geta verið satt," sagði Sigurjón Pétursson klukk- an hálftvö í gær er blaðamaður leitaði til hans um staðfestingu á athöfninni. Sagði Sigurjón að það hefði aldrei gerst að borgar- ráðsmenn væru boðaðir til at- hafnar á borð við þessa með svo skömmum fyrirvara. En laust fyrir klukkan tvö var hringt í hann neðan af borgarskrifstofum og hann látinn vita. Athöfnin hófst klukkan fjögur. Þetta pukur er rheð fádæmum, ekki síst í ljósi þess að borgar- stjórnarmeirihlutinn leitaðist við að reisa klapplið fyrr um daginn, og var hringt í Sjálfstæðisfólk frá hverfasamtökum flokksins. Ekki var að sjá að það hefði borið mik- inn árangur, og kom fjöldi borg- arstarfsmanna sem viðstaddir voru ' athöfnina.. í veg fyrir að þarna endurtæki sig einhvers konar tilbrigði við fámenna pípu- hattajarðarför í atómstöðvarstfl, en fámennar hljóta þær að hafa verið á meðan, einhverjar borg- arskrifstofurnar. í tölu sinni sagðist borgarstjóri finna til stolts og ánægju með undirbúning ráðhússbyggingar- innar. Þessi yfirlýsing er fróðleg í ljósi þess að afstaða borgar- stjórnar liggur ekki fyrir; borgar- stjórn er ekki búin að taka endan- lega afstöðu til ráðhússins og ger- ir ekki fyrr en 5. maí, þar sem borgarráð hefur vísað afgreiðslu málsins til fundar borgarstjórnar þann dag. Að auki er aðeins kveðið á um eina tegund af leyfum í bygging- arlögum og -reglugerðum: bygg- ingarleyfi. Þar kemur ekkert „graftarleyfi" til álita. Eins og kunnugt er hafa íbúar í nágrenni við væntanlegt ráðhús kært graftarleyfið fyrir byggingunni til félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og hefur hún fyrir sitt leyti óskað eftir umsögn borgaryfirvalda. Þau góðu yfir- völd láta hins vegar ekki svo lítið að ansa tilmælum ráðherra held- ur starta sinni ráðhússtarfsemi hvað sem tautar og raular. Ekki einasta er ráðherra hunsaður með þessari meðferð mála, held- ur og þeir sem málið er enn skyld- ara: íbúar þeir í grenndinni sem eiga eftir að hafa stórvirkar vinn- uvélar með sínu háværa skarki að nágrönnum næstu misserin, og síðan ráðhúsflikkið um alla fram- tíð. Sjá bls. 3 Heimurinn Vígbúnaðarkapp- hlaupið í höfunum Nær þriöjungur allra kjarnork- uvopna er í höfunum. Verið er að þróa ný og hættuleg vopn til sjó- hernaðar. Það ásamt nýrri hern- aðarstefnu Bandaríkjanna hefur stóraukið líkurnar á að styrjöld risaveldanna hæfist á sjó. Engu að síður hefur almenningur verið andvaralaus gagnvart þessari þróun. Sjá bls 8-9 Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna aö ráðhúsinu, og það þótt sanv þykki borgarstjórnar liggi ekki fyrir. Mynd: É.ÓI. Tangenskýrslan Pantaö plagg Fréttamenn sakaðir um þátttöku í svikamáli Þorleifur Friðriksson telur vinnubrögð Þórs Whiteheads óvönduð í skýrslu hans um Tang- enmálið sk. Hann telur skýrsluna benda til þess að niðurstaða hennar hafi verið pöntuð þar sem sagnfræðileg úttekt hans á málinu sé yafasöm. Ásökunum Þórs um að frétta- menn útvarps hafi verið þátttak- endur að svikamáli, vísar Kári Jónasson fréttastjóri RÚV á bug. Hann segir skýrsluna ekki verið gerða til annars en að sverta Fréttastofu Útvarps. Mennta- málaráðherra hafi pantað hana til að strá salti í sárin. Sjá bls. 3 Kaupfélagið á Húsavík Mikill taprekstur Mikill taprekstur varð á Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík á síðasta ári. Samkvæmt heimild- um Þjóðviljans nemur hann á bil- inu 50 til 60 milljónum króna. Helstu ástæður þessa er að kostn- aðarliðir, einkum laun og vextir, hafa hækkað mun meir en tekjur. Verið er að bregðast við þessu núna og m.a. hefur verið gripið til þess að segja nokkrum starfs- mönnum kaupfélagsins upp. Sjá bls 2 GenflAfganistan Samningar undirritaðir f gær lögðu utanríkisráðherrar Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Afganistans og Pakistans nöfn sín við samkomulag um málefni híns stríðsþjáða Afganistans. Sam- kvæmt samninghum munu allir sovéskir dátar, 115 þúsund tals- ins, verða kvaddir heim á níu mánuðum frá 15da maí næstkomandi. Eins verður öllum búðumskæruliða íPakistan lokað. Sjá bls.7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.