Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.04.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Húsrað fyrir húskariasamtökin Oddbergur Eiríksson skrifar Um fátt er meira skrifað og skeggrætt um þessar mundir en ráðhússbyggingu fyrir Reykja- víkurborg, enda mikið í húfi, varla verjandi að húsbændur séu á hrakhólum og nærri því húsn- æðislausir í sinni eigin borg. Ja, þó það nú væri. Segja má að mér sem „utan- bæjarmanni komi þetta mál harla lítið við, en því er ekki að neita að um er að ræða höfuðstöðvar höfuðborgar þjóðarinnar, sem ég er örlítill angi af og í öðru lagi eru blöðin, sem ég kaupi, yfirfull af þessari umræðu og með þeim hætti er maður nauðugur viljugur dreginn inn í umræðuna. Það er heldur ekki aldeilis að ófyrirsynju að ég á elleftu stundu læt málið til mín taka, því ég hefi um nokkurt skeið haft skarpa skoðun á málefninu. Að ég hefi ekki fyrr komið þessu sjónarmiði á framfæri staf- ar annarsvegar af óframfærni minni (ég uni því betur að hlusta þegar mér greindari menn tala), en að hinu leytinu finnst mér hug- myndin svo einföld og augljós að ég hefi búist við því hvern dag nú síðustu misserin að hún yrði fram sett af manni sem meira mark væri tekið á. En nú er mér ljóst að þessi hóg- værð mín verður ekki með nokkru móti afsökuð lengur, að ég ekki taki dýpra í árinni og segi stórháskaleg miðað við ágæti hugmyndarinnar, sem ég af innsæi mínu finn að allir hafa beðið eftir og læt ég nú formála lokið. Hugmynd þessi gerir ráð fyrir því að ráðhúsið verði í miðbæn- um og meira að segja á Tjarnar- svæðinu, eins og Reykvíkingar komast að orði. Að þessu leyti á hún samleið með flestum þeim hugmyndum sem fram hafa kom- ið áður. En munurinn er sá að hugmynd mín gerir ráð fyrir því að húsið verði „á“ en ekki „í“ Tjörninni, það er að segja, húsið á að vera á floti þannig að hægt sé að færa það úr stað eftir al- mennum þörfum eða þörfum hópa með sérþarfir. Finnst ykkur ekki hugmynd þessi aldeilis „brilliant", er ekki miklu fargi af ykkur létt? Lúkið þið ekki öll munni sundur og segið einum rómi: „Þessu hefi ég einmitt beðið eftir“? Varla ætti að þurfa að rök- styðja þetta „plan“, fremur að það mælti með sér sjálft. Samt langar mig til að benda á nokkra augljósa kosti. Húsið á sem sagt að vera á floti og hreyfanlegt. Notast má við þá teikningu, sem nú er áformað að byggja eftir, því eins og allir sjá svipar henni afar mikið til lýsinga og mynda sem nákvæmastar eru af Örkinni hans Nóa og er því vel við hæfi að mannvirkið sé á floti. Að mestu leyti verði húsið látið berast fyrir veðri og vindum og er með þeim hætti í sátt við höfuð- skepnurnar og þau öfl sem mestu eru ráðandi á hinum ýmsu svið- um þjóðlífsins. Gert er þó ráð fyrir því að hægt sé að hafa nokk- ur áhrif á ferðir hússins með utan- borðsmótor sem stýrt væri frá skrifborði borgarstjórans. Svo verður hægt að leggja húsinu við legufæri hvar sem er á Tjörninni. Einnig kæmi til greina að sund- fitjaféð drægi húsið úr einum stað á annan. Góðir hálsar. Setjið ykkur nú fyrir sjónir hversu hagkvæmt slíkt hús væri í byggingu og rekstri. Enginn kostnaður við grunn. Engin bílastæði. Engir árekstrar við nágranna og hvílíkur vinnu- staður. Yfirleitt væru landfestar leystar þegar skrifstofutími hefst og þá er eins gott að liðið sé kom- ið „um borð“. Mestanpart væri legið við stjóra úti á Tjörn, gæfi það meiri vinnufrið fyrir alls kon- ar rekistefnu manna sem alltaf vilja skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Að síðustu vil ég taka þetta fram: Öll mannanna verk orka tvímælis, er sagt, og er það sjálf- sagt rétt. Gæti ég þó trúað að of- angreind hugmynd, ef til fram- kvæmda kæmi, væri undanþegin þeirri reglu. En setjum nú svo að íbúar höfuðborgarinnar og jafnvel þjóðin öll yrði leið á ráðhúsinu sínu, þá væri ekkert einfaldara en að opna Lækinn og fleyta ráðhús- inu til hafs. Mætti þá selja það hæstbjóðanda, sem væntanlega yrði ráðhússlaus bær innan lands eða utan. Ef enginn kaupandi fengist með þau not fyrir augum mætti leggja því á þægilegan stað á sundunum og hýsa þar dýrasafn. Væri það þá með vissum hætti komið í hlutverk Arkarinnar hans Nóa, eins og hönnuðirnir hafa ef til vill reiknað með að hægt væri að gera. Með kærri kveðju til höfuð- borgarinnar minnar. Oddbergur Eiríksson er skipasmiður og býr í Njarðvík þar sem hann hefur unnið að sveitarstjórnarmálum. ,,Ab mestu leyti verði húsið látið berast fyrir veðri og vindum og er með þeim hætti ísátt við höfuðskepnurnar og þau öfl sem mestu eru ráðandi á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. “ Forgangsröð húmanista Ashildur Jónsdóttir skrifar virða forfeður okkar og allt það sem þeir hafa gert fyrir okkur og framtíðina. Peir höfðu skýrt tak- mark: að byggja upp þjóðfélagið. Forgangsröðin hjá þeim var líka eða eigum við að staldra við og ákveða hvernig þjóðfélag við vilj- um hafa hér, hvaða viðmiðanir ætlum við að hafa og hver er for- gangsröðin? ,Par verðurgóð og ókeypis heilbrigðis- þjónustafyrir alla og alvöru trygging- arkerfi sem þjónar þörfumfólksins og fólk mun getaframfleytt sér á 8 stunda vinnudegi. Allt misrétti milli kynja og aldurshópa mun heyrafortíðinni til. “ Síðustu tvær kynslóðir hefur orðið gífurleg þróun í þjóðfé- laginu hvað varðar efnislegan að- búnað fólksins. Pjóðin hefur breyst úr bændaþjóðfélagi yfir í þjónustu og upplýsingaþjóðfé- lag. Miklar breytingar hafa átt sér stað s.s. á húsnæði, skólum, sam- göngum og virkjunum. Við höf- um á þessum tíma byggt upp nú- tímaþjóðfélag með öllum helstu þægindum. Nú býr hér södd, vel- klædd þjóð sem getur ferðast vítt og breitt um landið. Pessi öra breyting er mjög já- kvæð. Við höfum fullnægt frum- þörfum okkar: að fæða, klæða og byggja yfir þjóðina. En það er eins og við höfum tapað áttum. Allir keppast við að byggja upp flott þjóðfélag - með enn meiri íburði í húsnæði, fylla íbúðirnar af hlutum, meiri föt og flottari og flestir borða tvöfalt meir en þeir þurfa daglega. Glamúrinn og glysið eykst með degi hverjum. Við höfum gleymt upphaflega markmiðinu og höldum að allt snúist bara um peninga. Hvað viljum við? í rauninni erum við að van- rétt, að fullnægja frumþörfunum: byggja hús, afla matar og klæða þjóðina. Takmarki forfeðra okkar er náð, en hvert er okkar takmark í dag? Ætlum við bara að halda áfram sama hringlandahættinum Það sem þjóðfélagið snýst um í dag eru fyrst og fremst peningar. Allar ákvarðanir um fram- kvæmdir eru teknar út frá við- miðuninni „hvað er hægt að græða mikið?“ Því verða sjálf- sögð mannréttindi eins og dag- vistun, húsnæði og heilbrigðis- þjónusta látin sitja á hakanum. Hins vegar er hægt að byggja flugstöð, Kringlu og ráðhús því það eru framkvæmdir sem skila gróða. Mismunandi gildismat Gildismat kerfisins segir að það sé gott að græða en slæmt að tapa. Það er ákveðin virðing bor- in fyrir þeim sem svíkur og prettar og græðir mikla peninga, byggir stórt hús með miklu dóti inní og keyrir um á 3 bílum, vegna þess að hann er duglegur. Gildismat húmanista er allt PJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Yfirverkstjóri (framleiðslustjóri) Blaðaprent hf. auglýsir eftir tæknimanni í prent- iðnaði til að annast yfirverkstjórn (framleiðslu- stjórn) hjá fyrirtækinu. Starfsmaður þarf að hafa víðtæka þekkingu á sem flestum sviðum prenttækninnar, hafa góða stjórnunarhæfileika, eiga auðvelt með samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini. Framkvæmdastjóri gefur frekari upplýsingar. BLAÐAPRENT HF. Síðumúla 14, s. 685233. annað. Við segjum: Það er gott þegar fólki líður vel og finnur fyrir frelsi. En það er slæmt þegar fólk er pirrað og ergilegt yfir sínu daglega lífi. Öll langar okkur til að líða vel og finnast eins og ekkert standi í vegi fyrir okkur. En það gerist ekki fyrr en forgangsröðinni í þjóðfélaginu hefur verið breytt þannig að velferð einstaklingsins verði í fyrirrúmi en ekki pening- arnir. í þjóðfélagi húmanista eru mannréttindi í forgangi. Þar verða engin húsnæðisvandamál eða nauðungaruppboð. Þar verð- ur góð og ókeypis heilbrigðis- þjónusta fyrir alla og alvöru tryggingarkerfi sem þjónar þörf- um fólksins og fólk mun geta framfleytt sér á 8 stunda vinnu- degi. Allt misrétti milli aldurs- hópa og kynja mun heyra fortíð- inni til. í þessu þjóðfélagi verður bros- að að þeim sem heldur að lífið og tilveran snúist eingöngu um að græða peninga, safna steinsteypu og hlutum. Þar verður lögð áhersla á að sinna því sem virki- lega skiptir okkur máli. Byggja okkur upp sem sterka og kraft- mikla einstaklinga sem hafa skýrt takmark í framtíðinni. Áshildur Jónsdóttir býr í Reykjavík. Hún er í landsráði Flokks mannsins. BÆNDASKOLINN HÓLUM í HJALTADAL HÓLASKÓLI AUGLÝSIR Starf forstöðumanns loðdýrabús skólans er laust til umsóknar. Fjölskylduíbúð á staðnum. Umsóknir sendist skólanum fyrir 1. maí n.k. Upplýsingar um starfið gefnar í síma 95-5961. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.