Þjóðviljinn - 20.04.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.04.1988, Síða 3
Sjónvarpið: Hrafninn látinn fljúga Vinnur ekki uppsagn- arfrestinn. Markús Örn: Röð afatvikum leiddi til brottrekstrar Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri hefur sent Ingva Hrafni Jónssyni fréttastjóra sjón- varpsins bréf þar sem hann segir upp ráðningarsamningi Ingva Hrafns með venjulegum fyrir- vara en biður hann jafnframt um að víkja þegar úr starfi sínu. „Vegna þeirra raða af atvikum sem átt hafa sér stað á löngu tíma- bili sá ég ekki annað fært, með tilliti til hagsmuna fréttastofu sjónvarpsins, en að segja upp Ingva Hrafni Jónssyni frétta- stjóra úr starfi yfirmanns frétt- astofunnar,“ segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri um þessa ákvörðun sína. „Þetta er endanleg ákvörðun mín að vand- lega athuguðu máli.“ Sem kunnugt er af fréttum lýsti út- varpsráð nýlega vantrausti sínu á Ingva Hrafn og hefur sú ákvörð- un örugglega legið til grundvallar gerðum Markúsar. I gærkvöldi var síðan haldinn fundur fram- kvæmdastjórnar sjónvarpsins en þar var ekki tekin efnisleg afstaða til málsins af hendi stjórnarinnar, enda valdið til að víkja Ingva Hrafni alfarið í höndum útvarps- stjóra. Staða fréttastjóra verður bráð- lega auglýst laus til umsóknar en á meðan gegnir varafréttastjór- inn, Helgi H. Jónsson, henni. -FRI Ingvi Hrafn „Lit með stolti yffir farinn veg“ Óskar stofnuninni alls góðs. Engar ástœður til- greindar fyrir brottrekstri Ingvi Hrafn Jónsson lét frá sér fara eftirfarandi yfirlýsingu í kjölfar uppsagnarbréfsins sem honum barst frá útvarpsstjóra: „Á þessum tímamótum lít ég hik- Iaust með stolti yfir farinn veg og gleðst yfir því trausti sem frétta- stofa sjónvarpsins nýtur þrátt fyrir að á stundum hafi gefið á bátinn eins og verða vill. Ég óska stofnuninni alls góðs eins og ég hef ávallt gert í starfi mínu sem fréttastjóri. Ég hefði að vísu viljað að starfsferli mín- um við stofnunina lyki með öðr- um hætti. Nú er bara að snúa sér af krafti að nýjum verkefnum." Aðspurður sagði Ingvi Hrafn einnig að engar ástæður hefðu verið gefnar fyrir uppsögn hans í bréfinu sem honum barst frá út- varpsstjóra í gærmorgun. -FRI FRÉTTIR nn • •• • 1 jornin Hafnargarðurinn að rísa Vörubílar eru þegar byrjaðir að keyra grús ofan í Tjörnina. Fyrstu stálþilin hömruð niðurífyrstueðaannarri viku maí Verktakarnir hafa nú hafist handa við að koma hafnar- garðinum fyrir í Tjörninni. Upp- fyllingin kemur til með að taka a.m.k. viku og verður þá dælt upp úr ráðhússlóðinni öllu því vatni og öllum þeim leir sem þar er nú. Að því loknu verður svo tekið til við að koma stálþiljunum í bergið og er áformað að fyrsta þilið verði barið niður í fyrstu eða annarri viku maí. Guðjón Samúelsson hjá ístaki stjórnar framkvæmdum við Tjörnina og sagði hann í samtali við Þjóðviljann að íbúarnir við Tjarnargötuna þyrftu vonandi ekki að missa svefn vegna barátt- unnar við stálið því fyrirhugað væri að fá vökvadrifinn „víbra- sjónshamar“ en hann er að sögn Guðjóns talsvert hljóðlátari en loft- og díseldrifin verkfæri sömu náttúru. Guðjón sagði einnegin að hans von væri að ekki þyrfti að koma til þess að unnið yrði lengur en 10 tíma á dag því mennirnir væru ekki par glaðir með að vinna lengur. Það mundi þá þýða að íbúarnir þyrftu ekki að missa svefn vegna barsmíða fram á rauða nótt og svefnfriður unga- barna yrði að mestu tryggður. Guðjón sagðist vona að þeir þyrftu ekki að vinna lengur en fram að kvöldmat en að auðvitað reglusamþykktar þess efnis að 22.00, ef þeir nauðsynlega mundu þeir nýta sér ákvæði lög- leyfilegt sé að hamra frá 7.30 til þyrftu. _tt Vörubílarnir keyra nú hvert hlassið á fætur öðru í Tjörnina en gröfumaðurinn segir að endurnar á Tjörninni séu „sko engar mótmælendur"; þeir hafi verið óáreittir fram að þessu. Mynd E.ÓI. Stúdentapólitíkin/SÍNE Sjálfstæðisflokkurínn hér Sjálfstœðisflokkurinn að tryggja sér vinnufrið í LÍN. Breytingar á námslánum framundan Framboði Sambands ungra sjálfstæðismanna innan SINE er sennilega ætlað að tryggja Sjálfstæðisflokknum frið við væntanlegar breytingar á reglum Lánasjóðsins. Formaður SÍNE sejgir listaframboð SUS í stjórn SINE vera níðingsverk. Frétt Þjóðviljans af listafram- boðinu hefur kallað fram við- brögð. í Morgunblaðinu þann í gær var Örn Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í Álverinu í Straumsvík, einróma kosinn formaður Málm- og skipasmiðasambands íslands og 14.apríl segir Jónas Egilsson, einn frambjóðenda listans, SÍNE hafa brugðist í kynningu fram- bjóðenda. Kristján Ari Arason formaður SÍNE segir þetta fjar- stæðu; kynning á frambjóðend- um hafi verið send öllum náms- mönnum erlendis. „Hins vegar barst okkur aldrei nein ósk frá fimmmenningunum um sérstaka kynningu á þeim, þau hafa ekki sýnt neinn áhuga á að starfa að tekur hann við formennsku af Guðjóni Jónssyni sem hefur gegnt stöðu varaformanns og for- manns sl. 24 ár. undirbúningi stjórnarkjörsins en voru kynnt eins og aðrir í kynningu SUS-listans segir að með framboði sínu vilji hann koma í veg fyrir pólitíska mis- beitingu á SÍNE. Páll Þórhalls- son, einn þeirra einstaklinga sem eru í framboði, sagði í Morgun- blaðinu þann ló.apríl þessa klá- súlu hljóma eins og öfugmæla- vísu. Kristján Ari sagðist ekki vita til annars en SUS væru stór- pólitísk samtök. Afskipti þeirra af SÍNE væru ákaflega ósmekk- leg og í hrópandi andstöðu við þá ópólitísku grímu sem þau bregða upp. Þetta er sama röksemda- færslan og Vaka, félag hægri- manna í SHÍ hefur notað.„Sam- kvæmt þessari skilgreiningu eru allir í stjórnmálum nema Sjálf- stæðisflokkurinn" sagði Kristján Ari. Frambjóðendur voru allir kynntir sem einstaklingar. Á bakvið tjöldin fer SUS svo af stað með leynilegt listaframboð og misnotar félagaskrá SÍNE í því sambandi eins og sagt hefur verið frá í Þjóðviljanum. Framboðskynning SUS-listans var einungis send þeim náms- mönnum sem fimmmenningarnir töldu til stuðningsmanna Sjálfs- tæðisflokksins.„Þetta sýnir svo ekki verður um villst að hér er um stórpólitískt framboð Sjálfstæðis- flokksins að ræða,“ sagði Krist- ján Ari. Þetta listaframboð hefur farið mjög leynt, svo leynt að stjórn SÍNE vissi ekki af því. For- maður SÍNE skorar á fimmmenningana að sýna sóma sinn í að draga framboð sitt til baka. - hmp Nýr formaður MSÍ Miðvikudagur 20. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3 og þar Hallgrímur Snorrason. Bankaráð Útvegsbankans: Hallgrímur formaður - Gísli gekk út Hallgrímur Snorrason hag- sýslustjóri var kjörinn for- maður bankaráðs Utvegsbank- ans á fundi þess í gær. Við þessi tíðindi gekk Gísli Ól- afsson úr ráðinu en hann var fyrr- verandi formaður og taldi sér stöðuna vísa. Báðir gáfu þeir kost á sér í embættið og mun Gísli ekki hafa verið látinn vita af málalok- um fyrr en rétt áður en fundur bankaráðsins hófst. Við sæti Gísla í ráðinu tók varamaður hans, Baldur Guðlaugsson. -FRI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.