Þjóðviljinn - 20.04.1988, Blaðsíða 7
Alþingi
Framhaldsskóla
fyrir alla?
Stjórnarfrumvarp umframhaldsskóla verður líkast til að
lögumfyrirþingslit. Um 30% nemendafara ekki íframhalds-
nám eða detta út úr námi. Deilt um valddreifingu
Á fundi í neðri deild alþingis í
gær var tekið til annarrar um-
ræðu frumvarp menntamálaráð-
herra um framhaldsskóla. Haust-
ið 1974 var skipuð nefnd til að
gera tillögur um skipan fram-
haldsskóla og var lagafrumvarp,
sem byggði á tillögum hennar,
lagt fram á þingi í febrúar 1977.
Síðan hafa sjö stjórnarfrumvörp
verið lögð fram um málið en ekk-
ert þeirra hefur náð fram að
ganga.
Menntamálanefnd efri deildar
þríklofnaöi um það frumvarp
sem nú liggur fyrir þinginu. Guð-
mundur G. Þórarinsson mælti
fyrir álita meirihluta nefndarinn-
ar en minnihlutinn klofnaði í
tvennt. Þórhildur Þorleifsdóttir
ásamt öðrum þingmönnum
Kvennalistans, leggur fram ýms-
ar breytingartillögur. Ragnar
Arnalds leggur til mjög viðamikl-
ar breytingar sem byggja á skóla-
málastefnu Alþýðubandalagsins.
Fyrirliggjandi frumvarp er
samið af 7 manna nefnd er Sverrir
Hermannsson skipaði í desember
1985. í henni sátu 7 karlmenn og í
umræðunum í gær gagnrýndi Þór-
hildur Þorleifsdóttir alþingis-
maður það að engin kona skyldi
hafa verið í nefndinni. Benti hún
á að konur væru mun fjölmennari
en karlar í skólastarfi.
Þórhildur benti á að það væri
heldur kaldranalegt að ræða þessi
mál á sama tíma og ríkisvaldið
stæði í kjarastríði við kennara og
óvíst væri hvernig tækist að
manna framhaldsskólana næsta
haust. Frumvarpið byggði um of
á svokölluðum þörfum atvinnu-
veganna en það vantaði í það
menntastefnu. Hætta væri á að
íslendingar yrðu rík þjóð en þó
blásnauð að öllu nema efnalegum
gæðum.
Ragnar Arnalds fyrrverandi
menntamálaráðherra lagði fram
fjölmargar breytingartillögur við
frumvarpið og byggja þær á hug-
myndum sem Alþýðubandalagið
hefur sett fram um skipulag
skólamála. Hann taldi einkum
þrjú grundvallaratriði gera það
að verkum að frumvarpið þyrfti
lagfæringa við.
í fyrsta lagi yrði um allt of
mikla miðstýringu að ræða í
skólakerfinu. Það kemur t.d.
fram í því að menntamálaráð-
herra á að skipa alla skólanefnd-
armenn samkvæmt tilnefningum
sem hann á sjálfur að setja reglur
um. Ráðherra á að skipa skóla-
meistara óháð vilja skólanefndar
og ráðherra á að skipa fasta kenn-
ara óbundinn af tillögum
skólanefndar og skólameistara.
í öðru lagi kæmi ekki nógu
skýrt fram í frumvarpi ráðherra
að framhaldsskólinn ætti að vera
fyrir alla en ekki bara þau 70%
sem nú stunda þar nám. „í stað
þess að þeir, sem heltast úr lest-
inni, séu ekki hæfir til framhalds-
náms er eðlilegra að líta svo á að
framhaldsskólakerfið hæfi ekki
öllum nemendum og eigi að gera
sig hæft til að bjóða öllum upp á
þroskamöguleika sem henta;
nám sem þeir ráða við.“
í þriðja lagi komi fram í frum-
varpinu skilningsleysi á aðstöðu
minni skóla í dreifbýlinu því að
það geri ráð fyrir svipuðum
kostnaði af hverjum nemanda
hvort heldur hann er í litlum eða
stórum skóla. Það væri auðsætt
að kostnaður í litlum skólum væri
meiri á hvern nemanda, þótt ekki
væri nema vegna þess að oft væru
þar fáir nemendur í grein.
„Vandamál af þessu tagi verða
ekki leyst með þríliðureikningi.
Búist er við að neðri deild
greiði atkvæði um breytingartil-
lögur í dag og að jafnframt verði
frumvarpið tekið til þriðju um-
ræðu. Fer þá málið til efri deildar
og er almennt við því búist að það
verði að lögum áður en þing er úti
þar sem þetta er ekki eitt af þeim
frumvörpum ríkisstjórnarinnar
sem stjórnarflokkarnir eru ekki
sammála um.
ÓP
Framhaldsskólafrumvarpið
Dregið úr kennslu
á landsbyggðinni
Rekstrarframlag miðað við nemendafjölda.
Fámennir skólar dýrari í rekstri.
Þrengt kosti dreifbýlisskólanna
Einn af meginþáttunum í
gagnrýninni á framhaldsskóla-
frumvarp ríkisstjórnarinnar er
að í því komi fram skilningsleysi á
starfi skóla utan þéttbýlissvæðis-
ins við Faxaflóa. í frumvarpinu
er gert ráð fyrir að framlög ríkis-
sjóðs til rekstrar framhaldsskóla
skuli við það miðuð að sem næst
jafnhátt framlag komi á hvern
nemanda í fullu námi hvar sem er
á landinu.
í greinargerð sinni um frum-
varpið segir Ragnar Arnalds m.a:
„Augljóst er að kostnaður á
nemanda er ekki sá sami í litlum
skólum og stórum. Oft eru tvöfalt
og jafnvel þrefalt fleiri nemendur
í kennslustundum á skólasvæðum
þar sem nemendur skipta tugum
þúsunda en í skóla sem á að
fullnægja námsþörf nemenda á
tilteknu svæði þar sem aðeins eru
200-300 nemendur í aldursár-
gangi, jafnvel færri. Vandamál af
þessu tagi verða ekki leyst með
þríliðureikningi. Það er ofur-
einföldun á veruleikanum og slík
dæmi ganga aldrei. Skólameistar-
ar í minni framhaldsskólum hafa
á það bent að þessi þröngu
ákvæði geti haft í för með sér
stórminnkað námsframboð í
minni skólum.“ .
Vitnað var í ummæli eins
skólameistara utan af landi um
það að yrðu ákvæði frumvarpsins
um jafnhátt rekstrarframlag á
alla nemendur að lögum yrði
dregið úr kennslu í framhalds-
skólum úti á landsbyggðinni sem
nemur starfi allt að 80 kennara.
ÓP
Tilkynning frá
Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur
Verslunar- og skrifstofufólk, sýnum
samstöðu í komandi verkfalli, sem
hefst á miðnætti aðfaranótt föstudags-
ins 22. apríl.
Mætið því til verkfallsvörslu á föstu-
dagsmorguninn, í Húsi verslunarinnar,
9. hæð.
Hringið í síma 687100 og látið skrá
ykkur til verkfallsvörslu.
Mikilvægt er að algjör samstaða ríki í
þessum aðgerðum. Stöndum saman í
kjarabaráttunni.
Síminn er 687100.
VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJA-
VÍKUR
VERKFALLSSTJÓRN
Notaðu
endurskinsmerki
og komdu heil/l heim.
Forval
Ætlunin er að bjóða út uppsteypu viðbyggingar
við Háskólabíó. Nýbyggingin er kjallari (1.937
m2) og ein hæð (1.896 m2). Heildarrúmmál
15.915 m3. Grafið hefur verið fyrir viðbygging-
unni. Auk uppsteypu skal verktaki ganga frá
þökum hússins, setja í og ganga frá gluggum o.fl.
Áætlaður framkvæmdatími er um 1 ár.
Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram fari
könnun á hæfni þeirra verktaka sem bjóða vildu í
verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem
áhuga hafa, boðið að taka þátt í forvali og munu
4-5 verktakar fá að taka þátt í lokuðu útboði, ef
hæfir þykja.
Forvalsgögn verða afhent á Innkaupastofnun
ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,-kr.
skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilað á
sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 26. apríl kl.
15:00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7, PÓSTHÓLF 1450, 125 REYKJAVÍK.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7