Þjóðviljinn - 20.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.04.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. apríl 1988 89. tölublað 53. órgangur Enga mjólk verður að fá eftir helgi vegna þess að engar pantanir verða afgreiddar frá Mjólkursamsölunni eftir daginn í dag vegna fyrirhugaðs verkfalls verslunarmanna. Ungi maðurinn á myndinni fær þó ekkert frí því mjólkin verður unnin í osta og duft. Mynd: Sig. Sjónvarpið Ingvi Hrafn látinn víkja Markús Örn Antonsson hefur vikið Ingva Hrafni Jónssyni fréttastjóra sjónvarpsins úr starfi og var ekki getið um ástæður þess í uppsagnarbréfinu sem barst Ingva Hrafni í gærmorgun. Markús Örn segir að þetta sé endanleg ákvörðun sín, tekin að vandlega athuguðu máli. Ingvi Hrafn segir að hann líti stoltur yfir farinn veg en hefði kosið að starfsferli sínum á sjón- varpinu lyki með öðrum hætti. Sjá bls. 3 Mölinni mokað íTjömina Nú hefur verið hafist handa við að fylla Tjörnina á því svæði sem kallað er vinnusvæðið fyrir ráð- húsið. Vörubflar moka nú hverju hlassinu á fætur öðru af möl í þetta svæði en endur og álftir fylgjast forvitnar með. Sjá bls. 3 Verslunarmenn MJOLK EFTIR HELGI Fyrirhugað verkfall verslunarmannafarið að hafa áhrif ápantanirámjólk. Undanþágur veittarfyrirdagblöð. Flug lamast. Borgarráð: Lágmarkslaun ekki undir 42 þúsundum. Forseti borgarstjórnar: Styð tillöguna heilshugar Engar mjólkurpantanir verður hægt að afgreiða frá Mjólkur- samsölunni eftir daginn í dag vegna fyrirhugaðs verkfalls versl- unarmanna sem skellur að öllum líkindum næstkomandi föstudag. Þó verður engri mjólk hellt nið- ur, heldur verður hún unnin í osta og duft. Verkfallsstjórn VR hefur ákveðið að veita dagblöðum undanþágu frá komandi verkfalli þar sem þau séu nauðsynleg til upplýsingaöflunar. A fundi borgarráðs í gær mælti Karfa Haukar íslands- meistarar Pálmarmeðll þriggja stiga körfur „Þetta var einn rosalegasti úr- slitaleikur fyrr og síðar," sagði Einar Bollason að leikslokum eftir að liðið sem hann setti upp fyrir 5 árum vann íslandsmeist- aratitilinn í körfubolta. Það eru líklega orð að sönnu því leikurinn var tvíframlengdur þegar Haukum hafði í bæði skiptin tekist að jafna á síðustu sekúndum. Þeir voru enn á ferð- inni undir lokin þegar Reynir skoraði úrslitakörfuna 3 sekúnd- um fyrir leikslok. Sjá bls.15 Sigurjón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, fyrir sameiginlegri tillögu minnihluta- flokkanna f borgarráði, þar sem segir að lágmarkslaun borgar- starfsmanna verði ekki undir 42 þúsundum króna á mánuði fyrir fullan vinnudag. Afgreiðslu til- lögunnar var frestað en forseti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, styður tillöguna heilshugar. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.