Þjóðviljinn - 20.04.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 20.04.1988, Qupperneq 4
LEIÐARI Persaflóastríðið og almenningsálitið Allt í einu ryðst Persaflóastríðið inn í dagsfréttirnar enda gengur ekki lítið á. Nú er ekki „barasta" um það að ræða að Irak hafi beitt eiturgasi í stríði sínu við íran, eða að íranir hafi misst hundrað þúsund manns á einu bretti í misheþþnaðri stórsókn í óshólmum Shatt-el-Arab. Nei - Bandaríkjamenn hafa ákveðið að refsa íran fyrir tundurduflahernað þeirra á olíuslóðum með því að eyðileggja tvo olíuborpalla, íranir snú- ast til varnar, það kemur til meiriháttar sjóorustu. íranir hóta að hefna sín á Bandaríkjamönnum um heim allan. Þessi tíðindi minna okkur rækilega á það að viðteknir siðir í fréttaflutningi eru hlaðnir „kynþáttafordómum", ef svo mætti að orði kveða. Fréttamiðlum þykja stríð og átök eins og þau sem verða í Nicaragua eða Afganistan miklu merkilegri en Persa- flóastríðið. Ekki vegna þess að menn hafi verulegan áhuga á pólitískum valkostum í þessum löndum, heldur vegna þess að risaveldin styðja við bakið á þeim sem í bardögum standa, gera þeirra málstað að sínum. Og það viðheldur athygli heimsins og sterkum dómum um stríðsaðila, að við erum að horfa á heims- tafl, það er spurt um það hvort Sovétríkin og Bandaríkin séu að vinna á eða tapa í Þriðja heiminum svonefnda. Þessir f réttasiðir eru afleitir vegna þess, að með þeim er mjög úr því dregið að menn reyni að setja sig inn í þýðingarmikil vandamál tengd þróunarmöguleikum landa Þriðja heimsins, spurningar um það hvernig þau geti við nútímanum tekið sér til gagns. Persaflóastríðið hefur staðið lengur og er að líkindum orðið mannskæðara en nokkur önnur styrjöld sem háð hefur verið síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. En við verðum margsinnis vör við það, að áhugi á þessu stríði er mjög takmarkaður. Vegna þess fyrst og fremst að stríðsaðilar eru ekki beinlinis skjólstæðingar hvorki Sovétríkjanna né heldur Bandaríkjanna og mjög lítill áhugi á því í Kreml og Washington að nota fjand- skap milli þessarra ríkja til að heyja þar „staðgenglastríð" svonefnt. Og þar eftir blómstra með okkur „kynþáttafordóm- arnir“ - við gefum dauðann og djöfullinn í rök stríðsins, þetta eru allt lítt skiljanlegar væringar tengdar óskiljanlegri Múham- eðstrú, æ er við öðru að búast af þeim villta og tryllta lýð? hugsa menn - og finnst það miklu meira mál ef fimm írar týna lífi í Belfast en svosem hundrað þúsund íranir einhversstaðar sunnan við kortið. Það eina sem menn hafa einhverjar áhyggj- ur af eru áhrif þessa stríðs á olíuverð í heiminum. En semsagt: nú eru Bandaríkin á hraðri leið beint inn í hernaðarátökin - og þá í rauninni við hlið íraka þótt það hafi aldrei staðið til. Vafalaust hafa ráðamenn í Washington viljað forðast að svo færi, en sjálf hin hefðbundna staða og hegðun stórveldis teymir það hæglega í gildru. Bandarísk stjórnvöld töldu sig þurfa að hafa mikinn flota á Persaflóa til að tryggja oíuflutninga um svæðið. En menn spáðu því snemma að flota- nærveran yrði næsta takmörkuð vörn olíuflutningum - hins- vegar kæmi að því að bandarísk vopn og skip á flóanum yrðu tekin í notkun eftir vissu likindalögmáli vígbúnaðaruppbygging- ar. Sú spá hefur nú ræst. Góð ráð hafa reynst dýr þeim sem hafa haft tilburði til að fara með hlutverk sáttasemjara um frið eða að minnsta kosti vopnahlé í Persaflóastríðinu. Að sönnu mun auðveldara að fá írak til að fallast á a.m.k. vopnahlé, en öðrum ríkjum veitist samt erfitt að styðja við bakið á stjórninni í Bagdad til að knýja vopnahlé fram - m.a. vegna herfilegra fregna um eiturgas- hernað íraka í Kúrdistan nýverið. Engu að síður sýnist það eins og komið er skynsamlegast ráð til að slökkva ófriðarbál við Persaflóa, að austrið og vestrið taki höndum saman um að skrúfa fyrir vopnasölu til stríðsaðila og þá fyrst írana. Einhvers- konar samræmt vopnasölubann sýnist eina ráðið sem um gæti munað í þessu máli. En það ráð verður ekki auðvelt í fram- kvæmd - því margir eru það sem græða á kaupmennsku dauðans og sterk eru þau öfl sem hafa grátið það þurrum tárum að tvö af helstu ríkjum hins íslamska heims héldu sem allra lengst áfram að taka hvort öðru blóð og þrótt. KLIPPT OG SKORIÐ *'*vO /,'"***' ""/.u *+•?> '♦'SJ Ifi.c 'T+X'lt CM'Í *•!., 1*1*1 A._ 0+)x, if/. * , •/> 7+(t » '/ 9 ♦ .» Eining sönn Öllum er það ljóst að í grundvallaratriðum er stefna núverandi ríkisstjórn- ar sú hin sama og uppi var höfð í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Við síð- ustu kosningar missti ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar meirihluta sinn á þingi og varð að finna sér þriðja hjól undir vagninn. Krata þyrsti í völd og tóku því að sér fegins hendi að tryggja fallinni ríkisstjórn framhaldslíf. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar komst á koppinn og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn gátu haldið áfram að stjórna landinu í anda þeirrar sömu ofurtrúar á frjálshyggjuna sem einkenndi síðustu ríkis- stjórn. Það varskiptumfor- sætisráðherra en allir gera sér grein fyrir því að að ekki var um neina stefnu- breytingu að ræða. Kratarnir í ríkisstjórn hafa verið óhemj u duglegir við að reyna að sýna fram á að þeir hafi átt erindi í ráð- herrastólana. Þettahafa samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn kunnað að nota sér og leyft krötunum að gera ýmis miður vinsæl mál að sínum. Þannigerhinnal- ræmdi matarskattur orðinn að vörumerki Jóns Baldvins og þar með Alþýðuflokks- ins. Vanmáttugirtiiburðir Jóns Baldvins við að segja þjóðinni að matarskatturinn sé forsenda velferðar hafa hjálpað Framsókn og íhaldi við að vera stikkfrí í málinu. „Já, bölvaður matarskatur- inn er afleitur,“ segja þeir, „en það er ekki gott að eiga við hann Jón Baldvin." Áhyggjur krata En nú eru kratarnir að vakna upp við vondan draum og í Alþýðublaðinu í gær birtist leiðari þar sem fjallað var um vonsku heimsins. „í núverandi stjórnarsam- starfi hefurA Iþýðuflokkur- inn tekið stjórnarsáttmálann og ábyrgð ríkisstjórnarinnar af mestrialvöru. Alþýðu- flokkurinn bjóstekki við miklum hrósyrðum eða húrrahrópum fyrir að takast á við alvarlegan efnahags- vanda sem samstarfsaðilarn- ir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstœðisflokkurinn, skildu við eftir eitt mesta góðæri íslenska lýðveldisins. Alþýðuflokkurinn sýndi festu, vilja og mikla ábyrgð við að skila hallalausum fjár- lögum; við að taka ríkis- fjármálinföstum tökum og gjörbylta tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs. Endauppskar Al- þýðuflokkurinn aðeinspólit- ískar óvinsœldir um tíma og dalandi fylgi samkvœmt skoðanakönnunum. “ Af hógværð og lítillæti Þarna talar býsna grát- gjörn raust en Guðlaugi Tryggva Karlssyni hagfræð- ingi og nokkurs konar hirð- skáldi krataráðherranna er ekki grátur í hug í grein sem birtist eftir hann í D V í gær. Þar er enn blásið til orustu til að efla vinsældir Alþýðu- flokksins. „Hvert einasta spor Al- þýðuflokksins í þessari ríkis- stjórn hefur beinst að því að vernda lítilmagnann í þjóðfélaginu og reyna frek- ar að millifæra frá þeim sem beturmega sín. Smám sam- an er að renna upp fyrir þjóðinni að JónBaldvin Hanníbalsson er ekki aðeins sonur alþýðunnar heldur berst hjarta hans einungis fyrir alþýðu þessa lands hversu mikið sem andstæð- ingarnir reyna að afflytja það. Frekar lætur hann krossfesta sig með fastgengi ogskuldasöfnun, helduren að stofna til gengisfellingar sem hann hefur ekki sam- þykktar hliðarráðstafanir fyrir hjá verkalýðshreyfing- unni til að vernda kaupmátt hinnalægstlaunuðu." Blæbrigðamunur Hér kveður við nokkuð annan tón en í síðasta við- skiptablaði Morgunblaðs- ins. Þarerviðtal viðJón Baldvin þar sem rætt er um hugsanlega gengisfellingu: „Varðandi hinn kostinn - stórfellda gengisfellingu - sagði fjármálaráðherrann að allir væru sammála um að hún kœmi því aðeins að gagni að samfara henni kæmifrysting á laun. Sú að- gerð myndi hins vegar verða til þess eins að þrýsta launþegahreyfingunni sam- an á ný og leiða til slíkra átaka í þjóðfélaginu að þá leið yrðiað telja ófæra af pólitískum ástæðum. “ Morgunblaðið fer ekki eins nærfærnum höndum um ráðherrann og Guð- laugurTryggvi. Þaðerdálít- ill munur á því að vera á móti gengisfellingu nema til- komi samþykki verkalýðs- hreyfingarinnar við hliðar- ráðstöfunum eðaað telja gengisfellingu ófæra leið vegna þess að hún yrði til þess að þjappa verkalýðs- hreyfingunni saman. Það er eins og Morgunblaðsmenn átti sig ekki á þeim stóra- sannleik sem er endapunkt- urinn við grein Guðlaugs Tryggva: Háð en eigi lof? „Pað mega þó launþegar vita að meðan heitt alþýðu- flokkshjarta slœr við stjórn- völinn ífjármálum þjóðar- innar verða hagsmunir lít- ilmagnans hafðir að leiðarljósi íöllum aðgerð- um.“ Getum við treyst frásögn- um Guðlaugs Tryggva? Er kannski ekkert að óttast meðan krataöðlingar og synir alþýðunnar ráða ferð- inni? Hér áður fyrr vildu menn gjarnan trúa hirð- skáldum. Talið var að kon- ungar með sæmilega sjálfs- virðingu leyfðu það ekki að skáld lygju upp á þá afreks- verkum sem ættu enga stoð í raunveruleikanum. Snorri Sturluson sagði í formála að Heimskringlu: „En það er hátturskálda að lofa þann mest, erþá eru þeir fyrir, en enginn myndi það þora að segja sjálfum honum þau verk hans erallir þeir, erheyri, vissiaðhé- gómi vœri ogskrök ogsvo sjálfurhann. Það væriþá háð en eigi lof. “ Snorri var nokkuð glúrinn karl. ÓP þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, óttar Proppé. Fróttastjóri: LúövíkGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríöur Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjórhBjörnlngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúia 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.