Þjóðviljinn - 20.04.1988, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.04.1988, Qupperneq 5
33 Aðskilnaður dómsvalds Enginn er dómari í eigin „Megininntakið í þessu frum- varpi er að enginn er dómari í eigin sök, ekki einu sinni sýslu- menn,“ segir Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra um frumvarp sitt um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds sem lagt hefur verið fram til kynningar á alþingi en verður ekki tekið til afgreiðslu fyrr en á næsta þingi. „Hér er um mikilvægt hagsmunamál fyrir þjóðina að ræða auk þess sem frumvarpið leiðir til bættrar þjónustu fyrir al- menning á sviði dómsmála." Ljóst er að töluverð andstaða er á þingi gegn þessu frumvarpi, einkum af hálfu framsóknar- manna. Aðspurður um hvort hann eigi von á að frumvarpið nái í gegn óbreytt segist Jón viss um að meginreglur þess hljóti sam- þykki þingsins og að hann hafi góða von um að frumvarpið fái eðlilega þingmeðferð. Á blaðamannafundi sem ráðherrann hélt til kynningar á frumvarpinu kom fram að gert er ráð fyrir að stofnaðir verði 8 hér- aðsdómstólar sem taki við dóms- valdi í héraði en sýslumenn hafi áfram með höndum innheimtu ríkistekna, lögreglustjórn og margvísleg önnur verkefni á sviði framkvæmdavalds. Fjöldi sýslu- manna verði óbreyttur. Harðasta gagnrýnin á frum- varpið hefur komið frá Sýslu- mannafélagi íslands en Jón segir þessa gagnrýni vera misskilda hagsmunagæslu enda hafi sýslu- menn forgang að þeim störfum sem skapast er frumvarpið verð- urað lögum. Á blaðamannafund- inum las Jón uppúr bréfi sem honum hefur borist frá einum sýslumannanna, Pétri Kr. Haf- stein á ísafirði, en í því bréfi segir m.a: „Það gegnir mikilli furðu að félagar í Sýslumannafélagi ís- lands skuli ekki sjá af þvíhagræði og framför að gera þær breyting- og umboðsvalds Sýslumenn með misskilda hagsmunagœslu. Þeir fá forgang að störfum. Qrökstuddar fullyrðingar um kostnaðarauka ar á réttarfari og dómstólaskipan er tryggi sem best sjálfstæði dóm- stóla bæði gagnvart stjórnvöldum og almenningi." Annað sem gagnrýnt hefur Á DAGSKRA Friörik Indriðason skrifar: verið er að mikill kostnaðarauki felist í frumvarpi þessu en Jón segir það ekki rökstuddar fullyrð- ingar. Að bætt sé við héraðsdóm- stólum á Norðurlandi vestra, Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi þýðir um 30-35 milj- ónir króna á ári en þann kostnað- arauka þarf ekki endilega að rekja beint til frumvarpsins. Bætt þjónusta Eins og fram kom hér að fram- an felast í frumvarpinu umtals- verðar bætur á þjónustu dóm- stóla við almenning. Of langt mál er að telja þær allar upp en nefna má sem dæmi að hluti af breyting- unum sem fylgja í kjölfarið er að allir undirréttardómstólar í Reykjavík verða sameinaðir í einn héraðsdóm og að sifjamál- efni, svo sem meðferð beiðna um skilnað að borði og sæng og veiting leyfa til lögskilnaðar, sem verið hafa í höndum dómsmála- ráðuneytisins, verði flutt í hendur sýslumanna. Er nú unnið að endurskoðun löggjafar er um þessi mál fjalla í ráðuneytinu. Og þá er ótalið eitt mál sem ýtir mjög á að þetta frumvarp verði að lögum og það er að nú er fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassborg rekið mál sem varpar skugga á íslenskt réttarfar. Flestir kannast við þetta mál en ein málsvörn íslenska ríkisins í því er einmitt þetta frumvarp sem nú hefur verið lagt fram til kynning- ar. -FRI VIÐHORF Dagur friöarins I tilefni af pólitískri lausn Afganistan-vandans Frá því ég var barn hef ég haft illan bifur á staðhæfingunni „stríð er stríð,“ sem runnin er frá ein- hverjum með afskræmdan hugs- unarhátt. Það er vegna þess að ég man árið 1941 þegar nasistar réð- ust á okkur og móðir mín bar mig í fanginu í endalausum straumi flóttafólks burt frá stríði og dauða, man, þegar ég þjáðist af hungri og gat ekki gengið sjálfur þegar ég var 5 ára, man sprengju- árásirnar og eldana, hópa limle- stra og örkumla þríhyrndu ums- lögin hræðilegu, þarsem fólki var skýrt frá falli ættingja, sem bárust til fjölskyldu minnar og nágrann- anna - auk þess sem ég man ótal sorgaratburði styrjaldarinnar, sem kostaði föðurlandið 20 milj- ónir mannslífa. Ég, barnið, skildi það þá þeg- ar, að þessi styrjöld, sem við vor- um ekki upphafsmenn að, var háð í vörn og barist fyrir rétt- lætið, en engu að síður hefur hún ætíð verið tákn slíks hryllings og þjáninga í huga mínum, að ekk- ert hefur komist í hálfkvisti við hana. Það er sennilega þess vegna sem ég hef aldrei ritað svo mikið sem eina línu um Afganistan. Ég hef ekki lagt ættjarðarástina á hilluna, og ef til vill er ég orðinn enn meiri ættjarðarvinur en hér áður fyrri, en í mínum augum var þetta stríð. Og það var ekki fyrr en nú, þegar fréttir bárust af því að þar væri búið að ákveða Dag friðar - og við skulum vona að sú dagsetning standist - að ét taldi mig geta fjal- lað um þetta mál. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég tel lausn mála í Afgan- istan beina afleiðingu þess, sem nefnt var „Reykjavíkurandinn" í október 1986 og verður kallað það um ókomna tíð í annálum mannkynsins. Míkhaíl Gorbat- sjov kallaði þann merka f*nd „undanfarna kjarnorkuvopna- lauss heims" og sagði hann hafa markað „söguleg tímamót“ og átti þá auðvitað við frið í heimin- um, en að þeim mörkum á og getur hinn nýi pólitíski hugsunar- háttur borið okkur. Það er óumdeilanlegt að hinn helming í vopnabúrunum, er að renna upp friður í Afganistan. Já, og það var gert á nýjan máta: Djarflega, með sveigjan- leik, með tilliti til ýmissa stað- reynda í hinum innbyrðis tengda heimi okkar (þessi formúla Mík- haíls Gorbatsjovs er undirstaða hins nýja hugsunarháttar, því hljóta lesendur að vera sammála, og ég vil halda því fram að hún sé óhjákvæmileg undirstaða hans). Forsetahöllin í miðborg Kabúl nokkurra daga. Undirritun samkomulags í Genf skapar hag- stæðar aðstæður til að leysa öll vandamál er varða þjóðarsátt í Afganistan og til að koma á póli- tískri lausn á þessum slóðum... „Langþráður friður íAfganistan sem erfitt hefur verið að koma á er ótvírœð staðfesting áþeim „nýja hugsunarhœttiu sem Mikhaíl Gorbatsjov hefur boðað en ýmsir hafa efast um að alvara vœri á bak við. “ langþráði friður í Afganistan, sem hefur verið svo erfitt að koma á, er sönn staðfesting á þessum nýja hugsunarhætti, ein einhver lét þau ummæli falla um hann: Já, Gorbatsjov er alltaf að tala um einhverja „nýja afstöðu". Þetta eru innantóm orð! Sýnið okkur í verki hvað hér er átt við! Það var sýnt í verki í Reykja- vík. í Washington var það gert þannig að í fyrsta skipti í hinni löngu og styrjaldarhrjáðu sögu mannkynsins, fékk það í hend- urnar samning um upprætingu heillar tegundar kjarnorku- vopna. Og nú þegar líður að fjórða fundi leiðtoganna, þar sem ef til vill verður ákveðið að fækka um Dæmið sjálf! Nýlega var Gorbatsjov í Tas- hkent, en þangað kom hann til að hitta Najibullah, forseta Afgan- ska lýðveldisins, í því skyni að finna sem fyrst leið út úr vand- ræðunum og sagði hann þá: Við í framkvæmdanefnd flokksins höf- um skoðað það ástand, sem skapast hefur, og tekið með í reikninginn hina margslungnu hagsmuni og höfum fundið leiðir, sem við teljum að gefi möguleika á að ljúka málum í Afganistan með góðum árangri. Og það þannig að hægt verði að undirrita samkomulag milli Afganistans og Pakistans og jafnframt viss plögg af hálfu okkar og Bandaríkja- manna sem ábyrgðaraðila innan Og það þarf ekki að orðlengja þetta - Sovétríkin og Afganistan hafa gert með sér samkomulag, þar sem þetta er sett fram skýrt og greinilega: í kjölfar fundar síns í Tas- hkent, komust M.S. Gorbatsjov og Najibullah að sameiginlegri niðurstöðu um eftirfarandi: 1. Sovétríkin og Afganistan munu starfa í anda þeirra yfirlýs- inga sem þau gáfu út þann 8. fe- brúar 1988. Þær voru hvati á póli- tískt samkomulag um hina svæð- isbundnu deilu, sem var svo erfið viðfangs og gerðu kleift að koma viðræðunum á grundvöll raun- hæfra lausna. 2. Aðalritari miðstjórnar KFS og forseti Afganska lýðveldisins telja að nú hafi verið rutt úr vegi síðustu hindrunum á braut samkomulagd og sé það að þakka góðri samvinnu allra, sem hlut áttu að máli, og nú beri að undir- rita samkomulagið sem allra fyrst. Báðir aðilar meta mikils fram- lag framkvæmdastjóra SÞ og per- sónulegs fulltrúa hans, Diego Cordovez. Forseti Afganska lýðveldisins fagnar því að Sovétríkin og Bandaríkin skuli vera reiðubúin að vera ábyrgðaraðilar þeirra samninga sem gerðir voru í Genf. 3. Sovétríkin og Afganistan staðfesta að verði gengið fljót- lega frá samkomulaginu, muni verða áfram í gildi sá sáttmáli, sem gerður var milli Afganistan og Sovétríkjanna, um að sovésku hersveitirnar hverfi frá Afganist- an á því tímabili, sem tiltekið er í samkomulaginu og hefst brott- flutningur 15. maí nk. 4. Stefna þjóðarsáttar gerir kleift að koma málum á þessum slóðum í lag, stöðva styrjöldina og bræðravígin og koma á friði á öllu landsvæði landsins, mynda samsteypustjórn með aðild allra afla, sem eiga sér fulltrúa í af- gönsku þjóðfélagi, þar á meðal þeirra sem nú eru á öndverðum meiði. 5. Afganir sjálfir og engir aðrir munu ákvarða endanlega stöðu Afganistans meðal annarra ríkja. Sovétríkin ítreka stuðning sinn við yfirlýsingu Najibullah forseta um að Afganistan skuli vera sjálf- Miðvikudagur 20. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.