Þjóðviljinn - 20.04.1988, Side 6

Þjóðviljinn - 20.04.1988, Side 6
fTilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík vorið 1988 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseiganda, án frekari við- vörunar. Þeir, sem óska eftir sorptunnum, hreinsun eða brottflutningi á rusli á sinn kostn- að, tilkynni það í síma 18000 eða 13210. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Meistaravelli, Sigtún, Grensásveg og við Jaðar- sel í Breiðholti. Eigendur og umráðamenn ó- skráðra umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opn- um svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: mánudaga—föstudaga kl. 08—21 laugardaga kl. 08—20 sunnudaga kl. 10—18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í um- búðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfs- mennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild halda skátarnir í Kópavogi sína árlegu kaffisölu í Félagsheimili Kópavogs (uppi) frá kl. 3—6. Hlaðborð með girnilegum kökum. Einnig verða skátarnir með kaffi, vöfflur og rjóma í Digranesi meðan á skemmtiatriðum stendur. Styrkið okkur í starfi! KVENNADEILDIN URTUR & SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Staða bókavarðar við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vél- skóla islands er laus til umsóknar. Starfið felst í skipulagningu og umsjón með safni sem verið er að koma upp sameiginlega fyrir skólana. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 17. maí nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 8. þing Landssambands iðnverkafólks Kjaramálaályktun VERUM VIÐBUIN AD BEITA ARl 0KKAR Pað erfráleitt að kenna láglaunafólki um viðskiptahallann og verðbólguna. Gengisfellingsem ekkiyrði bœtt íkaupiyki enn á ójöfnuðinn og verður ekkiþoluð Margir sigrar hafa unnist í bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar á síðustu árum og áratugum fyrir bættum kjörum og félagslegu ör- yggi s.s. almannatrygginum, at- vinnuleysistryggingum, lífeyris- sjóðum og úrbótum í húsnæðis- málum. Þrátt fyrir það er Ijóst að margir búa enn við kröpp kjör. Ekki síst þeir sem hafa orðið fyrir áföllum vegna veikinda og slysa. Allir kannast við erfiðleika aldr- aðra að fá víst og öruggt skjól og þörfin fyrir íbúðir í félagslega íbúðakerfinu - verkamanna- íbúðakerfinu - lýsir betur en nokkur orð þeim mikla vanda sem hundruð fjölskyldna sem engan samastað hafa, eiga í. Til lausnar þessum samfélags- legu vandamálum verður verka- lýðshreyfingin að beita afli sam- takamáttarins og knýja á um pól- itíska lausn. Þótt hreyfingin verði að eyða mikilli orku í glímunni við atvinnurekendur um krónur og aura, yfirvinnuálög eða vinnu- tíma verður hún einnig og ekki síður að beita afli sínu til lausnar þeim félagslegu vandamálum sem blasa við og hafa það ætíð í huga, sem mest er um vert, ör- yggi og velferð félaganna. Hörð átök framundan Þrátt fyrir nýgerða samninga verður fólk að búa sig undir harða baráttu fyrir auknum kaupmætti og félagslegu öryggi. Samningurinn frá því í mars s.l. gerir ekki betur en að stöðva kaupmáttarhrapið eða halda í horfinu ef best lætur. Kaupmátt- artap síðustu mánaða, sem varð vegna matarskattsins og stór- hækkaðara þjónustugjalda, og annarra aðgerða stjórnvalda, er óbætt. Enn verður því allur þorri verkafólks að mæta auknum út- gjöldum og minnkandi kaup- mætti og óhóflegri vinnu, sem í fjölda mörgum tilfellum stefnir heimilum og heilsu verkafólks í hættu. Átta stunda vinnudagur með lífvænlegum launum er fyrir marga ennþá aðeins fjarlægur draumur. Verkalýðshreyfingin verður að vera samtaka um að gera þann draum að veruleika. Þingið varar við að áfram verði haldið á þeirri braut að ætla lág- launafólki að taka á sig áföllin af óráðsíu í þjóðfélaginu. Það er fráleitt að kenna láglaunafólki um viðskiptahallann og verð- bólguna. Gengisfelling sem ekki yrði bætt í kaupi yki enn á ójöfn- uðinn og verður ekki þoluð. Þingið heitir á heildarsamtökin að vera viðbúin því, að beita afli sínu til varnar lífskjörum launa- fólks ef að þeim verður vegið. Árangur í réttindamálum Fastlaunasamningarnir sem gerðir voru á síðasta ári skiluðu iðnverkafólki umtalsverðum ár- angri í kaupmætti,en þann árang- ur tókst ekki að tryggja að fullu í síðasta samningi. Nokkur ávinn- ingur vannst í réttindamálum verkafólks með flutningi á rétt- indum á milli vinnustaða. Það skref er mikilvægt, þótt stutt sé, þar sem aldrei áður hefur verið Ijáð máls á neinu slíku. Á þessu sviði verður að ná miklu lengra. Fjöldi iðnverkafólks hefur mátt þola uppsagnir eftir áratuga starf hjá sama fyrirtæki og tapað þar með réttindum sem samfellt starf á sama vinnustað gefur. Fólk flytur með sér mikla verkkunn- áttu og reynslu en nýtur þess ekki í réttindum. í komandi samning- um verður verkalýðshreyfingin að ná því marki að fólk haldi áunnum réttindum þótt það taki upp störf á nýjum vinnustað. Samstöðu í hreyfingunni Verkalýðshreyfingin var ekki samstíga við gerð síðustu samn- inga og hefur það bæði kosti og galla. Gallarnir eru augljóslega þeir að hreyfingin er veikari gegn samstöðu atvinnurekenda, en kostirnir, að stór hópur fólks verður þátttakendur við gerð samninganna og fær þar með dýr- mæta reynslu, sem annars fengist ekki. Þing Landssambands iðn- verkafólks telur að auðveldlega megi þetta fara saman, þ.e. sam- staða hreyfingarinnar og beint og traust samband við vinnustaðina. Reynsla okkar iðnverkafólks við gerð fastlaunasamninganna á síð- asta ári og gott samstarf við trún- aðarmenn og aðra félagsmenn við síðustu samninga sanna það. Samband forustunnar og hins óbreytta félagsmanns má lengi bæta og það er brýn nauðsyn að virkja hinn almenna félagsmann í verkalýðshreyfingunni til baráttu komandi ára. Árangurinn er undir því kominn hvernig til tekst. Landssamband iðnverkafólks Ályktun um kjaramál kvenna Þrátt fyrir lög um jafnrétti kynjanna er langt frá því að svo sé í reynd, hvað launakjör varðar. Konur njóta ekki launaskriðs eins og algengt er hjá körlum. Allar kannanir sýna, svo ekki verður um villst, að konur eru langtum launalægri en karlar í sambæri- legum störfum. í dag kallar þjóðfélagið á vinnuframlag kvenna. Konur eiga því ekki völ á öðru en að taka fullan þátt í at- vinnulífinu. Því verða þær að hætt að líta á sig sem annars flokks vinnuafl og gera kröfur til að fá sín störf metin til jafns við karla. Konur geta ekki lengur sætt sig við að fá ekki að fullu rétta hlut- deild í launum fyrir vinnuframlag til þjóðarbúsins. VIÐHORF stætt, óháð og hlutlaust ríki. Þar er gengið út frá því að landsvæði þessa lands eða hluti þess skuli aldrei nýttur í fjandsamlegu markmiði gegn nágrönnum þess, en á því sviði heldur Afganska lýðveldið áfram stefnu góðrar grannasambúðar og samstarfs. Þetta á jafnt við um Sovétríkin, Kínverska alþýðulýðveldið, Ind- land, Pakistan og Iran. Sovéskir aðilar styðja yfirlýsingu forseta Afganistans þess efnis, að innan- lands skuli fyrirkomulagið vera fjölflokkakerfi í stjórnmálum og fjölsvæðakerfi í efnahagsmálum. 6. Það er afar mikilvægt að hrinda stefnunni um þjóðarsátt í framkvæmd, svo að hægt sé að skapa skilyrði fyrir afganska flóttamenn, sem nú eru í Pakistan eða öðrum löndum, til að snúa heim og skapa þeim jafnan rétt á við aðra þegna landsins. Sovét- ríkin munu aðstoða Afganistan við það. 7. Á grundvelli hefðbundinnar og sögulegrar vináttu eru Sovét- ríkin reiðubúin að vinna með Af- ganistan að því að endurreisa efnahag landsins og stuðla að efnahagslegri og félagslegri þró- un Afganska lýðveldisins. 8. Aðalritari miðstjórnar KFS og forseti Afganska lýðveldisins hvetja önnur ríki til að stuðla að þvf að festa frið og þjóðarsátt í sessi í Afganistan og virða Genf- arsamkomulagið. Það gæti orðið gott fordæmi þegar um er að ræða lausn á öðrum svæðisbundnum átökum. Já, þetta er einmitt það sem við viljum öll: Að vopnabrakið og skothríðin þagni í Austurlöndum nær, í Mið-Ameríku og í Afríku, að allar deilur verði leystar við samningaborðið, jafnvel þó að þær séu erfiðar viðfangs, en ekki á orrustuvellinum, svo að Dagur friðarins megi renna upp alls staðar og um ókomna tíma. Dr. Vladimír Verbenko, yfirmaður APN á íslandi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.