Þjóðviljinn - 20.04.1988, Side 9
Umhverfismál
Ráðhús
undir
sjávar-
máli
Búist við að yfirborð sjávar hœkki um
1,4 má næstu öld við Islands strendur.
Gengið útfrá 15 cm hœkkun sjávarmáls
við útreikninga á ráðhúsinu
Allt bendir til þess að ráðhús
Davíðs Oddssonar, borgarstjóra,
verði komið undir sjávarmál þeg-
ar líða tekur á næstu öld því búist
er við að yfirborð sjávar við Is-
land muni hækka um 1,4 m á 21.
öldinni.
í greinargerð sem Árni Hjart-
arson, jarðfræðingur, gerði fyrir
samtökin Tjörnin lifi, segir m.a.
að í umræðunni um skipulagsmál
miðbæjarins í Reykjavík hafi lítt
verið hugað að þessum málum.
„Menn eru að leggja á ráðin
um sífellt niðurgrafnari bygging-
ar. Fyrirhugað ráðhús við Tjörn-
ina og nýbygging Alþingis eiga
t.d. að hafa gríðarmikla kjallara.
Þau eru því viðkvæm fyrir öllum
breytingum á ástandi grunn-
vatns. Ef menn hugsa sér að þessi
mannvirki eigi að standa í meira
en mannsaldur verður þegar í
upphafi að gera ráð fyrir sjávar-
borðsbreytingunni og áhrifum
hennar."
Ráöhúsið viökvæmt
fyrir breytingunum
Árni segir að gera megi ráð
fyrir því að sjávarflóð muni ógna
mannvirkjum í Kvosinni og að
nauðsynlegt verði að byggja flóð-
varnargarða. Grunnvatnsborð og
grunnvatnsþrýstingur mun
hækka á miðbæjarsvæðinu.
Vatnsborð Tjarnarinnar mun því
hækka nema því verði haldið
niðri með sífelldri dælingu.
„í núverandi borgarskipulagi
verða fá hús viðkvæmari fyrir
þessum breytingum en einmitt
fyrirhugað borgarráðhús," segir
svo orðrétt í greinargerðinni.
Árni benti á að Almenna
verkfræðistofan geri ráð fyrir að
sjávarmál muni hækka um 15 cm í
útreikningum sínum á ráðhúsinu.
Gróðurhúsa-
áhrifin
Vegna mengunar í lofthjúpi
jarðar og svonefndra gróður-
húsaáhrifa, sem af henni stafa,
mun loftslag á jörðinni fara hlýn-
andi á næstu áratugum að mati
vísindamanna. Veðurfræðingar
gera þannig ráð fyrir að á næstu
áratugum muni meðalhiti á jörð-
unni hækka um 3 gráður á celsíus.
Á norðlægum og suðlægum
breiddargráðum er þó talið að
hækkunin verði meiri.
Hlýnandi loftslag mun á tvenn-
an hátt valda því að yfirborð sjáv-
ar rís, samkvæmt greinargerð-
inni. í fyrsta lagi munu jöklar um
allan heim bráðna og skreppa
saman en leysingavatnið frá þeim
mun valda almennri hækkun í
heimshöfunum. í hinn stað hitna
efstu lög sjávar um allan heim og
Æddi hrönn, en hræddist þjóð,
hús og stræti flóa;
sást ei þvílíkt syndaflóð
síðan á dögum Nóa.
þegar efni hitnar þá þenst það út.
Á íslandi bætist svo landsig við
en jarðfræðingar eru almennt
sammála um að við strendur
landsins eigi sér stað stöðugt sig.
Landsig
Menn hafa einkum veitt land-
sigi athygli við suður og suðvestur
strönd landsins. Örnefni sýna að
verulegar breytingar hafa orðið á
afstöðu láðs og lagar frá land-
námstíð. Þannig eru Seltjörn á
Seltjarnarnesi og Lambhúsatjörn
og Skógartjörn á Álftanesi ekki
lengur tjarnir heldur sjávarvíkur.
Geldinganes við Reykjavík,
Knarrarnes á Mýrum og Langa-
nes í Hornafirði eru nú eyjar. Þá
hefur fjörumór fundist neðan
sjávarmáls á nokkrum stöðum
við landið.
f grein sem Jón Jónsson, jarð-
fræðingur, skrifaði í 2. tbl.
Sveitarstjórnarmála árið 1985
kemur fram að öskulag frá gosinu
í Öræfajökli árið 1362 er óhreyft í
fjörumó í A-Skaftafellssýslu hátt
á þriðja metra neðan við flóðfar.
Miðað við jafnt landsig frá 1362-
1951 reynist sigið vera 3-4mm að
jafnaði á ári, eða 30-40 cm. á öld.
Spáð í
hækkun sjávar
Vísindamenn eru ekki sam-
mála um hversu mikið sjávaryfir-
borð muni hækka á næstu öld,
hinsvegar eru þeir allir sammála
um að það muni hækka. í
greinargerð Árna er gengið út frá
að yfirborðið hækki um 1,1 m. á
næstu öld en við það bætist svo
landsig upp á 30-40 cm. Samtals
gerir það 1,4-1,5 m.
Þessar tölur þykja tiltölulega
varkárar og bjartsýnar og eru
ýmsir vísindamenn á því að yfir-
borð sjávar muni hækka enn
meira. Stærsti óvissuþátturinn í
útreikningunum eru viðbrögð
Suðurheimskautsíssins við hlýn-
andi loftslagi. Hallast ýmsir að
því að hann muni bráðna mun
hraðar en spáin gerir ráð fyrir.
Hefnd Móður
náttúru
Tímaritið Newsweek gerði ýt-
arlega úttekt á gróðurhúsaáhrif-
unum og eyðingu ósonslagsins í
mars í fyrra og kallaði samantekt-
ina „Hefnd náttúrunnar“. Þar er
dregin upp mynd af árinu 2037.
„Viðvörunarskilti um flóð hafa
verið sett upp í París og Ffladelf-
íu. Stræti New Yorkborgar eru
fjögur fet undir vatni og meiri-
hluti íbúanna hefur flúið lengra
inn í landið.“
Aðrir þættir myndarinnar eru
sjúkdómar einsog húðkrabbi,
sem hafa aukist gífurlega vegna
eyðingar ósonlagsins. Rækju og
krabbaveiði bregst einnig. Já-
kvæðu fréttirnar eru þær að á
norðurslóðum er hægt að fara í
sólbað í nóvember og túrismi til
heimskautasvæðanna hefur
aukist mikið. Síbería er
brauðkarfa heimsins, þar sem
kornrækt stendur þar í miklum
blóma.
í greinargerð Árna er gengið út
frá því að meðalhiti hækki um 3
gráður á næstu öld en í
Newsweek segir að sumir vís-
indamenn telji að hitastigið muni
hafa hækkað um 5 gráður um
miðja næstu öld. Hitastig jarðar
hefur hækkað um hálfa gráðu frá
miðri síðustu öld en árin 1980,
1981 og 1983 eru þau þrjú ár sem
meðalhitinn hefur mælst hæstur.
Hætta af flóðum
Landhæðin í Kvosinni er víða á
bilinu 3^4 m skv hæðarkerfi
Reykjavíkurborgar. Austur-
völlur er 3,3 m yfir sjávarmáli og
yfirborð Tjarnarinnar liggur 2 m
yfir sjávarmáli í sama kerfi.
Hæstu flóð í Reykjavík á síð-
ustu árum hafa verið 2,85 m en
skv útreikningum Hafnarmála-
stofnunar eru á 50 ára fresti flóð í
Reykjavík sem ná 3 metrum og á
aldarfresti flóð sem ná 3,1 m.
í greinargerð Árna segir að
Kvosin standi það lágt að hún er
við hættumörk í verstu sjávar-
flóðum og raunar neðan við þau.
Það sama gildi um byggðina á
Eiðisgranda, Breiðabólstaða-
hverfið á Álftanesi og fleiri staði
suður með sjó og á suðurströnd-
inni.
„Menn skulu minnast þess að í
Básendaflóðinu fræga 1799
flæddi yfir Eiðisgranda svo Sel-
tjarnarnesið varð eyja og slíkt
hefur reyndar gerst oftar, síðast
árið 1934. Básendaflóðið var ein-
stætt á sinni tíð en nú ef sjór fer að
hækka verulega verða slík flóð æ
tíðari."
Að lokum skulum við tilfæra
hér lokaorð greinar Jóns í
Sveitarstjórnarmálum.
„En þú, sem tilheyrir stærsta
hóp byggjenda og byggir yfir þig
og þína fjölskyldu, áreiðanlega
ekki alltaf án verulegra erfið-
leika, þér vil ég ráða að huga vel
að því, hvar þú setur hús þitt, því
ég veit, að þú „vilt að það skuli
ekki hrapa“. -Og svo bollaleggja
menn um ráðhús á bakka Tjarn-
arinnar í Reykjavík.
-Sáf
Heimildir:
Byggðaskipulag og hækkandi sjá-
varmál, greinargerð Árna Hjartar-
sonar, jarðfræðings, fyrir samtökin
Tjörnin lifi.
„Ef þú byggir þú vinur", grein eftir
Jón Jónsson, jarðfræðing, í 2. tbl.
Sveitarstjórnarmála, 1985.
Nature revenge, grein í
Newsweek, 2. mars 1987.
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9
Sjávarágangur
Framreiknað Básendaflóð
Gunnar Gunnarsson: Vegna landssigs og hœkkandi sjávarborðs yrði flóð á borð við Básendaflóðið 1799
til að fœra Kvosina duglega í kaf
í Básendafióðinu fræga í byrj-
un árs 1799 fiæddi yfir Eiðis-
granda og fyrir vikið varð SeL
tjarnarnesið að eyju um hríð. í
Arbók Jóns biskups Helgasonar
segir að hvorki hafi verið fært
mönnum né hcstum, og hefur
hann eftir heimildarmanni að
„fimm álnum hefði sjór gengið
hærra, þverhníptu máli, en í öðr-
um stórstraumsflóðum.“
Gunnar Gunnarsson, verk-
fræðingur, sem sæti á í bygginga-
nefnd Reykjavíkur fyrir hönd Al-
þýðubandalagsins, sagði að-
spurður um talnafróðleik þennan
að vart væri unnt að leggja trúnað
á fimm álna flóð umfram stór-
straumsflóð, enda jafngilti það
um þremur metrum. Öðru máli
gegndi um þá athugasemd að
ekki hefði verið hægt að fara ríð-
andi yfir eiðið, og væri síst ofílagt
að áætla út frá þessu að sjórinn
hefði verið um eins metra djúpur.
- Hæðarlega eiðisins í dag er
um 2.7 metrar yfir sjávarmáli
miðað við óhreyft land, og það er
mýrin þarna ennþá, sagði Gunn-
ar: Af grein Jóns Jónssonar, „Ef
byggir þú vinur,“ sést að landssig
hefur verið um 30 til 40 senti-
metrar á öld, og að því gefnu er
varlega áætlað að land hafi sigið
um hálfan metra síðan í Básenda-
flóðinu 1799. Út frá sömu heim-
ild má ætla að sjávarborð hafi
hækkað um 20 sentimetra síðan
þá. En fjölmargir vísindamenn
eru þeirrar skoðunar að sjávar-
borð muni hækka til muna örar á
næstu áratugum, eins og alþjóð-
leg umræða um þessi mál er
órækur vottur um, sagði Gunnar.
- Hæð Kvosarinnar í dag er á
bilinu 3.3 metrar til 3.4 metrar á
mjög stóru svæði. Miðað við
samanlagt landssig og hækkun
sjávarborðs - 70 sentimetrana -
hefur Eiðið verið í sömu hæð árið
1799 og Kvosin er í dag.
- Það er að sjálfsögðu skylt að
taka tillit til þess að Eiðið liggur
eitthvað opnara fyrir úthafsöld-
unni en Kvosin, og fyrir bragðið
er nákvæmur samanburður óger-
legur, sagði Gunnar. En í raun-
inni skiptir það ekki höfuðmáli;
hitt stendur eftir að flóð á borð
við Básendaflóðið mundi færa
Kvosina duglega í kaf.
- Annað eins stórflóð og Bás-
endaflóðið 1799 hefur ekki kom-
ið síðan, sagði Gunnar, en dæmi
eru um önnur minni sem nálgast
það þó. Þannig varð stórflóð ná-
lægt 1934 sem einnig færði Eiðið
á kaf og gerði eyju úr Seltjarnarn-
esinu. Hið uggvænlega við þetta
mál er það að ef sjór fer að hækka
verulega á næstu áratugum verða
slík flóð æ tíðari ef að líkum
lætur. Eða með öðrum orðum:
Eftir því sem sjávarborðið hækk-
ar þarf minna til að atburður á
borð við Básendaflóðið verði að
veruleika.
HS