Þjóðviljinn - 20.04.1988, Síða 10
„Buldi við
brestur"
Yfirstjórn Framsóknarflokksins
hefur ákveðið að kveðja miðstjórn
flokksins saman til fundar á næst-
unni. Það er mun fyrr en til stóð og
sætir því nokkrum tíðindum. Hið opin-
bera tilefni fundarins er talið það að
miðstjórnin sé ætlað að móta
ákveðnar tillögur í efna-
hagsmálunum, sem ráðherrar flokks-
ins leggi svo fram í ríkisstjórninni. Er
mál til komið því mánuðir eru nú liðnir
síðan Steingrímur flutti sína frægu
Rómarbrunaræðu og lýsti því yfir, að
nú mættu raunhæfar aðgerðir ekki
dragaststundinni lengur. En ekkert
bólar á slökkviliðinu. Ráðherrar
Framsóknarflokksins halda áfram að
leika í gítarhljómsveitinni á meðan
logarnir leika þjóðfélagið. Og nú hef-
ur Framsókn loksins komist að þeirri
niðurstöðu að slökkvitækin séu ónýt.
Þá er miðstjórnarfundur kallaður
saman til að smíða ný og ekkert hægt
að gera fyrr en því „anstálti" er lokið.
Á meðan verður bara að fara sem
fara vill.
Ráðherrar Framsóknarflokksins
hafa aldrei flutt neinar tillögur í efna-
hagsmálunum, segjasamráðherrar
þeirra í hinum flokkunum. - Jú, víst,
segir Steingrímur, - þetta er ósatt.
Þjóðin er hinsvegar engu nær um það
hver segir satt og hver ósatt.
Steingrímur gæti sannað sitt mál með
því að birta tillögurnar, ef þær eru til.
Það hefur hann ekki gert. Þessvegna
læðist að manni sá grunur, að
Steingrímur sé með svartan blett á
tungunni. Yfirlýsingar Framsóknar-
manna um það, að þeir fái litlu ráðið
um framvindu efnahagsmálanna af
því að þeir hafi ekki „fengið" forsætis-
, fjármála-, eða viðskiþtamálastó-
lana, (er ekki Steingrímur með utan-
ríkisviðskiptin?), styðja einnig þenn-
an grun. Svo gegnsæar híalínsafsak-
anir getur hinsvegar enginn tekið al-
varlega. Auðvitað ber ríkisstjórnin í
heild ábyrgð á gerðum sínum eða að-
gerðaleysi. Að halda öðru fram er
bara ómerkilegur kattarþvottur. Loks
styður áformið um miðstjórnarfund-
inn eindregið þá skoðun að ráðherrar
Framsóknarflokksins hafi engar
efnahagsmálatillögur lagt fram í ríkis-
stjórninni, þrátt fyrir yfirlýsingar Stein-
gríms fyrir mörgum mánuðum um að
allt væri þá komið á ystu nöf. Eða því
skyldu samráðherrar Framsóknar-
flokksins gera meira með tillögur
miðstjórnarfundarins en þærtillögur,
sem ráðherrar flokksins segjast sjálfir
hafa gert? Ætli það sé ekki sönnu
næst að miðstjórnarfundurinn sé
fyrst og fremst kallaður saman til þes
að segja ráðherrum flokksins að for-
ða sér úr ríkisstjórninni áður en þakið
fellur?
- mhg
í dag er
20. apríl, miðvikudagur, síðasti dagur
vetrarog þar með Einmánaðarlok.
Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 5.37
en sólsetur er kl. 21.18.
Atburðir:
Þjóðleikhúsið vígt 1950. Einokun-
arverslun innleidd á íslandi 1602. Ell-
efu stúdentar hertaka sendiráðið í
Stokkhólmi 1970 og halda því um það
bil eina klst.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Framfarirnar í Sovétríkjunum hafa
verið svo stórstígar síðustu fimm árin
að það er eins og maður komi í annað
land, (viðtal við Halldór Laxness). -
Fulltrúarfrá Sovétríkjunum á þing
norska verkamannasambandsins. -
Stjórnarherinn heldursókn upp-
reisnarmanna í Aragoníu í skefjum. -
Danmörk að einangrast frá Norður-
löndunum. ísland verður að athuga
betur utanríkismálastefnu sína. -
Hvað á að verða um atvinnu í sumar?
Engin hitaveita? Engir verkamanna-
bústaðir? Engarbyggingar? Engin
atvinnubótavinna? Undir svona
kringumstæðum fellir Alþingi með
köldu blóði atvinnutilögur verkalýðs-
insog Kommúnistaflokksins.
- mhg
UM ÚTVARP & SJÓNVARP
7
Við-
eyjar-
ferð
Sjónvarp kl. 22.15
Sá, sem gengið hefur um Viðey
á bjartri og lognkyrri vornótt
gleymir því ekki svo auðveldlega.
Eyjan sjálf er fallegri og fjölb-
reytilegri en maður gæti fyrirfram
haldið. Hún geymir mikla og
merka sögu og útsýnið er dýrlegt.
Eyjan var um skeið eitt mesta
höfðingjasetur á íslandi. Síðar
var þar stórbrotið athafnalíf á
þeirrar tíðar mælikvarða, en síð-
ustu áratugina hefur eyjan og
mannvirki þar verið í algerri
niðurníðslu. Nú stendur þar yfir
mikið endurreisnarstarf og er mál
til komið. - í kvöld sýnir Sjón-
varpið heimildamynd um sögu og
náttúrufar Viðeyjar. Myndin var
áður á dagskrá fyrir 14 árum.
- mhg.
Gunnar M. Magnúss
Útvarp, rás 1, kl. 16.20
1 dag og á morgun verður
Barnaútvarpið helgað Gunnari
M. Magnúss, sem nú er nýlátinn,
hartnær níræður að aldri. Er vel
til fundið að minnast Gunnars
með þessum hætti því hann var
einn af frumherjum íslenskrar
barnabókaritunar. Fyrstur ís-
lendinga skrifaði hann skáldsögu
handa börnum og nefndi: „Börn-
in frá Víðigerði". Kom hún út
1933. Bókin var ákaflega vinsæl
meðal ungra lesenda og þar sem
ég þekkti best til voru „Börnin frá
Víðigerði“ á hverjum bæ. í
augum barnanna voru þau hluti
af heimilisfólkinu. Grámann í
Garðshorni, Hlyni kóngsson og
aðrir slíkir voru svo sem ágætir
náungar en þeir komu frá löndum
ævintýranna og erfitt að tengja þá
því umhverfi, sem börnin
þekktu. - Einhver þekktasta
barnaskáldsaga Gunnars M.
Manúss er „Suður heiðar“, sem
kom út 1937. Hún var valin bók
vikunnar í Barnaútvarpinu fyrr á
þessu ári. Lesið verður úr bókum
Gunnars, sagt frá barnabókum
hans og auk þess heyrum við
Gunnar sjálfan lesa úr síðustu
barnabók sinni „Tveggja daga
ævintýri“. Segir þar frá fimm
ungum landvarnarmönnum, sem
takast á hendur að verja landið
fyrir innrás ískyggilegra Frans-
manna. - mhg
Gunnar M. Magnúss
„Vísindin
efla ...“
Sjónvarp miðvikudag, kl. 20.55
Nýjasta tækni og vísindi eru á
skjánum í kvöld. Er þátturinn
forvitnilegur að venju. Að þessu
sinni verður fjallað um banda-
ríska flugvél, sem flaug í einum
áfanga umhverfis hnöttinn án
þess að þurfa að taka nokkurt
bensín á þeirri leið. Þá verður
sýnd aðferð til þess að geyma sól-
arorku, rétt eins og peninga í
banka. Ennfremur tækni til þess
að kortleggja heilann. Loks verð-
ur sýnd mynd um jarðfræðikort-
alagningu af íslandi. - Já, mikil
eru verkin mannanna. - Umsjón-
armaður er Sigurður H. Richter.
- mhg.
Schumann
og Brahms
Útvarp, rás 1, kl. 17.03
Það eru þeir Schumann og
Brahms, sem ráða ríkjum í tónl-
istarþættinum „Tónlist á síðdegi“
að þessu sinni. Fyrst verður flutt-
ur ljóðaflokkurinn „Frauenliebe
und Leben“ op. 42 eftir Robert
Schumann, Birgitte Fassbaender
syngur, Irwin Gage leikur á pí-
anó. Þá er Sellósónata nr. 2 í F-
dúr op. 99 eftir Johannes
Brahms. Pierre Foumier leikur á
selló og Jean Fonda á píanó.
- mhg.
GARPURINN
o
KALLI OG KOBBI
Búinn að taka til í het
berginu mínu.
Og án þess að \ Gott hjá þér
Kalli minn.
Láttu þér samt ekki detta í hug að
þetta verði að einhverjum vana!
1987 Umversal Press Syndicate
FOLDA
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. april 1988
\ U >•