Þjóðviljinn - 20.04.1988, Side 13
ERLENDAR FRETTIR
Danmörk
Hræðslukosningar í maí
Schlúter boðar kosningar eftirþrjár vikur, segirþœr standa um Natóaðild.
Kratar: Yfirvarp vegna erfiðleika ístjórninni
Flest teikn benda til óvenju
snarprar og óvægilegrar kosn-
ingabaráttu í Danmörku eftir að
Poul Schliiter forsætisráðherra
kom undan feldi í gærmorgun og
tilkvnnti þingkjör 10. maí.
Akvörðun Schliiters kemur í
kjölfar þingsályktunar á
fimmtudag þarsem stjórnarand-
stöðuflokkarnir samþykktu að
skipherrar erlendra herskipa í
danskri höfn yrðu í hvert sinn
spurðir hvort þeir hefðu kjarn-
orkuvopn um borð. Radikale
Venstre, sem annars styður
stjórnina, lagði vinstriflokkunum
lið í þessu máli einsog fleiri utan-
ríkismálum. Stjórn Schliiters hef-
ur á ferli sínum orðið 23 sinnum
undir í utanríkismálum á þinginu.
Viðbrögð Breta og Banda-
ríkjamanna hafa verið mjög hörð
eftir þingssamþykktina, og vísaði
forsætisráðherrann til þeirra þeg-
ar hann fullyrti að þingkosning-
arnar stæðu nú um Nató-aðild
Danmerkur. Þetta vill stjórnar-
andstaðan ekki viðurkenna, að
minnsta kosti ekki jafnaðarmenn
sem styðja Nató-aðild þráttfyrir
gagnrýna afstöðu til ýmissar meg-
■"ÖRFRÉTTTIRi
Abbas Ali Hammadi
var í gær dæmdur í 13 ára fang-
elsi fyrir aðild að mannráni í
Beirút í janúar í fyrra. Dómurinn
var kveðinn upp í Stuttgart og var
nokkru þyngri en vesturþýskur
saksóknari hafði krafist. Annar
þeirra tveggja Vesturþjóðverja
sem rænt var er enn í haldi, en
samtök íransinnaðra sjíta í Líban-
on, Baráttumenn frelsisins, tóku
þá á sínum tíma til að reyna að fá
bróður Abbas Ali, Muhammed
Ali, lausan úr þýsku fangelsi þar-
sem hann bíður enn dóms, sak-
aður um flugrán og morð. Sam-
tökin hafa hótað hefndum verði
dómar þungir yfir bræðrunum.
Stærsta farþegaskip
heims verður fullbúið í Belfast
árið 1992 ef áætlanir standast.
Skipið verður 160 þúsund lestir,
354 metrar á lengd og er ætlað
3000 farþegum. Það er byggt
fyrirTikko-skipafélagið á Baham-
aeyjum. Skipið á að heita
Draumurinn Ijúfasti (The ultimate
Dream) og verður meira en helm-
ingi stærra en stærsta farþega-
skipið nú, Noregur, sem er rúmar
70 þúsund lestir. Smíðin í
Harland-Wolf í Belfast á að kosta
jafnvirði 18 miljarða íslenskra.
Jackson og Dukakis
voru menn dagsins í forkosning-
um demókrata í New York-fylki í
Bandaríkjunum í gær. Síðustu
skoðanakannanir gerðu ráð fyrir
nokkrum sigri Dukakis, og mikil
kjörsókn þótti styrkja þær spár, -
en þá á þeim forsendum að Jack-
son hefði ekkert fylgi hvítra, sem
ekki hefur gengið eftir annarstað-
ar í kosningabaráttunni. Fyrir
gærdaginn hafði Dukakis 887
trygga fulltrúa á flokksþing dem-
ókrata, Jackson 756, en 2082
þarf í hreinan meirihluta. ( New
York var kosið um 255 fulltrúa.
Þriðji frambjóðandinn, Gore, var
ekki talinn eiga teljandi mögu-
leika þrátt fyrir stuðning borgar-
stjóra New York borgar, Koch, í
kosningabaráttunni sem hefur
verið óvægin mjög og þótt lykta
af kynþáttaerjum, einkum milli
svartra og gyðinga.
instefnu hernaðarbandalagsins,
og segir Svend Auken, formaður
krata, að samþykktin hafi beinst
gegn kjarnorkuvopnum, ekki
Nató.
Samþykkt danska þingsins
minnir mjög á afstöðu Nýsjálend-
inga sem leiddi til misklíðar við
Bandaríkin fyrir þremur árum.
Stjórnarandstæðingar segja að
hin raunverulega ástæða kosn-
inganna séu erfiðleikar hægri-
stjórnarinnar dönsku, en aðeins
átta mánuðir eru liðnir síðan síð-
ast var kosið, - og vilji Schliiter
með nokkrum hætti hræða Nató-
hollan meirihluta kjósenda til
stuðnings við stjórnarflokka.
Kristilegi þjóðarflokkurinn,
einn stjórnarflokkanna fjögurra,
var ósáttur við ákvörðun Schlut-
ers um kosningar, enda viðbúið
að hinir smærri borgaraflokkar
eigi óhægt uppdráttar ef kosning-
abaráttan snýst einkum um ör-
yggismál og kjarnorkuvopn.
reuter/-m
Schliiter treystir á stuðning Re-
agans og Thatchers til aukins
þingstyrks.
Persaflói
Irönsk gagnhefnd í Kúvæt?
Rólegra á
Tiltölulega rólegt var á Persa-
flóa í gær eftir snerruna milli
írana og Bandaríkjamanna á
mánudag, en þá féllu minnst 15
íranar og sennilega tveir Banda-
ríkjamenn í herþyrlu. íranar
misstu minnst fimm skip í
bardögunum.
íranar létu sér nægja í gær að
ráðast að olíuskipi frá Sameinuðu
furstadæmunum og leggja í það
eld. Áhöfnin bjargaðist um borð í
ómanskt herskip og björgunar-
skipum öðrum tókst að slökkva
eldana.
írönsk stjórnvöld hafa hótað
hefndum og tengja árásir Banda-
ríkjahers á Flóanum við leifturá-
Persaflóa en Iranar hóta gagnárás, talið að Kúvætsé íhœttu. Pravda
kallar árás Bandaríkjahers á olíupallana bófaverk
rás íraka um helgina þegar íranar Bandaríkjaher.
misstu hinn hernaðarlega mikil-
væga Faw-skaga. Rafsandjani
forseti íransþings sagði í gær að
tíminn ynni ekki lengur með íran
og óskaði eftir sjálfboðaliðum í
styrjöldina sem nú hefur staðið
hálft áttunda ár.
Þótt íranar hafi hótað banda-
rískum hagsmunum um allan
heim búast þeir sem gerst þekkja
við að íranar muni nú snúa spjót-
um sínum að arabískum
grannríkjum við Persaflóa, eink-
um Kúvæt, jafnvel með beinni
eldflaugaskothríð. Þó er talið að
franar muni forðast hefndir sem
leitt gætu til verulegra átaka við
Viðbrögð við hernaði Banda-
ríkjastjórnar í Flóanum á mánu-
dag eru misjöfn. Vestur-
Evrópuríki styðja bandamenn
sína, ýmist ákaflega eða dræm-
lega, Kínverjar lýsa áhyggjum
sínum án þess að taka beina af-
stöðu, en helstu fjölmiðlar í Sov-
ét hafa fordæmt aðgerðir Banda-
ríkjahers, og Pravda segir árásina
á írönsku olíupallana bófaverk.
Hernaður Bandaríkjahers í
Flóanum sé framinn til að við-
halda vestrænum hagsmunum á
svæðinu og eigi ekkert skylt við
frjálsar siglingar, og þaðan af
síður sé stefnt að lokum írans-
írösku styrjaldarinnar. Pravda
gagnrýnir einnig duflalagnir í
Flóanum en skammar frana afar
vægilega.
Vestrænir sendimenn á svæð-
inu segja að Sovétmenn vilji síst
styggja frana, enda hafi þeir náð
við þá nokkurskonar samkomu-
lagi fyrir nokkru: franar standa
ekki gegn friðartiiraunum í Af-
ganistan og Sovétmenn styðja
ekki alþjóðlegt vopnasölubann á
íran.
Perez de Cuellar framkvæmda-
stjóri SÞ lýsti í gær yfir áhyggjum
sínum af því að atburðir undan-
farinna daga gætu magnað átök á
svæðinu og breitt þau út.
Frakkland
Mittenand heldur
foiyshmni
Áhersla á baráttu gegn atvinnuleysi
Mitterrand Frakklandsforseti
telur baráttu gegn atvinnu-
leysi mikilvægasta verkefni næsta
forseta, - sem allar skoðanakann-
anir benda til að verði hann sjálf-
ur.
Ekki má lengur birta kannanir
í Frakklandi, en þær síðustu
bentu til að Mitterrand fengi 34-
38% í fyrri umferðinni á sunnu-
dag, gaullistinn Chirac 22-25%,
íhaldsmaðurinn Barre 14-19, og
hægriöfgamaðurinn Le Pen upp-
undir 12%. Mitterrand virðist
munu sigra bæði Chirac og Barre
í síðari umferð.
Mitterrand skrifar í gær um
efnahagsmál í Le Monde, og
leggur áherslu á baráttuna gegn
atvinnuleysi sem er næstmest í
Frans af helstu iðnríkjum, - um
tíundi hver vinnufær maður er
atvinnulaus í landinu.
Forsetinn segir vænlegast að
draga meira fé til atvinnulífsins
og stórauka samstarf Evrópu-
bandalagslandanna, - í Vestur-
Þýskalandi sé bundið mikið fé
sem engum komi að notum nema
eigendum. Hann tekur undir
hugmyndir fjármálaráðherrans
Balladurs um sameiginlegan að-
albanka EB-ríkja og vill sam-
þætta enn meira myntkerfi
þeirra.
Mitterrand leggst gegn hug-
myndum helstu hægriframbjóð-
enda um frekari sölu ríkisfyrir-
tækja, en hyggst ekki endur-
þjóðnýta þau sem stjórn Chiracs
hefur selt síðustu tvö árin.
Það þykir einkenna kosninga-
baráttuna nú að í stað hinna
skörpu skila milli hægri og vinstri
síðustu áratugina höfða helstu
frambjóðendur allir til miðju-
hópa, - sem aftur styrkir
óánægjuframboð Le Pens yst af
hægrivæng. Síðari umferð frön-
sku forsetakosninganna fer fram
8. maí.
Algeirsborg
15. dagur án tíðinda
Fimmtándi dagur gíslanna um
borð í kúvæsku flugvélinni
sem nú er á Algeirsborgarvelli
leið án sjáanlegra tíðinda þrátt
fyrir að dagblað í Kúvæt segðist
hafa eftir áreiðanlegum heimild-
um að lausn væri í vændum.
Einn gíslanna, kona fjarskyld
emírnum í Kúvæt, var látin biðja
griða fyrir fangana 17 sem flug-
ræningj arnir vilj a að sleppt verði,
og hafði bróðir hennar flutt svip-
aðan texta á mánudag. Ræningj-
arnir báðu um magalyf, en ekki
er vitað fyrir hvern.
Ónefndur milligöngumaður,
sem Alsírmenn segja velþekktan,
átti tvo fundi með ræningjunum í
gær en án sjáanlegs árangurs.
FRÁ MENNTAMÁLARAÐUNEYTINU
Lausar stöður við framhaldsskóla.
Við Menntaskólann að Laugarvatni eru lausar kennarastöður í
eftirtöldum greinum:
í stærðfræði og tölvufræði ein staða, eðlis'ræði og stjörnufræði ein
staða, í frönsku og dönsku um það bil 1/2 staða í hvorri grein. Einnig
vantar þýskukennara og er þar um að ræða ráðningu til eins árs frá
1. ágúst 1988 að telja.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 15. maí
næstkomandi.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Miðvikudagur 20. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
FRÁ MENNTAMALARAÐUNEYTINU
Lausar stöður við framhaldsskóla
Við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu eru lausar
kennarastöður í eftirfarandi greinum: Ensku, stærðfræði og við-
skiptagreinum ásamt tölvufræði, heilar stöður og hlutastöður í
dönsku, þýsku, líffræði, eðlisfræði og efnafræði. Æskilegt er að
umsækjendur geti kennt meira en eina grein.
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar kennarastöður í
ensku, islensku, listgreinum, rafmagnsgreinum, sögu, sérgreinum
háriðna, stærðfræði, tölvufræði og vélstjórnargreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til
Menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 16.
maí nk.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ