Þjóðviljinn - 20.04.1988, Síða 14
Stöður skólastjóra
og yfirkennara
við Grunnskólann í Hveragerði eru lausar til um-
sóknar. Umsóknarfrestur til 6. maí. Upplýsingar
um störfin gefur formaður skólanefndar, Guð-
mundur Ingvarsson, heimasími 99-4277 og
vinnusími 99-4117.
Skójanefnd Hveragerðis
og Ölfusskólahéraðs
f Hafnarfjörður
- matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist
hér með, að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1.
maí nk. ella má búast við að garðlöndin verði
leigð öðrum.
Bæjarverkfræðingur
Sjúkraliðar
Aðalfundi Sjúkraliðafélagsins sem halda átti 23.
apríl verður frestað um óákveðinn tíma.
Stjórnin
^ÖRFRÉTTIR <H
Arnarflugsþotan
nýja kom til landsins um síðustu
helgi og hringaði af því tilefni yfir
höfuðborginni. Þotan sem er af
gerðinni Boeing 737-200 er tekin
á kaupleigusamningi til 6 mán-
aða. Hún tekur 112 farþega og
verður notuð í leigu- og áæltun-
arflug félagsins til Evrópu í
sumar.
Fræðslufundur
um alnæmi
fyrir almenning, verður haldinn á
vegum Rauða krossins í ráð-
stefnusal Hótels Loftleiða á
laugardaginn kemur og hefst
hann kl. 14.00. Á fundinum verð-
ur m.a. rætt um tilfinngarlegar og
félagslegar þarfir alnæmissjúkl-
inga en fyrirlesari á fundinum
verður Richard H. Rector. Hann
er alnæmissjúklingur og hefur
undanfarið starfað í Bandaríkjun-
um við fræðslu og ráðgjöf til
sýktra og aðstandenda þeirra.
Fundurinn fer fram á ensku.
LANDBÚNAÐUR
Alþýðubandalagið boðar til
opinnar ráðstefnu á Hótel
Selfossihelgina23. og 24. apríl
á íslandi
DAGSKRÁ:
Laugardagur 23. apríl
Kl. 10.00
Setning
Arnór Karlsson: Verkefni ráðstefnunnar
Framsöguerindi:
Landbúnadur á islandi: Hvers vegna?
Guðmundur Porsteinsson bóndi
Framleiðslustjórnun og áhrif á byggðaþróun
Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur
Hvers vegna framleiðslustjórnun í landbúnaði?
Birkir Friðbertsson bóndi
Stjórnun landbúnaðarframleiðslu og framleiðslu-
réttur
Þorgrímur Starri Björgvinsson bóndi
Staða og framtíð islenskrar garðyrkju
Magnús Ágústsson, líffræðingur og garðyrkjubóndi
Möguleikar loðdýraræktar
Álfhildur Ólafsdóttir ráðunautur
Ki. 12-13
Hádegisverðarhlé
Kl. 13
Kjúklingabúskapur
Elín Oddgeirsdóttir bóndi
Nýjar leiðir í fiskeldi
össur Skarphéðinsson fiskeldisfræðingur
Landbúnaður til landbóta
Stefán H. Sigfússon landgræðslufulltrúi
Skógrækt á íslandi: Ný vlðhorf
Jón Gunnar Ottósson líffræðingur
Rannsóknir, leiðbeiningar, menntun: Hvers vegna?
Ríkharð Brynjólfsson, kennari Hvanneyri
Eiga neytendur og bændur samleið?
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna
Verðlagning landbúnaðarvara
Baldur óskarsson, viðskiptafræðinemi og fulltrúi
neytenda í verðlagsnefnd búvöru
Er frjáls verslun hættuleg landbúnaði?
Gísli Gunnarsson sagnfræðingur
Kl. 15.00
Starfshópar taka til starfa
I Grunnhugmyndir/hugmyndafræði: Hvar stönd-
um við? Hvert stefnum vlð? Umræðustjóri: Arnór
Karlsson
II Framtíð hefðbundins landbúnaðar. Framleiðslu-
stýring. Umræðustjóri: Guðmundur Þorsteinsson
III Nýjar leiðir í landbúnaði. Umræðustjórif Álfhildur
Ólafsdóttir
IV Eignarhald og félagslegt öryggi bænda. Umræðu-
stjóri: Ríkharð Brynjólfsson
Kl. 20.00 Vorfagnaður Alþýðubandalagsins á Suðurlandi
í Hótel Selfossi
Hvar stöndum við?
Hvert stefnum við?
Arnór Karlsson
Guðmundur
Þorsleinsson
Jón Viðar
Jónmundsson
Birkir Friðbertsson
Þorgrímur Slarri
Björgvmsson
Magnús Ágústsson
Alfhildur Ólafsdóttir
Elín Oddgeirsdóttir
össur Skarphéðinsson
Stefán H. Sigfússon
Jón Gunnar Ottósson
Rikharð Brynjólfsson
V
■; *n \ j jf
j —
1 .Mh 'tinJP
Jóhannes Gunnarsson Baldur Óskarsson
Gísli Gunnarsson Margrét Frímannsdóttir
Sunnudagur 24. apríl
Kl. 10.00 Starfshópar starfa áfram
Kl. 12-13 Hádegisverðarhlé
Kl. 13.00 Starfshópar skila áliti. Umræður
Kl. 17.00 Ráðstefnuslit. Margrét Frímannsdóttir alþing-
ismaður
Skráning þátttakenda fer fram í síma 91-17500 og er
mikilvægt að menn skrái sig sem fyrst, einkum þeir sem
ætla að gista á hótelinu.
Alþýöubandalagið
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Reykjavík
Aðalfundur
Aðalfundur ABR verður haldinn 26.
apríl n.k. kl. 20.30 aö Hverfisgötu
105.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið
1987-1988.
Guðni Jóhannesson formaður.
2. Reikningar ársins og tillaga um fé-
lagsgjald 1988.
Loftur Jónsson gjaldkeri.
3. Umraeða og afgreiðsla.
Guðni
O. UllliœUú uy aiy i ciuoiu.
4. Tillaga kjörnefndar um næstu stjórn ABR og endurskoðendur.
Frummælandi Dagný Haraldsdóttir.
5. Kosning stjórnar og endurskoðanda.
6. Tillögur um lagabreytingar og afgreiðsla.
7. Efling félagsins og starfið framundan.
8. Önnur mál. ......
Frá 19. apríl liggja frammi á skrifstofu félagsins tillogur kjorstjornar og
endurskoðaðir reikningar, lagabreytingar og aðrar tillögur.
Félagar munið að gera upp félagsgjöldin. Nánari upplýsingar a skrifstof-
unnis: 17500. _
Fjölmennum á aðalfundinn. btjorn abh
ABK
Síðasta spilakvöldið
Síðasta spilakvöldið að sinni verður haldið í Þinghóli, mánudaginn 25. apríl
og hefst spilamennskan kl. 20.30.
Veitt verða sérstök kvöldverðlaun og einnig heildarverðlaun fyrir þriggja
kvölda keppnina, sem eru helgarferð til Akureyrar, gisting í tvær nætur á
KEA og morgunverður.
Allir velkomnir.
Stjórn ABK
Alþýðubandalagið á Suðurlandi
Vorfagnaður
í tengslum við landbúnaðarráðstefnu AB á Selfossi efnir AB á Suðurlandi til
vorfagnaðar á Hótel Selfossi laugardaginn 23. apríl n.k. Húsið verður
opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. Undir borðum verður boðið upp á
ýmislegt spaug og spé. Veislustjóri hinn eini og sanni Sigurður Hilmar
Friðþjófsson.
Um kl. 22.00 njóta fagnaðargestir um 2ja stunda samfelldrar dagskrár þar
sem rifjuð er upp gamla, góða sveitaballastemmningin á Suðurlandi,
„Manstu vinur?" Að lokum dansleikur til kl. 03.00. Miðaverð kr. 2.300.
Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi miðvikudaginn 21. apríl til Önnu Kristínar
(sími 2189), Guðvarðs (s. 1201) eða Rögnu (s. 2207).
- Kjördæmisráð AB Suðurlandi.
Spilakvöld ABR
verður haldið þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.30 í Miðgarði, Hverfisgötu 105.
Vegleg kvöldverðlaun. Allir velkomnir. - ABR.
Borgarmálaráð ABR
Fundur miðvikudaginn 20. apríl kl. 17.00 aö Hverfisgötu 105.
Fundarefni: a) Launamál borgarstarfsmanna. b) Sjúkrasamlag Reykjavík-
ur. Kristín Á. Ólafsdóttir reifar málin. - Borgarmálaráð.
Magnús Bergljót Jóhann
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Stefnuráðsfundur
Bæjarmálaráð ABH boðar til stefnuráðsfundar í Gaflinum við Reykjanes-
braut, laugardaginn 23. apríl kl. 10.00. Allir nefndarmenn og varamenn
þeirra hafa fengið póstsent fundarboð. Aðalumræðuefni fundarins: Starfið
undanfarin ár og næstu verkefni, hvernig til hefur tekist.
Framsögur: Magnús Jón Árnason, Bergljót Kristjánsdóttir og Jóhann Guð-
jónsson. Umræður og starfshópar.
Að fundinum loknum verður farið í kynnisferð um bæinn og skoðaðar helstu
framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins í sumar.
Áríðandi að allir bæjarmálaráðsfulltrúar mæti á fundinn. Aðrir flokksfélagar
og stuðningsmenn meira en velkomnir.
Léttur hádegisverður og kaffi á staðnum.
Hittumst öll á laugardaginn.
Bæjarmálaráð ABH
ABK
Morgunkaffi ABK
Heimir Pálsson bæjarfulltrúi og Elsa Þorkelsdóttir fulltrúi í félagsmálaráði
verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11 laugardaginn 23. apríl
frá kl. 10-12. Allir vekomnir.
Stjórn ABK
1 Bókavörður
Bókasafn Hafnarfjaröar óskar að ráöa starfs-
menn í eftirtalin störf:
1. Bókavörð í hálft starf.
2. Aðstoðarmann í hlutastarf í tónlistardeild.
3. Bókavörð í fullt starf til sumarafleysinga.
Umsóknirberisttil bókasafnsinsfyrirö. maí. Upp-
lýsingar gefur yfirbókavöröur í síma 50790.