Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari á tali við samninganefndir verslunarmanna og VSÍ. Miðlunartillagan Lágmarkslaun 36 þúsund krónur Hœkka um 15,8% á samningstíma. 42 þúsund eftir 5 ára starf Rfkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína, í deilum verslunarmanna og atvinnurek- enda, í gær. Þjóðviljinn hefur það eftir áræðanlegum heimildum að tillagan feli í sér um 36,000 krón- ur í lágmarkslaun. Verslunar- menn höfðu farið fram á 42 þús- und. Þeirri tölu nær fólk ekki fyrr en eftir 5 ár í sömu starfsgrein samkvæmt miðlunartillögunni. Ef miðað er við seinni samn- inginn sem verslunarmenn felldu verða lágmarkslaun rúmum þús- und krónum hærri en þar var gert ráð fyrir. Lágmarkslaun miðlun- artillögunnar eru því uþb. fimm þúsund krónum lægri en versl- unarmenn fóru fram á. Þá er ekki gert ráð fyrir að samningurinn taki gildi fyrr en við undirskrift og er hætt við að það verði erfiður biti að kyngja fyrir versl- unarmenn. En þeir vilja að nýr samningur taki gildi í lok þess gamla. Hækkun á samningstím- anum yrði í kring um 15% sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans. Lágmarkslaun tillögunnar eru nær fimm þúsundum hærri en lág- markslaun Akureyrarsamnings- ins. Eins og kunnugt er hafa at- vinnurekendur ekki viljað teygja sig langt frá honum. Miðlunartil- laga af þessu tagi hefur aðeins þrisvar sinnum áður verið lögð fram. f eitt skipti felldu báðir að- ilar tillöguna. Ef heimildir Þjóð- viljans eru réttar er miðlunartil- lagan langt frá kröfum beggja að- iia. Miðlunartillagan verður kynnt í félögunum í dag og atkvæða- greiðsla hefst í fyrramálið. í við- tali við Pétur Maack, formann verkfallsnefndar VR, í gær sagð- ist hann búast við mikilli þátttöku íatkvæðagreiðslunni. Kjörkassar verða að vera komnir til ríkissátt- asemjara fyrir kl 18 á laugardag og hefst þá talning atkvæða. Minni félög geta sótt um að fá að telja atkvæðaseðla í heimahéraði en verða að sækja um það fyrir föstudagskvöld. Greiði innan við 20% verslunarmanna atkvæði telst tillagan samþykkt hvernig sem atkvæði falla. -hmp Fiskvinnslan Vonlaus barátta Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri: Aðalvandi fiskvinnsl- unnar er oflítilframleiðni. Framkvœmdastjóri Freyju hf. á Súgandafirði: Talfávísra manna. Vísaþessum ummælum alfarið ábug Mikið vonleysi er nú farið að grípa um sig meðal forráða- manna fískvinnslufyrirtækja úti um land allt vegna bágborinnar stöðu og vegna aðgerðarleysis stjórnvalda til að bæta rekstrar- stöðu þeirra. Ekki bætti það úr skák þegar Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, hélt því fram á ársfundi Seðlabankans í fyrra- dag, að aðalvandi fískvinnslunn- ar væri of lítíl framleiðni. Þessi ummæli Jóhannesar Nor- dals hafa vakið mikla gremju meðal forráðamanna ýmissa fisk- vinnslufyrirtækja og Baldur Jóns- son, framkvæmdastjóri Freyju hf. á Súgandafirði sagði þetta vera tal fávísra manna og vísaði þessum ummælum seðlabanka- stjóra alveg á bug. Sem dæmi um stöðuna í dag hjá Freyju hf. sem væri lýsandi dæmi um hvernig komið væri fyrir fisk- vinnslunni í dag, sagði Baldur að fyrirtækið hefði ekki misst einn einasta dag úr vinnslu frá ára- mótum og þrátt fyrir það ætti fyr- irtækið í erfiðleikum með að geta borgað út laun á réttum tíma. Baldur sagði að að öllu óbreyttu sæi hann ekki annað en að fiskvinnslufyrirtækin færu brátt að loka hvert á fætur öðru því það stæði enginn í öðrum eins rekstri eins og fiskvinnslunni væri búinn í dag. Hann sagðist ekki geta séð annað af aðgerðarleysi stjórnvalda, en að þau væru beinlínis að búa í haginn fyrir stórfellda byggðaröskun á lands- byggðinni allri sem hefði ekki að neinu öðru að hverfa nema vinnslu sjávarafurða. -grh Fimmtudagur 28. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Suðurnes ÆUaaðstoppa Flugleiðir Fá liðsstyrkfrá Reykjavík. Magnús Gíslason: Þetta er verkfallsbrot Flugleiðir hyggjast hefja milli- landaflug að nýju í dag. Magnús Gíslason, formaður YS. sagði sitt fólk ætla að koma í veg fyrir þennan gjörning. Stöðvarstjóri Flugleiða og varastöðvarstjóri ætla að sjá um farmiðaafgreiðslu. Magnús segir þá vera að ganga inn í störf verslunarmanna og því sé um verkfallsbrot að ræða. Bogi Ágústsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði félagið ekki túlka fyrirhugaðar aðgerðir sínar sem verkfallsbrot. Flugleiðir styddust þar við Hæstaréttardóm sem heimilaði Háskólarektor að opna skólann í verkfalli. Bogi sagði Flugleiðir ekki fara út í þetta öðruvísi en að vera fullviss um lögmæti þess. Það væri fullkomlega eðlilegt að yfirmenn færu í störf undirmanna sinna. í samtali við Þjóðviljann sagði Magnús að Suðurnesjamenn fengju stuðning félaga sinna í Reykjavík ef með þyrfti. Verk- fallsverðir voru komnir upp á Keflavíkurflugvöll kl 5 í morgun. Þetta gæti orðið alvarlegasta deilan sem upp hefur komið í verkfallinu, sem hefur gengið friðsamlega að mestu til þessa. Flugleiðir tóku að auglýsa í gærmorgun að þeir ætluðu að hefja millilandaflug á ný. Fyrstu vélarnar eiga að fara í loftið kl 7.30 og gera það ef verkfallsvörð- um tekst ekki að stoppa það. Flugleiðir hafa beint því til far- þega að mæta snemma, því að- eins tveir menn eiga að sjá um annars 25 manna starf. -hmp Sverrir og Stefán fagna sigri á Fróni. Hvað gerist f Dyflinni? Mynd: E. Ól. Sverrir Stormsker: „Orðinn góður diykkjubolti“ - Hneykslið enn í mótun. Maturinn óœturen viskýið þolanlegt Eg hef það alveg ágætt þakka þér fyrir og heilsan er í fínu lagi, segir Sverrir Stormsker er við náum honum í símann eitt augnablik á hóteli því sem íslenski Eurovision hópurinn dvelst á. „Það helsta sem mætti kvarta undan er að maturinn hér er óæt- ur en viskýið aftur þolanlegt og segja má að ég sé orðinn nokkuð góður drykkjubolti enda gengur þessi undanfari meir og minna út á drykkju í einu eða öðru formi.“ Við förum að ræða um þær pæl- ingar sem verið hafa í gangi og sómakærir landar hafa mestar áhyggjur af, það er að Storm- skerið verði með eitthvert hneyksli í keppninni, með öðrum orðum hinum sómakæru til skammar. „Þetta er nú allt í undirbúningi." hlær Stormsker en bætir því við að sér vitanlega hafi hann ekki vakið neina hneykslun...ennþá. „Það væri þá ekki nema ein- hver af hinum keppendunum, sem við höfum átt samskipti við, kynni íslensku. Ég hef haft gam- an af að blaðra við þá á íslensku og segja þeim, að sjálfsögðu brosandi mínu blíðasta, hve von- lausar persónur þetta eru og miklir bömmerar. Og liðið brosir á móti, þú veist Eurovisionbros- inu sínu sem það hefur æft heima síðustu tvo mánuði." Talið berst aðeins að Jóni Páli sem gert hefur í því að stela sviðsljósinu frá öðrum skemmtikröftum. Sú spurning vaknar hvort ekki hafi komið til tals að hann kæmi fram með þeim á laugardagskvöldið, á sundskýl- unni, og tæki nokkrar léttar „pós- ur“ sem mun vera slanguryrði yfir líkamsræktarstellingar. „Nei það má ekki skyggja um of á listamennina“. segir Storm- sker. „En það hefur verið mjög hughreystandi að hafa hann Jón Pál með okkur. Við höfum aldrei átt við það vandamál að stríða að einhverjir durtar hér væru að kássast upp á okkar jússur.“ Aðspurður um hvernig honum lítist á samkeppnina segir Stormsker að staðallinn á þessari keppni sé orðinn nokkuð dasaður og flest lögin mjög léleg...„þetta venjulega Eurovisionsull". Allar aðstæður séu aftur á móti með miklum ágætum að frátöldum matnum...„við höfum verið að setja ofan í okkur eitthvað sem líkist krókódflapungum og skjaldbökuskít." Þegar hér er komið samtalinu verður Stormsker að þjóta á æfingu og við kveðjum hann. -FRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.