Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 15
Og þetta líka... Betra fyrr en síðar hafa Svissararnir líklega hugsað þegar þeir sóttu um Heimsbikarkeppnina í knattspyrnu 1998 á dögunum. FIFA fær líka næg- an tíma til að hugsa sig um því þeir taka ákvörðun sína árið 1992. Zico hefur nú lagt í herför gegn ofbeldi á knattspyrnuvöllum Suður-Amríku. „Ég talaði við menntamálaráðherran Hugo Napoleon og bað hann að setja lög sem láta hvern þann leikmann sem brýtur alvarlega á andstæðingi sínum vera í banni jafnlengi og það tekur andstæðinginn aö ná sér,“ sagði Zico sem sjálfur hefur ekki farið varhluta af meiðslum en hann hefur verið meira og minna úr leik síðustu fjögur árin. „Það er enginn furða þó að áhorfendum fækki. Þeir koma til að sjá stjörnurnar sínar en þær eru sjaldan með vegna meiðsla." Verkfall er líklega eina ráðið til að fá eitthvað að gert voru orð Renato Gaucho að- alstjörnu brasilíska fótboltans og átti hann við ofbeldið á leikvöllum. Hann slasaðist nýlega í leik gegn brasilíska liðinu America. „Einn af leikmönnum America sparkaði mig niður og fékk gult spjald. Þegar það var komið byrj- aði hann fyrir alvöru að hamast í mér því hann var viss um að dómarinn myndi ekki þora að reka sig útaf sem varð raunin." Rétt en seint sagði langstökkvarinn Giovanni Evangelisti um ákvörðun Alþjóða- áhugamannafrjálsíþróttaráðsins að taka af honum bronsið frá heims- meistarakeppninni í Róm. ítölsku mælingamennirnir eru sakaðir um að falsa niðurstöðu stökksins og þegar tölvur og myndbönd staðfestu það voru sex mælingamenn látnir segja af sér. Evangelisti kom ekki nálægt fölsuninni enda skilaði hann verð- launapeningnum strax eftir leikana þar sem hann sagðist aldrei setja hann inní skáp með öðrum verð- launapeningum þareð ánægjan væri horfin. Bandarríkjamaðurinn Myricks, sem var næstur á eftir ítalanum var ánægður með niðurstöðuna. Hann hefði ekki getað borið fram kvörtun innan tilskilins tíma því hann var tekin í lyfjapróf strax á eftir. Heimsmet Eþópíumaðurinn Belayneh Dinsamo setti um daginn heimsmet í mara- þoni. Hann hljóp ásamt Ahmed Sal- em og skiptust þeir á að halda foryst- unni og hraðanum uppi þar til undir lokin að Dinsamo tók forystunna og kom í mark á 2:06.50 en Salem á 2:07.07. Þeir voru báðir undir gamla metinu sem var 2:07.12 en það mót átti Carl Lopez. Ánægjan er líklega enn meiri fyrir Dinsamo þar sem Eþí- ópía tekur ekki þátt í Ólympíuleikun- um í Kóreu. Afmœli Fram 80 ára ✓ Ymislegt að ske Knattspyrnufélagið Fram var stofnað 1. maí 1908 og verður því 80 ára á sunnudaginn. Haldið verður upp á afmælið með þrennum hætti og er fyrst þar að telja að á afmælisdaginn kl. 14.30 verður formlega opnað nýtt og stórglæsilegt félagsheimili í Safamýri. Þar geta Frammarar og velunnarar félagsins komið og skoðað húsið sem verður ásamt gamla hlutanum 835 fermetrar. í öðru lagi verður afmælishóf á föstudeginum 29. apríl í Goð- heimum Sigtúni 3. Hefst hófið kl. 19.30 en hægt er að fá miða og panta borð í Framheimilinu. Verið er að skrásetja sögu Knattspyrnufélagsins Fram og er bókin væntanleg í haust en Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður annast skrifin. Söfnun áskrifenda á sérstakan heiðurslista sem birt- ur verður í bókinni hefst á afmæl- isfagnaði félagsins og við opnun félagsheimilisins. IÞROTTIR Fótbolti Tap gegn Hollendingum íslendingar urðu að lúta í lægra haldi gegn Hoilendingum 1- 0 þegar liðin léku saman í gær- kvöldi eftir að staðan í hálfleik var 0-0. Eftir frekar jafnan fyrri hálf- leik var brotið á Ólafi Þórð- arssyni inní vítateig Hollendinga en ekkert var dæmt. Á 8. mínútu síðari hálfleiks tókst Hollending- um hins vegar að skora með þrumuskoti fyrir utan vítateig og var þar Ruud Brot á ferðinni. Leikurinn var síðan jafn frameft- ir þangað til Rúnar Kristinsson kom inná fyrir Guðmund Steins- son en þá hljóp kapp í íslending- ana þó að þeim tækist ekki að skora. Talsvert var um færi í leiknum þó að mörkin yrðu ekki fleiri. Áhorfendur vöi u í færra lagi eða eins og í meðal leik í SL- deildinni. Bestu menn íslendinga voru Ólafur Þórðarson, sem alltaf berst á fullu og gefur ekkert eftir, Birkir Sigurðsson, sem lék sinn fyrsta leik og Guðmundur Torfason, sem er alltaf hættu- legur við mark andstæðinga sinna. Ólafur Þórðarson lendir í atvinnumennskunni ef svo heldur áfram sem horfir. Leikir í Evrópu Vináttuleikir Tékkóslóvakía-Sovétríkin 1-1 (0-0) Mörk Tékkóslóvakíu: Ulk 62. mínútu Mörk Sovétríkjanna: Protasov 81.mínútu Áhorfendur: 22.000. Írland-Júgóslavía........2-0 (1 -0) Mörk írlands: Dragoje Lekovic 23.mínúta(sjálfsmark), Kevin Moran 63.mínútu Júgóslóvar fengu 4 gul spjöld og 1 rautt. Austurríki-Danmörk.......1-0 (1-0) Mark Austurríkis: Klaus Bergreen 14. mínúta (sjálfsmark) Áhorfendur: 15.000 Svíþjóð-Wales............4-1 (2-1) Mörk Svíþjóðar: Hans Holmqvist 17.mín og 55. mín, Glenn Stromberg 25. mín, Hans Eskilsson 66. mín. Mark Wales: Glyn Hodges 27. mín. Áhorfendur: 11.656 Spánn-Skotland..............0-0 Áhorfendur: 15.000 Ítalía-Luxemburg.........3-0 (3-0) Mörk Ítalíu: Viccardo Ferri 23. mín, Guiseppe Bergomi 27. mín og Luigi De Agostini 32. mínútu Áhorfendur: 5.480 V-Þjóðverjar-Sviss.......1-0 (0-0) Mark Þjóðverja: Juergen Klinsmann 58.mínútu Áhorfendur: 30.150 N-írland-Frakkland............0-0 Áhorfendur: 5.000 Ungverjaland-England..........0-0 Undir 21 árs England-Frakkland........2-2 (1 -0) Mörk Englands: Paul Gascoigne 4.mínútu og Frank Sylvestre 57. min- útu (sjálfsmark). Mörk Frakklands: Eric Cantona 55. og 77. mínútu. Frakkland heldur áfram á 6-4 Holland-Grikkland........2-0 (0-0) Mörk Hollands: Henk Fraser 60. mín og Rob Witschge 88. mínútu Grikkland heldur áfram á 5-2. Ólympíukeppnin D-riðill Sovétríkin-Búlgaría......2-0 (1 -0) Mörk Sovét: Mikhailichenko 31. mín- útu og Kuznetsov 72.mínútu. Áhorfendur: 30.000 Staðan í riðlinum: Sovét...........7 6 1 0 12- 2 13 Búlgaría........7 3 2 2 10- 4 8 Sviss...........7 2 2 3 8-10 6 Noregur.........8 0 5 3 1- 7 5 Tyrkland........7 1 2 4 4-12 4 Næsti leikur Sovét-Sviss 10. maí A-riðill Pólland-V.Þjóðverjar.......1-1 (0-0) Mark Póllands: Jan Furtok 75.mínútu Mark Þjóðverja: Frank Mill 90.mínútu Áhorfendur: 50.000 Staðan í riðlinum: V-Þjóðverjar....7 4 2 1 13- 4 10 Danmörk........7 4 1 2 20- 5 9 Pólland........7 3 2 2 10- 8 8 Grikkland......7 2 0 5 3-19 4 Rúmenía........6 114 2-12 3 Næsti leikur Danmörk-Pólland 18.maí. Glíma Íslandsglíman 1988 78. Íslandsglíman verður hald- in að Laugum í Þingeyjarsýslu laugardaginn 30. maí. Staðsetn- ing mótsins er samkvæmt þeirri hefð að glíma þar sem glímu- kóngurinn er búsettur, en Eyþór Ólafur H. Ólafsson KR Helgi Bjarnason KR Árni Þ. Bjarnason KR Jón B. Valsson KR Orri Björnsson KR Jón Unndórsson L. Ol-lyftingar Átta íslandsmet íslandsmótið í Ólympískum lyftingum var haldið í Höllinni á Ákureyri fyrir skömmu og var þetta í 2. skiptið sem þetta mót er haldið á Akureyri en þetta var fjölmennasta og jafnframt veg- legasta mót sem haldið hefur ver- ið. Til leiks mættu 28 keppendur frá 4 félögum og sendi Lyfting- afélag Akureyrar 8 keppendur á mótið. í flokki drengja undir 16 settu Akureyringar 6 Akureyrar- met og 2 íslandsmet auk þess sem keppendur frá ÍR og Ármanni settu 3 íslandsmet. í flokki full- orðinna settu þeir Jóhann Ólafs- son og Haraldur Ólafsson 3 Ak- ureyrarmet hvor og setti Harald- ur einnig 3 íslandsmet. Annars urðu úrslit sem hér segir: Snörun jafnhöttun samanlagt 52.5 kg flokkur 1. Sigurður Helgason |R 35.0 55.090.0 2. Aðalsteinn Jóhannsson LFA 30.0 50.0 80.0 3. IngólfurSigurðssonÁrmanni 35.0 40.0 75.0 4. Davíð Ingason Ármanni... 32.5 35.0 67.5 56.0 kg flokkur 1. Snorri Arnaldsson LFA 47.5 62.5110.0 2. Birgir Eiríksson Ármanni 47.5 55.5102.5 60 kg flokkur 1. Tryggvi Heimisson LFA 67.5 80.0147.5 2. Jón Geirsson Ármanni 35.045.0 80.0 67.5 kg flokkur 1. Þorvaldur Rögnvaldsson KR 95.0 127.5 222.5 2. EinarBrynjólfsson LFA60.0 85.0145.0 75 kg flokkur 1. Már Óskarsson KR..80.0 97.5177.5 2. Kristján Magnússon LFA 70.0 95.0 165.0 82.5 kg flokkur 1. Haraldur Ólafsson LFA 138.0 174.0 310.0 2. Þorsteinn Leifsson KR 122.5 160.0 282.5 3. Bárður Olsen KR..85.0115.0 200.0 90 kg flokkur 1. Ólafur Ólafsson Ármanni 95.0 117.5 212.5 2. Sigurður Rögnvaldsson KR 90.0 100.0 190.0 3. Guðmundur Sigurðsson (R 135.0 féll úr 100 kg flokkur 1. AgnarBúiKR.......102.5125.0 227.5 2. Birgir Borgþórsson KR 100.0 127.5 227.5 3. GunnarFreyrÁrmanni 85.0 95.0180.0 4. Jón Hólm Ármanni.30.0 50.0 80.0 5. Kristján Falsson LFA 110.0 hætti v/meiðsla HOkgflokkur 1. Óskar Kárason KR.... 120.0120.0 240.0 2. Ágúst Kárason KR .... 70.0100.0170.0 Yfir 110 kg flokkur 1. Agnar Jónsson KR.... 120.0170.0 290.0 2. Jóhann Ólafsson LFA 95.0115.0 210.0 Gísli Ólafsson LFA keppti sem gestur á mótinu í 90.0 kg flokki og varð árangur hans eftirfarandi snörun 95.0, jafnhöttun 110.0 og samtals 210.0 en sá árangur hefði nægt honum til að hreppa 2. sætið í sínum flokki. í félagakeppninni sigraði KR, í 2. sæti varð LFA og Ármann hafnaði í því þriðja. Að mótinu loknu var haldið hóf í Sjallanum þar sem Haraldur Ólafsson hlaut verðlaun fyrir bestu afrek mótsins. Næsta verkefni íslenskra lyft- ingamanna er Evrópumótið sem fram fer í Cardiff í Wales bráð- lega, en líklegt er Haraldur Ól- afsson frá LFA keppi fyrir ís- lands hönd. Bogfimi Maraþon Pétursson HSÞ er einmitt bóndi í Mývatnssveit í nágrenni Lauga. Verðlaunagripur í Íslandsglím- unni er Grettisbeltið sem er tví- mælalaust veglegasti farandgrip- ur í sögu glímunnar. Beltið er allt skarað silfurskjöldum sem bera nöfn glímukappa íslands hverju sinni, en hver glímukóngur fær settan skjöld á beltið með nafni sínu við sigur. Keppendur í Islandsglímunni 1988 Eyþór Pétursson HSÞ Pétur Yngvason HSÞ Kristján Yngvason HSÞ Hjörtur Þráinsson HSÞ Arngrímur Jónsson HSÞ Jóhannes Sveinbjörnsson HSK Kjartan Lárusson HSK Halldór Konráðsson UV Már Óskarsson vann gull í sínum flokki. Bogfimideild íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík hefur ákveð- ið að standa fyrir Maraþon- bogfimi dagana 30. apríl til 1. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt maraþon er haldið á landinu svo vitað sé en ÍFR er eina félagið sem haft hefur bogfimi meðal sinna greina frá stofnun 1974. Deildin hefur verið opin öllum, fötluðum jafnt sem ófötluðum, og hafa margir æft í gegnum árin. Maraþonið hefst kl.11.00 f.h. laugardaginn 30. aprfl í Hátúni 10 A og mun standa til kl.ll f.h. sunnudaginn 1. maí en tilgangur- inn er áheitasöfnun til styrktar deildinni. Áheitasíminn er 27080 en allir eru velkomnir að fylgjast með og fá nánari upplýsingar um bogfimi. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.