Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 14
IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN: 2.-3. maí PROJECT-forrit og verkáætlanir. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC- tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT o.fl. 4.-5. maí Verktilsögn og vinnutækni. Farið eryfir skipulagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmannafræðslu, vinnuvisttræði, líkamsbeitingu við vinnu. 6.-7. maí Stjórnun breytinga. Farið er yfir stjórnun breytinga, hvernig er unnið að breytingum. Starfsmannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. 9. -10. maí Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefnastjórnunar. Fllutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnishópa, vöruþróunarverkefni o.fl. 16.-17. maí Vöruþróun. Flelstu þættir vöruþróunar og hlutverk verkstjóra í vöruþróunarstarfinu, þróun frumgerðar og markaðssetningu o.fl. 18.-19. maí Öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. 27.-28. maí Undirstaða vinnuhagræðingar. Farið er yfir undir- stöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki við hagræðingu og mat á árangri, o.fl. 30.-31. maí Verkáætlanir og tímastjórnun. Farið er yfir undir- stöðu í áætlanagerð og verkskipulagningu, CPM- framkvæmdaáætlun, Gantt-áætlun á mannafla og aðföngum. 1 .-2. júní PROJECT-forrit og verkáætlanir. Farið er yfir undir- stöðu verkskipulagningar með aðstoð PC-tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT o.fl. 6.-7. júní MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir. Farið er yfir undirstöður áætlanageröar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikniforritinu MULTIPLAN. 10. -11. júní Tíðniathuganir og bónus. Tíðnirannsóknir og hvern- ig meta má afköst hópa, verkstæðisskipulag, hag- ræðing vinnustaða, afkastahvetjandi launakerfi. VINNUVÉLANÁMSKEIÐ: 4.-12. maí Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéfa. - Haldið á Sig- lufirði. 24. maí- 1. júní Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. - Haldið í Reykjavík. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðn- tæknistofnunar, nema annað sé tekiðfram. Nánari upp- lýsingar og innritun hjá stof nuninni í síma (91 )687000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91 )687440 og Verkstjórnarf ræðslunni í síma (91 )687009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Olíufélagið hf Q SUÐURLANDSBRAUT 18. PÓSTHÓLF 8200. 128 REY.KJAVlK Aðalfundur Aöalfundur Olíufélagsins h.f. veröur haldinn á Hótel Sögu föstudaginn 13. m aí n.k. kl. 17.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf samkvæmt lögum fé- lagsins. Stjórn Olíufélagsins h.f. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Námskeið í gömlu dönsunum fyrir eldri borgara Gömlu dansarnir rifjaðir upp og kennd ýmis af- brigði. Kennt verður alla þriöjudaga í maí kl. 17- 18 aö Norðurbrún 1 og kostar námskeiöiö kr. 500. Innritun og nánari upplýsingar í síma 686960 daglega frá kl. 10-16. Félagsstarf aldraðra nÖRFRÉTTIR H KæHtæknafélag íslands var stofnað á dögunum og voru stofnfélagar um 70 talsins. Til- gangur félagsins er að auka þekkingu á sviði kælitækni og miðla reynslu og auka samvinnu þeirra sem vinna við kælitækni. Formaður félagsins var kjörin María J. Gunnarsdóttir en aðrir í stjórn eru: Páll Lúðvíksson, Elías Þorsteinsson, Gísli Jóhannsson, Gísli Júlíusson, Kristinn Sæ- mundsson og Sveinn Jónsson. Þá var kosið fimm manna fagráð félagsins og eiga sæti í því: Bald- ur Sveinsson formaður, Björgvin Jóhannsson, Ingvar Kristinsson, Oddur Björnsson og Pétur Vald- imarsson. Félagið hefur til að byrja með fengið starfsaðstöðu hjá Félagi málmiðnaðarmanna. Rangt föðurnafn var í Þjóðviljanum á þriðudag í viðtali við Steina Þorvaldsson formann Verslunarmannafélags Suðurlands, en hann var þar sagðurGunnarsson. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Björgunarskóli LHS eða Landssambands hjálpar- sveita skáta hefur ákveðið að halda sérstakt námskeið fyrir fólk sem hyggur á hálendis- og fjallaf- erðir í sumar. Námskeiðið stend- ur í fjóra daga og er námskeiðs- gjald 2.500 kr. Skráning þátttak- enda er í síma 91-621400 á venjulegum skrifstofutíma. Aðalfundur Sögufélagsins verður haldinn á laugardaginn í veitingahúsinu Duus við Fisc- hersund og hefst hann kl. I4.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flytur prófessor Jesse Byock er- indi sem nefnist: Þjóðveldið, völd og vinfengi. Erindið verður flutt á íslensku. Gæðastjórnarfélagið heldur vorráðstefnu sína í dag fimmtudag að Hótel Sögu. Yfir- skrift ráðstefnunnar er Gæði, undirstaða útflutnings. Ráðstefn- an hefst kl. 13.00. Verðlaunahafinn í samkeppni Ríkisútvarpsins um minningarþætti tengda útvarp- inu, Elísabet Berta Bjarnadóttir er ekki starfandi félagsráðgjafi á Akureyri eins og sagði í blaðinu á þriðjudag, heldur er hún fél- agsráðgjafi við geðdeild Lands- spítalans í Reykjavík. FLÓAMARKAÐURINN Peningar í boði Hver getur leigt út herbergi, íbúð eða jafnvel heilt hús, staðsett í Reykjavík, í einn mánuð í sumar? (18/7-17/8). Á leiðinni eru um 30 stúdentar frá Norðurlöndunum sem ætla á sumarnámskeið í íslensku við Háskóla íslands. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Svavar Sigmundsson (s. 22570/694406) eða Valgerði Benediktsdóttur (s. 42598) Til sölu Club 8 skrifborð + hillur á 3.000,- - 2 reiðhjól stelpu f. 6-8 ára á 1500 kr. hvort. Vel með farið. Upplýsingar í síma 33791 milli klukkan 5 og 7. Vantar þig aukatekjur? Ef svo er hafðu samband, því við viljum ráða fólk í áskrifendasöfnun fyrir ört vaxandi tímarit. Kvöld- og helgarvinna næstu vikurnar. Nánari uppl. í síma 621880. Fréttatímaritið Þjóðlíf. Gefins Fallegur kettlingur fæst gefins. Uppl. í síma 78512. Til sölu Brio barnakerra, verð kr. 3.800 og IKEA barnastóll, verð kr. 1.500. Uppl. í síma 611354 eftir hádegi. Hjól Vel með farið 3 gíra Winther drengjahjól. Passar 8-11 ára. Uppl. í síma 611354 eftir hádegi. Til sölu ódýr svefnbekkur, hvítur með 2 skúffum. Uppl. í síma 681827 eftir kl. 18.00. Barnagæsla - Vesturbær Systkini, 6 og 2 ára vantar barn- fóstru í sumar hálfan daginn fyrir eða eftir hádegi. Uppl. í síma 16495. Munið útifundinn 1. maí sem verður á Hallærisplan- inu strax og göngu lýkur. Samtök kvenna á vinnumarkaði Einstaklingsíbúð óskast Reglusama unga konu bráðvantar húsnæði. Húshjálp upp í leigu kem- ur til greina. Uppl. á kvöldin í síma 33128. Til sölu birkirúm með áföstum náttborðum, dýnulaust og kommóða til sölu. Uppl. í síma 12767. sos Ung, rösk menntaskólamær óskar eftir vel launaðri vinnu í júní. Margt kemur til greina. Hafið samband við Kolbrúnu í síma 687816. Ég er 18 mánaða og er alveg ómögulegt barn eftir að svefnkerran mín brotnaði. Er ekki einhver góð manneskja sem vill gefa mér eða selja pabba ódýran vagnskrjóð svo að ég geti sofið úti? Uppl. hjá Þorgerði í síma 681333 eða 78548. Til sölu Roland Juno 2, synthesizer hljóm- borð. Aðeins nokkurra mánaða gamalt. Er eins og nýtt. Selst á sanngjörnu verði. Uppl. i síma 10391, Krissi. Óska eftir að taka á leigu einstaklingsíbúð eða stórt herbergi með aðgangi að snyrtingu og eld- húsi. Einnig kæmi til greina að deila íbúð með öðrum. Uppl. í síma 22269 og 39844. Reiðhjól óskast óska eftir að kaupa gott 3 gíra kvenreiðhjól. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17 og 13462 eftir kl. 18.00. Tapað - fundið Rauðsokkar, rauðsokkar! Varst þú með 1. maí 1970 eða síðar? T.d. 8. mars '78, þarna á milli eða eftir það? Við ætlum allar að hittast að kvöldi 1. maí í Hlaðvarpanum kl. 20.00. Hafið með ykkur viðeigandi nesti. Konur á rauðum sokkum. Húsnæði 5 manna fjölskylda óskar eftir stærri íbúð eða húsi í vesturbæ eða á Sel- tjarnarnesi. Fyrirframgreiðsla eða öruggar mánaðargreiðslur. 100% reglusemi og góð umgengni. Uppl. í síma 12635. Til sölu Norsk sumarbústaðahúsgögn, 3 sæta sófi, 2 stólar og borð. Verð ca. 15.000, kostar nýtt um 50.000. Uppl. í síma 18538. íbúð til leigu í París Lítil íbúð á besta stað í miðborg Par- ísar er til leigu frá 1. júní til 1. sept. Verð 2.500 frankar á mánuði. Nán- ari uppl. gefur Ása í síma 30589 á kvöldin. Ýmislegt til sölu Góður svefnsófi með skúffum, 3 bastgardínur og myndlykill. Einnig Toyota Cressida árg. '78. Fallegur bíll. Verð kr. 160.000. Uppl. eftir kl. 17 í síma 688204. Óskast keypt Óska eftir að kaupa stórt borð. Helst kringlótt. Uppl. í síma 17087. Ég er 13 ára stelpa og mig vantar vinnu við barnapöss- un í sumar. Hef reynslu og nám- skeið Rauða krossins. Uppl. í síma 611493. Gefins 2 stofuskápar fást gefins gegn því aö verða sóttir. Uppl. í síma 675061. Telpureiðhjól fyrir 6-9 ára Mjög vel með farið danskt hjól til sölu. Uppl. í síma 74003. Hellur Óska eftir notuðum óbrotnum gangstéttarhellum. Uppl. í síma 54327 eftir kl. 17.00. Kettiingar Tveir svartir vel vandir kettlingar fást gefins. Anna G. sími 28088 og 651809 eftir kl. 19.00. Nú er tiltektartíminn í skápum, geymslum, kjöllurum og háaloftum. Við þiggjum með þökkum það sem þið hafið ekki not fyrir lengur. Sækjum ef óskað er. Úpplýs. í símum 22916, 82640 og 673265. Flóamarkaður Sam- bands dýraverndunarfélaga ís- lands, Hafnarstræti 17, kjallara. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 14-18. Peningar í boði Hver getur leigt út herbergi, íbúð eða jafnvel heilt hús, staðsett í Reykjavík, í einn mánuð í sumar? (18/7-17/8). Á leiðinni eru um 30 hressir stúdentar frá Norðurlöndun- um sem ætla á sumarnámskeið í íslensku við Háskóla íslands. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Svavar Sigmundsson (s. 22570/694406) eða Valgerði Bene- diktsdóttur (s. 42598). Reiðhjólaverkstæði til sölu Gott verkstæði sem hefur verið starfrækt í rúm 2 ár er til sölu. Það sem á að selja er nafn, verkfæri og lager. Húsnæði fylgir ekki. Fæst á skuldabréfi. Sanngjarnt verð. Upp- lýsingar í síma 621309. Hugsjónakaffið er komið frá Tanzaníu. Upplýsingar í síma 621083. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góðri 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið inn upplýsingar á auglýsingad. Þjóðvilj- ans sem allra fyrst merkt „Maka- skipti Selfoss - Reykjavík". Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu íbúð í Reykjavík frá 1. júni. Uppl. í síma 623605, Anna Hildur og Gísli Þór. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð- uvagn og leikfangabíla. Póstsend- ingaþjónusta. Auður Oddgeirs- dóttir, húsgagnasmlður, sími 99- 4424. Fjöldinn allur af notuðum hjólum, stórum og smáum til sölu. Upplýsingar í síma 621309. Renault 21 RX árgerð '87 til sölu. Góður og rúm- góður fjölskyldubíll. Verð kr. 650.000. Skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar gefur Guð- mundur, heimasími 622084 og vinnusími 79400. Húsnæðl óskast Par, kennari og garðyrkjumaður, óska eftir 3-4 herbergja íbúð sem allra fyrst. Reglusemi og góðri um- gengni heitið svo og skilvísum , greiðslum. Meðmæli auðfengin. Upplýsingar í síma 688601 á kvöld- in.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.