Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 10
Tvær stefnur Meðal þeirra, sem fluttu framsögu- ræður á landbúnaðarráðstefnu Al- þýðubandalagslns á Selfossi nú fyrir skemmstu, var Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mý- vatnssveit. Var Starri ómyrkur í máli, sem ætíð áður. I niðurlagi ræðu sinn- ar komst hann þannig að orði: - [ raun takast hér á tvær höfuð- stefnur í pólitík, frjálshyggjan svo- kallaða, með allt sitt stjórnleysi, gróðahyggju og tilheyrandi kolls- teypur, og vinstri stefna, sem byggir á félagslegum lausnum. Frjálshyggju- menn vilja láta landbúnaðinn fara sömu leið og t.d. húsgagnaiðnaðinn. Hann hefur fengið að víkja fyrir innf- lutningi húsgagna. Eðafataiðnaðinn. I stað hans er fluttur inn fatnaöur frá Thailandi eða Hong Kong. Og nú síð- ast skóiðnaðinn á Akureyri. Nú skal skótauiðsótt til Portúgal. Þvíekki að sækja landbúnaðarvörurnar i offram- leiðsluhauga EBE? Hvað er að sjá í það að láta landsbyggðina fjúka fyrir slíka hugsjón? Það er þegar komið gorhljóð í innflytjendur og annan braskaralýð ekki síður en hrafninn í harðindunum. Við, sem teljum okkur til vinstri í pólitíkinni, viljum leysa málin með öðrum og manneskjulegri hætti. Við viljum byggja hagsæld þessarar þjóðar á nýtingu þeirra margvíslegu auðlinda, sem þetta land hefur upp á að bjóða, fullviss þess, að þær auð- lindir séu slíkar, bæði í fiskimiðum okkar, iðrum jaröar og gróðurmold landsins, að með skynsamlegri nýt- ingu þeirramegi skapa héreinhver bestu lífskjör í heimi. Við viljum deila þessum auði sem jafnast meðal þegnanna. Til þess að slíkt geti gerst verður að kosta kapps um að halda landinu í byggð. Þá veltur ekki hvað síst á því hver þróunin verður í land- búnaði. Þegar svo verður komið, sem ýmsir málsmetandi menn spá að verði með núverandi stjórnarfari, að hér á íslandi verði eitt borgríki við Faxaflóa, þar sem hver treðst ofan á öðrum, já, þá er endanlega séð fyrir því, að lífskjör fólksins byggjast ekki lengur á nýtingu auðlinda okkar af þjóðinni sjálfri. Þá herðist snara er- lends fjármagns að hálsi þjóðarinnar, enda er það stefna núverandi stjórnvalda að opna allar gáttir fyrir því, láta innlendan og erlendan braskaralýð ráðskast með aflafé þjóðarinnar og sökkva islandi í fen erlendra skulda á meðan lands- byggðinni, jafnt í sveit og við sjó, er að blæða út. Svo mælir Starri í Garði og taki þeir núsneið, sem eiga. -mhg í dag er 28. apríl, fimmtudagur í annarri viku sumars, 8. dagur hörpu. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 5,09 en sólsetur er kl. 21.43. Atburðir: Bæjarbardagi 1237. - Stúdentar berjastfyrirmannréttindum og lýð- ræði í Ankara og Istambul 1960. - Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur klofnar í annað sinn 1926. Agreining- ur milli kommúnista og Ólafs Friðriks- sonar. Þjóðviljinn fyrir50 árum: Eining alþýðunnar 1. maí. Sam- eiginleg kröfuganga og útifundur verkalýðsfélaganna, Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins. - Nýja flug- vélin fer reynsluflug í dag ef veður leyfir. - Vinnulöggjöfin samþykkt til 3. umr. með 24 atkv. gegn 3. Allar breytingatillögur kommúnista og Héðins Valdimarssonar felldar. - Mótmælafundurgegnvinnulöggjöf- inni að tilhlutun Dagsbrúnar. - Sam- eiginlegur fundur Jafnaðarmannafé- lags Reykjavíkur og Reykjavíkur- deildar Kommúnistaflokksins. -mhg UM ÚTVARP & SJÓNVARP Sam- Við og umhverfið Útvarp Rót, kl. 22,30 Fólk úr stjórn sjálfboðaliðasam- taka um náttúruvernd mun kynna starfsáætlun sumarsins á Rótinni í kvöld. Fyrirhugað er að skipuleggja vinnu sjálfboðaliða í Krísuvík, Þórsmörk og Mývatns- sveit. Landspjöil verða lagfærð, Iagðir göngustígar o.fl. Þarna gefst fólki kostur á að vinna að þörfu verki í fögru umhverfi og góðum félagsskap. - í fyrra tóku um 50 manns þátt í þessu starfi, flest íslendingar en einnig Bretar og Danir, enda samtökin sprottin af fjölþjóðlegri hreyfingu, sem skipuleggur náttúruverndarstörf. Stærsta verkefnið í fyrra var að leggja nýjan göngustíg hluta af leiðinni upp á Valahnjúk í Þórs- mörk. í sumar verður m.a. því verki haldið áfram. - í næsta þætti, að viku liðinni, er von á sérfróðu fólki til að fjalla um loftmengun á höfuðborgarsvæð- inu. - Þessi þáttur verður endur- tekinn á morgun kl. 16,00. -mhg Útvarp rás 2, kl. 23,00 Enska rokkhljómsveitin Woo- dentops kemur hingað til lands í næsta mánuði og heldur tónleika á Hótel íslandi 19. maí. Af þessu tilefni verður klukkustundarlöng umfjöllun um hljómsveitina á rás 2 í kvöld. - Meginefni þáttarins er viðtal rásar 2 við söngvara Woo- dentops, Rollo, þar sem hann fjallar um feril sveitarinnar, þær þrjár plötur, sem Woodentops hafa gefið út o.fl. - Woodentops er í hópi efnilegustu rokksveita Bretlands, tónlist þeirra lífleg og fersk og skemmtilegar laglínur þeirra höfða gjarnan til ólíkra aldurshópa. -mhg Síðdegistónlist og Sinfónía Útvarp, rás 1, kl. 17,03 Að þessu sinni verða flutt verk eftir þá Scriabin, Mozart og De- bussy. Fyrst eru það fjögur píanóstykki op. 51 eftir Alexand- er Scriabin. Vladimir Ashkenazy leikur á píanó. Pá kemur konsert fyrir klarinettu og hljómsveit í A- dúr KV 622, eftir Wolfgang Am- adeus Mozart. Thea King leikur á bassaklarinettu með Ensku kammersveitinni, Jeffrey Tate stjórnar. Loks „Images 11“, þrjár myndir fyrir píanó. - Kynnir er Hanna G. Sigurðardóttir. -mhg The Wooden- tops hljómur Útvarp, rás 1, kl. 11,05 Að venju er tónlistarmaður vik- unnar kynntur í Samhljómi. Að þessu sinni er það Karólína Eiríksdóttir tónskáld, sem orðin er vel þekkt fyrir tónsmíðar sínar bæði hér heima og erlendis. í því sambandi má geta þess, að með haustinu verður ópera eftir Karó- línu flutt í Svíþjóð. Ber hún nafn- ið: „Nágon har jag sett“. Karó- lína mun segja hlustendum frá óperunni og þeim verkum sínum öðrum, sem leikin verða í þætti- num. Pá verða og flutt lög, sem hún velur eftir aðra höfunda. - Umsjónarmaður er Anna Ing- ólfsdóttir. -mhg Karólína Eiríksdóttir. GARPURINN KALLI OG KOBBI Vonandi er hún góð á bragðið. Ekkert grjóthart skorpuhröngl. Hver skar sér bita af tertunni minnil? Ég var ekki einu sinni búin að blása á kertin! FOLDA Dæmi. Sjö menn grafa skurð... ~~N Mamma, það er sjónvarpskönnun! Hvað ertu að horfa á? Halló? Ég er einmitt að horfa á þáttinn um konuna sem ákveður að hætta að véra með- lögfræðingnum, prýðilegum manni, og er að hugsa um bifvélavirkjann. Eg meina... Hann er auðvitað ósköp indæll, en mérfinnst nú samt að hún verði að hugsa sig um. Hvað finnst þér? Auðvitað hefur hinn verið soldið fráhrindandi, en... 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.