Þjóðviljinn - 17.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.06.1988, Blaðsíða 3
* ' r i • ' 9 ' r ' f FRETTIR____________________________ Velferðarkerfið Við megumekki þegja Laufey Jakobsdóttir: Veit um nokkur dæmiþess að fólk finnist löngu látið heima hjásér. Verður að vekja yfirvöld og almenning til umhugsunar. Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri: Ekkert sjálfvirkt eftirlit Verðlagsráð Rækja hækkar um 7,5% Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í fyrradag náðist sam- komulag um nýtt rækjuverð sem gildir frá 1. júní þar til annað verður ákveðið. Verðið er upp- segjanlegt með viku fyrirvara. Fulltrúi sjómanna mætti ekki á fundinn en fulltrúi yfirmanna mætti hins vegar. Samkvæmt nýja verðinu verð- ur verð fyrir kíló af rækju í fyrsta flokki 64,50 krónur, annar flokk- ur 59 krónur, þriðji flokkur 54 og kílóið af undirmálsrækju 25 krón- ur. Þessar verðhækkanir á rækj- unni er heldur minni en sem nem- ur gengisbreytingum frá síðustu verðákvörðun. Það er vegna lít- ilsháttar verðlækkunar á mörku- ðum erlendis. -grh ví miður veit ég um nokkur svipuð tilvik og það gera ýms- ir fleiri,“ sagði Laufey Jakobs- dóttir „amma“ í Grjótaþorpinu, vegna fréttar blaðsins í gær um að skjólstæðingur Fé- lagsmálastofnunar hefði fundist löngu látinn á heimili sínu í. Laufey sagði að fjölmiðlar yrðu að taka á þessum málum. - Þessi mál verða að koma uppá yfirborðið, að öðrum kosti verð- ur ekki nein bót hér á ráðin. Það þýðir ekkert fyrir einhverja ein- staklinga úti í bæ að garfa í þessu og því síður þá lítilmagna sem eiga í hlut og er eins ástatt um og þennan einstakling. Viðkvæðið er alltaf: „Ef þetta er satt...“ En leggist fjöimiðlarnir á eitt þá er tekið tillit til þess,“ sagði Laufey og benti á að kynferðisleg áreitni gagnvart börnum og ofbeldi gagnvart konum hefði aldrei vak- ið athygli almennings og ráða- manna nema því aðeins að fjöl- miðlarnir hefðu fjallað um málið. Sveinn Ragnarsson, fé- lagsmálastjóri í Reykjavík, sagði að af hálfu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur gerðist það ekki sjálfkrafa* að farið væri að grennslast fyrir um skjólstæðinga stofnunarinnar þótt þeir gerðu ekki vart við sig um nokkurn tíma. - Það er mjög einstaklings- bundið hve mikla aðstoð fólk þarf. Með sumum er litið til dag- lega, öðrum mun sjaldnar," sagði Sveinn. Laufey sagði að Fé- lagsmálastofnun hefði enga regl- ubundna eftirgrennslan eftir mörgum skjólstæðingum sínum. - Ég er ekki að lasta starfsfólk stofnunarinnar með þessu. Held- ur klípa borgaryfirvöld við nögl það sem rennur til þessara mála. Mér finnst að málefni þess fólks sem er einstæðingar, gamalt og sjúkt, eigi að njóta skilyrðislauss forgangs," sagði Laufey. Laufey sagðist vilja láta það koma fram að hún hefði verið búin að hringja í lögregluna og spyrjast fyrir um nágranna sinn, en þá hefði hún fengið þau svör að vitað væri um hann annars staðar. „Það var öðru nær eins og kom síðar á daginn," sagði Laufey. Rúnar Guðmundsson aðal- varðstjóri lögreglunnar sagði að úti um borg og bæ byggi einstætt fólk sem þarfnaðist umönnunar. Það er misjafnt hvort einhver lítur til með þessu fólki. Því er ekki að neita að við erum stund- um kallaðir til eins og í umræddu tilviki, sagði Rúnar. -rk Djass Nóttin hefur 1000 augu Pétur Östlund ogfélagar á hótel Borg Síðastliðinn miðvikudag voru á hótel Borg djasstónleikar af því tagi sem ekki eru í boði á hverjum degi í Reykjavík. Pétur Östlund var mættur til leiks til að svala þorsta djassþyrstra Reykvíkinga eins og allt of sjaldan áður. Með Pétri spiluðu fyrir hlé þrír stórgóðir djassarar af yngri kynslóðinni og skiluðu þeir sínum hlut með sóma. Þessi fyrri hópur á sviðinu sýndi frábæra takta og samspil og var með albestu djassviðburðum sem blaðamaður hefur orðið vitni af á sinni stuttu ævi. Eins og áður sagði spiluðu þrír ungir djassarar með Pétri, þeir Kjartan Valdim- arsson á píanó, Björn Thorodd- sen á gítar og Birgir Bragason á bassa. Það var greinilegt á þess- um tónleikum að ný kynslóð stór- góðra djassara er komin fram á lslandi. Eftir hlé byrjuðu þeir Björn Thoroddsen og Jón Páll Bjarna- son á gítardjammi. Þar mættust tvær kynslóðir djassara og var ekki annað að heyra en vel færi á með þeim félögum. Mér þykir þó gítarleikur Björns skemmtilegri en Jóns en það er auðvitað spurn- ing um smekk. Seinna bættust þeir Guðmund- ur Ingólfsson á píanó og Tómas Einarsson á bassa við ásamt stjörnu kvöldsins Pétri Östlund. Þeir spiluðu öllu „hefðbundnari“ djass en fyrri hópurinn en stóðu vel fyrir sínu. Guðmundur bregst sjaldan en fyrir þá sem aftast sátu hefði mátt heyrast hærra í hon- um. Tómas Einarsson er síðan einn hinnar nýju kynslóðar og sannaði það enn frekar á miðvik- udaginn að hann þarf hvergi að vera feiminn með bassann sinn. -hmp Nýtt álver Hver tekur ákvarðanir? Fjögur erlend álfyrirtœki tilbúin að eyða 22 miljónum króna til hagkvœmnisathug- unar ánýju álveri íStraumsvík. Hjörleifur Guttormsson: Stjórnarandstaðan hunsuð. Staðsetningin storkun við landsbyggðina ær forsendur sem iðnaðarr- áðuneytið hefur gengið út frá í þeim viðræðum sem fram hafa farið um stækkun álversins í Straumsvík eða byggingu nýs ál- vers á svipuðum stað hafa til þessa aðallega byggst á fyrri samningum sem gerðir hafa verið við fsal. Að öðru leyti er málið skammt á veg komið og aðalvinn- an bíður verkefnisstjórnarinnar sem sett verður á laggirnir í byrj- un næsta mánaðar, sagði Halldór J. Kristjánsson deildar- lögfræðingur í iðnaðarráðun- eytinu. Halldór var einn af fulltrúum ríkisstjórnarinnar sem átti nýlega fund með fulltrúum fjögurra álf- yrirtækja í London sem samþyk- ktu þar að gera sameiginlega hag- kvæmnisathugun á hugsanlegri álframleiðslu fyrirtækjanna í Straumsvík. Athugunin miðast við að álver með 90-120 þúsund tonna framleiðslu verði tekið í notkun fyrri hluta árs 1992 og jafnstórt ver verði tilbúið til notk- unar 1995. Fyrirtækin fjögur sem að hagkvæmisathuguninni standa eru Alusuisse í Sviss, hollenska fyrirtækið Alumined Beheer, Austria Metal í Austurríki og Gránges í Svíþjóð. Könnuninni á að vera lokið fyrir 1. mars 1989 og til hennar eru fyrirtækin tilbúin að kosta um 22 miljónum króna. Að sögn Hjörleifs Guttorms- sonar alþingismanns og fyrrver- andi iðnaðarráðherra hefur öll málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega iðnaðarráðun- eytisins verið all furðuleg og ósæmileg til þessa. Ekki hefur neitt samband verið haft við stjórnarandstöðuna og bendir allt til að málið komi ekki til kasta Alþingis fyrr en á Iokastigi þess. Hjörleifur minnti á að á síðasta þingi hefðu þingmenn Alþýðu- bandalagsins lagt fram tillögu til þingsályktunar um úttekt vegna nýrrar álbræðslu en hún hefði verið svæfð í atvinnumálanefnd sameinaðs þings. Hjörleifur benti á að hér væri ferðinni gffurlega stórt mál sem myndi hafa mikil áhrif á allt efna- hagslíf þjóðarinnar og auka enn frekar en nú er þensluna á höfuð- borgarsvæðinu. Áætlað er að bygging nýs álvers og raforkuvers í því sambandi kosti ekki minna en 40 miljarða króna. f saman- burði má geta þess að allar fram- kvæmdir ríkis og sveitarfélaga í ár eru taldar nema um 12,5 miljörð- um króna. Þá væri staðsetning nýja ál- versins bein storkun við lands- byggðina ofan á allt annað sem þegar hefur verið gert á hluta hennar í tíð núverandi og fyrrver- andi ríkisstjórnar. Hjörleifur sagði það ljóst vera af við- brögðum svissneskra áframl- eiðenda að samningsstaða þeirra gagnvart íslenska ríkinu væri mun betri og ástæða til að vara við þeim samningum sem gætu verið framundan. Þar væru líkur á að erlendu aðilarnir fengu enn á ný raforkuverð til framleiðslunn- ar á gjafverði og almenningur yrði síðan látin borga afganginn. -grh Ráðherrafundur EFTA Fiskverslun Fríverslun með sjávarafurðir vísað til nefndar Á fundi utanríkisráðherra Frí- verslunarbandalags Evrópu, EFTA, sem lauk í fyrradag í Tam- pere í Finnlandi náðist sá árangur að skipuð var nefnd háttsettra embættismanna til þess að fjalla um frjálsa fiskverslun og á nefnd- in að skila lokaskýrslu um málið fyrir ráðhcrrafund EFTA í júní á næsta ári. Ennfremur óskuðu ráðherr- arnir eftir því að þegar yrði hafist handa um nákvæma athugun á öllum þeim atriðum sem skipta máli á sviði opinberrar aðstoðar til fiskiðnaðar. Þeirri athugun skal vera lokið í tæka tíð fyrir næsta ráðherrafund þannig að embættismannanefndin geti metið það í sinni lokaskýrslu hvaða viðskiptaáhrif opinberir styrkir hafa á samkeppnisað- stöðu viðkomandi aðildarríkja. Það hefur lengi verið baráttu- mál íslendinga að leyfð verði frí- verslun með sjávarafurðir í EFTA-ríkjunum. Það hefur hins vegar ætíð strandað á rimmu Svía og Norðmanna, en þeir hafa á- sakað hvorir aðra um ríkisstyrk- veitingar við sjávarútveg. -grh Skák Stórmeistarajafnftef I i Jóhann Hjartarson gerði í gær jafntefli við Ljubojevich í 13 leikja skák á heimsbikarmótinu í Belfort í Frakklandi. Jóhann er nú kominn með Vi vinning eftir 3 umferðir og Lju- bojevich með Vh. Garrí Kaspar- ov, heimsmeistari, er nú með 2Vi vinning eftir jafntefli í 13 leikja skák við Ribli í gær og er því enn efstur á mótinu. -tt Föstudagur 17. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.