Þjóðviljinn - 17.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.06.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Um fusk og vanþekkingu Fyrir nokkru tók ég mér fyrir hendur að leiðrétta nokkrar ranghugmyndir Hjörleifs Gutt- ormssonar um kjarnavopn og stöðu íslands. Þetta þóttist ég gera á þann veg að hvert manns- barn gæti skilið. Nú er komið á daginn að mér hefur ekki tekist þetta ætlunarverk mitt, því mið- ur. Kjarninn í því sem ég reyndi að koma Hjörleifi Guttormssyni í skilning um var þessi: a) Ályktun Alþingis frá 23. maí 1985 og yfirlýsingar nær allra utanríkisráðherra lslands um „að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn“ ganga hvorki lengra né skemur en stefna fjöl- margra ríkja annarra sem í orði kveðnu banna kjarnavopn í lög- sögu sinni. b) Þrátt fyrir samþykktir og yf- irlýsingar hafa íslensk stjórnvöld aldrei farið fram á það við kjarn- orkuveldin að þau virtu kjarn- orkuvopnabann íslendinga né gert nokkuð annað til að fram- fylgja þessari stefnu. Eg leyfði mér að kalla þennan tvískinnung Alþingis og stjórnvalda blekkingaleik og mér þótti að sjálfsögðu sýnu verst að þingmenn Alþýðubandalagsins skyldu taka þátt í honum með þeim hætti sem fram kom í skrif- um Hjörleifs Guttormssonar. Sem kjósandi Alþýðubandalags- ins í 20 ár er mér ekki alveg sama hvað þessi flokkur gerir né hvað um hann verður. Vei þeim sem fara út af línunni Undir niðri hafði ég vonast til að ábendingum mínum yrði tekið með þökkum og síst af öllu hafði ég búist við að fá yfir mig raka- lausar skammir frá Steingrími J. Sigfússyni hér í Þjóðviljanum (9. júní); ég hélt ég ætti annað af honum skilið. Það er gamall ósiður prókúru- hafa sósíalismans að reyna að rýja þá stuðningsmenn sína mannorðinu sem leyfa sér að gagnrýna þá. Steingrímur er trúr hefðinni hvað þetta varðar. Sam- kvæmt orðum hans er Vigfús Geirdal „sjálfmenntaður sér- fræðingur“, einn þessara öfga- fullu herstöðvaandstæðinga sem ævinlega gera kröfu um „allt strax eða ekkert" og þar að auki sérlega jákvæður í garð ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Verra getur það varla ver- ið og eins gott að trúa því varlega sem svona maður lætur frá sér fara. Þegar Steingrímur hefur sýnt lesendum Þjóðviljans hvern mann ég hef að geyma þarf hann auðvitað ekki að eyða mörgum orðum í að hrekja nokkrar þær skýringar sem ég setti fram til að sýna hvers vegna ályktun Alþing- is og yfirlýsingar stjórnvalda um bann við kjarnavopnum í ís- lenskri lögsögu hefðu lítið sem ekkert gildi. Kórrétt flokkslfna skal eftir sem áður vera: „Gildi ályktunar Alþingis frá í maí 1985 felst í því að frá og með samþykkt hennar er það yfirlýst stefna Alþingis að á Islandi skuli ekki vera kjarnorkuvopn. Þeirri stefnu getur Alþingi eitt breytt.“ Þetta er bara ekki rétt. Fúsk og vanþekking Það sem mest hefur farið fyrir brjóstið á Steingrími J. Sigfússyni er að ég skyldi leyfa mér að kalla ályktun Alþingis um stefnu ís- lendinga í afvopnunarmálum sorglegan vitnisburð um van- þekkingu og fúsk þeirra sem sam- þykktu hana.Af viðbrögðunum Vigfús Geirdal skrifar Fúsk, Einn ágætur herstöðvaand- stæðingur og sjálfmenntaður sér- fræðingur í vígbúnaðarmálum norðurslóða, Vigfús Geirdal skrifaði heilsíðugrein í Þjóðvilj- ann 1. júnísl. undirfyrirsögninni: „Blekkingaleikur". Svo merki- legt sem það nú er eru orðaleppar þeir sem undirritaður raðaði saman í fyrirsögnina hér að ofan allir teknir úr þessari grein Vig- fúsar. í greininni eiga þessi orð það auk þess öll sameiginlegt að tengjast þingmönnum Alþýðu- bandalagsins og vinnu þeirra að utanríkis- og friðarmálum undan- farin ár með einum eða öðrum hxtti. Skemmst er frá því að segja að mér finnast „dómar“ eða ummæli Vigfúss í þessu sambandi ekki makleg og vildi gjarnan mega trúa því sem mér flaug fyrst í hug að hann hefði farið öfugu megin fram úr rúminu þann dag sem hann samrii pmnina Nú cfta Kí vanþekking, sýndarmennskupólitík, skortur áeinurð ogþekkingu Steingrímur J. Sigfússon skrifar: fiokkur geti flaggað sérfræðing- um og sérfræðilegri þekkingu á öllum sviðum. Prátt fyrir vinnuskipulag og verkaskiptingu hlýtur áhugi vinnubrögð þingmanna Alþýðu- bandalagsins almennt á þessu sviði. öll vildum við auðvitað sjá af- vopnunarmálum betur komið og auðvitað nauðsynlegt að ræða hreinskilnislega um hlutina, segja á þeim bíedi kost og löst. Varast ber að láta óskhyggjuna lita niðurstöður sínar en hitt er sama tíma hafa svo aukin umsvifhersins og uppbygging íherstöðvunum, nátengd vax- andi mikilvœgi norðurslóða í stríðsplönum, vissulegafœrt okkurfjœr takmarkinu. Tími ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar (sem reyndarfær ólíkt jákvæðari meðhöndlun í grein Vigfúss en ýmsir aðrir verða að sætta sig við) hlýtur að teljast nánast ein samfelld mart- röð í þeim efnum". Eða m.ö.o. hver og ein stjóm, hver og einn utanríl herra gat í raun og veru g< sem honum sýndist og þess Ieyft flutning kjarnorkuvo landsins með einu bréfi e< tali. óþarft er að minna víðtæka vald herstöðvasamningurinn m lagagildi gefur utanríkisrá í þessum efnum. Rétt e utanríkisráðherrar hafa ei sér án undanfarandi samr; aðra í ríkisstjóm, hvað þí ríkismálanefnd og Aiþing hér hemaðarframkvæmdi utanríkisráðherra leyft kja uvopn. Auðvitað hefði slík siðferðisglæpur og brot á kvæðum um starfssvið uta málanefndar en hvomtvei gam; ins. Hi enn mætti ætla að ég hefði ráðist á afkvæmi Alþýðubandalagsins en ekki ályktun sem var samin af fulltrúum allra þingflokka og samþykkt með 48 atkvæðum í sameinuðu þingi. Ályktunin var soðin saman úr fjórum eða jafnvel fimm þingsá- lyktunartillögum og þótt sam- komulag hefði að lokum náðst um orðalag hennar er ekki þar með sagt að einingin um hana hafi verið jafnmikil og atkvæða- greiðslan gefur til kynna. Þegar skyggnst er í umræðuna sem varð áður en ályktunin var samþykkt kemur í ljós djúpstæður ágrein- ingur þannig að ekki er hægt að tala um sameiginlegan skilning á neinum af helstu atriðum álykt- unarinnar. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá verðum við að sætta okkur við að túlkun fulltrúa meirihlutans á þessari ál- yktun hefur meira vægi en þeirra sem í minnihluta eru. Ég skal nú telja upp helstu ástæður þess að ég leyfði mér að nota orðin fúsk, vanþekking og sýndarmennskupólitík í tengslum við þessa ályktun. haldið fram að utanríkisráðherra geti jafnt á friðar- sem ófriðar- tímum gefið heimild til þess að kjarnavopn verði flutt hingað til lands. Þetta er túlkun meirihluta Al- þingis á ályktuninni og þessi túlk- un hefur gilt í reynd. Eða með öðrum orðum hver og ein ríkis- stjórn, hver og einn utanríkisráð- herra getur í raun og veru gert það sem honum sýnist. Ályktun Alþingis breytir þar engu um. Gagnkvæm afvopnun eða frumkvæði? í fyrstu málsgrein ályktunar- innar eru kjarnorkuveldin hvött til að gera með sér samninga um gagnkvæma alhliða afvopnun. í 3. málsgrein segir hins vegar að Alþingi fagni hverju því frum- kvæði sem orðið gæti til að rjúfa vítahring vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Að sjálfsögðu þarf þetta tvennt ekki að stangast á en á bak við þessar tvær klásúlur eru gjörólík sjónarmið: Annars veg- ar það viðhorf íhaldsaflanna að þjóðir heims eigi að játast undir forræði risaveldanna og láta þau fylgis hefur notið á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna und- anfarin ár enda er hún að veru- legu leyti byggð á samkomulags- drögum Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna og Bretlands frá 1977 um bann við tilraunum með kjarnavopn. Ályktun Alþingis gaf þeim Geir Hallgrímssyni og Matthíasi Mathiesen í tvígang tækifæri til að réttlæta hjásetu ís- lands við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu Svíþjóðar og Mex- íkó á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Þeir héldu því fram að frystingartillagan gengi ekki nógu langt miðað við ályktun Al- þingis! Auðvitað voru þeir Geir og Matthías með hártoganir en þær sýna líka að ályktunin hefur í reynd ekki sett utanríkisráðherr- unum nein takmörk um það hvernig þeir haga gerðum sínum. Það er tæplega vottur um gildi ályktunar Alþingis að Kvenna- listinn skyldi verða að endurflytja frystingartillögu sína og Alþýðu- bandalagið aðra sem gekk í sömu átt. Að Steingrímur Hermanns- son skyldi ákveða að greiða at- „Þegar skyggnst er í umrœðuna sem varð áður en ályktunin var samþykkt kemur í Ijós djúpstœður ágreiningur þannig að ekki er hœgt að tala um sameiginlegan skilning á neinum af helstu atriðum ályktunarinnar. “ Á valdi stjórnvalda hverju sinni Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis og framsögumaður tillög- unnar að þessari ályktun, sá ást- æðu til að taka fram að í upphafs- orðum 6. mgr. ályktunarinnar þar sem áréttað var að „á íslandi verði ekki staðsett kjarnorku- vopn“ færi ekki á milli mála að þar væri „sú stefna sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt í áratugi að því er varðar staðsetningu kjarn- avopna á íslandi staðfest og ítrek- uð.“ Undir þessa túlkun tóku þeir Kjartan Jóhannsson, Steingrfm- ur Hermannsson, þáverandi for- sætisráðherra, og Geir Hall- grímsson, þáverandi utanríkis- ráðherra. Það er sérstök ástæða til að vekja athygli á ummælum Geirs Hallgrímssonar við þetta tækifæri: „Það hlýtur að vera á valdi íslendinga á hverjum tíma, íslenskra stjórnvalda, að segja til um það hvort hér eru kjarnavopn eða ekki.“ Hér er því beinlínis alfarið um það að semja um tak- mörkun vígbúnaðar. Hins vegar sú afstaða friðar- og afvopnun- arsinna að örlög heimsins séu ekki mál risaveldanna einna heldur allra ríkja, alls almennings og því skuli bæði risaveldin hvött til að taka sjálfstæð skref í átt til afvopnunar og aðrar þjóðir einn- ig hvattar til að sýna hug sinn í verki, t.d. með því að stofna kjarnorkuvopnalaus svæði. Það er ljóst af umræðum á Al- þingi að engin eining er um túlk- un á þessum tveimur sjónarmið- um. Sjálfstæðismenn hafa hamr- að á því eftir að ályktunin var samþykkt að hún geri gagn- kvæma afvopnunarsamninga að höfuðskilyrði og tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar flokksins störfuðu samkvæmt því. Um frystingu kjarnavopna Tillaga Kvennalistans um frystingu kjarnavopna var ein þeirra tillagna sem lagðar voru til grundvallar þegar ályktun Al- þingis var soðin saman. Hún er bein þýðing á frystingartillögu Svíþjóðar og Mexíkó sem mikils kvæði með tillögu Svíþjóðar og Mexíkó segir okkur það eitt að við höfum ekki hugmynd um hvað næsti utanríkisráðherra af- ræður að gera í þessum efnum. Ein af þeim tylliástæðum sem utanríkisráðherrar Sjálfstæðis- flokksins notuðu til að réttlæta það að þeir gátu ekki stutt fryst- ingartillögu Svíþjóðar og Mexíkó var að hún tryggði ekki nægilega traust alþjóðlegt eftirlit eins og tekið væri fram í ályktun Alþing- is. í ályktuninni og umræðunum sem fram fóru um hana á Alþingi er ekki að finna neinar hugmynd- ir um jjað hvernig þetta alþjóð- lega eftirlit skyldi framkvæmt. Þó hefði ekki þurft að leita ýkja langt til að fá ítarlegar greinar- gerðir sérfræðinga um það hvern- ig haga mætti slíku eftirliti. Makalaus hugmynd í 5. málsgrein ályktunar Al- þingis er að finna makalausa hug- mynd. Þar er hvatt til þess að könnuð verði samstaða og grund- völlur fyrir samningum um kjarn- orkuvopnalaust svæði í Norður- Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því. Um þetta atriði var alger eining meðal þing- manna og þeir voru sammála um að þetta svæði ætti að ná frá Grænlandsströndum til Ural- fjalla. Þeir sem samþykktu þessa hugmynd hafa aldrei gefið sér mikinn tíma til að velta fyrir sér þeirri hugsun sem felst að baki tillögum um kjarnorkuvopnalaus svæði. í þessari hugmynd er fólgin krafa um að Norður-Atlantshaf allt til Norðurpóls verði kjarn- orkuvopnalaust svæði. Því miður stangast þetta á við alþjóðalög því að samkvæmt hafréttarsátt- málanum eru engar forsendur fyrir því að hægt sé að setja ferð- um kjarnorkuvopnaðra skipa og kafbáta nokkrar skorður á út- höfum og alþjóðasiglingaleiðum. Engin þjóð innan þessa fyrirhug- aða svæðis hefur minnstu tök á að framfylgja þessari stefnu. Af þessum sökum takmarkast t.d. tillagan um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd við landhelgi við- komandi ríkja; það er það sem er mögulegt við núverandi kring- umstæður. Tillagan um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd er hugsuð sem norrænt frumkvæði til að skapa traust í samskiptum þjóða og til að sýna vilja þessara frændþjóða í verki. Hugmyndin um kjarnork- uvopnalaust svæði í Norður- Evrópu með Rússland innan- borðs felur í sér umfangsmikið öryggissamstarf Sovétríkjanna og Norðurlanda og án þess að nokkur dómur sé lagður á ágæti slíks samstarfs þá efast ég um að það hafi vakað fyrir alþingis- mönnum þegar þeir samþykktu ályktun sína um stefnu í afvopn- unarmálum. Hugmyndin um kjarnorku- vopnalausa Norður-Evrópu þýð- ir, ef hún yrði að veruleika, að Sovétmenn eyði einhliða nærri þremur fjórðu hlutum lang- drægra kafbátaeldflauga sinna og eflaust þó nokkrum fjölda lang- drægra landeldflauga án þess að Bandaríkin þurfi nokkuð að fækka langdrægum kjarnavopn- um sínum á móti. Talsmenn gagnkvæmrar afvopnunar og jafnvel þeir sem eru fylgjandi þvf að risaveldin taki sjálfstæð skref í afvopnunarmálum sjá að þetta er tæplega raunhæf krafa. Það verður tæplega sagt að þessi hugmynd beri vitni fag- legum vinnubrögðum þingmanna enda var henni fyrst og fremst ætlað að hefta framgang tillög- unnar um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Hvað um framkvæmdina? í ályktun Alþingis er aðeins tekið fram að „á Islandi“ verði ekki staðsett kjarnavopn. Ekkert er minnst á bann við umferð kjarnavopna í íslenskri lögsögu né bann við tímabundinni við- dvöl þeirra. Hvers vegna ekki? Að síðustu er ekki að finna svo mikið sem stafkrók í ályktun Al- þingis um það hvort eða hvernig Alþingi ætlast til að kjarnorku- vopnabanni íslendinga verði fylgt eftir. Það eitt gerir mikil- vægasta atriði þessarar ályktunar merkingarlaust. Ég verð að játa að mér er það hulið hverju þingmenn Alþýðu- bandalagsins þykjast hafa náð fram með samþykkt þessarar á- lyktunar. Og ef þessi atriði sem ég hef talið upp hér að framan eru ekki vitnisburður um fúsk og van- þekkingu þá hlýtur sú spurning að vakna hvort nær hefði verið að tala um pólitíska hræsni og óheiðarleika. Ég vona að svo sé ekki. Föstudagur 17. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.