Þjóðviljinn - 17.06.1988, Side 4

Þjóðviljinn - 17.06.1988, Side 4
LEIÐARI KLIPPT QG SKQRIÐ Forsetinn og þjóðin Óvæntar forsetakosningar hafa vakið umræðu um hlutverk forset- ans og valdsvið, um samskipti forsetans við ráðherra, þjóð og þing- menn, um stjórnarskrána og um lýðræði á íslandi. Þótt tilefnið gæti verið annað er útaf fyrir sig þarft að minna á að sú staðreynd að hlutirnir eru einsog þeir eru getur ekki talist röksemd fyrir því að hlutirnir eigi að vera einsog þeir eru. Hlutverk og valdsvið forseta ákvarðast í fyrsta lagi af stjórnarskrá og lögum, í öðru lagi af þeirri hefð sem hefur skapast hjá fjórum forsetum í 44 ár, í þriðja lagi af persónu þess sem þjóðin kýs til verksins. Það hlutverk sem mótast hefur forsetanum til handa er fyrst og fremst að vera fulltrúi þjóðarinnar, gagnvart öðrum þjóðum, og ekki síður gagnvart sjálfri sér, - íslendingar hafa þannig nær undantekn- ingarlaust getað fylkt sér um forsetann hversu harðvítugt sem menn deila innanlands, - „hvernig sem stríðið þá og þá er blandið". Vald forsetans hefur í raun legið fremur á huglægu sviði en hlut- lægu og kemur fremur fram með táknlegum hætti en jarðbundnum fyrirskipunum, boðum og bönnum. Þau áhrif sem forsetar hafa haft á landsmálin til dæmis við stjórn- armyndanir má með ýmsum hætti skilgreina sem beint framhald af sameiningarhlutverki hans og táknlegu valdi, enda hafaforsetar beitt sér þá fyrst að í óefni er komið með fylkingum á alþingi. Þegar lýðveldinu var gerð stjórnarskrá var forsetanum vísað þar til sætis sem konungur hafði áður setið, og íslenskum forsetum svipar á ýmsan hátt til annarra þjóðhöfðingja á Norðurlöndum. Forseti íslands er eiginlega þjóðkjörinn kóngur. Þetta gæti verið allt öðruvísi, og það hafa fyrr og síðar komið fram hugmyndir um að koma meiri völdum í hendur forseta, eða skipta forsetanum í tvennt einsog Bandalag jafnaðarmanna vildi á sínum tíma. Svona hugmyndir kosta að þrengt er að þingræðinu og bera flestar vott um þrána eftir hinum sterka manni með patentin. Fyrirforsetakosningarnar núna hefurframbjóðandi Flokks manns- ins einnig sett fram hugmyndir um að gera forsetann virkari, og segir - réttilega - að til þess þurfi ekki endilega að breyta lögum heldur höggva á hefð. Þetta á fyrst og fremst að gerast með því að forseti noti eða hóti að nota þann synjunarrétt sem hann hefur gagnvart lögum frá alþingi, þannig að málum verði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi réttur forseta er afskaplega mikilvægur, vegna þess að þetta er eitt af helstu vopnum hans sem ábyrgðarmanns lýðveldisins. Hingað til hefur enginn forseta notað sér þennan rétt, en það þýðir ekki að hann sé úr gildi, - og kvennadagurinn 1985 sýndi að forseti með þennan rétt þarf ekki mikið að hreyfa sig til að jörð titri. Það er forseta í sjálfsvald sett hvenær hann neitar að undirrita lög frá þinginu, en það er eðlilegt að líta svo á að mikið verði að liggja við, - að forseta beri að grípa til þessa úrræðis í neyðartilvikum eingöngu, þegar þingi og ríkisstjórn hafa orðið á mistök sem geta varðað grundvallarheill þjóðarinnar, til dæmis og sérstaklega þegar um sjálf- stæði hennar og landsréttindi er að tefla. Það er þannig mjög umdeilanlegt að forseti skyldi ekki hafa notað þennan rétt árin 1946, 1949 eða 1951 þegar teknar voru - innan þings og utan - afdrifaríkar ákvarðanir um hersetu og hernaðar- bandalög, ákvarðanir sem líkur voru til að mikill meirihluti þjóðarinnar stæði gegn. Forseti sem notfærir sér þennan rétt í meira og minna daglegri íslenskri pólitík, - sá forseti kynni að eiga skilda þökk fyrir að hafa vit fyrir vondum ráðherrum og þingmönnnum. Hann kynni líka að verða hinn versti skaðvaldur framsækins þingmeirihluta, - allt eftir því hvemig stendur í ból þess sem á horfir. Slíkur forseti væri hinsveg- ar búinn að ýta frá sér sameiningarhlutverki sínu, hann væri ekki lengur sá sem valist hefði til ábyrgðar ofar flokkadráttum. Hann væri fyrst og fremst stjórnmálamaður, ef til vill góður eða ágætur, en fyrst og fremst stjórnmálamaður innanum aðra stjórnmálamenn. Það er ekki sennilegt að slík breyting mundi efla lýðræði eða draga úr misrétti í samfélaginu. Þótt hitt sé rétt að akvæðagreiðslur meðal þjóðarinnar og í einstök- um landshlutum og sveitarfélögum eiga allan rétt á sér einsog nýleg dæmi um valdníðslu og hroka stjórnenda sýna best. Þjóðhátíðardagur í dag er þjóðhátíðardagur íslendinga, og ef að venju fer verða blásnar blöðrur, étnar pulsur og hlustað á grínara: fréttir herma að hátíðahöld dagsins hefjist í æðra veldi í Laugardal þegar fegurðar- drottning svífur í fallhlíf niðrá fótboltavöllinn. Þetta er allt gott og blessað meðan menn gleyma ekki sjálfu afmælisbarninu, lýðveldinu frá 1944, og sjálfstæðisbaráttunni í per- sónu Jóns Sigurðssonar. Þjóðviljinn sendir íslendingum þjóðhátíð- arkveðju með þeim orðum sem Einar Olgeirsson hafði um lýðveldið á Reykjavíkurfundi daginn eftir Þingvallahátíðina miklu: „Frá fólkinu er það komið, - fólkinu á það að þjóna - og fólkið verður að stjórna því, vakandi og virkt, ef hvorutveggja, lýðveldinu og fólkinu, á að vegna vel. -m Samsæri gegn Kamban? Einn helstur leiklistarat- burður á Listahátíð eru for- sýningar í Þjóðleikhúsinu á leikriti Guðmundar Kamb- ans, Marmari. Leikstjóri og höfundur leikgerðar, Helga Bachmann, hefur í því til- efni látið ýumislegt frá sér fara um Kamban og verk hans og þá ekki síst um mat landa hans á hans framlagi. Og eins og algengt er um þann sem fær mætur á sínu viðfangsefni, þá finnst Helgu að Guðmundur Kamban hafi ekki notið sannmælis, að menn hafi gengið fram hjá honum ó- maklega, gleymt honum. Um þetta segir hún meðal annars í viðtali við D V á dögunum: „Mér hefur lengi fundist stefna þeirra sem bera ábyrgð á bókmenntaum- fjöllun hér á landi að halda Kamban leyndum og ég held að við þurfum ekki að grufla lengi til að komast að orsök- inni.... Um það leyti sem Kamb- an var að vinna sér nafn er- lendis kemur upp ákveðin stefna hér heima þar sem skáldverk eru metin út frá afmörkuðu pólitísku sjónar- horni. Kristinn E. Andrés- son er helsti talsmaður þessa viðhorfs og Kamban fær það orð á sig að hann sé borgara- legurhöfundur. Eftirseinni heimsstyrj- öldina eru síðan margir sem vita ekkert um Kamban nema það að hann hafi verið sakaður um að vera nasisti og helst að hann hafi verið það“. Skoðum þetta nánar. Óþarfaráhyggjur Það er rétt að taka undir það viðhorf Helgu Bach- mann, að of mikið hafi veið fjasað um meintan nasisma Guðmundar Kambans eða Þjóðverjavináttu. Slíkar vangaveltur voru óhjá- kvæmilegar fyrst eftir stríð, þegar Evrópumenn voru upp til hópa metnir blæ- brigðalaust eftir afstöðu sinni til hins þýska ofur- valds. Síðarmeir eru það svo helst fj ölmiðlatiktúrur sem halda við yfirborðslegri um- fjöllun um nasistahneigðir manna lengur en skyldi - en varla verða þeir sem „bera ábyrgð á bókmenntaum- fjöllun“ sakaðir um það. Það er líka rangt að „bók- menntastofnunin“ hafi vilj- að gleyma Guðmundi Kamban. Leikrit hans hafa verið mikið sýnd hér á landi - þessi Klippari hér man eftir einum þrem sýningum á Vér morðingjar, þrem á Skálholti, Marmari kemur nú upp í annað skipti og svo mætti áfram telja, og er ekki annað vitað en að þær sýn- ingar allar hafi hlotið fullkomlega eðlilega um- fjöllun og viðtökur. Sú samsæriskenning er líka röng að marxískar hug- myndir Kristins E. Andrés- sonar hafi komið í veg fyrir eðlilega viðurkenningu á Guðmundi Kamban. Krist- inn var þeirrar skoðunar að sá borgaralegi húmanismi sem einkenndi verk Kamb- ans, hefði ekki lengur þau svör sem dygðu á okkar tím- um, en það kom ekki í veg fyrir, að hann lofaði Guð- mund Kamban (t.d. íbók- inni „Íslenskarnútímabók- menntir") fyrir að vera „á margan hátt stórbrotið og glæsilegt skáld“ og fleira sagði hann í þeim dúr. Aðrarorsakir Kenningar um samsæri gegn orðstír Guðmundar Kambans eru óþarfar. Ef mönnum sýnist sem þessi til- tekni höfundur hafi ekki hlotið þær vinsældir sem honum bæri, þá er réttara að hafa þetta tvennt í huga: í fyrsta lagi: Guðmundur Kamban var einn þeirra metnaðarfullu manna ís- lenskra sem reyndi að gerast alþjóðlegurrithöfundur. Bæði með því að skrifa á öðrum tungum en íslensku og með því að fjalla um „al- þjóðlegefni“. Straxafþeim sökum varð hann ekki eins kær íslendingum og þeir rit- höfundar, sem stóðu fast við þá nauðsyn að skrifa á ís- lensku og vinna úr íslensk- um efnivið, láta séríslenskar forsendur setja sem sterk- astan svip á sitt framlag til „sammannlegra“ viðfangs- efna. Það er vitanlega út í bláinn að spyrja hvort það hafi verið „rétt“ eða „rangt“ hjá Guðmundi Kamban að reyna að sigra heiminn t.d. með því að skrifa leikrit sem eiga sér bandarískan vett- vang (Vér morðingjar, Marmari) en það gat ekki hjá því farið að slík viðleitni kæmi upp nokkurri fjarlægð milli höfundar og landa hans. í annan stað megum við ekki gleyma því, að Ijós Guðmundar Kambans hef- ur, sem og margra höfunda annarra, blátt áfram dofnað í skini frá skærari stjörnum. Guðmundur Kamban hefur skrifað ágætlega læsilega skáldsögu um efnivið ís- lendingasagna, „Vítt sé ég land og fagurt“ - en sú saga fer ekki vel út úr saman- burði við Gerplu Halldórs Laxness. Eðatökum annað dæmi: Skálholt Kambans er vinsæl söguleg skáldsaga og hefur ýmsa kosti til að bera - en þegar höfundur íslands- klukkunnar skoðar þann sama myrka tíma sögunnar, þá er hverjum manni ljóst að allt annað og meira er á ferð eníSkálholti. Önnursamsæri Sannleikurinn er sá, að samsæri um að hafa af mönnum skáldskaparæruna eru miklu færri en mönnum er hætt við að halda, og þótt einhver tilhlaup séu gerð í slíka átt bera þau oftast nær lítinn árangur. Það er miklu algengara í íslensku bók- menntalífi, að það skapist einskonar samsæri um að blása upp ágæti höfundar langt umfram verðleika. Slík „samsæri“ (sem gerast meir í þægilegu hugsunar- leysi en með útsmoginni herstjórnarlist) eru reyndar miklu erfiðari viðfangs en önnur - blátt áfram vegna þess að sá sem prjón vill taka og stinga á mikið blásnum belg, hann verður fyrst af öllu sakaður um smásálar- skap og öfund. Og kærir sig náttúrlega ekkert um það. AB þJÓÐVIUIHN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslasön, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson.TómasTómasson, Þorfinnurómarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúia 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.