Þjóðviljinn - 17.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.06.1988, Blaðsíða 14
MINNING ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Opnir fundur á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austurlandi sem hér greinir: A Eskifirði í Valhöll þriðjudaginn 21. júní kl. 20.30. Á fundunum verður rætt um heimamál, stöðu þjóðmálanna og störf Alþingis. Allir velkomnir Alþýðubandalagið Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Munið sumarráðstefnuna á Hallormsstað dag- ana 18. og 19. júní nk. Dagskrá 18. júní Kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál. „Hvernig á að sækja valdið suður?" Framsögumenn: Hallgrímur Guðmundsson sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði og Smári Geirsson sveitarstjórnarmaður á Neskaupstað. Umræður. Kl. 20.30: Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní kl. 10.30 Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn Jóns Loftssonar skógar- varðar. Kl. 13.30: Ávarp í tilefni dagsins Guðrún Aðalsteinsdóttir matráðskona. Kl. 13.40: Ráðstefna um jafnréttismál. Framsögumenn: Stefanía Traustadóttir formaður ABR og starfsmaður Jafnréttisráðs og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Umræður. Áætluð ráðstefnuslit kl. 18. Fjölmennið í tilvalda fjölskylduferð Stjórn kjördæmisráðs Vestfirðir Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er fyrirhuguð í Flatey 2. og 3. júlí nk. Nánar auglýst síðar. Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráð boðartil fundar í Þinghól Hamraborg 11, mánudaginn 20. júní kl. 20.30. Dagskrá. 1. Kosning í nefndir. 2. Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmála ráð Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn mánudaginn 20. júní, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarstjórnarfundur 21. júní. Sérstök athygli vakin á málefnum Slipps- töðvarinnar. 2. Önnur mál. Stjórnin Útgáfufélag Þjóðviljans Aðalfundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður hald- inn að Miðgarði, Hverfisgötu 105, Reykjavík, kl. 20.00, mánudaginn 20. júní nk. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjórnin. Hjörleifur FÉLAGSMÁLASTOFN UN REYKJAVÍKURBORGAR Útideild Forstöðumaður Laus er staða forstöðumanns Útideildar. Starfið felur í sér daglega stjórnun deildarinnar, sem sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga. Við leitum að félagsráðgjafa eða starfsmanni með sambærilega menntun. Reynsla af leitar- starfi eða meðferðarstarfi með unglingum er skil- yrði fyrir ráðningu. Umsóknarfrestur er til 8. júlí n.k. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500 og deildarstjóri Unglingadeildar í síma 622760. Umsóknum skal skilað til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á umsókn- areyðublöðum sem þar fást. Sigríður Michelsen Nú kveð ég vinkonu mína Sig- ríði Michelsen, konu sem hefur gengið í gegnum svo ólýsanlega þung veikindi sem hún hefur bor- ið með ofurmannlegu þreki, alltaf glöð og gefandi birtu í um- hverfi sínu, og kvaddi þennan heim með reisn. En hún Sigga Mikk, eins og við kölluðum hana, var svona í gegnum lífið. Við bjuggum í Hveragerði og börnin okkar ólust upp saman. Auðvitað vorum við ekki alltaf sammála, tókum hvor aðra í karphúsið, sem endaði í eldhús- króknum í sátt og samlyndi. Þegar ég sit hér í kvöld og fletti upp í minningum eins og bók sem ég get lesið aftur og aftur, kemur margt í hugann. Við vorum sam- an í kvenfélaginu í Hveragerði í skemmti- og fjáröflunarnefnd. Það þótti nú ekki allt gáfulegt sem við létum okkur detta í hug og ekki var það betra þegar hún Dúna í Rósakoti bættist í hópinn. Eitt kvöld þegar ég var búin að svæfa börnin, datt mér í hug að við ættum að halda blómaball og velja blómadrottningu. Ég hringdi í Dúnu og Siggu. Ekkert mál, við gerum það. En við vor- um ekki einar í nefndinni og hin- ar töldu þetta amerískan stæl og sögðu sig úr nefndinni. Við héld- um okkar striki. Garðyrkjumenn skreyttu húsið. Ung stúlka í kvennaskóla Árnýjar var valin blómadrottning. Palli og Sigga leiddu dansinn eins og þeim var einum lagið. Þegar ég vann með börnin í barnastúkunni var það alltaf Sigga sem hjálpaði mér, gerði búninga og málaði. Einu sinni veiktust börnin mín af skarlatssótt og heimilið var sett í sóttkví. Hver var það nema Sigga sem hringdi á hverjum degi? Laufey mín, vantar þig eitthvað úr búð? Kassi af tó- mötum, vínberjum eða gúrkum birtist á hlaðinu. Það var ósköp notalegt að hitta Siggu og hún sagði við mig: Það veitti ekki af að laga á þér hárið, komdu í kvöldkaffi. Kom svo heim með permanent. einsog bankagarparnir, ekki minna en mörgum miljónum. Mannorð mitt er ekki minna virði. En hvað ætli þeir skilji þessir ungu uppar. ó.S. Lesandabréf „Sístelandi kerlingar“ Ég varð fyrir afskaplega leiðin- legri reynslu um daginn á einum af stórmörkuðum borgarinnar. Ég var þar að versla og allt í einu vindur að sér ungur maður, lík- lega deildarstjóri og áreiðanlega einn af þeim sem eru alltaf á upp- leið, og ber á mig að ég hafi stolið |>eirri flík sem ég held á. Ég varð fyrst hissa og klumsa, en svo áttaði ég mig á því að hon- um var alvara. Og fékk þá leyfi náðarsamlegast til að ná í stúlk- una sem hafði afgreitt mig til að fá málið á hreint. En þegar ég fann hana tók ekki betra við, lögregluþjónar komnir á vettvang, skýrslutaka í gangi og allt mögulegt. Ég er nú hálfsjötug orðin og það mátti ekki miklu muna að ég kæmist heim eftir öll þessi ósköp. En ungi verslunarmaðurinn, hann var hvergi banginn þegar farið var að tala við hann um mál- ið: Iss sagði hann, ég hefi nú ekki mikla samúð með þessum kerl- ingum, þær eru alltaf sístelandi. Mér er spurn: Eru þetta eins- konar kynþáttafordómar? Má ekki kona við aldur koma í búð án þess að vera grunuð um allar vammir og skammir? Ég sagði nú við kauða: Ef ég færi að stela þá mundi ég stela Frá lesendum Ekkikunna að stjóma Eru ef betur að er gáð undir klíkur hallir. Vita ekki sitt rjúkandi ráð ráðherrarnir allir. Vel þeir sinna veislunum en vissa hafa lesti. Þeir hrökkva upp með andfœlum á átta vikna fresti. Ráðherrar með þjark og þjóst þegna trausti fórna. Það er orðið alveg Ijóst þeir ekki kunna að stjórna. Sigfús Steindórsson Sauðárkróki Það var svo undarlegt hvað við Sigga áttum margt sameiginlegt þrátt fyrir það hvað við vorum ólíkar. Það var allt svo fínt og fágað hjá henni en allt í belg og biðu hjá mér. Mér þótti svo inni- lega vænt um hennar syni, þessa óþægðarpjakka, eins og mín börn sem ekkert voru betri. Ég bið góðan guð að gefa bónda hennar og fjölskyldu styrk á þessum erfiða hjalla lífs og dauða. Það sem er fyrir öllu er að hennar þrautargöngu er lokið. Guð blessi ykkur öll og minningu hennar. Laufey Jakobsdóttir 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Vestur á Mýrar Óvenjuleg og ódýr ferð Sumarferöin veröur að þessu sinni farin laugardag- inn 2. júlí. Fargjaldiö verður 1000 krónur, þó 800 krónur fyrir 67 ára og eldri en aðeins 500 krónur fyrir börnin. Á söguslóðum séra Árna Þórarinssonar Ekið verður vestur á Mýrar og m.a. farið út yfir Hítará á söguslóðir séra Árna Þórarinssonar. Þátttakendum er ráðlagt að fara að fletta upp í bókum Þórbergs um séra Árna. Svæðið er beinlínis safaríkt af sög- um fyrri áratuga og alda. auk þess sem jarðsaga íslands er okkur þar opin bók. Séra Árni Þórarinsson Gylfi Þór Einarsson jarðfræðingur mun fræða okk- ur um jarðsöguna og verður m.a. komið að Rauðam- elsölkeldu ef aðstæður leyfa. Árni Páll Árnason laganemi rifjar upp ýmsar sagnir og séra Hreinn Hákonarson í Söðulsholti, sem gegnir nú sömu prestaköllum og séra Árni gerði áður, hefur frá ýmsu að segja. Látið skrá ykkur fljótt Skipulag sumarferðarinnar er mikið verk sem verður mun auðveldara ef þið látið skrá ykkur hið allra fyrsta. Upplýsingar í síma 17500 eða að Hverfisgötu 105, Reykjavík 88

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.