Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Ráðstefnan í Moskvu Fyrir nokkrum árum skrifaði sagnfræðingurinn Roj Médvé- dév grein um mögulega þróun Sovétríkjanna til ársins 2000. Médvédév var einn þeirra tiltölulega fáu andófsmanna sov- éskra sem aldrei gaf frá sér von um að hægt væri að breyta Kommúnistaflokknum og stjórnarháttum „innan frá“, að þar væri að finna öfl sem gætu gefið sovéskum kommúnisma „mennskt yfirbragð". Hlaut hann fyrir þetta mikið ámæli bæði sovéskra útlaga og margra vestrænna Kremlarfræðinga, sem töldu Sovétríkin fullkomlega pólitískt gjaldþrota „heimsveldi hins illa“. Roj Médvédév gerði ráð fyrir þrem möguleikum. í fyrsta lagi héldi íhaldssöm forysta áfram um stjórnartauma og því mundi fylgja áframhaldandi hnignun og stöðnun á öllum sviðum. í annan stað yrði um að ræða hálfvolgar og hægar umbætur sem ekki mundu breyta nógu miklu (og Médvédév taldi þá þróun eiginlega líklegasta). I þriðja lagi ræddi hann þá mögu- leika, að til yrði nógu öflugur hópur umbótasinna innan flokks- ins sem gætu losað sig við arf hins liðna og haft forystu um hraðar umbætur. Sú ráðstefna Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem fram fer í Moskvu nú staðfestir með ýsmum hætti, að raunveruleg þróun hefur farið fram úr vonum manna eins og Médvédév - sem fyrir skömmu þóttu alltof bjartsýnir. Af ráðstefnu þessari berast margar fregnir forvitnilegar: menn krefja forystumenn opinskátt til afsagnar, til að sanna umbótatal sitt í verki með því að létta af almenningi áþján vöruskortsins, fulltrúar fyrirtækja gera grimma hríð að ráðuneytunum sem ekki vilja sleppa neinum undan sínum pilsfaldi. Og svo mætti lengi áfram telja. Ráðstefnan og allt það greinaflóð sem henni fylgir í sovéskum blöðum sýnir fyrst og síðast það, að Gorbatsjov og hans mönnum er fyllsta alvara með glasnost, með fagnaðarerindi hinnar opinskáu umræðu. Hún hefur fest sig í sessi, hún hefur fyllt í margar eyður sögunnar, hún hefur eflt fólk til djarfrar endurskoðunar á mörgu því sem áður var talið sjálfgefinn og „vísindalegur" sannleiki um þjóðfélagsmál. Umræðan hefur ekki síst komið Sovétríkjunum út úr þeim vítahring pólitískrar sjálfsánægju sem áður fyrr svo gott sem lokaði fyrir samskipti og alvarlega umræðu við fulltrúa Sovétríkjanna um þróunar- vandamál samfélagsins: þeir viðurkenna nú fúslega að mörg vandamál séu alvarleg og brýn til lausnar, sem áður voru sögð þegar leyst eða svo lítilfjörleg að ekki tæki því að ræða um þau. Bæði í umfjöllun í blöðum heims um þróun mála í Sovétríkj- unum og svo á ræðupalli þeirrar ráðstefnu sem nú stendur yfir í Moskvu er einatt kvartað yfir því, að glasnost, öll þessi um- ræða, sé ekki nóg, hún verði tómleg til lengdar ef ekki er fylgt eftir með verkum sem duga til að bæta hag almennings. Þetta er vitaskuld bæði satt og rétt. En menn mega heldur ekki vanmeta beina nytsemd glasnost fyrir perestrojku -fyrir nauð- synlegar breytingar í stjórn efnahagsmála og einstakra fyrir- tækja. Glasnost gerir valdníðslu og geðþóttastjórn erfiðari, hún skapar raunsæilegra mat á stöðunni í hverju máli, hún dregur úr þeim ótta sem lamar félagslegt siðgæði og djörfung til framtaks. Umræðan opna minnir rækilega á þá staðreynd sem einatt vill gleymast í gráma hins pólitíska hvunndags: að heimurinn er, þrátt fyrir allt, breytanlegur, ekkert stendur í stað, það virðist meira að segja vera til eitthvað það sem kalla má sögulegt réttlæti. Þeim sem fylgdust með hinni ömurlegu þróun langra valda- ára Brezhnevs finnst stundum með ólíkindum, að fundist hafa í alráðum valdaflokki eins og Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, forystumenn og kjarkur til að leggja út í jafn róttæka endur- skoðun á sögu og stjórnarháttum og nú er unnið að í Sovétríkj- unum. Þeir fá þau svör hjá talsmönnum perestrojkunnar, að þrátt fyrir allt hafi lífi haldið þau viðhorf, þær siðgæðiskröfur, sem þeir kenna við Lenín. Um þau svör er margt ósagt. En það er hollt vestrænum vinstrimönnum að hafa í huga, að mögu- leikar þeirra á því að þoka heiminum til sæmilegs „sósíalisma með frelsi" eru ekki síst tengdir því, að menn bæði horfist hiklaust í augu við skelfilegar lexíur Stalíntímans og skilji hvers vegna baráttan við að yfirstíga afleiðingar þess tíma í Sovétríkj- unum er svo lífsnauðysnleg og um leið jafn tvísýn og raun ber vitni. ÁB Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sem gegndi lektorsstöðunni sem Birgir ísleifur veitti Hannesi Hólmsteini stjórnmálaspekingi, í blóra við álit dómnefndar og skýlausa viljayfirlýs- ingu deildarfundar félagsvísindadeildar. Lektorsstaðan Hannes ekki stjómmálafræðingur Hefur ekki lokið neinuprófi ístjórnmálafrœði. Aður dœmdur stjórnmálaheimspekingur. Pórólfur Þórlindsson: Ekki réttað harðvítugir flokksforingjar komi ístað dómnefnda Þórólfur Þórlindsson, deildarforseti fé- lagsvísindadeildar, segir Hannes Hólmstein Gissurarson aldrei hafa lokið neinu prófi í stjórnmálafræði. Menntun hans sé í sögu og heimspeki og doktorsritgerð hans falli utan þess sviðs sem sóst hafi verið eftir í auglýs- ingu fyrir stöðunni. Ritgerðin fjalli fyrst og fremst um stjórnmálaheimspeki. Þórólfur segir kjarna þessa máls ekki vera það skipu- lag sem tíðkast hefur hér á landi og í öðrum lýðræðisríkjum varðandi stöðuveitingar, kjarninn sé hvort hægt er að finna betra kerfi. Hannes hefur áður farið fyrir dómnefnd, en það var þegar hann sóttist eftir stöðu lekt- ors í heimspeki 1986. Halldór Guðjónsson kennslustjóri Háskólans átti sæti í dómnefnd- inni. Hann sagði niðurstöður nefndarinnar í megindráttum hafa verið þær að nefndin gæti aðeins tekið afstöðu til hæfni Hannesar í ein- um af þeim undirgreinum sem auglýst var eftir. Hins vegar hefði nefndin talið líklegt að Hannes væri hæfur í stjórnmálaheimspeki. Engin grein hefur birst eftir Hannes í viðurkenndum tímaritum á sviði stjórnmála- fræði og ekkert rita hans flokkast beinlínis undir hana. Hins vegar hefur Ólafur Þ. Harð- arson birt fjölda greina í viðurkenndum stjórnmálafræðitímaritum og unnið að rann- sóknum í fræðunum. Hann vinnur nú að kosningarannsóknum og eru þær hluti af doktorsverkefni hans. Þórólfur sagði það ekki vera réttu leiðina til að koma í veg fyrir hugsanlega hlutdrægni að setja í staðinn fyrir faglega dómnefnd dóma harðvítugra pólitískra flokksforingja. Með ákvörðun sinni hefði menntamálaráð- herra vegið þungt að sjálfstæði Háskólans sem væri í fullkominni andstöðu við þær venj- ur sem ríktu í lýðræðisríkjum. Þá sagðist Þórólfur ekki skilja hvað ráðherrann ætti við þegar hann segði alla kennara deildarinnar hafa sömu skoðanir. Ef ráðherrann ætti við pólitískar skoðanir gæti hann upplýst ráðherrann um það að hann hefði verið talinn hægrimaður hingað til. Fræðilega hefðu menn síðan ólíkar skoðanir í deildinni eins og vera bæri en pólitískar skoð- anir manna kæmu skólanum ekki við. -hmp Lektorsstaðan Þetta er vandræðamál Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra: Skipaði aldrei mann sem talinn var aðeins hœfur að hluta - Ég komst að mig minnir einu sinni í hann krappan í sambandi við stöðuveitingu við Háskólann og fékk bágt fyrir, en ég tók aldrei mann framyfir sem hafði ekki verið metinn hæfur nema að hluta, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra og bóndi á Brekku í Mjóafirði, í samtali við Þjóðviljann. Vilhjálmur sagðist ekki hafa fengið ítar- legar fregnir af veitingu lektorsembættisins í stjórnmálafræði. - Þannig að út af fyrir sig er ég ekki alveg dómbær á gerðir Birgis ísleifs Gunnarssonar, en mér heyrist þetta hálfgert vandræðamál. Að sögn Vilhjálms var embættisveiting hans við Háskólann einu sinni talin gagnrýnisverð. - Þá veitti ég manni háskóla- stöðu, sem ekki hafði fengið eins mörg at- kvæði á deildarfundi og annar umsækjandi sem var útlenskur. Ég hafði ekki heimild til að skipa útlendinginn, aðeins setja hann í stöðuna, þannig að ég valdi hinn umsækjand- ann. Það lék hins vegar enginn vafi á hæfni þess sem ég skipaði, sagði Vilhjálmur. þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.