Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 1
II _ ý* Þjooarbuw Veðsett upp 11 Hverfjögurra mqnnafjölskylda veðsett erlendum lánardrottnumfyrirl,6 miljónir króna. ÓlafurRagnar Grímsson: Ríkisstjórnin virðist ekki œtla að snúafrá villu sínsvegar. Utlitfyrirfrekari skuldasöfnun. ÞórðurÓlafsson, Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans: Skuldavandinn kann að ógna efnahagslegu sjálfstœði okkar ísland er eitt skuldugasta ríki í heimi og komast skuldir annarra landa með sambærileg lífskjör ekki námunda við okkar. Er- lendar skuldir þjóðarbúsins hafa aukist jafnt og þétt að rauntölu, en þessa stundina eiga erlendir lánardrottnar ítök í okkur uppá. litla 100 miljarða. Það jafngildir tæpri hálfri miljón á hvern lands- mann. Lfklegt er talið að er- lendar skuldir aukist enn um 10 til 15 miljarða á árinu. Þetta kem- ur fram í „svartri skýrslu" Verð- bréfaviðskipta Samvinnubank- ans. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, segir að þessar tölur sýni að stjórnarstefnan ógni efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. - Enn sem komið er bendir ekkert til að ríkisstjórnin ætli að snúa af þessari óheillabraut. Verði blaðinu ekki snúið við má ráðgera að skuldir þjóðarbúsins verði á næsta ári orðnar hátt á annað hundrað miljarða króna, segir Ólafur Ragnar. Þórður Ólafs, forstöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvinnu- bankans, segir að nánast ekkert ríki með sambærileg lífskjör komist í samjöfnuð við ísland, hvað erlendar skuldir áhrærir. - Við erum ein skuldugasta þjóð veraldar. Verði blaðinu ekki snúið við segir Þórður, að það kunni að koma okkur í koll og ógna efna- hagslegu sjálfstæði okkar. Sjá síðu 3 SkáklBelfort Karpov lagði meistarann Jóhann neðstureftirtap gegn Timman Karpov náði fram hefndum á Kasparov í 129. skák þeirra fjandvinanna, og skilur vinning- ur þá að fyrir síðustu umferðina í heimsbikarmótinu í Belfort. Karpov lagði heimsmeistarann í uppáhaldsbyrjun hans, Griinfelds-vörn. Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Hollendingnum Jan Timman og er ásamt honum neðstur á þessu geysisterka móti. Sjá skákf réttir Helga Ólafssonar síðu 7 Lektorsstaðan Sameinast gegn Birgi Nœr allar stofnanir innan Háskólans kallaðar saman. Hannes hefur ekki lokið neinuprófi í stiórnmálafrœði. Svanur Kristiánsson krefurBirgi svara viðásökunum Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hefur ekki lokið neinu prófi í stjórnmálafræði. Sú niðurstaða dómnefndar að hans fræðiskrif séu á sviði stjórnmálaheimspeki er ekki sú fyrsta. Þórólfur Þór- lindsson deildarforseti félagsvís- indadeildar segir það ekki réttu leiðina að dómur harðvítugra pólitískra flokksleiðtoga komi í stað álits faglegra dómnefnda. Nær allar stofnanir og hópar sem snertir þetta mál, innan Há- skólans hafa boðað til funda í næstu viku. Rektor hefur boðað til aukafundar um málið og Stúd- entaráð hefur gert hið sama. Þá verður deildarfundur um málið og nemendur í stjórnmálafræði hafa boðað til neyðarfundar á þriðjudag. Sjá síðu 2, 4 og 5 Sumarstemmning á Grund í gær. Séra Gylfi Jónsson þandi nikk- una af miklum móð í hitabrækjunni í gær og undir tóku heimilismenn á Grund. Ekki var annað að sjá en allir viðstaddir skemmtu sér hið besta, enda ekki á hverjum degi sem klerkar landsins grallaraskap við sóknarbörnin. Það er þá ekki hærumar í embæfti á þessum síðustu og verstu bregða á glens og víst að þeir kembi timum. Mynd Sig. Sovétrikin Hvað torveldar áfoim Gorfcatsjovs? í Sunnudagsblaðinu heldur Árni Bergmann áfram frásögn sinni af kristnihaldi og perest- rojku í Sovétríkjunum. I grein um „þriðja dauða Stalíns" er fjallað um ástæður þess að myrkraverk úr fortíðinni verða mikilvæg í umræðu dagsins. Og í annarri samantekt segir frá því, hvernig á því stendur að miklu betur gengur að halda úti glas- nost, opinni umræðu um vanda- mál, en að fylgja henni eftir með áþreifanlegum umbótum og ár- angri í framleiðslu. Þar erog fjall- að um þá hagsmuni sem standa í vegi fyrir áformum Gorbatsjovs, kenndum við perestrojku. Sjá sunnudagsblað síðu 5-7 og laugardagsblað síðu 13 Myndlist Leitin að sjálfum sér „Samband mitt við móður mfna er nókkuð sem ég hef velt mikið fyrir mér og skiptir miklu máli í mínum myndum," segir sænska listakonan Lena Cronqu- ist sem kom hingað til lands í ti- lefni sýningar á verkum hennar sem nú stendur yfir í Norræna^ húsinu. Lena segist sækja sitt myndefni í sjálfa sig, og að margar af mynd- unum hafi orðið til þegar hún var að reyna að kafa í sjálfa sig til að átta sig á viðbrögðum sínum við sinni eigin reynslu. Sjá síður 8 og 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.