Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 6
MINNING Vegskilti Tilboö óskast í vegskilti fyrir Vegagerö ríkisins. Útboðsgögn eru seld á kr. 3.000,- frá hádegi 4. júlí n.k. á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. júlí n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, simi 26844 Skelltu hvorki skuld á hálku eða myrkur. Það ert fiú. sem situr við stýrið. u UMFERÐAR RÁO Kennarar íþróttakennara vantar að Höfðaskóla, Skaga- strönd auk kennara til almennrar kennslu. í boði eru ýmis hlunnindi. Upplýsingarveitirskólastjóri í síma 95-4800 eða skólanefndarformaður í síma 95-4798. Skólastjóri Kennarar Lausar stöður Við Grunnskólann í Hveragerði eru lausar eftir- taldar kennarastöður: A) í íslensku í efstu bekkjum skólans. B) í tónmennt. C) í handmennt (smíðum). Umsóknarfrestur er til 8. júlí. UpplýsingarveitaGuðjón Sigurðsson skólastjóri, í síma 98-34195 eða 98-34472 og Pálína Snorra- dóttir yfirkennari, í síma 98-34195 eða 98-34436. Móðir okkar Hólmfríður Benediktsdóttir Petersen húsmóðir Hrauntungu 15, Kópavogi lóst í Borgarspítalanum þann 30. júní. Emil Petersen Gunnar Adolfsson Guðríður Þ. Einarsdóttir Austurbrún 4 er látin. Börnin Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför Jóns V. G. Valdimarssonar vélsmiðs, ísafirði Börn, tengdabörn og barnabörn Steingrímur Þorsteinsson Fœddur 8. desember 1917 - Dáinn 25. júní 1988 Nú þegar frændi minn hefur lagt upp í ferðalagið mikla, lang- ar mig að minnast hans með ör- fáum línum. Steingrímur andaðist í sjúkra- húsi og dvaldist þar aðeins í örfáa daga. Hann lést 25. júní úr þeim sjúkdómi sem hvað flesta leggur að velli. Að sjálfsögðu var hann búinn að vera meira og minna veikur áður en yfir lauk, en hann var harður af sér og var lítið gefið um að kvarta. Steingrímur var fæddur í Stóru-Gröf í Staðarhreppi 8. des- ember 1917. Foreidrar hans voru sæmdarhjónin Mínerva Sveins- dóttir og Þorsteinn Jóhannsson er þar bjuggu um langt árabil. í þessu fagra umhverfi ólst Steingrímur upp ásamt fimm systkinum, fjórum bræðrum og einni systur. Um tvítugsaldur tekur hann þá ákvörðun að fara í Héraðsskólann í Reykholti. Litlu síðar flyst hann til Reykjavíkur, og hér lifði hann sitt æviskeið á enda. Steingrímur vann í allmörg ár hjá Ludvig Storr, við glerskurð og glerslípun og glerjun húsa. Síðan stofnaði hann sitt eigið fyr- irtæki: Glerverk að Flókagötu 47, og þar vann hann allt til loka- dags. Steingrímur kvæntist 24. apríl 1944, Svövu Þuríði Stefánsdótt- ur. Hún varþá fyrirskömmu búin að missa fyrri mann sinn Björn M. Olsen, en með honum átti hún dótturina Helgu. Steingrím- ur gekk henni í föðurstað og reyndist henni vel. Seinna eignuðust þau hjónin dóttur, Ing- ibjörgu Bimu, sem nú býr með sambýlismanni sínum Jóni Búa- syni.Þaueiga eina dóttur er heitir Svava María. Eldri dóttirin Helga á fjögur börn, öll uppkom- in. Dætur Steingríms biðja að þess sé getið að faðir þeirra hafi verið þeim ákaflega góður, umhyggju- samur og ráðhollur. Steingrímur missti eiginkonu sína fyrir fáum árum, eftir langa og farsæla sambúð. Það var hon- um mikið áfall, að eigin sögn, og ég efast um að hann hafi verið sami maður eftir það. Þau hjónin voru sérlega sam- huga, og um margt var samlíf þeirra til fyrirmyndar. Þeim tókst að byggja upp óvenju fallegt og hlýlegt heimili og lifðu af mikilli hagsýni, enda vel efnum búin. Steingrímur var sérdeilis traustur maður og elskulegur í viðmóti, greindur vel og skemmtilega glettinn á góðum stundum. Það munu margir sakna hans, sem kynntust honum náið. Bæði voru þau hjónin gestrisin og góð heim að sækja og ánægjulegt að dvelja þar kvöldstund og spjalla um lífið og tilveruna. Steingrímur var frábær verk- maður, sívinnandi jafnt um helg- ar sem aðra daga. Þau eru ugg- laust æði mörg húsin, sem hann hefur glerjað. Oftsinnis naut ég þess hve fljótur hann var að bregða við ef rúða brotnaði. Og rúður brotna í borg Davíðs, eins og öðrum borgum. Við Steingrímur ólumst upp í sama hreppsfélagi, og ég var tals- vert kunnugur hans ágætu for- eldrum og systkinum. Allt var þetta úrvals fólk og verður mér löngum minnisstætt. Ég var svo heppinn að fá að dveljast í Stóru- Gröf um eins árs skeið, þá aðeins 6 ára að aldri. Dvölin á bænum þeim verður mér ætíð kær vegna ýmissa atvika, sem eru leyndar- mál liðins tíma. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Steingrími vini okkar sam- fylgdina og elskuleg kynni öll þessi ár. Við vottum ástvinum hans, ættingjum og vinum einlæga sam- úð. Gísli Guðmundsson Óðinsgötu 17 Anna Jóna Jónsdóttir Fædd 2. júlí1956 - Dáin 11. júní 1988 Ég hitti Önnu Jónu fyrst á Loka stfgnum í Reykjavík. Mér geðj- aðist strax vel að þessari ungu stúlku. Hugsaði hve Jóhann væri lánsamur að hafa svo styrkan lífsförunaut og gladdist fyrir hans hönd. Systir hennar var einnig stödd þar og spurðu þær systur hvort ég vildi vera þeim samferða að lokinni heimsókn, við ættum samleið. Það kom fyrir að við töluðum saman í síma, og var hún aldrei of upptekin til að ræða við mig. Mér finnst þær minningar- greinar sem skrifaðar hafa verið um Önnu Jónu segja manni meira en margar aðrar sem skrif- aðar eru og hef ég litlu þar við að bæta. Glöð og grandalaus kvöddu þau hópinn sinn er þau Anna og Jóhann lentu í þessu slysi. Enn einu sinni hefur Bakkus valdið óbætanlegu böli. Jóhann, ég bið Guð og allt sem gott er að veita þér, Haraldi Inga og öðrum aðstandendum styrk. Megir þú, Jóhann vera svo lán- samur að vegna vel á þeirri braut sem þið Anna Jóna voruð svo samhent á. ída Sigurðardóttir Hún Anna Jóna er dáin. Mér fannst heimurinn hrynja þegar ég fékk þær hræðilegu fréttir aðfaranótt 11. júní að Anna Jóna hefði farist í umferð-> arslysi þá um nóttina. Ég man þegar ég sá Önnu Jónu fyrst. Jói, bróðir minn hafði boð- ið mér á sýningu hjá Leiklistar- skólanum og Anna Jóna hafði gert búningana. Einhver hafði hvíslað því að mér að Jói væri farinn að vera með þessari stelpu og ég man að ég gjóaði forvitnum augum á hana alla sýninguna. Upp frá þessu hófust okkar kynni sem urðu að mikilli vináttu og með tímanum varð mér ljóst að hún var ekki bara mágkona mín heldur ein af mínum bestu vinkonum. Alltaf gat ég leitað til hennar, hún var alltaf fús til að hjálpa eða létta undir og ef ein- hverjar spurningar brunnu á vörum mínum, gaf hún mér svör eða kom með tillögur. Þau eru óteljandi kvöldin sem við sátum og spjölluðum um heima og geima. Og sögurnar hennar Önnu Jónu voru svo frá- bærar að maður sat alveg heillað- ur undir frásögninni eða í keng af hlátri. Undir miðnætti kom svo Jói heim úr vinnunni, settist hjá okkur og rabbaði smástund, sagði svo eitthvað fallegt við Önnu Jónu. Bauð svo góða nótt en við Anna Jóna spjölluðum áfram fram á rauða nótt. Alltaf enduðum við á að tala um hið óútskýranlega, aðra heima, annað líf. Við veltum þessu fyrir okkur fram og til baka og hún sagði mér sögur. Hún vann svo mikið og var oft þreytt. Ég hlakkaði til þess dags þegar hlé kæmi á og við gætum átt fleiri stundir saman. Ég man hvað hún var stolt þeg- ar hún sagði mér frá nýjum og spennandi verkefnum sem henni voru fengin. Hún var farin að uppskera laun erfiðis síns. Hún var svo góð við börnin mín. Gaf þeim alltaf tíma, setti sniðugt í hárið þeirra, bjó til lítinn leik. Henni fannst ég stund- um svolítið íhaldssöm í uppeldi þeirra og sagði oft: „Ég þarf að spilla þessum börnum þínum svo- lítið.“ Sunnudaginn 5. júní var yngsta barnið mitt skírt. í boðinu var Anna Jóna strax farin að spjalla og grínast við börnin mín. Ég kom að henni og dóttur minni Söru 4ra ára í eldhúsinu að „reykja“. Anna Jóna var að búa til þykjustu sígarettu handa henni. Síðan settust þær í stofuna með sitt hvorn kaffibollann, Sara með skrautlegan borða í hárinu og um eyrað, sem Anna Jóna hafði tekið af einum skírnarpakk- anum. Sú stutta leit á mig og sagði: „Hún setti bara einn dropa af kaffi í mjólkina mína“. Augun ljómuðu og hún beygði sig niður og sötraði „kaffið“ sitt. Ég sneri mér að Önnu Jónu og sagði: „Þér dettur alltaf eitthvað öðruvísi í hug, þú þarft greinilega að fara að „spilla" bömunum mínum meira. „Það ætla ég líka að gera,“ sagði hún og brosti sínu kankvísa brosi. Alltaf fékk ég koss og hlýjan vanga þegar við hittumst eða kvöddumst. Orð litla drengsins hennar lýsa henni best: Hún var svo falleg, skemmtileg og góð við alla. Elsku Jói, Halli, Anna, Jón, systkini og mágfólk, megi góður Guð styrkja okkur í sorginni og lífsbaráttunni. í hjörtum okkar eigum við fal- lega og bjarta minningu um hana Önnu Jónu sem geymist þar að eilífu. Ég óska henni farnaðar á nýj- um og framandi slóðum. Sigrún Sigurðardóttir 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.