Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 13
Hvalveiðar Þrýst á Norðmenn Bandaríkjastjórn vill skýringar á hrefnuveiðum í vísindaskyni Búist er við að norsk stjórnvöld biðji bráðlega um fund með bandarískum embættismönnum til að ná samkomulagi í íslenskum stíl um hrefnuveiðar sem þeir hyggjast stunda í sumar í nafni vísindanna. Bandaríska sendiráðið í Osló hefur beðið um upplýsingar og skýringar á hrefnuveiðunum fyrir 1. ágúst, og talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, Lasse Seim, segir stjórn sína taka þau viðbrögð mjög alvarlega, enda hugsanleg staðfestingarkæra og bann á norskan fisk vestra. Norðmenn flytja út lax og þorsk fyrir jafnvirði tæpra 8 milj- arða íslenskra króna á ári. ERLENDAR FRETTIR Flokksrádstefnan í Moskvu Jeltsín gegn Lígatsjov! Fjórði dagurinn: Jeltsín vill endurreisn; Lígatsjov leggstgegn Jeltsín, sver stuðning við perestrojku; Afganistan-stríðið gagnrýnt og varið; lýstsvartnœtti í umhverfismálum. ídag: Lokaræða Gorbatsjovs og atkvœðagreiðslur Umræðum á sögulegu flokks- þingi í Moskvu lauk í gær með þeim hápunkti að þeir menn báð- ir tóku til máls sem gerðir hafa verið að persónugervingum átaka innan sovétforystunnar um per- estrojku og glasnost, Boris Jeltsín og Jegor Lígatsjov, og gerðu þær ræður og fleiri að verkum að fjórði dagur aukaþingsins stend- ur hinum enn framar að tíðind- um. I dag lýkur þinginu með lokaræðu Gorbatsjovs og at- kvæðagreiðslu um ályktanir. Jeltsín var settur af sem leið- togi Moskvuflokksins eftir ræðu í miðstjórninni í nóvember þarsem hann hvatti til hraðari breytinga í umbótaátt í Sovét. Hann virðist í engu hafa skipt um skoðun, og í ræðu sinni í gær sagði hann að þeim sem bæru ábyrgð á gerðum fyrri tíma ætti að víkja til hliðar, og nauðsynlegt væri að herða á umbótum. „Flokkurinn er til fyrir fólkið og fólkið á rétt á að vita allt sem þar gerist" sagði Jeltsín, og þykir þar vísa til þess að hin fræga miðstjórnarræða hans hefur aldrei verið birt. Tekið er til þess að þegar nokkrir þingfulltrúa gerðu hróp að Jeltsín skarst Gorbatsjov í leikinn og bauð Boris Níkolaje- vitsj að halda áfram. Jeltsín sagði að einu mistök sín hefðu verið að velja rangan tíma fyrir orð sín og hvatti þingið til að stuðla að Ungverjaland-Rúmenía Ungverjar mótmæla hástöfum Rúmenar með œfingar á landamœrunum, þingið í Búdapest ályktar gegn Ceausescu. Vaxandi spenna vegna ungverska minnihlutans í Rúmeníu Rúmenskir landamæraverðir meinuðu ungverskum ferða- mönnum í gær aðgang yfir landa- mærin, og þremur hópum ung- verskum var að auki tilkynnt að af fyrirhuguðu ferðalagi til Rúm- eníu gæti ekki orðið af „tækni- legum ástæðum“. Deilurnar milli Ungverja og Rúmeníustjórnar um stöðu ung- verska minnihlutans í Rúmeníu hafa síðustu daga blossað upp heiftarlegar en áður, en lokun landamæranna er skilin sem svar rúmenska forsetans Nicolae Ce- ausescu við einstæðri ályktun frá þjóðþinginu í Búdapest til rúm- enska þingsins um að hætta við svokallaða nýsköpun á lands- byggðinni. I ályktuninni er áætlunin sögð brjóta í bága við grundvallar- mannréttindi og sósíalisma. Sú áætlun gerir ráð fyrir að um 8000 þorp í Rúmeníu verði jöfnuð við jörðu til að auka akur- yrkjuland og reyna þannig að vinna bug á hallæri í rúmenskum landbúnaði. Karoly Grosz, umbótaleiðtogi í Ungó. I útistöðum við Búkarestmenn útaf 111. meðferð á frændum handan landamæra. Hálft annað þúsund þorpanna jarðýturnar eru byggð fólki af miljónir Rúmena (af 23 miljón- sem Ceausescu ætlar að senda á ungversku bergi brotið. Um tvær um^eru af ungverskum ættum og tala ungversku, flestir í Transyl- vaníu sem áður var ungverskt land. Þetta fólk hefur lengi sagt sinn hlut fyrir borð borinn, - og er það raunar saga flestra annarra þjóðernishópa í Rúmeníu. í vikunni voru tugir þúsunda Ungverja í mótmælagöngu í Bú- dapest gegn áætlunum Búkarest- stjórnar, sem er einsdæmi í sam- skiptasögu ríkjanna síðari ára- tugi. Rúmenska stjórnin brást harkalega við þeim tíðindum og taldi gönguna opinbera móðgun við sig. í henni voru borin spjöld þarsem rúmenska leiðtoganum var líkt við Adolf Hitler. Það eykur enn á spennuna milli „bræðraríkjanna" að í Ungó er nýkominn til forystu umbóta- maður í Gorbatsjov-anda, Kar- oly Grosz, meðan Rúmenía er að verða eitt af síðustu vígjum stal- ínismans undir sífellt misheppn- aðri forystu Ceausescus. Grosz sagði í gær að hann vildi til Búkarest að ræða málin, skeytasendingarnar dygðu ekki lengur, - en óvíst er hvort nokkur svör fást um slíkar samræður sunnanmegin. endurreisn sinni. Viðbrögð fulltrúa virðast hafa verið á ýmsa vegu; sumir fögnuðu Jeltsín og hripuðu niður hvert orð, aðrir sátu stífir í sætum sín- um, og sumir létu óánægju sína í ljósi. Síðar um daginn tók Lígatsjov síðan til máls og sagði mesta óþarfa að breyta í nokkru núver- andi stöðu Jeltsíns innan flokks- ins. Lígatsjov var að öðru leyti í vörn, og reyndi að hrekja það al- menna álit að hann sé þrándur í götu umbóta og helsti andstæð- ingur Gorbatsjovs í forystu- sveitinni, og minnti á að hann hefði stutt Gorbatsjov til aðalrit- ara fyrir þremur árum, verið einn þeirra sem komu Jeltsín til áhrifa, - og í fjölskyldu sinni væru ýmis fórnarlömb Stalíns-tímans. Lígatsjov klökknaði röddin þeg- ar hann lýsti fullkomnu persónu- legu fylgi við umbótastefnuna, og var svarað með gríðarlegu klappi í þingsalnum. Fulltrúar og fréttamenn segja að menn hafi í hléum safnast sam- an í háværa samræðuhópa og rætt ræður þeirra Jeltsíns og Lígat- sjovs, - en fleira nýnæmi bar á borð á þinginu í gær; einn fulltrúa gagnrýndi Afganistan-stríðið harkalega og var svarað fullum hálsi af yfirmanni sovésks herafla í Afganistan, nýi flokksleiðtog- inn í Kasakstan sagði frá dapur- legri aðkomu eftir spillingu Brezhnev-skeiðsins, og formaður umhverfisnefndar ríkisins dró upp dekkri mynd en áður hefur sést opinberlega af ástandinu í umhverfismálum eystra. Það verður varla fyrren eftir nokkra daga að jóreyknum léttir af vettvangi og hægt er að fá yfir- lit um þýðingu þingsins og afleið- ingar, en fyrstu viðbrögð frétt- askýrenda eru þau að Gorbatsjov og stefna hans hafi styrkst mjög við þetta einstæða þinghald í Moskvu, - nú séu allar brýr brotnar að baki þeim pere- strojka-mönnum og varla önnur leið en að hraðari umbótum og auknu lýðræði - sem þingið er óvænd dæmi um. -m/reuter Daniel Ortega. Hvergi banginn enda studdur duglega. Nicaragua Vopnahléð framlengt Sandínistar framlengja vopnahlé, Shultz áferðalagi ogsegist ekki afbaki dottinn, skoðanakönnun sýnir miklar óvinsœldir Bandaríkjastjórnar Ortega forseti Nicaragua lýsti því yfir í gær að stjórn hans framlengdi vopnahléð við kontra- liða til 31. júlí og hygðist endur- lífga viðræður sem duttu uppfyr- ir snemma í júní. Ortega nefndi 26.-29. júlí sem hugsanlega viðræðudaga en alls óljóst er hvort af verður. Kontra- liðar virðast hinsvegar taka vel framlengingu vopnahlés enda í sárum eftir að tók fyrir fjár- strauminn að norðan. Forsetinn í Managua fór óvæg- um orðum um Shultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sem nú er á hraðferð um Mið-Ameríku, og sagði að hann færi ekki með friði heldur hatri í garð þjóðar sinnar. Shultz gaf í skyn í gær að sínir menn væru með sitthvað í poka- horninu hvað varðaði Mið- Ameríku og að vænta væri tíð- inda áður en Reagan-stjórnin fer frá. Hann hvatti til áframhald- andi einangrunar Managua- stjórnarinnar í samfélagi Mið- Ameríkuríkja, og sagði að stjórn sín hefði styrkt lýðræði í heimshlutanum. Reagan-stjórn- in mundi skila til eftirmanna miklum árangri og sigrum í mál- efnum Mið-Ameríku. Flestir aðr- ir en Shultz telja að Mið- Ameríku-stefna Reagans sé eitt af þeim sviðum þarsem síst hefur gengið. í gær var gerð opinber einstæð könnun um skoðanir Nicaragua- manna, og kemur þar meðal ann- ars fram að um 85 prósent íbúa Nicaragua eru á móti stuðningi Bandaríkjanna við kontra- sveitirnar. Þetta er fyrsta skoðanakönnun þar síðan sandínistar veltu Somoza ‘78, og er á vegum Jesú- ítaháskólans í Managua í samráði við rannsóknastofnun í Los Angeles. Stefna Washington- stjórnarinnar fær ekki háa eink- unn í könnuninni, - 62% flokka hana sem slæma eða mjög slæma, og 47% segja styrjöldina fyrst og fremst Bandaríkjastjórn og kontraliðum að kenna. Stjórn sandínista nýtur yfir- burðastuðnings þegar spurt er um styrjaldarrekstur, friðartil- raunir og utanríkisstefnu, en áhöld virðast vera um það meðal íbúa hvort stjórnin er lýðræðis- leg, - 48% svöruðu með neii, 40% með jái, 12 voru óvissir. Sandínistar sitja við stjórnvölinn í krafti sigurs í lýðræðislegum kosningum en hafa stjórnað langa hríð í skugga neyðarlaga sem takmarka ýmis mannréttindi. Daniel Ortega forseti landsins virðist njóta lýðhylli: 42% svar- enda eru ánægðir eða mjög ánægðir með Ortega, 29% segja hann þokkalegan og 21% eru óá- nægðir með forsetann. Laugardagur 2. júli 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.